Alþýðublaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 2
TANGÓ f IÐNÓ UM PÁSKANA Leikfélag Reykjavíkur sýnir á skírdag bg annan í páskum Ikl. 3 bamaleikritið vinsæla, Kubb og Stubb og bæði kvöld- in kl. 8.30 hið víðkunna pólska leikrit Tangó. Þetta leikrit er eitt 'þeirra nútímaleikrita, sem hvað mesta athygli hefur vakið víða um lönd að undan- förnu. Sýning Leikfélagsins hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda, m.a. segir Ölaf- ur Jónsson, gagnrýnandi blaðs ins svo: ,,En skylt er að geta þess, að sýningunni sem ég loksins sá á sunnudagskvöld (hann hafði ekki verið á frumsýningu) var ljómandi vel tekið af fullsetnu húsi áhorfenda; það var stemn- ing í leikhúsinu og menn virt- ust skemmta sér mætavel, hvað sem leið pólitískri eða mór- alskri uppbyggingu. Að því leyti kann leikurinn að vera tvídrægur, tvíhent reynsla — en víst er um það að Tangó Framhald á 14. síðu. Fréftastjóri fSýr SEOUL, 22. marz -NTB-Reuter) — Norður-kóreskur blaðamuður, sem talið er að haji verið vara- forstjóri norður-kóresku frétta- stofunnar flúði í dag til Suður- Kóreu með ævintýralegum liætti. Blaðamaðurinn stökk upp í bandaríska herbifreið í Panumjon, þar sem fundir vopnahlésnefnd- arinnar í Kóreu eru haldnir, og ók á fullri ferð í gegnum vega- tálmanir á landamærunum, sem eru skammt frá borginni. , • Norður-kóreskir landamæraverð ir skutu mörgum skotum að bíln- um, en blaðamanninum tókst að komast lieilu og höldnu til banda rískrar varðstöðvar rétt sunnan við marjalínuna. Þaðan var hann fluttur í þyrlu til Seul. Landssamband vörubifreiða- stjóra svara gagnrýni Vegna endurtekinni blaðaskrifa að undanförnu um hægri handar ■akstur, þar sem Landssambandi v’örubifreiðastjóra hefur meira og •ninna verið blandað inn í um- #ædd blaðaskrif, vill stjórn Lands- isambands vöruþifreiðastjþra taka fram eftirfarandi: 1. Snemma á árinu 1964 fékk ' Iþandssambands vörubifreiða- s^jóra bréf frá allherjarnefnd sameinajðs Alþinigis, þ(ar sem óskað er umsagnar sambandsins TOrðandi tillögu til þingsálykt- Nýr ambassador Johnson Bandaríkjaforseti skip- að| í gær Karl F. Rölvaag am- haásador Bandaríkjanna á íslandi. 'Ka '1 F. Rölvaag var áður ríkis- tsí ji >ri fyrir demókrata í Minnesota ei: féll í kosningunum í janúar. "fíann er sonur norsk-ameríska rióijöfundarins Ole Rölvaag. unar um hægri handar akstur Umsögn stjórnarinnar var send viðkomandi þingnefnd o'g var umsögnin á þessa leið: Reykjavík, 21. marz 1964. Með bréfi yðar til Lands- sambands vörubifreiðastjóra, dags. 21. f.m. óskið þér eftir um sögn sambandsins varðandi til- lögu til þingsályktunar um hægri handar akstur. Stjórn sambandsins vill taka það fram að hún liefur ekki haft tækifæri til að kanna al- mennt, rver sé skoðun meðlima sambandsins til þessarar þál., en vill fyrir sitt leyti taka það fram, að það er skoðún hennar að brýn nauðsyn sé að hraðað sé nauðsynlegum athugunm í sambandi við að tekinn verði hér upp hægri handar akstur og mælir með því að háttvirt Alþingi, að það samþykki fram- komna þál. um hægri liandar akstur. 2 23. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIð Virðingarfyllst, f.'h. stjórnar Landssambands vörubifreiðastjóra.“ 2. Á 6. þingi Landssambands vöru bifreiðastjóra, er.haldið var í Reykjavík dagana 7. og 8. nóv. Framhald á 15. síðu. ifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin,|||||iyi,||||, | Kvenfélag Al- j | þýðuflokksins j I Aðalfundur Kvenfélags Al- | | þýðuflokksins í Reykjavík I I verður haldinn þriðjudag- i = inn 28. marz kl. 8,30 í Ing- I [ ólfs-Café. Á dagskrá: Venjuleg að- l | alfundarstörf. Félagskonur i | eru hvattar til að sækja i I fundinn. — Stjórnin. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiumH húsdagur 27. marz Sjötti Alþjóðleikhúsdagurinn er þann 27. marz 1967. í tilefni af honuin sendir Alþjóðaleikhúsmála stofnunin út ávarp, sem hin fræga leikkona Helene Weigel hefur samið og hljóðar þannig: Leiklistin og systurlistgreinar hennar geta aldrei metið skyldur sínar við mannfélagið um of. Á- hrafamáttur okkar er mikill og ekki háður landamærum. Við bjóðum fólki til leikhúss okkar til þess að sýna því cftirmynd veruleikans með skemmtilegum, viturlgum og viðfelldum hætti, sem gerir því fært að viöurkenna veruleikann. Við, fólk leikhússins, reynum með starfi okkar að gera plánetuna, sem við byggjum, að minnta kosti liæfa til ábúðar, er merkir enn sem fyrr það, öðru fremur, að við verðum að skapa leiklist hana friðsamlegri samtíð og bræðralagi í framtíð, þar sem menn eru hver öðrum til hjálp- ar. Árið 1967 seridum við þennan boðskap til allra leikhúsa heims- ins. í honum felst krafa um, að listinni verði ákveðin stefna, sem Brecht sá fram á að ætti um eftir- farandi kosti að velja: „Á þessum tímum stefnukjöra verður einnig listin að kjósa sér stefnu. Hún getur orðið tæki hin- um fáu, sem taka að sér að skapa okkur örlög og krefjast átrúnað- ar, er verður að vera blindur í meira lagi; en hún getur líka svar- izt í fóstbræðralag með fjöldan- Framhald á 14. síðu. Páska- kabarett haldinn í Lídó Leikflokkur frá Leikfélaginu „Baldur" á Bíldudal mun gista ■höfuðborglna um páskahelgina og sýna í Tjarnarbæ , söngleikinn „Þrír skálkar11 eftir Gandrup. Leikstjóri er Kriistján Jónsson. Ákveðnar eru tvær sýn-ingar á Banatilræði viö forseta DAKAR, 22. marz (NTB). Tilraun var gerð til aö ráða forseta Senegal, Leopold Seng- hor, af dögum í dag, en forset- ann sakaöi ekki og tilræðismaður- inn var- handtekinn. Tilræðismaðurinn hljóp upp að bifreið forsetans þegar forsetinn var á leið til forsetahallarinnar frá bænahúsi Múhameðstrúar- manna, veifaði skambysu, en var afvopnaður og handsamaður áður en honum tókst að beita skotvopn inu, að' sögn sjónarvotts. Flestir ráðherrar stjórnarinnar og margir sendimenn erlendra ríkja fylgdist með atburðinum. Talið er, að- tilræðismaðurinn sé fyrrverandi starfsmaður sene- gölsku utanríkisþjónustunnar. söngleiknum og eru báðar á skír- dag. Sú'fyrri hefst kl. 4 og sú síð- ari verður um kvöldið kl. 8, og eins og fyrr segir verða þær báðar í Tjarnarbæ. Sön'gleikur þessi, isem er í fimm sýningum eða fimm þáttum, er annað verkefni Leikfélagsins Baldurs, sem var stofnað á Bíldu- dal í janúar 1965 af nokkrum á- hugamönnum um leiklist 'á staðn- um og síðan hefur félagið starfað af miklum dugnaði. Fyrsta verk- efni félagsins var gamanleilcur- inn „Vængstýfðir eniglar“ eiftir Albert Husson. Sá leikur var sýndur mjög víða á Vestfjörðum við mikla aðsókn og undirtektir. Söngleikurinn ,,Þrír skálkar1* var frumsýndur á Bíldudal við mjög góða aðsókn og alls urðu sýningarnar þar fimm talsins. Kirkjutónleikar á Akranesi í dag Akranesi, GV—Hdan. Kirkjukór Akraness gengst fyr- ir kirkjutónleikum í Akraness- kirkju á skírdag. Kórinn flytur þar Stabat Mater eftir Pergulesi og.auk þess verk eftir Bach og Mozart. Einsöngv- arar með kórnum verða þær Guð- rún Tómasdóttir, sópran og Sig- urveig Hjaltested alt. Strengja- kvartett annast undirleik, en hljóðfæraleikarar eru Guðný Guð mundsdóttir, Herdís - Laxdal, Sturla Tryggvason og Páll Ein- arsson. Orgelundirleik annast Fríða Lárusdóttir. Stjórnendur eru Haukur Guð- laugsson oig Magnús Jónsson, en Einar Sturluson hefur annazt radd þjálfun kórsins. Tónleikarnir ihefjast kl. 21 á skírdag og verða aðgöngumiðar við innganginn. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.