Alþýðublaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. marz 1967 - 48. árg. 69. tbl. - VERÐ 7 KR. Örn Johnson, forstjóri FÍ, á blaðamannfundi: ALDREI REYNT AÐ HREKJA FA BURT Reykjavík, — KB. Flugfélag íslands hefur aldrei gert neitt til að bola Faroe Airways frá Færeyjafluginu, en hins vegar vill Flugfélag íslands hvorki né getur haft áhrif á það, hvort félagið fær leyfi hjá dönskum flugmálayfirvöld um til áframh'aldandi flugs milli Færeyja dg Kaup- mannahafnar. Á þetta lagði Örn Johnson for- stjóri Flugfélags íslands áherzlu á blaðamannafundi í gær, sem flugfélagið boðaði til vegna þeirra j Skíðasnjór j || um helgina Rvík—AKB Aiþýðublaðið spurðist fyr- ir um það hijá Veðurstofunni í gær, hvernig veðurhorfur væru nú um páskana, og fékk þær upplýsingar, að út- lit væri fyrir norðlæga átt og- frost um allt landið, sennilega yrðu él öðru hvoru fyrir norðan en bjart á Suð- urlandi og við Faxafióa. Það er því ekki útlit fyrir annað en að skíðasnjórinn haldist og fagna því vafalaust allir þeir, sem ætla á skíði urn páskana. Og hér á sunnan- verður landinu má búast við sól og snjó, þar eð spáð er bjartvið'ri. blaðaskrifa er orðið hafa að und anförnu í framhaldi af þeirri á- kvörðun SAS að taka upp Fær- eyjaflug í samvinnu við F. í. Rakti Örn Johnson í uppbafi máls síns nokkuð sögu Færeyjaflugsins en Flugfélag íslands hefði verið algjör brautryðjandi á því sviði. Hefði félagið strax upp úr 1950 fengið augastað á Færeyjum sem liði í flugkerfi félagsins og 1954 hefðu menn frá félaginu farið þangað til að kynna sér aðstæður. Síðan hefði verið sótt um leyfi til danskra flugmálayfirvalda, en því leyfi verið synjað á þeim for- sendum að aðstaða í Færeyjum væri ekki nógu góð til áætlunar flugs. Var umsóknin ítrekuð nokk ur næstu ár, en svar alltaf hið sama. 1962 komu tveir Færeyingar, Hugo Fjörðey og Lars Larsen, til viðræðna við Flugfélag íslands, en þeir höfðu ásamt fleiri mönn- iim gengizt fyrir stofnun flugfé lags í Færeyjum, Flugfélags Fær- eyja, sem er alveg óskylt Faroe Airways. Þetta flugfélag hafði hins vegar hvorki fjárhagslegt né tæknilegt bolmagn til að hefja flug upp á eigin spýtur og leit_ aði því til F.í. um samvinnu. Ákvað F.í. þá að gera tilraun með Færeyjaflug, og að þessu sinni fékkst leyfi til þess hjá Dönum, gegn iþvi skilyrði að vissar endur bætur yrðu gerðar á flugvellin- um í Færeyjum. Ráðgert var að flugið hæfist vorið 1963, en af því gat þó ekki orðið fyrr en um mitt sumar og var því haldið áfram út september, en ekki þótti að svo komnu máli kleift. að halda uppi vetrarferðum til Fær- eyja, og var það ekki gert fyrr en 1966, er Friendship-vélarnar voru komnar til. Nokkru áður eða 1965 var kom ið til sögunnar annað flugfélag Faroe Airways, sem er eign fær- eyskra og þó einkum danskra að ila og það sótti um leyfi til flugs milli Færeyja og Danmerkur sam tímis F.í. Var þá um skeið nokk ur tvísýna á því að F.í. fengi leyfi, og urðu um það nokkur blaðaskrif. Lagði Örn á það á- herzlu í þessu sambandi að Faroe Airways hefði þá og æ síðar sótt Framhald á 15. síðu. Með þessari mynd vill Alþýðublaðið minna lesendur sína á, að í páskarnir eru í nánd, og vegna allra lielgidaganna í vikulakin kem- - Alþýðublaðið ekki út aftur fyrr en á miðvikudaginn, þegar öll há- - tíðahöld verða um garð gengin. Og Alþýðublaðið vill líka með þess ari mynd óska öllum lesendum sínum GLEÐILEGRA PÁSKA. VÍÐTÆKAR NJOSNIRIROM RÓM, 22. marz (NTB-Reuter) — Sovézkum diplómat, Juri Pabl- enko, hefur verið vísað úr landi á ítalíu, gefið að sök að hafa verxð viðriðinn starfsemi alþjóðlegs njósnahrings á Ítalíu. ý Pablenko hélt fliigleiðis til Prag í dag með sovézkri áætlunar- flugvél. ítalska lögreglan stóð hann að verki ó mánudaginn þeg- ar hann tók við leynilegum skila- boðum í úthverfum Rómar. Þrír ítalskir meðlimir rússneska njósnahringsins hafa verið hand- teknir. Þeir eru Giorgio Rinaldi Ghislieri, 39 ára gamáll, sem er einn af kunnustu fallhlífarstökkv- urum ítala, kona 'hans sem er listmálari, og bílstjóri þeirra. komið á fót víðtæku kerfi til þess að tryggja það að skýrslur njósn- aranna bærust með öruggúm hætti. Njósnararnir h?fa komið - fyrir „póstkössum“ í ýmsum felu- stöðum, meðal annars í trjám og. í kirkjum. Milljóna ijón '■ FRAMKVÆMDASTJORI DANSKRÁ JAFNAÐARMANNA HEIÐURSGESTUR á árshátíð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur i Framkvæmdastjóri danska Alþýðuflokksins, Niels Mathie- sen, þingmaður, vérður að öllu forfallalausu heiðursgestur á árs- hátíð Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur, sem haldin verður í Súlna- 6al Hótel Sögu föstudaginn 31. marz n.k. Niels Mathiesen er korn ungur maður og þykir einhver sá efnilegasti af yngri þingmönnum danska Alþýðuflokksins. Skemmtinefnd Alþýðuflokksfé- lagsins hefur vandað mjög vel undirbúning árshátíðarinnar. Há- tíðin hefst með sameiginlegu borð haldi kl. 7,30 e.h. Dagskrá h'átíð- arinnar verður á þessa leið: Björgvin Guðmundssön, formað ur Alþýðuflokksfélagsios setur árshátíðina. Niels Mathiesen fram kvæmdastjóri danska Álþýðu- flokksins flytur stutta ræðu. Frú Framhald á 15. síðu. Lögreglan segir að fundizt hafi senditæki, míkrófilmur og skjöl í íbúð þeirra í Torino. Meðal skjalanna var listi yfir sovézka njósnara í Frakklandi, Spáni, Mar okkó, Kýpur, Norðurlöndum og víðar. Filmurnar voru af herstöðv um NATO við Miðjarðarhaf. Lögreglan komst á snoðir um starfsemi njósnahringsins þegar Svetlana Stalín dvaldist í Róm áður en hún hélt til Sviss. Njósn- ararnir fylgdust með ferðum Svet- lönu, en voru ekki nógu varir um sig og tókst lötgreglunni að koma þeim að óvörum. Þetta er eitt umfangsmesta njósnamál sem komið hefur upp á Ítalíu frá stríðslokum. Njósna- hringurinn á Ítalíu virðist hafa tekið við skýrslum sovézkra njósn; ara í ýmsum löndum og hefur á nefum Ljóst er orðið að gífurlegt neta- . tjón hefur orðið hjá bá<um sunn- an og vestanlands í óveðrinu er gekk yfir um sl. lielgi. Talið er að tjónið nemi tugum milljónakróna. Þegar bátar fóru að vitja um netin eftir helgina, kom í ljós að margir höfðu misst öll net sín, en aðrir náðu netateinunum og flotunum, en steinar og riðill , horfinn með öllu, eða ]iá ón .'tur. i Reynt er að bæta úr þessu, eins - og kostur er og hafa bátarnir und- ■ anfarna daga verið að -Ira'ga upp j það sem Qieillegt er af nctunum og . koma fyrir nýjum í staðinn. Það ér því að vonum að afli hefur . verið' litill sem enginn í flestum ■ verstöðvum síðan á lielgi. '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.