Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 33 Flöskugarðar H&oggarðar L Gras. og laufhrífa Það getur verið mjög gaman að útbúa svokaUaða flöskugarða. Ekki síst á vorin þegar fólk er að koma tfl smáplöntum og græðling- um. Ilát Lokuð ílát skapa plöntunni sinn eigin heim, þar sem stöðug end- umýjun á sér stað, hvað varðar raka, birtu, súrefni og koldíoxíð. Þó er nauðsynlegt að opna ílátið og „lofta“ í 2-4 klst. u.þ.b. einu sinni í mánuði og vökva þá lítillega áður en ílátinu er lokað aftur. Einnig er nauðsynlegt að halda ílátinu eins hreinu og kostur er, tfl að birtuskfl- yrði séu sem best. Oft eru smá- plöntur settar í opnar skálar, krukkur eða krúsir og er þá nauð- synlegt að vökva oftar en þó ekki of mikið í einu. Plöntuval Þegar velja á plöntur í flösku- garða þarf að hafa í huga stærð í- látsins og hvaða plöntur fara best saman. Ekki er ráðlegt að nota blómstrandi plöntur né plöntur sem vaxa mjög hratt því þá þarf að endurnýja oftar í flöskugarðin- um. Af smáplöntum má nefna t.d. venushár, slöngunet, freknujurt, sjómannsgleði, flamingóblóm, eir- blað og einnig má nota ungplöntur af stærri tegundum, t.d. paradísar- tré, bergpálma, kylfurót, pipar- skott, tígurskáblað, læknaprýði o.fl. Velja þarf plöntunum stað í ílát- inu eftir stærð, lögun og ht, svo allt fari sem best saman. Ekki spill- ir útlitinu að nota fallega litla steina, svolítinn mosa eða annað sem prýða má flöskugarðinn. Birta Nauðsynlegt er að birtuskilyrði séu góð en varist þó sterka sól þar sem hún getur valdið því að ílátið ofhitnar og plönturnar skemmast. Það sem til þarf eru leirkúlur í botninn eða grófan vikur og þunnt lag af viðarkolum ofan á það. Verkfæri sem til þarf eru trekt úr stífum pappír, skeið og gaffall fest með límbandi á bambusstöng til að hagræða mold og plöntum, smásvampur festur á stöngina til að þrífa glerið. Þykkblöðungar, kólus og eldgeisli. Rauður litur eldgeislans nýtur sín vel með grænum plöntum. Plöntusambýli i gamalli krukku. frá... íStGARDENA Gleðilegt sumar! Garðáhöld f sérflokki - yfir 100 ára reynsla Umboðsmenn á íslandi: K. Þorsteínsson & Go. SkútuvogilOE • 104 Reykjavík ■ Sími 685722 • Fax 687581 Birtu- blóma Birta er öllum grænum plönt- um nauðsynleg, þó í mismunandi mæli sé. Venjuleg Ijósapera kem- ur þar að litlum notum og getur oft verið skaöleg vegna hita. Nauðsynlegt er aö kynna sér birtuþörf hverrar plöntu, annað- hvort í blómabókum eða hjá blómasalanum. Raftækjaverslan- ir selja síðan blómaljós, sérstak- lega hönnuð fyrir plöntur. Blaðgljái öllum plöntum Mörgum finnst blaðgljái á pottaplöntum ómissandi, alveg eins og bónaö parket. En þrátt fyrir að útlit plantnanna verði betra þola ekki öfl blóm blaðgljáa. Sem dærai má nefna burkna og friðarlijju. Böntiisakm Viltu rækta garð eða planta skóg? Vantar þig plöntur, verkfæri, áburð, mold? ►SKÓREYKJAvfcÉRLAG gtOFNAt) 1946 Þar fæst allt þetta . og margt fleira á <v * f044^^ ný|u og lægra verði en áður SKOGRÆKTARFELAG REYKJAVIKUR Fossvogsbletti 1, fyrirneðan Borgarspitalann, sími 641770. Beinn simi söludeildar 641777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.