Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Qupperneq 1
Jóhannes lagði flesta á auðveMan hátt - lauk fimm glímum af sjö á innan viö hálfri mínútu - sjá bls. 32 Jóhannes Sveinbjörnsson lyftir Grettisbeltinu fræga, elsta verðlaunagrip i umferð á íslandi sem keppt hefur verið um allar götur frá árinu 1906. Hann varðveitir það nú annað árið í röð. DV-mynd GS Birgirmeð Skallagrím Birgir Mikaelsson var í gær- kvöldi endurráðinn þjálfai’i ur- valsdeildarliös Skallagríms í körfuknattleik. „Við erum mjög ánægðir að vera búnir að ganga frá ráðningu Birgis. Hann hefur gert mjög góða hluti þessi þrjú ár sem hann hefur þjálfað liðið,“ sagði Bjami Steinarsson hjá Skallagrími við DV í gærkvöldi. -GH KRræðir viðNemeth Miklar líkur eru á að Laszlo Nemeth frá Ungverjalandi gerist þjálfari úrvalsdeildarliðs KR í körfuknattleik á ný en hann þjálfaði KR-inga 1989-90 og gerði þá að meisturum. „Við erum í samningaviðræð- um við Nemeth. Hann er iilbúinn ef honum líst vel á samninginn. Það er ljóst aö Friörik Rúnarsson verður ekki þjálfari liðsins áfram,“ sagöi Gísli Georgsson hjá KRviðDVígær. -GH/VS Kristinn meðSnæfell? Talsverðar líkur eru á að Krist- inn Einarsson verði næsti þjálfari úrvalsdeildarliðs SnæfeÚs frá Stykkishólmi í körfuknattleik. Kristinn, sem lék með Njarðvik þar til á nýliðnu timabili, spilaöi með Snæfelli í vetur og átti drjúg- an þátt i óvæntum árangri liðsins sem var einum leik frá því að komast í undanúrslit úrvals- deildarinnarífyrstaskipti. -VS Valsmenn án Magnúsar Úrvalsdeildarlið Vals í körfu- knattleik veröur fyrir mikilh blóðtöku iyrir næsta keppnis- tímabil því Magnús Matthiasson hyggur á nám í Banóarikjunum. Magnús hefur leikið stórt hlut- verk í liði Vals undanfarin ár og var til að mynda útnefhdur leik- maður ársins í deildinni 1991-92. Þá munu Símon Ólafsson og Matthías Matthíasson aö öllum líkindum leggja skóna á hilluna. Ekki hefur verið ákveöið hver þjálfar Val en nöfn Franc Bookers og Péturs Guðmundssonar hafa verið nefnd. -GH Nettelstedt? Þýska handknattleiksfélagiö Nettelstedt hefur sýnt Víkingn- um Bjarka Sigurðssyni áhuga. „Ég hef heyrt að þetta félag hafi verið með einhverjar fyrirspurn- ir um mig en ekkert frá forráða- mönnum liðsins. Auðvitað er maöur alltaf spenntur fyrir slíku og ef eitthvert formlegt tilboð kæmi myndi ég skoða það vand- lega," sagði Bjarki í samtali við DV í gærkvöldi. -GH Martha sjötta Martha Emstdóttir hafnaði í 6. sæti í alþjóðlegu götuhlaupi sem fram fór í New York í gær. Hún hljóp 16 kílómetra á 57,04 mínút- um og var hálfii annarri minútu á eftir sigurvegaranum. -VS Met hjá Ólafi Ólafur P. Jakobsson úr Skotfé- lagi Kópavogs setti glæsilegt ís- landsmet í frjálsri skammbyssu á móti sem fram fór í Stokkhólmi á laugardaginn. Ólafur fékk 546 stig en gamla metið, sem Tryggvi Sigmannsson átti, var 534 stig. Árangur Ólafs er aðeins tjómm stigum frá lágmarki fyrir ólymp- íuleikana í Atlanta 1996. -VS Guðrún undir íslandsmetinu Guörún Arnardóttir úr Ár- manni var vel undir íslandsmet- inu í 100 metra grindahlaupi kvenna á móti í Athens í Banda- ríkjunum á laugardaginn. Guð- rún hljóp á 13,44 sekúndum en met Helgu Halldórsdóttur er 13,64. Meðvindur var hins vegar of mikill til þess að árangur Guð- rúnarteljistgildur. -VS Elva Rutfékk bronsverðlaun Elva Rut Jónsdóttir úr Fim- leikafélaginu Björk í Hafnarfirði hreppti bronsverðlaunin í keppni á jafnvægisslá á Norðurlanda- móti unglinga sem haldið var um helgina. Tvær íslenskar stúlkur komust í úrslit í keppni á einstök- um áhöldum eftii* undankeppina, Elva og Eva Björnsdóttir úr Gróttu. Eva komst í úrslit í keppni á tvíslá og þar hafnaði húnísjöttasæti. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.