Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1993, Blaðsíða 20
38 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 Hús og garðar Á sumardaginn fyrsta: Opið hús í Garð- yrkjuskólanum Gróöurinn skoðaður með mikilli athygli. Hefð er komin á að opna Garðyrkjuskóla ríkisins fyrir almenning á sumardaginn fyrsta. Skólinn kynnir þá þær námsbrautir sem kenndar eru við skólann og nemendur sýna hvað þeir hafa lært. Það er því upplagt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á skólan- um að koma og sjá hvemig kennslan fer fram og eins fyr- ir garðáhugafólk sem kemur og fær góð ráð. Fjöldi fyrir- tækja, tengd garðyrkju, er með kynningar á vörum sín- um og nemendur eru með sölutorg þar sem hægt er að gera góð kaup á plöntum, grænmeti og öðrum vörum. Þá eru nemendur meö kafíi- sölu sem er liður í fjáröflun vegna námsferðar sem farin er til að kynnast erlendri garðrækt. Metaðsókn í ár lögðu fleiri leið sína í Garðyrkjuskólann heldur en oftast áður, enda lék veðrið við gesti, hlýtt, sólríkt og blankalogn og voru menn vissir um að sumarið væri nú loks komið. En ekki reyndust menn sannspáir eins og sést hefur nú síðustu daga - vetur- inn mætti aftur til leiks. Landsins stærsti gróðurskáli Gróðurskáh skólans er sá stærsti á landinu með ótrúleg- um tegundafjölda og þeir sem sjá hann í fyrsta sinn, þeir upplifa sig á mjög suðrænum slóðum. Nú er allt í blóma, kirsuberjatrén, eplatrén, purpurasópar og rósir. Ban- anahúsið nýtur alltaf sömu vinsældanna og þar inni ríkir hitabeltisloftslag. Þá tekur umhverfi skólans stöðugum breytingum frá ári til árs, teg- undum fjölgar og nýir garðar eru teknir í notkun, þannig að þar er alltaf eitthvað nýtt aðsjá. ara ábyrgð verslun af sólstólum, • bekkjum, borbum Og dynum ?v7iT~rrTrTrT" / sumarl w-ia w'www^'wwiwwiw'www!íww"wwwwww^'wwwwww^wiw^'w,iwwiwi Sænsku furuhúsgögnin frá HARBO Relax stóll - sterkur og þaegilegur Sólstóll - með þykkri dýnu SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 101 REYKJAVÍK S. 91-621780 Garðyrkjuskóli rikisins. Bananaplönturnar vekja ávallt mikla athygli. Hitabeltisgróður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.