Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 4
36 FÖSTUDAGUR 30. APRIL1993 Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, sími 673577 I sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafík og ýmsir leirmunir. Opið er alla daga frá kj. 12-18. Asmundarsafn Sigtúni, sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Bókmenntirnar í list Asmundar Sveinsson- ar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Asmundarsafn. Safnið er opið kl. 10-16 alla daga. Café Mílanó Faxafeni 11 Tita Heyde sýnir verk sín. Opið alla daga kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 13-18. Gallerí Borg v/Austurvöll, s. 24211 Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Gangurinn Rekagranda 8 Hannes Lárusson sýnir verk sín. Sýningin stendur fram í lok maí og er opið eftir sam- komulagi. Sími 18797. Gallerí G15 Skólavörðustíg 15 Kristín Geirsdóttir opnar sýningu á olíu- málverkum og vatnslitamyndum á morgun kl. 16. Sæýningin verður opin mánudaga til laugardaga kl. 12-18. Lokað sunnu- daga. Sýningunni lýkur 26. mal. Gallerí Fold Austurstræti 3 Sýningu Sigrúnar Eldjárn lýkur sunnudag- inn 2. maí. Sigrún sýnir pastelmyndir. Kjartan Guðjónsson sýnir teikningar og gvassmyndir dagana 1.-16. maí. Opið er i Fold daglega kl. 10-18 og um helgar kl. 10-17. Gallerí List Skipholti, sími 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið daglega kl. 10.30-18. Galleri Port Kolaportinu Opið iaugard. kl. 10-16 og sunnud. kl. 11-17. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir grafíkverk, unnin í kopar og þrykkt á pappír. Sýning- in er opin á verslunartíma, virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Galleri Umbra Bernhöftstorfu Silla - Sigurlaug Jóhannesdóttir sýnir þrjá skúlptúra úr gleri sem nefnast Skýjaborgir. Sýningin stendur til 19. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Hafnarborg Strandgötu 34 Gunnar Asgeir Hjaltason sýnir málverk, unnin með akrýl, vatnslitum og þurrkrít. Sýningin er að hluta til yfirlitssýning. Hún er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga og stendur til 3. maí. Berglind Sig- urðardóttur sýnir í kaffistofu Hafnarborgar. Á sýningunni eru oliumálverk og pastel- myndir unnar á sl. ári. Sýningin stendur til 3. maí og er opin kl. 11-18 virka daga og 12-18 um helgar. Hlaðvarpinn Agatha Kristjánsdóttir sýnir oliumálverk í galleríi Hlaðvarpans dagana 24. apríl til 6. maí. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18. Kjarvalsstaðir Á Kjarvalsstöðum standa yfir fjórar sýning- ar. Linda Vilhjálmsdóttir sýnir Ijóð, Sæ- mundur Valdimarsson sýnir höggmyndir, Daði Guðbjörnsson sýnir málverk i vestur- sal og í austursal stendur yfir sýning á pappírsskúlptúrum eftir Svövu Björnsdótt- ur. Sýningarnar standa til 16. maí. Norræna húsið v/Hringbraut Margrét Árnadóttir Auðuns sýnir málverk í kjallara hússins. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur 9. mal. Menningarmiðstöðin Gerðu- berg I dag kl. 17 verður opnuð sýning á verkum 16 útskriftarnema á listasviði Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Hér er um lokaverk- efni að ræða. Á sýningunni eru teikning- ar, málverk, lágmyndir og skúlptúrar. Sýn- ingunni lýkur 8. maí og eru opnar mán.- fim. kl. 10-22, föst. kl. 10-16 og laygard. kl. 13-16 en á sunnudögum er lokað. Menningarstofnun Banda- ríkjanna Myndlistarkonan Ríkey Ingimundardóttir opnar sýningu á verkum sínum á morgun. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 8-17.45 fram til fostudagsins 14. mal. Á sýningunni verða verk af fjölbreytilegum toga, m.a. ollumálverk, vatnslitamyndir, höggmyndir og lágmyndir unnar úr leir og postulíni. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Finnur Arnar sýnir blýantsteikningar. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Lækningarrrinjasafn sem sýnir áhöld og tæki sem tengjast sögu læknisfræðinnar á Islandi. Stofan er opin á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Aðgangseyrir er kr. 200. Marisa Arason og Katrín Þorvaldsdóttir halda sýningu í Portinu. Portið í Hafnarfirði: Sýni hvemig tíminn líður - segir Marisa N. Arason „Ég reyni með ljósmyndunum mínum aö sýna hvernig tíminn líður með því að taka listrænar myndir af húsum og húsarústum í gegnum tíðina. Mér finnst einhvern veginn að manneskjan sé með bústað sinn á bakinu rétt eins og snigillinn og myndirnar mínar fjalla eilítíð um það en ég tek alls ekki myndir af fólki," segir Marisa N. Arason sem opnar sýningu á listrænum ljós- myndum í Portinu á morgun kl. 15. Myndirnar eru teknar hér á landi og á Spáni. Katrín Þorvaldsdóttir opnar einnig sýningu á morgun í Portinu. Verk Katrínar á sýningunni eru brúður og brúðuskúlptúrar sem hún hefur unnið á undanförnum tveimur árum. Katrín hefur haldið námskeið í brúðu- og grímugerð hér heima og erlendis og tekið þátt í gjörningum og götuleikhúsum víða um Evrópu. Hér heima starfrækir hún nú EMBLU-leikhúsið. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 nema þriðju- daga. Henni lýkur 16. maí. -em Gallerí Umbra: Skýjaborg- ir úr gleri í Gallerí Úmbru stendur yfir sýn- ing Sigurlaugar Jóhannesdóttur, Sillu. í þetta sinn sýnir Silla þrjá skúlptúra úr gleri sem nefnast Skýja- borgir. Sýningin er 10. einkasýning Sillu og valdi hún þennan sýningar- stað vegna þess að þar hélt hún sína fyrstu sýningu en þá hét staðurinn Gallerí Langbrók. Ella Magg í Galleril 1 Elín Magnúsdóttir, Ella Magg, sýn- ir 40 vatnslitamyndir og teikningar í Galleri 1 1, Skólavörðustíg 4a. Tema sýningarinnar er tónlist. Ella Magg, sem er fædd í Reykjavík árið 1956, stundaði nám við Ustaakademíuna í Enscheda í Hollandi og lagði stund á nám við leikbúningagerð og svið- setningu í Gerrit Rietveldt akadem- íuna í Amsterdam. Hún hefur haldið 7 einkasýningar hér á landi og eina í Amsterdam og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Ella Magg hefur jafnframt starfað með leikhópnum Svórtu og hvítu í fjölda ára. Sýning Ellu er opin frá 14-18 daglega fram til 6. maí. Elín Magnúsdóttir, Ella Magg, sýnir 40 vatnslitamyndir og telkningar í Galleri 1 1, Skólavörðustíg 4a. Portið, Strandgötu 50 í Hafnarfirði: Gunnar Örn opnar einkasýningu Gunnar Örn opnar sýningu á myndverkum á pappír í Portínu, Strandgötu 50, Hafnarfirði, á laugar- dag klukkan 15. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 14-18 og lýkur 16. maí. Gunnar Örn, sem er sjálfmenntað- ur myndhstarmaður, er fæddur 2. desember 1946 í Reykjavík. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína árið 1970 og hefur síðan haldið 24 einka- sýningar. Þar af eru 20 á íslandi, 2 í Kaupmannahöfn og 2 í New York. Gunnar Örn hefur tekið þátt í sam- sýningum, meðal annars á Norður- löndunum, París, New York, Chicago, Sao Polo og Tokyq. Verk Gunnars eru á söfnum á íslandi, meðal annars á Listasafni íslands og Listasafni Reykjavíkurborgar, einn- ig í Guggenheimsafninu í New York, Gunnar Örn ásamt nokkrum verka sinna í Portinu. Sauby Museum í Tokyo og Moderna Museet í Stokkhólmi. Menningarmiðstöðin Gerðuberg: Lokaverkefni útskriftarnema I Menningarmiöstöðinni Gerðu- bergi hefst í dag sýning á verkum 16 útskriftarnema á listasviði Fjöl- brautaskólans í Breiðholtí. Hér er um lokaverkefni að ræða sem unnin voru í þremur síðustu lotum náms- ins en þá lögðu útskriftarnemarnir stund á módel- og umhverfisteikn- ingu, málun og gerð þrívíðra verka. Á sýningunni verða teikningar, mál- verk, lágmyndir og skúlptúrar. Sýn- ingin er opin mánudaga-fimmtudaga frá kl. 10-22, föstudaga frá kl. 10-16 og laugardaga frá kl. 13-16. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði: Úrval af verkum nemenda MyndUstarskólinn í Hafnarfirði gengst fyrir nemendasýningu í hús- næði skólans að Strandgötu 50. Á sýningunni verður sýnt úrval af verkum nemenda skólans, unnin á vorönn. Alls hafa um 110 nemendur stundað nám við skólann í vetur og helstu kennslugreinar hafa verið: málun, teikning og vatnslitamálun, auk fjóltækninámskeiða fyrir börn og unghnga. Sýningin verður opnuð á laugardag og stendur til 16. maí. Georg Guðni í Nýlistasafninu Núna stendur yfir sýning Georgs Guðna í Nýlistasafninu, Vatnstíg 3b. Á sýningunni eru verk unnin á þessu og síðasta ári. Þetta er fimmtánda einkasýning Georgs Guðna síðan 1985 en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima sem erlendis. Sýningin er opin daglega frá 14 til 18 og lýkur 9. maí. Sýningar Nýlistasafnið Vatnsstig 3b Georg Guðni sýnir málverk. Á sýningunni eru verk unnin á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og lýkur 9. maí. Katel Laugavegi 20b, sími 18610 (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Listasafn ASÍ Sigrún Eldjárn sýnir málverk. Sigrún vinn- ur auk málverksins vatnslita- og olíupastel- myndir. Sýningin stendur til 2. maí og er opin daglega kl. 14-19. Listhús í Laugardal Engjateigi 17, s. 680430 Sjofn Har. Vinnust. er oftast opin virka daga kl. 15-18 og kl. 14-16 laugardaga - eða eftir samkomulagi. Verslanir hússins eru opnar frá kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffi- stofan er opin á sama tíma. Listinn gallerí - innrömmun Síðumúla 32, sími 679025 Uppsetningar eftir þekkta íslenska niálara. Opið virka daga'kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla Islands í Odda, simi 26806 Þar er nú á öllum haeðum sýning á nýjum verkum i eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Portið Strandgötu 50, Hafnarfirði Gunnar Örn sýnir verk sin. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, simi 13644 Skólasýning. Stendur fram í maí. Safnið er opið almenningi um helgar kl. 13.30-16 en skólum eftir samkomulagi. Snegla listhús Grettisgötu 7 v/Klapparstíg Sýning á myndverkum og listmunum eftir 15 listamenn. Opið mánudaga til föstu- daga kl. 12-18, laugardaga kl. 10-14. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Arndís Jóhannsdóttir sýnir í Stöðlakoti. Arndís lærði söðlasmíði í The Cordwainers Technical College í London og fékk meist- araréttindi í iðninni 1982. Á siðustu árum hefur hennar aðalefniviður verið steinbíts- roð. Á þessari sýningu verða verk unnin úr steinbítsroði og leðri. Sýningin stendur til 2. mai og er opin frá kl. 14-18. Sýningarsalurinn annarri hæð Laugavegi 37 Þar stendur yfir sýning á verkum Sviss- lendingsins Adrians Schiess. Opið mið- vikudaga frá kl. 14-18 út april. Ljósmyndasýning af fyrstu kröfugöngunni Ljósmyndasafn Reykjavíkur opnar á morg- un sýningu á Ijósmyndum sem teknar voru af fyrstu kröfugöngunni á leið um götur Reykjavíkur og útifundi sem haldinn var að göngu lokinni. Sýningin verður í Geysishúsinu við Aðalstræti og Vestur- götu og mun hún standa til 17. maí. Póst- og símaminjasafnió Austurgötull, Hafnarfirði,sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59, sími 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmynd- ir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Þjóðminjasafn islands Opið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12-16. Myndlistarsýning í Eden Grétar Þ. Hjaltason heldur sína fjórðu myndlistarsýningu í Eden, Hveragerði. Á sýningunni eru 40 myndir, þar af 20 vatns- litamyndir af landslagi og 20 myndir, unn-" ar með blandaðri tækni, þ.e. litljósritunar- tækni. Sýningin stendur til og með 9. maí. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opiðdaglega kl. 11-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.