Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1993, Blaðsíða 2
2 .ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 Fréttir dv Á sjötta hundrað haf a rauð vegabréf - óskrifaöar reglur aö leita ekki hjá þessu fólki, segir aöaldeildarstjóri tollgæslunnar „Þetta eru ríflega 500 passar, þar af um þaö bil 310 fyrir diplómata og 210 fyrir stjómarerindreka," sagöi Stefán Skjaldarson, sendiráðsritari í utanríkisráöuneytinu, aðspuröur hve mörg vegabréf utanríkisráöu- neytiö heíöi gefið út samkvæmt reglugerð frá 1988. í orði en ekki á borði „Þessir aðilar eiga í orði ekki aö njóta sérstakra fríðinda eða réttinda við komu til landsins. Það kemur fyrir að við skoðum farangur hjá þessu fólki en það er ekki mjög al- gengt. Það er heimilt að gera það en í þeim tilvikum sem þaö hefur verið gert hafa ekki verið geröar athuga- semdir," sagði Gottskálk Ólafsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar í Makarogbörn embættismanna eru handhafar Þeir sem hafa rétt á að fá dipló- matavegabréf eru: Forseti íslands og forverar hans og nánustu fylgdar- menn hans, ráðherrar, forsetar Al- þingis, hæstaréttardómarar, ríkis- saksóknari, umboðsmaður Alþingis, embættismenn utanríkisþjón- ustunnar, ráöuneytisstjórar, ríkis- endurskoðandi, ríkissáttasemjari, Biskup íslands, seðlabankastjóri, þeir sem gegna meiriháttar trúnað- arstörfum fyrir ísland í fjölþjóðleg- um ríkjasamtökum, fyrrverandi for- sætis- og utanríkisráðherrar, fyrr- verandi starfsmenn utanríkisþjón- ustunnar. Einnig fá makar þeirra sem upp eru taldir og börn þeirra undir 16 ára aldri diplómatavegabréf. Meðai þeirra sem fá vegabréf stjómarerindreka em: alþingis- menn, skrifstofustjóri í Stjórnarráð- inu, forstjórar helstu ríkisstofnana, skrifstofustjóri Alþingis, hæstarétt- arritari, aðstoðarmenn ráðherra, starfsfólk utanríkisþjónustunnar sem ekki fær diplómatavegabréf, kjörræðismenn íslands, borgarstjór- inn í Reykjavík, forseti borgarstjóm- ar, sérstakir starfsmenn ríkisstjóm- arinnar, fulltrúar íslands í stjórn, á þingum og í starfsliði fjölþjóðlegra ríkjasamtaka, þeir sem feröast í er- indum meiriháttar viðskiptasam- taka, fyrrverandi ráðherrar, fyrrver- andi hæstaréttardómarar, fyrrver- andi ráðuneytisstjórar, fyrrverandi aðalbankasfjórar Seðlabanka ís- lands, þeir sem hafa gegnt meirihátt- ar trúnaðarstörfum í fjölþjóðlegum ríkjasamtökum. Makar allra sem upp era taldir og böm að 16 ára aldri fávegabréfsemþessi. -pp Maðurinn sem lést í Kaup- mannahöfn Maðurinn, sem lést í umferðar- slysi nálægt Kaupmannahöfn sl. fimmtudag, hét Hörður Ámason til heimilis aö Bakkaseli 14 í Reykjavík. Hörður var 53 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjóra syni. Hörður heitinn var einn á ferð í bílaleigubíl þegar hann missti stjóm á honum og lenti á brúar- stólpa á leiöinni til Kastrup-flug- vallar. Hann var látinn þegar að varkomiö. -bjb Keflavík, aðspurður hvort farang- ursleit sé gerð hjá ráðamönnum þjóðarinnar þegar þeir koma til landsins en alhr eru þeir með það sem kallað er rauðan passa sem gef- inn er út af utanríkisráðuneytinu. Bryndís og kjötið 2. júlí síðastliðinn lagði tollgæslan í Keflavík hald á ósoðið kjöt sem fannst í farangri Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum DV kom Bryndís til landsins með eiginmanni sínum 2. júlí og fór hann á undan út um hlið- ið. Bílstjóri Jóns fór inn eftir far- angri Bryndísar, sem var á tali við vinkonu sína, en var stoppaður í hliðinu og leitað í farangrinum sem Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar hefur sent Samkeppnis- stofnun bréf og farið þess á leit við stofnunina að fjallað verði um deilu vinnustofunnar og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis á nýjan leik og bragðist verði hart við niður- greiðslum á útfararþjónustu Kirkju- garða Reykjavíkur. Lögmaður vinnustofunnar vill að stofnunin gangi eftir því við Kirkjugarðana að útfararþjónusta verði skilin frá ann- arri starfsemi stofnunarinnar þann- ig að tryggt verði að niðurgreiðslum verði hætt. Líkkistuvinnustofan óskar eftir að stofnunin geri athugun á því hvort prestar í Reykjavík hafi ávinning, til leiddi til þess að kjötið fannst. Bíl- stjórinn var afleysingamaður og þaö var einnig tollvörðurinn sem leitaði í farangrinum. Bryndís hefur gefið þá skýringu aö kjötið, sem lagt var hald á, hafi verið eign vinkonu sinn- ar. Yfirmaður tollgæslu vissi ekki af þessu Þegar DV fékk spurnir af þessu fyrir tveimur vikum, áður en fjallað var um málið í fjölmiðlum, var sam- band haft við Gottskálk og spurt hvort lagt hefði verið hald á ósoðið kjöt í fóram eiginkonu utanríkisráð- herra á Keflavíkurflugvelli. Gott- skálk neitaði að kannast við það. Eftir umfjöllun fjölmiðla spurði blaðamaður Gottskálk í gær hverju dæmis í formi styrkja, af því að beina syrgjendum til útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur en ef sátt reynist er það brot á samkeppnislög- um. Þá hefur vinnustofan óskað eftir athugun á því hvort hugsanlegt sé að prestar í Reykjavík hafi bundist samtökum um að beina syrgjendum frá útfararþjónustu Líkkistuvinnu- stofu Eyvindar Árnasonar vegna deilna milh hans og Kirkjugarðanna. „Við eram ekki að brjóta nein lög. Við forum alveg að lögum. Ég veit ekki hvaö vakir fyrir Davíð Ósvalds- syni, forstjóra Líkkistuvinnustof- unnar, með þessu. Ég skil ekki hvað hann er að fara, blessaður. Við erum búnir að heyra þessa niðurgreiðslu- sætti að hann hefði ekki kannast við að lagt hefði verið hald á kjötið á sín- um tíma svaraði hann því til að hann hefði ekkert vitað hvemig þetta mál hefði staðið þegar hann var spurður um það á sínum tíma. Gottskálk segir það nokkurs konar vinnureglur að skoða ekki farangur ráðamanna þjóöarinnar þegar þeir komi til landsins en það komi þó fyr- ir. Þegar blaðamaður DV spurði hvort þau skipti væru teljandi á fingram annarrar handar svaraði Gottskálk því játandi og sagði jafn- framt að þetta atvik gæfi ekki tÚefni til að það væri gert oftar. „Almennt séð teljum viö ekki mikla ástæðu til aö þess þurfi.“ tuggu svo lengi að við eram alveg steinhættir að taka hana alvarlega. Ég vísa bara til úrskurðar Sam- keppnisstofnunar frá í júní um að ekki þurfi að aðhafast í deilu Kirkju- garða Reykjavíkur og samkeppnis- fyrirtækja þeirra," segir Ásbjöm Ól- afsson, forstjóri Kirkjugarða Reykja- víkurprófastdæmis. Ekki náðist í Geir Waage, formann Prestafélagsins, vegna ásakana um að prestar þiggi mútur og hafi bund- ist samtökum um að beina viðskipt- um sínum til Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæmis. Georg Ólafsson hjá Verðlagsstofnun vildi ekkert láta hafa eftir sér aö svo komnu máli þegar DV talaðiviðhannígær. -GHS Stefniríuppboð á Hafsíld Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði: Greiðslustöðvun er nú lokið hjá Hafsild hf. á Seyöisfirði. Reikna má með því að fyrirtækið verði boðið upp. Nauðasamningar hafa ekki verið reyndir og ekki er orð- ið ljós hvort fyrirtækið er gjald- þrota né hvert framhaldið verður. Helstu lánardrottnar eru Fisk- veiðasjóður, Byggðasjóður og Landsbanki íslands. Að sögn forráðamanna verksmiðjunnar er ekki hægt að gangsetja verk- smiðjuna þar sem þeir fiármunir sem til þess þarf eru ekki fyrir hendi hjá félaginu. Unnið er að því aö leysa þetta mál með farsæl- um hætti þótt úthtið sé óneitan- lega ekki gott. Stuttar fréttir Katla hristsst Skjálftavirkni varð vart í Kötlu undir austanverðum Mýrdal- sjökli aöfaranótt mánudags. Jarðfræðingar útiloka ekki að um undanfara goss sé að ræöa. Náið verður fylgst með fiallinu á næstunni. Helmingi fænri ibúðir Gert er ráð fyrir að helmingi færri íbúöir veröi byggðar á höf- uöborgarsvæðinu í ár en fyrir 4 árum. Húsbréfalán vegna nýrra íbúða eru þriðjungi færri núna en á sama tíma í fyrra. RÚV greindi frá þessu. Laxeldiðviilstuðning Framkvæmdastjóri íslandslax vill að ríkið styðji við bakið á lax- eldismönnum með hagstæðum lánum, með þvi aö láta rekstrar- aðilum í té ónotaðar stöðvar sem lent hafa í gjaldþroti og með lágu rafmagnsverði. Stöð tvö greindi frá þessu. Meingöiluðlög Vinnuveitendur telja lög um launagreiðslur í veikindaforföll- um meingölluð. RÚV hefur eftir framkvæmdastjóra VSÍ að full- trúar launþega hafi verið tregir til að ræða endurskoðun laganna. Áfiótta undankulda Vart hefur sést íslendingur í Upplýsingamiöstöð feröamanna á Akureyri í sumar. Á Suðurlandi og Vesturlandi hefur ferðamönn- um hins vegar fiölgað mikið vegna veðurblíðuxmar þar. RÚV greindi frá þessu. Samningar undinritaðir Flugvirkjar og Flugleiðir náðu í gær samkomulagi sem bindur enda á yfirvinnubann flugvirkj- anna, staðfesti þeir samkomulag- ið. Samkvæmt samkomulaginu fá flugvirkjar hluta þess hagnaðar sem skapast við viðhald á erlend- um flugvélum í flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli. Nýjarkartöflur Fyrstu íslensku kartöflumar eru væntanlegar á markaö í dag. RÚV greindi frá þessu-. Áskorun á leið frá ísrael ísraelska þingiö mun á næst- unni senda íslenskumstjórnvöld- um áskorun um tafarlausar aö- gerðir í Mikson-málinu. Ríkis- saksóknari mun þó ekki taka ákvörðun í málinu í bráö. Al- þýðublaðið greindi frá þessu. Misheppnað kriuvarp Kríuvarp misheppnaðist víða um land í ár. Samkvæmt Tíman- um var það vegna óblíörar veör- áttu. -kaa -pp Þessi fjölskylda úr Reykjavík var að smíða pall við hjólhýsi á hjólhýsastæðinu á Laugarvatni þegar DV-menn áttu þar leið um. Smiðirnir eru Rúnar Guðmundsson og Jóhannes Þorsteinsson. Við borðið fyrir aftan fylgist fjölskyld- an með, frá vinstri, Soffía, Louisa, Fjóla Björk og nýir eigendur hjólhýsisins, þau Guðmundur Kr. Hermannsson og Sigriður Kristjánsdóttir. Alls eru um 100 hjóihýsi á þessu stæði við Laugarvatn og greiða eigendur þeirra 11 þúsund króna ársleigu til Sameigna skólanna sf. sem rekur stæðið og er sameignarfyrirtæki skólanna á Laugarvatni. -bjb/DV-mynd GVA Líkkistuvinnustofa Eyvlndar Ámasonar: Samkeppnisstof nun rann- saki mútur til presta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.