Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Skálað í siðleysi Stöð tvö birti á dögunum merkilegar svipmyndir úr ferð sem starfsmenn ÁTVR fóru út í Viðey. Ferðin var í boði eins af umboðsaðilum víns hér á landi og þar mátti sjá á sjónvarpsskjánum kampakáta starfsmenn ÁTVR teyga guðaveigamar úr flöskum frá umboðinu. Haft var viðtal við forstjóra ÁTVR, Höskuld Jónsson, og var ekki annað að heyra en forstjóranum þætti þessi boðsferð hin eðlilegasta og sjálfsagðasta enda sagðist hann ekki gera greinarmun á því hvort umboðsþóknanir gengju til eins umboðsaðila eða annars. Aðalatriðið væri að ríkið fengi sitt. Þetta er skrítin afstaða svo ekki sé meira sagt. Ríkið fer með einokun og einkasölu á áfengi. ÁTVR hefur það nokkuð í hendi sér hverjir fá að flytja inn víntegundir sínar og áfengisútsölumar geta auðveldlega haft mikil áhrif á það hve mikið selst af hverri tegund. Hagsmuna- aðilar í innflutningi á vínfóngum eiga því mikið og nán- ast allt undir því að ÁTVR hafi á þeim velþóknun og auðvitað er boð út í Viðey með tilheyrandi ókeypis drykkjarfóngum liður í þeirri viðleitni innflytjandans að koma sér vel við þá starfsmenn ríkisins sem stjóma ein- okuninni. Höskuldur Jónsson og starfsmenn hans eiga að gera sér grein fyrir því að hér er verið að beita óheiðarlegum viðskiptaháttum. Nema að starfsmenn ÁTVR þiggi öll boð af þessu tagi frá öllum þeim innflytjendum sem telja það viðskiptanna virði að bjóða til slíkrar veislu! Er kannske ástæða til að gera sérstaka úttekt á því hvenær og hversu oft er borið vín og ferðalög á þennan hóp ríkis- starfsmanna? Forstjórinn hefur að minnsta kosti gefið fullt tilefni til slíkrar rannsóknar með því að loka augun- um fyrir siðleysinu sem í þessu felst. Hér á árum áður ríkti einokun og skömmtun á flestum sviðum. Það var þá sem spilhngin grasseraði. Einstakir ríkisforstjórar og skömmtunarstjórar sprungu út eins og gorkúlur á fjóshaug. Klíkuskapurinn var allsráðandi. Gjafir og fyrirgreiðsla, sem réttu nafni heita mútur, þóttu sjálfsagðar gagnvart þeim sem með völdin fóru. Það komst enginn áfram með sín viðskipti, sínar húsbygging- ar eða bílakaup, svo eitthvað sé nefnt, nema koma sér vel við skömmtunarstjórann. Með auknu frjálsræði og afnámi ríkisforsjárinnar á mörgum sviðum viðskipta og verslunar hefur dregið úr þessari spilhngu. En freistingamar leynast víða. Athyglin hefur að undanfómu beinst í vaxandi mæh að siðferði þeirra sem gegna opinberum störfum. Er það siðlegt að sitja beggja vegna borðsins þegar úthlutað er mihjónum úr opinberum sjóðum? Er það siðlegt að bankastjórar taki laxveiðiár á leigu á kostnað bankanna til veiða fyrir sig og sína? Er það hafið yfir umræðu ef óleyfilegur varningur fmnst í fórum ráðherrahjóna? Er það óaðfmnanlegt og siðferðhega í lagi þegar ráðherra skipar náinn venslamann í opinbera stöðu? Eða em þetta kannske aht smámunir og almenningi óviðkomandi? Hvar em mörkin á mhh góðra og heiðvirðra siða ann- ars vegar og siðleysisins hins vegar? Lög segja fátt um siðferðiskröfur og siðalögmál em teygjanleg. Og auðvitað munu ráðamenn halda áfram að ganga á lagið og starfs- menn ÁTVR munu áfram þiggja boð og ókeypis brenni- vín ef fjölmiðlar þegja og almenningur ypptir öxlum. I viðskiptum og stjórnmálum þarf að skapa hér á landi svo sterkt almenningsálit að það jafnghdi dómsuppk- vaðningum. Lögbrot og siðleysi em hvom tveggja jafn- óheiðarleg. EhertB. Schram Sameiginlegur gjaldmiðill eða sjálfstætt gengi Sviptingarnar á gjaldeyrismörk- uðum Evrópu síðasta árið hafa veikt trú viðskiptalífsins á stöðug- leika í gengi gjaldmiðla og fram- gang ákvæða Maastricht-sáttmál- ans um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópuríkja. Ekkert „rétt“ fastgengi Viðleitni til fastgengisstefnu og vonbrigði á því sviði eru ekki ný af nálinni. Meö Bretton Woods- samkomulaginu eftir síðari heims- styrjöld var komið á fastgengis- kerfi. Það sprakk m.a. vegna þess að aðstæður breyttust í Bandaríkj- unum og dollarinn veiktist en sterk staða hans var undirstaða Bretton Woods kerfisins. Eftir fall þessa kerfis hefur í raun verið fljótandi gengi milli helstu gjaldmiðilssvæðanna, þ.e. Banda- ríkjanna, EB með þýska markið í fararbroddi og Japans. Gengi þess- ara helstu gjaldmiðla hver gegn öörum hefur mótast á virkum gjaldeyrismörkuðum. Ástæðan fyrir þessu floti er sú að ekkert ákveðið fastgengi getur verið „rétt“ nema um mjög tak- markaðan tíma þegar efnahags- og markaðslegar forsendur eru sífellt að breytast. Ekkert betra kerfi en virkir gjaldeyrismarkaðir hefur fundist til að finna „rétt“ gengi. að finna hið rétta gengi sem skipt er á. Maastricht sáttmálinn gerir ráð fyrir því að gjaldmiðill verði að sanna sig, m.a. með lágri verð- bólgu og hóflegum vöxtum í þrjú ár áður en hægt er að taka hann inn í sameiginlega mynt. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur hins vegar alltaf sjálfstætt verð og mismunandi efnahagsstefna ein- stakra EB ríkja og mismunandi efnahagslegar aðstæður hafa leitt til þess aö einstakir gjaldmiðlar hafa fallið á prófinu. Líklega verður ekki hægt að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil í EB nema með því að ákveða það með góðum fyrirvara og sleppa sönnun- artímanum. Hver einstök þjóð ber þá sjálf ábyrgð á því hvemig aðlög- unin að nýja gjaldmiðlinum verður. Stöðugleiki í gengi með sjálfstæðum „Líklega verður ekki hægt að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil 1EB nema með því að ákveða það með góðum fyr- irvara og sleppa sönnunartímanum.“ Þegar eitt ríki skiptir um gjald- gjaldmiðli stenst aðeins í skamman miðil er erfiöasta úrlausnarefnið tíma. VilhjábnurEgiIsson Kja]]arinn Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands Ávallt tllteknar forsendur Óstöðugleiki í gengi gjaldmiöils er hins vegar raunverulegt vanda- mál fyrir þá sem eiga í milliríkja- viðskiptum. Slíkir aðilar gera samninga í mismunandi gjaldmiðl- um og verða alltaf að gefa sér tilteknar forsendur um þróun gengis. Meiri sveiflur í gengi hafa nær undantekningarlaust í fór með sér fleiri og fleiri rangar ákvarðanir í viðskiptum. Samið er um verð í innflutningi, útflutningi og ferða- þjónustu út frá forsendum um gengi. Erlend lán eða fjárfestingar eru ákveönar út frá tilteknum gengisforsendum. Þannig mætti lengi telja. Því er skiljanlegt að þeir sem eiga í milli- ríkjaviöskiptum skuli almennt leggja áherslu á stöðugleika í geng- ismálum.. Maastricht leiðin ófær? Viðleitni EB og EFTA-ríkjanna til þess að halda innbyrðis festu í gengismálum byggir á þörfum við- skiptalífsins fyrir stöðugleika. Þess vegna er EB líka að reyna að koma á sameiginlegum gjaldmiðh sem eykur til muna öryggi í viðskiptum milh aöila innan gjaldmiðilssvæö- isins. „Ekkert betra kerfi en virkir gjaldeyrismarkaðir hefur fundist til að finna „rétt“ gengi.“ Skoðanir annarra Átök munu merkja þjóðfélagið „Ljóst er að þorskaflinn hrapar svo langt niður að það er borin von að afkoma útgerðar verði viðun- andi. Þar á ofan verða aflaheimilidir margra annarra tegunda skertar verulega, svo að ekki blæs byrlega fyrir undirstöðuatvinnuveginum nú þegar nýtt fisk- veiðiár er að hefjast.... Hörkuátökin, sem útgerðar- menn og sjómenn búa sig nú undir að eiga í hvorir við aðra, eru ekki þeirra einkamál. Þvert á móti munu þau setja mark sitt á allt þjóðfélagið með margs konar hætti.“ Úr forystugrein Tímans 7. ágúst. Suðrænt agaleysi á íslandi? „Þegar Utið er til þeirra ríkja í kringum okkur, sem mestum árangri hafa náð á sviði efnahagsmála, s.s. Norðurlanda, Þýskalands og Bcmdaríkjanna, kemur fljótt í ljós að þar er jafnframt um að ræða þjóðfélög sem einkennast af miklum aga og stöðug- leika. Raunar er agaleysi af því tagi sem viðgengst hér á landi vandfundið nema þá helst í einstaka Miðjarðarhafslöndum. ... Ef ísland á í framtíðinni að vera áUtlegur valkostur fyrir íslenskt hæfileika- fólk verðum við að taka okkur tak.“ Úr forystugrein Mbl. 7. ágúst. Sameining sveitarfélaga „Það sem knýr á um stækkun sveitarfélaga nú eru hin fjölmörgu verkefni, sem sýnt er að takast verður á við í byggðarlögum landsins á næstunni. ... Óhætt er að fullyrða, að sameining sveitarfélaga auðveldar uppbyggingu heildstæðari atvinnu- og þjónustusvæða og treystir byggð í landinu. Þegar á heildina er litiö, yrði rekstur sveitarfélaganna hag- kvæmari og jafnframt betur staðið að fjárfestingu sveitarfélaga, fyrirtækja og einstakUnga." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Sambands ísl. sveitarfélaga, í Mbl. 10. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.