Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGUST 1993 Fréttir Enga þýðingu að bæta við mönnum sem ætla að vera stikkfrí: Fangavörðum að kenna en pólitíkusar bera ábyrgðina - viðtal við Gústaf Lilliendahl, fangelsisstjóra á Litla-Hrauni „Miðað við aöstæður og ástand bygginga má vissulega segja að ef tryggja á gæsluna langt umfram það sem nú er, sem full ástæða er til, þá er mikill mannafli auðvitað alltaf til bóta en það er náttúrlega grundvall- aratriði að þeir menn, sem eru að störfum, sinni þeim eins og hægt er,“ segir Gústaf Lilliendahl, forstjóri Litla-Hrauns, í kjölfar flótta fimm fanga á tveimur vikum. „Það hefur enga þýðingu að bæta við mönnum sem ætla að vera stikkfrí við gæsluna. Ég á viö ef. menn ætla að vera á vakt bara til þess að sitja og án þess að fylgjast með nokkrum." Gústaf segir að skortur á fanga- vörðum hafi orðið til þess að ráöa hafi þurft sumarafleysingamenn til fangavörslu sem fari fyrirvaralítið inn á vaktir. Fjórir menn voru á vakt á næturnar þegar fangarnir flúðu og segir hann ljóst að fangaverðimir hafi ekki staðið í stykkinu. „Það eru vissulega ámæhsverð atriði sem hafa komið ljós. Umferð um húsið hefur ekki verið nægjanleg. Það er náttúr- lega á ábyrgð varðstjóra hverju sinni hvernig hann skipar sínum vöktum A myndinni má sjá stiga sem er innan girðingar fangelsisins á Litla-Hrauni sem hæglega væri hægt að nota til að komast yfir girðinguna. Gústaf segir að stiga sé ekki þörf til að komast yfir girðinguna. til gæslustarfa og það er hlutur sem verður að fara vel ofan í saumana á annað veifið og er verið að gera núna. Það er sjálfsagt eitthvert misræmi á niilh vakta í þessu eins og ýmsu öðru,“ segir Gústaf. Aðspurður um hvort fangaverðirn-. ir bæm ábyrgð á flóttanum sagði hann: „Það er náttúrlega ákveðinn trúnaður sem mönnum er sýndur með því að vera varðstjórar. Rétt eins og sumum er sýndur sá trúnaður að vera forstjórar eða yfirfangaverðir og eitthvað slíkt,“ segir Gústaf. Ann- ars segist hann sammála dómsmála- ráðherra um að menn hafl sofið á verðinum í afar langan tíma og ef rætt væri um ábyrgð í þessum tilfeh- um þá væri það pólitísk ábyrgð. Viðbygging ekki rammbyggð í kjölfar Geirfinnsmálsins var byggð ný álma við gamla fangahúsið á Litla-Hrauni. Á sínum tíma var fangelsið talið rammgert en Gústaf segir það liðna tíð enda hafi aldrei verið gengið frá því eins og til var ætlast. Fangar haíi strokið úr þeirri álmu líka. „Hún var á tímabili notuð sem ein- angrunardeild fyrir þá sem voru úr- skurðaðir í einangrun vegna aga- brota. Síðan var það mikill þrýsting- ur á að fullnýta fangelsið að farið var að vista menn í þessum klefum í af- plánun án þess að þeir hefðu brotið reglurfangelsisins," segirGústaf. -pp Strokufangarnir: mm---;--------- Viðurkenna ekki ®s É R H Æ F T að haf a sammælst Samkvæmt heimildum DV hafa hvorki fangarnir þrír, sem struku fyrir verslunarmannahelgi, ekki við- urkennt að hafa sammælst um flótt- ann. Yfirheyrslur standa enn yfir yflr Donald M. Feeney og Jóni Gesti Ólafssyni. Samkvæmt ghdandi lögum eru refsingar fyrir skipulagðan flótta úr fangelsi aht frá sex mánaða fangels- isvist en ef flóttinn er ekki skipulagð- ur er refsað fýrir með einangrunar- vist og fangar eru sviptir réttindum sem þeir njóta. Einn viðmælenda DV sagði að þeg- ar tveir eða fleiri fangar strykju þá kæmu þeir sér saman um frásögn af strokinu, það er að þeir hafi hist fyr- ir thviljun fyrir utan fangelsið og hafi á engan hátt unnið saman að flóttanum. Fyrir hálfu öðru ári féh dómur í máh fimm fanga sem struku sama kvöld af Litla-Hrauni og voru þeir allir sýknaðir af ákæru um saman- tekin ráð. Við yfirheyrslur og fyrir dómi báru fangarnir ýmist fyrir sig minnisleysi vegna ölvunar þegar strokið fór fram eða þeir hafi „bara hist af thvhjun nálægt fangelsinu eftir að þeir struku" og fleira í þeim dúr. -pp s KRIFSTOFUTÆKNINÁM HNITMIÐAÐRA ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI Suðumes: Sveitarf élögin sameinist Umdæmanefnd Sambands sveitar- félaga á Suðumesjum hefur fengið fyrirtæki í Reykjavík til að kanna kosti og gaha þess að sameina sveit- arfélögin á Suðumesjum í eitt. Kristján Pálsson, formaður um- dæmanefndarinnar, segir aö nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að byija á því að kanna sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt áður en formleg thlaga nefndarinnar verður ákveðin og lögð fram. Umdæma- nefndirnar hafa frest fram í miðjan september th að móta thlögur sínar. „Þetta þarf aht að ákveöast í sam- ráði við sveitarstjómimar og því vhj- um við skoða hvemig sameining í eitt sveitarfélag kæmi út ef af yrði. Við forum svo að ræða við sveitar- stjómimar í næstu viku,“ segir Krisfján. -GHS Verð á námskeið er 4.956,-krónur á mánuði!* KENNSLUGREINAR: - Windows gluggakerfi - Word ritvinnsla fyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla - o.fl. Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnuhfinu. Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kiktu til okkar í kaffi. Tölvuskóli Reykiavíkur BORGARTÚNI 28. 105 REVKJAUÍK. sími 616699. fax 616696 *Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganir), vextir eru ekki innifaldir. UTSALA 20-60% afsláttur! « hummel SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, REYKJAVÍK, SÍMI813555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.