Alþýðublaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 9
Álitsgerð Rithöfundafélags
íslands um listamannalaun
langa, hraðskreiða og mjög góða í
■r hún tekin er verið var að prófa
verður látin klæðast froskmanna-
hafi í
óhann Þorsteinsstín
Er slíkt eftirlit í nægilega
góðu lagi?
— Ég held ekki.
Fullkomið eftirlit með raf-
magni myndi vafalaust koma
í veg fyrir marga bruna og spara
ótrúlegar upphæðir í verðmæt-
um.
Vill nú ekki Alþýðublaðið
koma af stað umræðum um þetta
mál — og fá til þess sérfróða
menn á sviði brunavarna og
brunatrygginga?
Fundur í Kithöfundafélagi ís-
lands, haldinn sunnudaginn 12.
marz 1967, lýsti stuðningi sínum
við eftirfarandi álitsgerð stjórnar
félagsins sem samin var vegna
frumvarps menntamálaráðherra er
nú liggur fyrir Alþingi, en var
ekki komið fram þegar álitsins
var óskað.
Þess hefur verið óskað að Rit
höfundafélag íslends lýsti áliti
sínu á frumvarpi sem menntamála
ráðherra hefur í undirbúningi að
leggja fyrir Alþingi um nýskipun
á úthlutun listamannalauna. í
þingsályktunartillögu frá Alþingi á
fyrra vori var skorað á ríkisstjóm
ina að bera fram frumvarp um
þessi mál og tekið fram að haft
skuli samráð við Bandalag ís-
lenzkra listamanna. Það mun ekki
hafa verið gert fyrr en frumvarp
ið er nú er lagt fram til athugun
ar fullsamið að því er'virðist.
Nú er tíminn algerlega ófuil-
nægjandi sem okkur er veittur til
athugunar á frumvarpi þessu.
Stjórn Rithöfundafélags íslands
óskaði á sameiginlegum fundi
stjórna rithöfundafélaganna og
stjórnar Rithöfundasambands ís-
lands eftir fresti svo unnt væri að
bera frumvarpið undir félagsfund
en frestur fékkst ekki. Stjórn Rit-
höfundafélags íslands óskaði eft
ir rækilegri athugun á þessu frum-
varpi og einnig á öðru frumvarpi
sem Gils Guðmundsson alþingis
maður hefur lagt fyrir Alþingi.
Fullnægjandi athugun hefur ekki
farið fram, enda ekki tími til þess,
eins og málin hafa verið lögð fyr
ir okkur.
Þess skal fyrst getið að sam
kvæmt ósk stjórnar Rit-höfundafé
lags íslands kom Gils Guðmunds
son á fund í félaginu fyrir
nokkru og skýrði frumvarp
sitt ítarle-ga fyrir félagsmönnum
og svaraði fyrirspurnum og at-
hugasemdum. Óhætt mun að full
yrða að á fundinum ríkti almenn
ur áhugi fyrir frumvarpinu sem
heppilegasta grundvelli fyrir end
urskoðun útshlutunarmálanna er
þá lá fyrir. Ekki þótti ástæða til
að gera ályktanir lá fundinum um
málið vegna þess að von var á
frumvarpi'frá hendi menntamála
ráðherra, og þótti fundarmönnum
sanngjarnt að bíða þess.
Stjórn Rithöfundafélags íslands
hefur haldið nokkra fundi vegna
frumvarps menntamálaráðherra,
og auk þess leitað álits ýmissa
félaga með persónulegum við-
ræðum. Innan stjórnarinnar ríkir
al'ger samhugur í afstöðunni, og
niðurstöður af óformlegum við-
ræðum við þá félagsmenn sem
stjórnin hefur ráðgazt við hníga
á söm'u lund.
Er skemmst að segja að frum
varp þetta vekur sár vonbrigði,
ekki sízt vegna þess að ráðherra
sá sem nú fer með menntamál
nýtur sérstaks álits meðal lista
manna fyrir veivilja í þeirra garð
og áhuga og þekkingu á list og
málefnum listamanna, og hefur
látið í ljós að hann hefði hug á
því að ófremdarástandi því sem
ríkt hefur um tuttugu ára skeið
í úthlutunarmálunum linnti. Frum
varpið sem liggur fyrir til álits
meðal listamanna er allsendis ó-
fullnægjandi. Það skortir viðun
andi form og skilgreiningar og vík
ur varla að ýmsu sem við teljum
brýnast, og skulu nokkur atriði
nefnd:
í fyrsta lagi: æskilegur er al
ger aðskilnaður heiðurslauna og
starfslauna, og • verði heildarupp
hæð listamannafjár ekki skert
með ákvörðunum Alþingis um veit
ingu heiðurslauna.
í öðru lagi: styrkir verði í sér
flokki handa ungum mönnum svo
þeir megi reyna og sýna og sanna
getu sína, og verði þeim úthlutað
sérstaklega, aðgreint frá launum
til annarra starfandi iistamanna
sem sagt einskonar tilrauna- og á-
hættustyrkir.
í þriðja lagi: tryggt verði að
listamannalaun gegni nafni og sé
varið til raunverulegrar eflingar
listar, og eru þá að sjálfsögðu bók
menntir meðtaldar. í því sam-
bandi fari fram allsherjarendur-
skoðun þessára mála.
í fjcHia lagji: í frumvarpi;
menntamálaráðherra er ekki gert
ráð fyrir þeirri stofnun sem þings
ályktunartillaga Alþingis víkur
að og frumvarp Gils Guðmunds
sonar alþm. gerir ráð fyrir. Telur
stjórn Rith.f. íslands æskilegt að
kannað verði hvort slík stofnun
væri ekki líkleg til að draga úr
Framhald á 11. síðu.
Jóh. Þorsteinsson.
i VIÐ FRÍDAGANA?
leið var auðvitað gert ráð fyrir,
að vinnandi fólk nyti tómstund-
anna við eitthvað, sem mætti
verða því til menntunar og
gleði. Bæði gyðingar og hin
kristna kirkja gerðu heldur
ekki ráð fyrir, að hvíldardagur-
inn ætti að vera alveg „tómur.”
Það átti að halda hann heilag-
an. En það þýðir blátt áfram að
sækja guðsþjónustur og komast
þannig í andlegt samfélag við
annað fólk. Samfélag við guð
getur hver einstaklingur átt út
af fyrir sig. Til þess þarf ekki
helgidag. En hver einasti maður
hefur þörf fyrir trúarsamfélag,
hvort sem hann finnur það sjálf-
ur eða ekki. Og tækifærið til
þess gefst með „sameiginlegri
guðsþjónustu safnaðarins” eins
og stóð í meðhjálparabæninni
gömlu. Svo mikla þýðingu hefur
helgidagurinn í kirkjulegu til-
liti, að þeir sem vilja brjóta
niður áhrif kristinnar kirkju,
hafa sig alla við að ónýta sunnu-
daginn. Það fóru sögur af því
í Þýzkalandi á dögum Hitlers,
að ríkisstjórnin krefðist æsk-
unnar mest nákvæmlega á þeim
klukkustundum sunnudagsins,
er kirkjan hafði áður notað. —•
Fyrir nokkrum árum var ég á
ferð í Austur-Þýzkalandi. Þar
var mér tjáð, að hin kommún-
istísku æskulýðsfélög, sem eru
studd af stjórnarvöldunum,
gerði hið sama. Þau heimtuðu
unga fólkið út til ýmis konar
félagslegrar þjónustu við þjóð-
félagið einmitt á helgidögum,
þegar það áður hefði farið til
messu eða sunnudagaskóla. En
hvernig stendur á þessu?
Ástæðan er í sjálfu sér ofur
einföld. Sumir mestu hugsuðir
kommúnismans urðu á sínum
tíma ánetjaðir heimspekistefnu,
sem var andvíg kristnum trúar-
brögðum. Hin nýja stjórnmála-
Framhald á 10. síðu.
FERMINGARGJAFIR
Skatthol sem er allt í sens*
kommóða, skrifborð,
snyrtiborð.
★
Ennfremur svefnbekkir,
svefnsófar, kommóður,
stakir stólar og borð, vegg,
Iiúsgögn.
GAMLA KOMPANÍIÐ hjf
Síðumúla 23. — Sími 36503. (Fluttir af Laugavegi 62).
Höfum flutt
SKRIFSTOFUR VORAR í
NÝ SÍMANÚMER 24209 OG 24210.
Sveinn Björnsson & Co.
RÆÐISMANNSSKRIFSTOFA SVISS.
ÍoFTIEIDIR
KEFLAVÍK OG NÁGRENNI
Loftleiðir hf. óska eftir að ráða nokkra afgreiðslumenn
og hlaðfreyjur, búsett í Keflavík eða nágrenni, til starfa
í farþegaafgreiðsiu félagsins á Keflavíkurflugvelli frá og
með miðjum apríl eða 1. maí n. k. til október-/nóvember-
mánaðar n.k.
^ Umsækjendur hafi góða almenna menntun, gott vald á
enskri tungu og a. m. k. einu Norðurlandamálanna. Þýzku-
eða frönskukunnátta að auki er æskileg.
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu og afgreiðslu fé-
iagsins í Keflavík og Reykjavík, og skulu umsóknir hafa
borizt ráðningardeild félagsins í Reykjavík fyrir 1. apríl nk.
Áskriftasími AlþýÖublaðsins er 14900
23. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9,