Alþýðublaðið - 19.03.1967, Side 9

Alþýðublaðið - 19.03.1967, Side 9
Sunnudagsblað AlþýðublaSsins--"19. marz 1967 $ milli staða en nú; ókeypis ferðir verða með öllum almennum sam- göngutækjum. Umferðaslys hverfa úr sögunni, bílum verður ekki stjórnað á sama hátt og nú, held ur snýr bílstjórinn skífu líkt og við símum í ákveðið númer og tilkynnir þannig ákvörðunarstað sinn. Þræðir undir veginum halda bílnum á sömu akrein alla leið, og hraðinn verður jafn, án bess að bílstjórinn þurfi nokkuð að skipta sér af því — hann getur horft á sjónvarpið eða lagzt til hvíld- ar á meðan. í borginni verða húsin senni- lega hengd upp á gríðarmiklar grindur. Skýjakljúfarnir verða myndaðir úr mörgum sjálfstæð- um húsaeiningum sem festar verða með vissu millibili á grind urnar, en gangar og lyftur flytja fólk milli hæða og íbúða. Við kaupum húsaeiningarnar tilbún- ar í ýmsum stærðum og getum bætt við nýjum herbergjum eða herbergjasamstæðum eftir þörf- um. Ef við viljum flytja fáum við krana til að færa húsaeininguna þangað sem við ætlum að fara, og (1) Húsin verða samsett úr „einingum“ sem raðað er saman eftir þörfum. Húsaeiningarnar fást tilbúnar í ýmsum stærðum, gerðar úr plasti í staðlaðri framleiðslu. festa hana upp á nýja staðnum. Lítið sem ekkert heyrist á milli húsaeininganna, og þegar börnin eru komin á gelgjuskeiðið og far- in að verða óþægilega toávaða- söm er tilvalið að koma þeim fyr- ir í sinni eigin toúsaeiningu við hliðina á. Ung hjón byrja kannski með því að kaupa þriggja toer- bergja samstæðu, en bæta síðan við einu og einu toerbergi eftir því sem fjölskyldan stækkar og þarf meira svigrúm. Þegar börn- in gifta sig og flytjast burt er toægt að selja aftur óþörf herbergi. Matreiðslan verður ekki mikið vandamál fyrir húsmóðurina ár- ið 2000. Hún þarf ekki annað en styðja á takka, og eftir örstutta stund kemur maturinn tilbúinn á borðið á plastdiskum sem elda- vélin býr til um leið. Sama er að segja um drykk sem kemur í plast bollum. Og það þarf ekki að setja annað í eldavélina en pressaða skífu úr hvítu efni sem unnið er úr þangi eða öðrum sjávargróðri eða grænmetisúrgangi og bætt í vítamínum. Húsmóðirin styður á viðeigandi takka eftir því tovort hún vill fá t.d. steik og brúnaðar kartöflur, appelsínubúðing og kaffi eða lauksúpu, fisk og græn- metissalat og ávaxtasafa með; vél- in baetir þá bragðefnum í fæðu- Framhald á 11. síðu. 'a okkur úr hægindastólnuni, því að vélmennið (hluturinn t. v.) vinnur öll hússtörfin. Á veggnum er ín. a. ig við getum pantað dagskrá eftir geðþótta hvaðan sem er úr heiminum. Vélin t. v. færir okkur sérprentuð g hverjar þær upplýsingar sem við „símum“ eftir. Á borðinu er „raddritinn“; við þurfum ekki lengur að tn í hljóðnema, og arkirnar koma jafnóðum prentaðar út úr eins konar segulbandstæki. Húsbyggjendur Smíðum eldhúsinnréttingar, fataskápa og fl. Vönduð vinna — stuttur afgreiðslufrestur. Útvegum teikningar ef óskað er. — Leitið til- boða;. ^ Trésmiðjan GREIN SF. Auðbrekku 49, Kópavogi. — Sími 40255. Skíðafólk - Skíðafólk Fyrir páskavikuna, allt til skíðaiðkana. Hin heimsfrægu Köstle skíði sem notuð eru af mörgum beztu keppnismönnum heims eru nú aftur fyrirliggjandi. Skíðagrindur fyrir allar gerðir bíla og sérstakar grindur fyrir Volks- wagen. Mjög vandaður og glæsilegur skíða- fatnaður í öllum stærðum á dömur og herra. Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar Óðinsgötu 1. — Sími 38344. ' Chatwood-Milnerj Eldtraustir skjalaskápar Látið ekki verðmæt skjöl verða eldi að bráð. Enginn veit. hver verður næsta fórnarlamb eldsins. Fáið yður eldtrausta skjalaskápa, áður en það verður of seint. Mikið úrval af eldtraustum peninga- og skjalaskápum fyrir stofnanir og einkaheimili. HERVALD EIRÍKSSON sf. Austurstræti 17 — 22665. Brunatryggingar eru hentugastar og ódýrastar hjá okkur. Hringið strax í dag. VÁTRYGGINGASKRIFSTOFA Sigfúsar Sighvatssonar hf., Lækjargötu 2, — sími 13171. Áskriftasíminn er 14901

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.