Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 5
.;>ACTUT2Q- FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 45 Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Org- anleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Barnaguðsþjónustur verða í Árt- únsskóla og Selásskóla kl. 11. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í heimsókn. Árni Bergur Sigur- björnsson. Breiöholtskirkja: Messa með altar- isgöngu kl. 14. Kaff isala kirkjukórs- ins eftir messu. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaoakirkja: Barnamessa kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. Digranesprestakall: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11.00. Prest- ur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnað- arheimilinu á sama tíma. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 13. Ferming Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Organisti Violeta Smid. Aðal- safnaðarfundur Fellasóknar verður haldinn að lokinni guðsþjónustu. Garðakirkja: Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 11.00. Sr. Bragi Friðriksson. Frikirkjan í Reykjavík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.00. Miðvikudag 5. maímorgun- andakt kl. 7.30. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Frikirkjan í Hafnarfirði: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Flensborgarskóla kemur í heimsókn. Stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson Grensáskirkja: Fjölskyldumessa kl. 11.00. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kári Þormar. Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Báðir prestar þjóna. Organisti Helgi Bragason. Aðalsafnaðarfundur eftír messu í veitingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13. Hallgrimskirkja: Fræðslustund kl. 10.00. Hin dulda Evrópa. Einar Karl Haraldsson. Messa kl. 11.00. Sr. Sigurður Pálsson. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur messu eftir Frank Martin. Organisti Hörður Áskelsson. Bamastarf á sama tíma. Orgeltónleikar Listvinafélags Hall- grímskirkju kl. 20.30. Haukur Guð- laugsson leikurverkeftir J.S. Bach. Háteigskirkja: Hámessa kl. 11.00. Sr. Arngrimur Jónsson. Kvöldbæn- ir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18.00. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Organisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Keflavíkurkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. árd. Ræðuefni: Samviskan. At- hugið breyttan messutíma. For- eldramorgnar í Kirkjulundi á mið- vikudögum. Sóknarprestur. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Fermd verða: Birta Björnsdóttir, Sólheimum 25, og Stefán Andrew Svenson, Skeið- arvogi 61. Prestur sr. Flóki Kristins- son. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur III) syngur. Molasopi að lokinni messu. Aftan- söngur alla virka daga kl. 18.00. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestursr. Ingólfur Guðmunds- son. Organisti Guðmundur Sig- urðsson. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustu. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Ath. breyttan tíma. Barnastund á sama tíma í safnaðarheimilinu. Org- el- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breýttan tíma. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Sóknarprestur. Seltjamarneskirkja: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar og Erlu. íslandsmeistaramót í samkvæmisdönsum hefur einu sinni áður verið haldið í Laugardalshöllinni árið 1987 þegar þessi mynd var tekin. í slandsmeistaramót í samkvæmisdönsum íslandsmeistaramót í samkvæm- isdönsum verður haldið helgina 1. og 2. maí í laugardalshöllinni. Dans- ráö íslands sér um framkvæmd keppninnar. Þetta verður áttunda árið sem þessi keppni fer fram. Mótið hefst á laugardaginn klukk- an 11 árdegis en klukkan 14 verður setningarathöfn með innmarsi. Keppt verður í suður-amerískum og standard dönsum í grunnsporum. Riðlar verða 3 í öllum aldurshópum. Um 500 danspör hafa látið skrá sig og koma þau frá 10 dansskólum, víðs vegar af landinu. Sú nýbreytni verður höfð í ár að sérstakur dömuriðill verður í fjórum aldurshópum. Einnig verður keppt í 2 dönsum með frjálsri aðferð í fjórum aldurshópum. Ætla má að keppnin í ár verði sérlega skemmtileg og spennandi þar sem gróskan. hefur sjaldan verið meiri í dansinum. Dómarar verða 5 talsins (2 íslensk- ir og 3 erlendir). Forsala miða hefst 30. apríl í anddyri Laugardalshallar frá klukkan 17-19 en húsið verður opnað klukkan 10 á laugardag. Frumsýning Nemendaleikhússins: Pelikaninn eftir Strindberg Þann 1. maí frumsýnir Nemenda- leikhúsið leikritið Pelikanann eftir August Strindberg. Leikritið er hið fjórða í röö kammerleikrita Strind- bergs og var frumsýnt í nóvember 1907. Leikritið fjallar í grófum drátt- um um samband móður, sonar, dótt- ur og tengdasonar fjölskyldunnar. Nafn leikritsins, Pelíkaninn, er táknrænt fyrir það samband sem það fjallar um. Þjóðsagan segir að þegar pelikaninn eigi ekki til mat handa ungunum sínum, höggvi hann í brjóst sér allt til hjartans svo ungarn- ir megi nærast á hjartablóði hans. Leikstjóri verksins er Kaisa Kor- honen, en hún hefur verið í hópi virt- ustu leikstjóra Norðurlanda í hátt á annan áratug, auk þess sem hún hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörf- um í finnsku leikhúsi. Með henni í fór eru Esa Kyllönen, hljóð- og ljósa- hönnuður, og Sari Salmela, leik- mynda- og búningahönnuður. Hvammsvík í Kjós: Opnað á laugardaginn Þeir voru hressir krakkarnir úr Arbæjarsókn sem heimsóttu Hvammsvík fyrir fáum dögum og renndu fyrir f isk. DV-myndir AA „Við opnum Hvammsvíkina um leið og silungsveiðin byrjar í vötnun- um á laugardaginn og það er stanga- veiðin fyrst," sagði Arnór Benónýs- son leikari en hann hefur leigt Hvammsvik í Kjós ásamt Gunnari Bender næstu fimm árin. „Við höfum sleppt 5000 fiskum í vatnið og erum byrjaðir að bera á golfvóllinn. Golfvöllurinn verður orð- in góður í maílok, sýnist okkur. Síðan verður hestaleigan opnuö um miðjan júni Hvammsvíkin er skemmtistaður fjölskyldunnar í framtíðinni enda geta allir gert þar eitthvað við sitt hæfi. Mér sýnist svæðið koma vel undan vetri og það er hugur í okk- ur," sagði Arnór ennfremur. Tónlistardagur Hallgrímskirkju Sunnudagurinn 2. maí verður mik- ill tónlistardagur í Hallgrímskirkju. Við guðsþjónustu klukkan 11 syngur Mótettukór Hallgrímskirkju messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin. Prestur er séra Sigurður Pálsson. Klukkan 20.30 verða orgeltónleikar Hauks Guðlaugssonar á vegum List- vinafélags Hallgrímskirkju með tón- list eftir Pachelbel, Bach, Reger og Pál ísólfsson. Messa fyrir tvo kóra eftir Frank Martin er eitt af öndveg- isverkum kórtónlistar 20. aldar, sam- in á árunum 1922-26. Mótettukórinn undirbýr nú flutn- ing á sálumessi eftir Duruflé á kirkjulistahátið í byrjun júní. Vortónleikar Arnesingakórsins Árlegir vortónleikar Árnesinga- kórsins í Reykjavík verða í Lang- holtskirkju sunnudaginn 2. maí klukkan 17. Efnisskráin verður fjöl- breytt. Meðal annars verða flutt lög úr söngleikjum og óperettum. Með kórnum koma fram einsöngvararnir Helgi Maronsson tenór, Ingvar Krist- insson baríton, Jensína Waage sópr- an, Guðrún E. Guðmundsdóttir messósópran, Svanfríður Gísladóttir messósóprán, Jóhann Krisrjánsson baríton og Árni Sighvatsson baríton. Sérstakur gestur á tónleikunum verður bassasöngvarinn Magnús Torfason. Píanóleikari er Bjarni Jón- atansson og srjórnandi er Sigurður Bragason. Leikhús Þjóðleikhúsid sími 11200 Stóra sviðið Kjaftagangur föstudagur kl. 20 fVfy Fair Lady laugardag kl. 20 Litla sviðið Stund gaupunnar laugardag ki. 20.30 Smíðaverkstæðið Strætí sunnudag kl. 15 Borgarleikhúsið sími 680680 Stóra sviðið Coppelía sunnudag kt. 20 Ronja ræningjadóttír laugardag kl. 14 sunnudag ki. 14 Tartuffe laugardag kl. 20 Litla sviöið Dauðinn og stúlkan fimmtudag kl. 20 föstudág kl. 20 laugardag kl. 20 Leikfélag Akureyrar Leðurblakan föstudag kl. 20.30 laugardág kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 íslenska óperan Sardasfurstynjan föstudag kl. 20 laugardag kl. 20 Tjarnarþíó Stútungasaga föstudag kl. 20.30 sunnudag kí. 20.30 Stútungasaga er stríðsleikur sem gerist á 13. öld með gamansömu ívafi. Aukasýn- ingará Stútunga- sögu Hugleikur býður upp á aukasýn- ingar á stríðsleiknum Stútungasögu í Tjarnarbíói vegna mikillar aðsókn- ar. Sýningar verða fimmtudags- og föstudagskvöld, síðustu sýningar verða sunnudaginn 2. maí og þriðju- daginn 4. maí. Sýningarnar hefjast klukkan 20.30. Stútungasaga gerist á 13. öld og er stríðsleikur með gamansömu ívafi ellegar gamanleikur með stríðsívafi. Höfundar eru fjóri Hugleikarar, þau Hjördís Hjartardóttir, Ármann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.