Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1993, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1993, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 13 Neytendur Flug og bíll í Evrópu: Tryggingin fellur úr gildi í sumum löndum Evrópu - reynum að vara fólk við, segir sölufulltrúi Flugleiða „Viö tókum flug og bíl til Hamborgar á vegum Flugleiða og uröum fyrir því að bílaleigubílnum var stolið þeg- ar við vorum stödd í Schwerin í A- Þýskalandi. Við höfðum brugðið okkur frá í tvo tíma til að skoða kast- ala og lögðum bílnum á stæði á með- an,“ sagði Helga Þórarinsdóttir, at- vinnurekandi í Grindavík. Helga var heppin því skyldfólk hennar í Þýskalandi hafði ráðlagt henni að kaupa aukalega slysa- og þjófatryggingu á bílaleigunni og þurfti hún því einungis að borga 12.000 kr. í sjálfsábyrgð af bílnum. „Ef ég hefði ekki tryggt mig auka- lega hefði ég þurft að borga tæpa milljón fyrir bílinn því ég komst aö því að tryggingin, sem ég keypti hjá Flugleiðum, fellur úr gildi ef maður ekur inn í A-Þýskaland. Þetta finnst mér að Flugleiðir eigi að segja fólki því sjálf hef ég ferðast mikið og aldr- ei vitað af þessu. Ég veit til dæmis um hjón sem fóru með flug og bíl tfl Lux og keyrðu yfir til Ítalíu. Þar var bílnum stolið og þau töpuðu öllu sínu,“ sagði Helga. Nýjarreglur bílaleiga „Þetta er alveg nýtilkomið. Við fengum tilkynningu frá Hertz-bíla- leigunni um miðjan júlí þar sem er hsti yfir lönd sem bannað er að aka til á bílaleigubíl frá Hertz en við skiptum eingöngu við þá bílaleigu í Evrópu," sagði Ingibjörg Sverrisdótt- ir, sölufulltrúi í markaðsdeild Flug- leiða, aðspurð hvers vegna Flugleiðir vöruðu fólk ekki við því að ef farið er á bílaleigubíl inn í viss lönd í Evr- ópu falla allar tryggingar úr gildi. „Meginreglan er sú að ef fólk ekur til þeirra landa, sem eru á listanum, er þaö ekkert tryggt og getur ekki tryggt sig þar nema viðkomandi bíla- leiga sé með einhverja undanþágu fyrir t.d. ódýrari bílana eða eitthvað slíkt. Þetta kemur fram í bæklingum okkar og eins reynum við að vara fólk við,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að flestar bflaleigur byðu slysa- og þjófavamartryggingu auka- lega þegar komið er á staðinn en svo væru í gangi alls kyns undanþágur hjá hverri og einni leigu. „Ástæðan fyrir þessu er sú að 65 þúsund bílaleigubílum var stolið í A-Evrópu á síðasta ári og tryggingar- félögin neita orðið að tryggja bíla- leigubílana þar.“ Aðspurð sagði Ingibjörg að sölu- menn Flugleiða ættu að upplýsa kaupendur mn þetta en hún ráðlagði fólki einnig að kynna sér betur þær tryggingar sem það kaupir. -ingo flVW’ Að mörgu er að hyggja þegar keyptar eru sólarlandaferðir og betra að vera með tryggingarnar á hreinu REIÐHJOLAUTSALA - STORLÆKKAÐ VERÐ FJALLAHJÓL 16” með fótbremsu kr. 11.210 stgr. Áður kr. 15.735 20" með fótbremsu kr. 13.700 stgr. Áður kr. 17.100 24" 10 gíra m/brettum, Ijósum og bögglabera kr. 16.055 stgr. Áður kr. 28.935 24" 18 gíra Shimano smellugírar kr. 18.900 stgr. Áður kr. 26.650 26" 18 gíra m/brettum, Ijósum og bögglabera kr. 21.375 stgr. Áður kr. 32.200 26" 21 gírs Shimano Altus kr. 26.885 stgr. Áður kr. 37.600 20" Verð frá kr. 13.870 stgr. Áður kr. 18.320 24" Verð frá kr. 14.155 stgr. Áður kr. 18.850 26" Verð frá kr. 13.205 stgr. Áður kr. 19.640 26" 3 gíra frá kr. 15.390 stgr. Áður kr. 23.200 28" 10 gíra kr. 14.860 stgr. Áður kr. 31.400 DÖMUHJÓL 20-50% AFSLÁTTUR NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ VERSLIÐ ÓDÝRT TILBOÐ Á HJÁLMUM OG BARNASTÓLUM L FULLKOMIN VARAHLUTA- OG VIÐGERÐAÞJONUSTA. ÁRS ÁBYRGÐ Á NÝJUM HJÓLUM OG UPPHERSLA. NOTUÐ HJÓL Á FRÁBÆRU VERÐI ALGENGT VERÐ KR. 4-6.500 FJALLAHJÓL fyrir 6-7 ára DIAMOND ROCKY 20" 6 gíra með átaksbremsum og álgjörðum verð aðeins kr. 15.100 stgr. Áður kr. 21.300 Ármúla 40. Símar 35320 - 688860 Ifeislunin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.