Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 6
46 JB^EEHfl FÖSTUDAGUR 30. APRÍL1993 WELCOME TO ftSPEM ¦ ELE¥]908^ m ! v \ Félagarnir Burke (Paul Gross) og Dexter (Peter Berg) nýkomnir til Aspen. Bíóhöllin - Aspen Extreme: Á skíðum í Aspen Vinirnir Burke og Dexter eru ekki ánægðir meö lífið í bílaverksmiðju í Detroit og ákveða því að flytja til skíðaparadísarinnar Aspen og fara í nám sem skíðakennarar. Það kemur fljótt í Ijós að Burke hefur einstæða hæflleika á skíðum og verður því fljótt vinsælastur meðal skíðakenn- ara og lifir hinu ljúfa lífi til fulls. Hann veröur þó fljótt leiður á um- stanginu og reynir að lækka öldurn- ar í kringum sig en það veldur nokkr- um miskilningj. Aðalhlutverkin í Aspen Extreme leika Paul Gross, Peter Berg, Finola Hughes og Teri Polo. Aspen Extreme er fyrsta kvik- myndin sem Patrick Hasburgh leik- stýrir og byggir hann að nokkru á eigin reynslu en hann bjó í Aspen í nokkur ár og starfaði sem skíða- kennari en var um leið ritstjóri kynningarrits í Aspen. Eftir að hann hætti skíðakennslu sneri hann sér alfarið að skrifum og hefur í nokkurn tíma skrifað fyrir þekktar sjón- varpsseríur. -HK Stjörnubíó: Helvakinn III Leikstjórinn Clive Barker er þekkt- astur fyrir Hellraiser-myndir sínar tvær sem þykja með þeim skelfilegri sem gerðar hafa verið á þessum vett- vangi. Nú hefur Stjörnubíó hafið sýningar á þriðja hlutanum, Helvak- anum ni: HeMti á jörðu (Hellraiser m: Hell on Earth). Ekki leikstýrir Barker þriðja hlutanum en er fram- leiðandi. Leikstjóri er Anthony Hickox. Aðalhlutverk leika Terry Farrell, Doug Bradley, Paula Mars- hall og Kevin Bernhardt. í þessum þriðja hluta endurnýjast kynnin við Nálapúða sem nú er fast- ur í nokkurs konar sálnafangelsi. Þaðan kemst hann einungis ef hann öðlast næga krafta sem hann fær með því að nærast á mannverum. Stærsta vandamálið er að sálnafang- elsi hans er í New York og sleppi hann er fjandinn laus í orðsins fyllstu merkingu. I Helvakanum III er Nálapúði (Doug Bradley) fastur i sálnafangelsi. Bíóborgin: Handagang- ur í Japan Hafnabolti er bandarísk íþrótt og ekki leikin að neinu ráði annars stað- ar í heiminum nema í Kanada og Japan þar sem mikiU áhugi er á þess- ari íþrótt. Gamanmyndin Handa- gangur í Japan (Mr. Baseball) gerist einmitt í Japan og segir frá banda- rískri hafnaboltastjörnu, sem er keyptur til Japans, og reynslu hans af íþróttinni þar. Tom SeÚeck leikur Jack Elliot sem hefur farið eigin leið- ir í íþróttinni og komist upp með það, enda þjálfurum nákvæmlega sama, bara ef hann heldur áfram að hitta boltann. Þegar myndin hefst á hann aðeins við eitt vandamál að stríða. Hann hittir ekki boltann jafn vel og áður og er því settur út úr liði sínu í Bandaríkjunum þrátt fyrir hávær mótmæli hans. Og eina tilboð- ið sem hann fær er frá Japan og tek- ur hann því. En hann á eftir að kom- ast að því að íþróttin er ekki eins leikin í Japan og í Bandaríkjunum. Leikstjóri myndarinnar er Ástral- inn Fred Schepisi sem hefur jöfnum höndum starfað í Bandaríkjunum, Ástrah'u og Englandi. Meðal mynda, Tom Selleck leikur amerískan hafnaboltaleikara sem leikur með japönsku liði í Handagangi í Japan. sem hann hefur leikstýrt, má nefna The Chant of Jimmy Blacksmith, Ice- man, Plenty, Roxanne, A Cry in the DarkogRussiaHouse. -HK •*y2 &> eciwawi SCISSORj Skæri í stað handa Edward Sciss- orhands er sér- stök kvikmynd og staðfestir að Tim Burton er frumlegastur meðal jafningja í Hollywood. Myndina byggir hann á hugmynd sem hann fékk sem barn um til- búinn dreng sem hefur skæri í stað handa. Johnny Deep leikur titilhlut- verkið og gerir það vel. Edward er hið besta skinn, gallinn er bara að þegar hann vill sýna blíðu sína mega aðrir vara sig. Það er ekkert grín að lenda í faðmlögum við hann. Edward Scissor- hands er alls ekki fyrir alla. Frumlegar og afar athyglisverðar sviðsetningar dreifa oft athygli frá persónunum en myndin kemur á óvart vegna ferskleika og meðferðar söguþráðar sem flestir hefðu notað í hryllingsmynd. Edward Scissorhands - SAM-myndbönd. Leikstjóri: Tirn Burton. Aðalhlutverk: Johnny Depp og Winona Ryder. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 103 mfn. Bönnuð börnum innan 12ára -HK irkVi Götulíf í Harlem • '/2 wrmi) Blóð og sandúr Blood and Sand sharon S.TQNE fjallar um ungan nautabana sem verður meðal þeirra bestu en missir áhugann og getuna þegar hann hittir ver- aldarvana stúlku sem skiptir um elskhuga eins og aðrir um föt. Blo- od and Sand er gerð af Spánverjum en með bandarískum aðalleikurum og ber fyrst að teh'a Sharon Stone sem sýnir smávegis af þeim losta sem hún sýndi enn betur í Basic Instict. Ástæðan til að Blood and Sand er komin á mynd- band er örugglega sú að Stone leikur í myndinni því myndin er frekar ómerkileg. Þess má geta að þetta er þriðja útgáfan af Biood and Sand. Fyrst lék sjálfur Rudolph Valentino nauta- banann 1922 og Tyrone Power 1941. BLOOD AND SAND - Útgef. Myndform. Leikstjóri: Javier Elorrieta. Aðalhlutverk: Christopher Rydell og Sharon Stone. Spðnsk, 1989 - sýningartimi 118 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. -HK Ernest Dickerson er þekktur í kvikmyndaheiminum sem kvik- myndatökumaður Spike Lee. Hefur hann stjórnað kvikmynda- töku á öllum hans myndum, nú síðast Malcolm X, sem er viða- mesta kvikmynd Spike Lee til þessa. Vinátta Lee og Dickerson nær til þess tíma sem þeir báðir voru við nám í kvikmyndagerð. Dickerson hefur einnig verið bak við myndavélina hjá öðrum leik- stjórum, má þar nefna Sex, Drugs and Rock 'n' Roll sem Eric Bogos- ian og Deaf by Temptation sem John Sayles leikstýrði. í millitíð- inni, frá því hann lauk við að kvikmynda Jungle Fever og þar til tökur á Malcolm X hófust, leik- stýrði hann sinni fyrstu kvik- mynd, Juice. Juice er að mörgu leyti eftir- tektarverð kvikmynd og greini- legt er aö Dickerson hefur sótt lærdóm í Spike Lee. Myndin lýsir þeirri hörðu baráttu sem ungl- ingar strætisins í Harlem hverf- inu í New York þurfa að heyja dag hvern. Þar er freistandi að stunda glæpi enda ekki mikla vinnu að fá. Hin hörðu unglinga- gengi, sem hafa verið í umræð- unni að undanförnu, verða ein- mitt til við aðstæður sem lýst er í myndinni. Sagan um fjóra unglingspilta er eftirtektarverð. Þeir hafa enn ekki tengst neinum glæp, en ákveða kvöld eitt að ræna búð. Rán þetta verður ekki á þann veg sem þrír þeirra höfðu hugsað sér, smáofbeldi til að verða sér úti um fljóttekinn gróða. Það kemur nefnilega í hós að það er skemmt eph í hópnum. Einn þeirra er haldinn slíkri ofbeldiskennd að hann lætur sér ekki nægja að skjóta afgreiðslumanninn í búð- inni sem rænd er heldur drepur hann einn úr hópnum þegar sá mótmælir þessum verknaði. Sagan í Juice ristir ekki djúpt og má þar kannski um kenna reynslulausum leikurum sem ná aldrei að lifga persónurnar al- mennilega við og einnig það að tónhstin, sem byggist á rappi, þar sem sami takturinn er notaður út alla myndina, dreifir athygl- inni. Á móti kemur sérlega góð kvikmyndum og sterk leikstjórn hjá Dickerson. Er ég viss um að hann getur gert betri mynd og mun gera það. JUICE Útgelandi: Skifan. Leikstjóri: Ernest R. Dickerson. Aðaihlutverk: Omer Epps, Jermaine Hopkins og Khalil Kain. Bandarísk, 1992 - sýningartimi 95 mfn. Bönnuð börnum innan 16 ára -HK kklÁ DV-myndbandalistJnn Tvær nýjar myndir koma inn á listann, Point Break og 1492, Conquest of Paradise. Sú mynd sem leikstýrð er af Ridley Scott fjallar um sögufræga ferð Kólumbusar tii Ameriku. Á myndinni er Gérard Depardieu í hlutverki Kólumbusar 1 0) Patriot Games 2(2) White Men Can't Jump 3(3) Traces of Red 4(6) Housesitter 5(9) Bitter Moon 6(6) Deep Cover 7(7) HotShots 8 (11) Rush 9 (12) Sleeping with the Enemy *>(-) City of Joy 11 (13) Cutting Edge 12(-) 1442 13(8) Point Break 14 (14) California Man 15 (10) The Samte of Time Forn fræg* Þaðerlangtsíð- an Alan Arkin hefur sést í stóru hlutverki. Þessi frábæri leikari, sem á árum áður var í hverju stór- hlutverkin á fæt- ur öðru, hefur helst sést í litíum karakterhlut- verkum, en í Co- operstown fær hans loks verðugt hlut- verk þótt ekki sé myndin á við hans bestu kvikmyndir. Leikur Arkin gamla hafnaboltahetju, Harry Wilette, sem hefur ekki getað fyrirgeflð besta vini sínum að hafa svikið hann á ögur- stundu. Þegar svo vinurinn deyr þrjá- tíu árum síðar sér hann eftir öliu sam- an og fer í krossferð á fornar slóðir. Því miður er dálítill „Ghost"-fQingur í myndinni í stað þess að vera bein frá- sögn og spilllr það fyrir en að öðru levti er um góða skemmtun að ræða. COOPERSTOWN - Útgef. Háskólabíó. Leikstjóri: Charles Haid. Aðalhlutverk: Alan Arkin og Ed Begley jr. Bandarisk, 1992 - sýningartími 95 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK kVz ^jm Óboðinn farþegi Baby on Board er gamanmynd sem kemur í kjölfar vinsælla kvikmynda á borð við Three Men and a Baby. Carol Kane leik- ur Maríu, móður litillar stelpu sem hún skilur eftir í leigubíl Ernies á. j miðri Manhattan. Sjálf er hún á flótta undan mafíunni sem telur að hún hafi drepið eiginmann sinn sem var trygg- ur samtökunum. Ernie, sem er ná- kvæmnin og samviskusemin uppmál- uð, lendir í ýmsum vandræðum út af krakkanum, því þótt honum sé margt til lista lagt er barnapössun ekki hans sterka hliö. Mynd þessi er sæmileg afþreying, en ekkert meira. Flest atrið- in eru klisjukennd og grínið fer stund- um fyrir ofan garð og neðan. BABY ON BOARD - SAM-myndbönd. Leikstjðri: Francis A. Schaeffer. Aðalhlut- verk: Judge Reynhold og Carol Kane. Bandarisk, 1992 - sýningartimi 88 min. Leyfð öllum aldurshðpum -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.