Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Qupperneq 6
fyyy t 2 (1)^ Lethal Weapon 3 3(2) White Sands 5 (5) The Super 8 (■} Point Break 9(-) League of T 12 (6) Marked for Dead Miklar sviptingar veröa á listanum þessa vikuna og koma fimm nýjar myndir inn ó listann. Beint í fyrsta sæti fer flamanmyndin 14 (.) Houaesitter en aðalhlutverkin í þeirri mynd leika Steve Martin og Qoldie Hawn sem sjást hér á myndinni. 13 W Englabærinn er ein þeirra kvikmynda sem keppa um vegleg verðlaun á 10. Norrænu kvikmyndahátíðinni. Hún hefur einnig verið tekin til sýningar i Regnboganum. DV-myndbandalistiim Á slóð vopnasala Þaö sem heldur White Sands uppi '^íSs er góður leikur * Willem Dafoe, Mary Elizabeth Mastrantonio og Mickey Rourke. Þau eru hvert öðru betra í ht- skrúðugum hlut- verkum. En þeg- ar myndin er skoðuðí heild hverfur mesti glansinn, ósannfærandi og rétt sæmilega skrifaö handrit er helsti gallinn. Dafoe leikur lögreglumann sem neyddur er til að gerast handbendi FBI þegar honum mistekst að komast að því hver. myrti FBI-mann sem haföi hálfa milljón doll- ara undir höndum. Persónur koma og fara án skýringa í þessari ruglingslegu mynd en þrátt fyrir ýmsa annmarka er White Sands sæmileg skemmtun með góöum leikurum. WHITE SANDS - Útgefandi: Biómyndir. Leikstjóri: Roger Donaldson. Aðalhlutverk: Willem Dafoe og Mickey Rourke. Bandarisk, 1992 - sýningartimi 98 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK Félagar í klípu Tom og Eddie eru fyrrverandi lögreglumenn og hafa báðir verið reknir úr starfi, Eddie vegna óheiðarleika og Tom vegna þess að hann stóð með honum. Þegar Dirty Work hefsi reka þeir saman lögreglufyrirtæki og hefur Eddie orðið manni að bana og stohð stórri fjárhæð frá mafíunni. Til að bjarga sjálfum sér reynir hann að koma öhu yfir á félaga sinn en grefur sjálfum sér gröf í leið- inni. Spennan helst allan tímann í Dirty Work sem gerir það að verkum að ýmsir gallar verða Utt áberandi. Kevin Dobson og John Ashton ná góð- um tökum á þeim tveimur persónum sem eru þungamiðjan, engir stæltöff- arar heldur ósköp venjulegir menn í útUti sem hverfa í fjöldann. DIRTY WORK - ClC-myndbönd. Leikstjóri: John McPherson. Aðalhlutverk: Kevin Dobson og John Ashton. Bandarisk, 1992 - sýningartími 86 mfn. Bönnnuð börnum innan 16 ára. -HK FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993 Kvikmyndahátíðin í fullum gangi Laugardagur 13.00 Stóri, feiti pabbi minn 13.00 Fórnin 13.00 Vofa Jaspers 15.00 Snúkurinn 15.40 EðU glæpsins 17.00 Freud flytur að heiman 17.00 Sódóma Reykjavik 17.30 Pólstjarnan 19.00 Fanny og Alexander 19.30 Týndi sonurinn 21.30 Svo á jörðu sem á himni 22.00 Hið fullkomna morð 23.00 Englabærinn Nú eru tveir sýningardagar af fjór- um Uðnir á 10. Norrænu kvikmynda- hátíðinni og búið að sýna langflestar kvikmyndanna einu sinni en kvik- myndimar í keppninni og þær tíu myndir sem valdar vora bestu kvik- myndir á Norðurlöndum síðustu tíu árin eru sýndar allan daginn og langt fram á kvöld. Lokaathöfnin og verðlaunaafhend- ing fer fram í Háskólabíói á morgun kl. 19.00 og verður henni sjónvarpað beint til aUra Norðurlandanna. Þá verður vaUn besta kvikmynd á Norð- urlöndum sem komið hefur fram síð- ustu tvö árin. Dagskráin í dag og morgun fer hér á eftir: Föstudagur 15.15 Leiðsögumaðurinn 17.00 Loftskeytamaðurinn 17.15 Sódóma Reykjavík 19.00 Sofie 19.15 Handfylli af tíma 21.00 Freud flytur að heiman 22.00 Týndi sonurinn 23.00 Hundalíf **11 Konur í karlaleik íþróttadýrkun er mikil í Banda- ríkjunum sem og á öörum Vestur- löndum. Eins og gefur að skilja var ekki mikið um keppni í þróttum meðan á síðari heims- styijöldinni stóð. Til að fyUa upp í eyðurnar var stofnuð kvennadeUd í hafnabolta sem naut töluverðra vin- sælda hjá almenningi. í A League of Their Own er sögð á gamansaman hátt feriU eins slíks kvennaliðs. AUt frá því konurnar byrja að æfa undir stjórn drykkfeUds þjálfara og þar tíl þær komast í úrslitaleikinn. Myndin er vel heppnuð skemmtimynd, Tom Hanks, Geena Davis og Madonna bera af í ágætu leikaraliði. Það er helst í lokin að farið er að örla á væmni. A LEAGUE OF THEIR OWN - Útgef.: Skífan. Leikstjóri: Penny Marshall. Aðalhlutverk: Tom Hanks og Geena Davls. Bandarisk, 1992 - sýningartimi 123 min. Leyfð öllum aldurshópum. -HK ★★ Við dyr dauðans í byijun Deadly Relations fylgj- umst við með þegar reynt er að myrða Claudiu Parr, ríka og fagra konu. Ekki tekst tilræðis- manninum ætl- unarverk sitt en Claudia fellur í dauðadáogvakn- ar ekki fyrr en tveimur árum seinna. Þá bregður mörgum, sérstaklega þegar Claudia fer að reyna að púsla saman í huga sér nóttinni þegar reynt var aö myrða hana. Lindsey Wagner leikur Claudiu og gerir það vel, en þessi ágæta leikkona er stöðnuð í hlutverk- um á borð við það sem hún leikur hér. Þegar á heildina er litið er Deadly Re- lations sæmileg afþreying en ekkert meira. Þrátt fyrir ýmsar fléttur er aldr- ei hægt aö leyna hver tilræðismaður- inn er og slakar það á spennunni. DEADLY RELATIONS - SAM-myndbönd. Lelkstjórl: Warrls Husseln. Aðalhlutverk: Lindsay Wagner og Davld Dukes. Bandarísk, 1992 - sýnlngartfmi 93 mfn. Bönnuð börnum innan 12 ára. -HK ★★'/2 Óeðlilegur bamadauði Sannleikurinn getur stundum verið ótrúlegri en skáldskapur og sú staðreynd kemur óneitanlega upp í huga manns þegar horft er á Hættuleg lyf (Deadly Medicine). Myndin er byggð á sönnum at- burðum um dularfull dauðsföll ungbarna á spítala og leikur grunur á að þau hafi verið myrt. í byrjun myndarinnar kynn- umst við barnalækninum Kathy Holland (Veronica Hamel) sem er að hefla sjálfstæðan atvinnu- rekstur í smábæ. Á stórum spít- ala, sem hún hefur unnið á, starf- ar einnig hjúkrunarkonan Gen- ene Jones (Susan Rutton) og hrífst Kathy af störfum hennar og býður henni að gerast hjúkr- unarkona hjá sér. Eitt af fyrstu verkum Kathy sem sjálfstæður barnalæknir er að lækna smábarn af smávægi- legum kvilla. Ekki tekst betur til en svo að bamið deyr í höndum þeirra og er enga skýringu að finna. Rannsókn leiðir í ljós að baminu hefur hkast til verið gef- ið lyf sem er hættulegt bömum og fellur strax gmnur á lækninn. Kathy veit að hún er saklaus þótt enginn trúi henni og þá er aðeins einn möguleiki eftir. Hjúkmnar- kona hennar er sek. Hafin er nákvæm rannsókn á ferh þessara tveggja kvenna og í þeirri rannsókn kemur í ljós að allt að þrjátíu ungbörn hafa dáið á dularfullan hátt á skömmum tíma á þeim spítala sem þær stöll- ur störfuðu saman á. Spítala- stjórnin hafði komist að þessu en frekar en að komast til botns í málinu haföi verið reynt að hylma yfir voðaverkin. Hefst nú mikil barátta Kathy fyrir réttlæti og að sanna sekt Genene. Er þar við ramman reip aö draga þar sem hjúkrunarkon- an reynir hvað hún getur til að koma sökinni á lækninn... Eins og áður segir er myndin Hættuleg lyf byggð á sönnum at- burðum en helsti galh hennar er samt hve erfiðlega hefur gengið að koma sögunni á raunsæjan hátt í handrit. Liggur við að mað- ur haldi að eitthvað sé farið kringum sannleikann, einkum vegna þess hve endirinn er settur fram á ósannfærandi hátt. Að öðru leyti er Hættuleg lyf ágæt- lega gerð mynd og aðalleikkon- urnar Veronica Hamel og Susan Rutton fara sérlega vel með hlut- verk sín. HÆTTULEG LYF Útgefandl: Bergvík. Leikstjóri: Richard Colla. Aðalhlutverk: Veronica Hamel, Susan Rutton og Stephen Toblowsky. Bandarísk, 1992 - sýningartimi 90 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK Laugarásbíó hefur frumsýnt Tvíf- arann (Doppelganger) sem er með Drew Barrimore í aðalhlutverki. Leikur hún unga konu, Hohy Good- ing, sem stundum er hæg og lítillát en á það einnig til að lifa viUtu lífi. Hún gæti einnig verið morðingi. Annaðhvort hefur hún eða einhver sem er tvífari hennar drepið móður hennar. Lögreglan getur samt ekki sannað verknaðinn á hana og HoUy flytur burt tU Los Angeles þar sem Drew Barrymore leikur tvö hlutverk i Tvífaranum. hún hittir ungan rithöfund sem hrífst af henni en kemst að því að hún er ekki öU þar sem hún er séð. Það hefur mikið vatn mnnið tfl sjávar frá því Drew Barrimore lék Utlu telpuna í E.T. Þessa dagana leik- ur hún aðaUega stúlkur sem tæla karlmenn og má nefna auk Tvífarans Poison Ivy. Leikstjóri myndarinnar, Avi Nesher, er fæddur í ísrael en flutti eUefu ára gamaU til Bandaríkj- anna. Hefur hann aðaUega fengist við gerð spennumynda bæöi í ísrael og í Bandaríkjunum og hafa hinar ísra- elsku myndir hans, The Troupe og Rage and Glory, vakið mesta athygli. -HK Laugarásbíó: Tvífarinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.