Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1993, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1993, Page 4
30 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 tfúnlist DV Sjálfstætt framhald - U2 sendir frá sér plötuna Z00R0PA Áhrífa frá tilvistarkreppu Evrópu um þessar mundir gætir á hinni nýju plötu U2. Það telst til tíðinda þegar stjömur á borð við írsku hljómsveitina U2 senda frá sér nýja stúdíóplötu. Það hefur því vakið athygli hve hljótt hefur farið um ZOOROPA sem er heiti nýjustu afurðar hljómsveit- arinnar (sjá plötudóm). Ástæðan er ekki léleg plata heldur sú að kynning á henni hefur verið í lágmarki og er það viljandi gert. Vinnubrögö sem stórstjömur geta leyft sér án þess að það komi niður á sölu enda segja meðlimir U2 að gerð ZOOROPA hafi verið óumflýjanleg og fólk skUji hversvegna ef það leggi við hlustir. Erlendis hefur ZOOROPA verið kölluða afkvæmi Achtung Baby á sama hátt og Rattle and Hum var skUgetið atkvæmi The Joshua Tree. Tíminn einn leiöir í ljós hvort ZOOROPA veröur minnst sem fylgi- hnattar meistaraverksins og standi þar með eUíflega í skugga þess. Gerð plötunnar hefur ekki farið hátt, eins og fyrr segir, enda átti hún upphaflega aðeins að verða EP-plata en endaði sem 10 laga breiðskífa. ZOOROPA varð að stærstum hluta tU Aerosmith - Get a Grip: ★ ★ ★ * Get a Grip sannar að Aerosmith hefur aldrei höfðað betur til fjöldans en ein- mitt nú. -ÁT á ZOO-TV hljómleikaferðalaginu, ýmist á hótelherbergjum eða í sánd- tékki, en einhverjir grunnar em þó síðan Achtimg Baby var hljóðrituð í Berlín árið 1991. Platan var hins vegar hljóðrituð á írlandi í mars, aprU og maí á þessu ári þegar hljóm- sveitin fékk nokkurra vikna frí frá hljómleikum. Nafnið ZOOROPA er tilvísun í yrkisefni plötunnar en það er sótt í glundroða sem ríkir í Evrópu tíunda áratugarins. SameiningartUburðir í vesturhluta álfunnar með Maastricht sáttmálanum hafa faUið íbúum Evrópubandalagsríkjanna misjafn- lega í geð eins og þjóðaratkvæða- greiðslur sína. Og á meðan hin þró- uðu lönd álfunnar þrátta um nánari efnahagssamvinnu berast þjóðarbrot á banaspjótum i Austur-Evrópu. Þessar hugleiðingar eru einkum áberandi á fyrri hluta ZOOROPA en þó fer ekki á mUli mála að tUvist- arkreppa Evrópu um þessar mundir er sú þunga undiralda sem einkennir plötuna. Það var einmitt á pólitískum nót- um sem U2 vakti fyrst á sér athygli í byrjun síðasta áratugar með lögum eins og Sunday Bloody Sunday sem fjallaði um mannskæðustu átök í baráttu breska hersins og IRA á N- írlandi og New Years Day sem tók tU baráttu Samstöðu í PóUandi gegn stjóm kommúnista en sá bamingur markaði einmitt upphaf að enda- lokum kommúnismans í Austur- Evrópu og hruni Sovétríkjanna. Hvort tveggja á sinn þátt í krankleika Evrópu i dag. -SMS Blur - Modern Life Is Rubbish: * ★ ★ ★ Platan er meistaraverk... betri kaup finnast vart í nýútgefnu efni þessa dagana. -PJ Stjórnin - Rigg: ★ ★★ Fiutningur er allur fyrsta ílokks en það vantar spennu, lögin líða í gegn án þess að nokkur hápunktur sé. -HK Björk - Debut: ★ ★ ★ ★ Án efa það persónulegásta sem frá höfundinum hefur komið. Debut er einstök, rétt eins og Björk sjálf. -SMS Sting-Ten Summoner’s Tales: ★ ★ ★ Vandaöri og fágaöri popptónlist er leitun að, hvert smáatriði virðist þaul- hugsað og slípað þar til allt fellur saman í eina heild þar sem ekkert er of eða van. -SþS Pláhnetan - Speis ★ ★ * Pláhnetan hefur alla burði til að gera stóra hlutíog má vel við þessa plötu una. -SÞS The Waterboys - Dream Harder: ★ ★ ★ Mike Scott leikur tiltölulega hráa rokktónlist með þéttum takti og kröft- ugum sólógitar . . . hér er um fyrsta flokks rokktónlist að ræða. -SþS Bogomil Font -Ekki þessi leiðindi: ★ ★ ★ Sannkallaður gleðigjafi sem á eftir aö hressa iund landans. -SMS pltútugagnrýni Tina Turner - What's Love Gotto do with It: r ★ ★ i Ovenju fjölbreytt Það em ekki margir listamenn sem verða þess heiðurs aðnjótandi að gerð sé leikin kvikmynd sem byggð er á ævi þeirra en Tina Tumer er heldur engin venjuleg stórstjarna í popp- heiminum. Hún á að baki fjölskrúð- ugan æviferil þar sem skipst hafa á skin og skúrir. í dag er hún metin og virt. Þaö hefur samt ekki alltaf verið svo. Tina leikur ekki sjálf í kvik- myndinni sem byggð er á æviminn- ingum sem hún skráði sjálf en hún syngur öll lögin og What’s Love Got to do with It, sem er nafn kvik- myndarinnar og plötunnar, er eftir hennar þekktasta lagi sem skaut henni aftur upp á stjömuhimininn eftir að hafa verið í mikilli lægð. Annars er það sem maður fyrst tekur eftir við hlustun hve fjölbreytt lagavalið er en síðustu plötur Tinu hafa verið frekar einhæfar og flatar. Hér syngur hún gamla slagara af öllum gerðum ásamt einstaka nýju lagi. Og á plötunni kemur í ljós að Tina Turner er hörkugóð blús- söngkona þegar hún er á þeim bux- unum. í heild sýnir Tina mikil tilþrif í söng og greinilegt er að hún á nóg eftir af kraftinum sem hefur ávallt einkennt hana. Útsetningar eru hressilegar og má þar sérstaklega nefna gömlu smellina Disco Infemo og Proud Mary. Þá má geta þess að á plötunni syngur Tina Tumer í nýjum útsetningum lög sem hún geröi þekkt með fyrrum eiginmanni sínum, Ike Tumer, sem hlýtur að vera vondi karlinn í myndinni. í heild er What’s Love Got to do with It hressilegasta plata sem komið hefur frá Tinu Turner síðan hún sendi frá sér tímamótaplötuna Private Dancer. Hilmar Karlsson flö PIOMEER The Art of Entertainment Rod Steward ' - Unplugged ... and seated: ★ ★ ★ Gamli Sjarmurinn í stuði Þá er Rod Steward kominn í hóp þeirra stjama sem MTV hefur fengið til að troða upp rafmagnslaust og þvi er hnýtt aftan við nafn plötunnar að Rod sitji en hann hefur hingað til verið eins ög ótemja á tónleikum. En þrátt fyrir hið hrjúfa yfirborð rokk- arans er Rod sniðinn fyrir þetta óraf- magnaða tónlistarform, enda ball- öðumar og rólegu lögin mýmörg sem hann hefur flutt um dagana. Og það er á rólegu nótunum sem Rod heldur sig á þessari plötu, hér eru lög á borð við Tonight’s The Night, Reason To Believe, Have I Told You Lately, Tom Traubert’s Blues og The First Cut Is The Deepest, svo að einhver séu nefnd, en svo eru hér lika þekktir rokkslagarar eins og Hot Legs, Maggie May og Stay With Me. Allt flýtur þettafram áreynslulaust en það sem lyftir þessu upp í hæmi hæðir er flutningurinn sem Rod og félagar leggja líf og sál i. Rod er algjör snillingur í að ná til áheyrenda, sér- staklega kvenfólks, og það er að heyra á viðbrögðunúm að hann vefúr þeim um fingur sér öllum sem einum. Hjálparkokkamir em ekki heldur af lakari endanum og nægir þar að nefha Jeff Gloub hljómborðsleikara og svo gamla Faces felaga Rods, Ron Wood, sem augljóslega nýtur þess fram í fingurgóma að koma fram með Rod og spila þessi gömlu lög. Það er einmitt spilagleðin og ein- lægnin á þessari plötu sem setur hana í flokk aUra bestu Unplugged platna hingað til. Sigurður Þór Salvarsson U2 -Z00R0PA ★ ★ ★★ Fínn fyrirburi Flestir þeir sem með rokktónlist fylgjast em sammála um að U2 sé sú rokksveit sem hæst hafi risið á síðasta áratug. Af sex breiðskífum sem hljómsveitin sendi frá sér á 9. áratugnum þótti sú síöasta, Rattle and Hum, síst. Það vom því ýmsir sem töldu að hljómsveitin væri að missa fótanna og þegar fréttist af útgáfu nýrrar plötu á haustmánuðum ársins 1991 hlakkaði í poppskríb- entum sem höfðu látið velgengni hljómsveitarinnar fara í taugamar á sér. Svo vissir vom þeir um að nú myndi U2 mistakast. Achtung Baby kom á markað í nóvember og þaggaði snarlega niður í efasemdarmönn- unum. Platan, sem hafði verið lengi í smíðum opinberaði, tólf frábærar lagasmíðar, og það sem vakti mesta hrifningu, nýtt U2 sánd, gróft og ruddalegt en þó svo aðlaðandi. í byrjun mánaðarins kom ný U2 plata á markað sem ber heitið ZOOROPA. Hún sýnir U2 í hörku- formi og þrátt fyrir að hljómsveitin hafi verið saman á erfiðu hljóm- leikaferðalagi í meira en ár er ekki hægt að greina þreytumerki eða hugmyndafátækt á nýju plötunni. ZOOROPA leiðir þá sándbreytingu sem varð með Achtung Baby á þró- aðri brautir ásamt því að hljóm- sveitin bryddar upp á vel lukkuðum nýjungum. Johnny Cash er t.d. gestasöngvari í frábærlega útsettu lokalagi plötunnar, Lemon er sungið í skemmtilegri falsettu sem brotnar upp í Bowie-legu viðlagi og Numb er véh'ænn bragur þar sem Bono syngur mónótðnískr i röddu um það sem ekki má. Texti sem auðvelt er að túlka sem skot á reglugerðafargan kontórista Evrópubandalagsins. Sameining Evrópu er U2 reyndar ofarlega i huga á ZOOROPA og eins og titill plöt- unnar og umslag bera með sér eru tilfinningar í hennar garð blendnar. í safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin með hin- um athyglisverðari. Sjálfir hafa U2 menn gefið í skyn að þeir hafi misst tök á atburðarásinni og ZOOROPA hafi þröngvað sér í heiminn líkt og fyrirburi. Góðu heilli segjum við unnendur metnaðarfullrar rokk- tónlistar. Snorri Már Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.