Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 15 „Þaö er því nokkuð ljóst að til skaða hefur verið að geyma fisk í sjónum („byggja upp stofninn“) samkvæmt gögnum Hafró um nýliðun og stofn- stærðir.“ Greinarhöfundur fullyrðir að litlir fiskistofnar hér við land, t.d. þorskur og loðna, hafi skilað íslandsmetum í nýliðun þegar þeir hafi verið í lágmarki. arútvegi gleypti þá kenningu ör- fárra fiskifræðinga að hægt væri aö ná langtum meiri árangri með þvi að „byggja upp fiskistofnana" - láta fiskana stækka og búa til enn fleiri fiska - fá svo rosalegt fiskirí (einskonar raunvexti) síðar meir! Hagfræðingar, sem gleyptu upp- byggingarkenningu fiskifræðing- anna hráa, fengu fræðimannaheit- ið „fiskihagfræðingar" umsvifa- laust. Fiskihagfræðingar (nokkrir menn) reiknuðu enn meir og með nokkrum þríliðum til viðbótar glumdu svo fullyrðingamar og streymdu inn í fræðibækur; „of stór floti“, „of mikil sókn“ og menntun f formi fullyrðinga og slagorða smitaði út frá sér í Háskól- um hérlendis sem og erlendis. Flest á röngu róli í dag er nokkuð ljóst aö kenning- ar þessara „fræðimanna“ hafa ver- ið draumsýn (fallegir draumórar) en ekki vísindi eins og sífellt er fullyrt. Fullyrðingar sumra þess- ara fræðimanna hafa einkum birst í hótunum um „hrun“ viðkomandi fiskistofns nema þeir fengju nánast öllu ráðið með sín ófullkomnu reiknilíkön sem eru byggð á tilgátu um vísindakenningu - en ekki sönnuðum vísindum! Vitna ég í því sambandi til fyrri skrifa um þær bláköldu staðreynd- ir að hthr fiskistofnar hér við land, t.d. þorskur og loðna, hafa skilaö íslandsmetum í nýhðun þegar þeir hafa verið í sögulegu lágmarki! Þetta get ég rökstutt áreiðanleg- um gögnum frá Hafró. Þrif fiski- stofna hafa líka verið betri þegar þeir hafa verið minni en stærri. Er það ekki einfóld náttúruleg stað- reynd að vel þrifnir „foreldrar" séu líklegri til að gefa af sér sterkari seiðaárganga en vanþrifnir og hor- aðir? Þannig hefur í reynd flest verið á öfugu róU við kenningar og fuUyrð- ingar fræðimanna um „uppbygg- ingu“ fiskistofna til betri nytja þeirra - ef miða á við reynsluna. Það er því nokkuö ljóst að til skaða hefur verið að geyma fisk í sjónum („byggja upp stofninn") samkvæmt gögnum Hafró um ný- liðun og stofnstærðir. - Samt skal tilraunastarfseminni haldið áfram, eða hvað? Kristinn Pétursson Tilraunastarfsemi Rangar forsendur Forsendurnar í upphafi voru rangar. Hluti stjórnmálamanna og svokaUaðra hagsmunaaðUa í sjáv- Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri NúgUdandi lög um stjómun fisk- veiða áttu að „stuðla að hag- kvæmri nýtingu fiskistofna" og „koma í veg fyrir offjárfestingu" í sjávarútvegi, „byggja upp fiski- stofnana" og „treysta byggð“ svo að fátt eitt sé nefnt af þeim glæstu markmiðum sem fuUyrt var að biðu okkar þegar árangur stjóm- unarinnar færi að skUa sér. Nú hafa verkin talað og - „árang- urinn" nánast gjaldþrota sjávarút- vegur, byggðaröskun, Utill þorsk- stofn og hnípin þjóð á barmi þess að missa fjárhagslegt sjálfstæði sitt. -tHframbúðar? Kjallarinn Um kenningar Kristins Péturssonar Kristinn Pétursson, fiskverkandi og fyrrverandi alþingismaður, hef- ur undanfarið skrifað greinar þar sem hann finnur fiskifræöi og fisk- veiðistjórnun allt tU foráttu. Kjam- inn í málflutningi Kristins er ekki nýr heldur eru þar á ferðinni gömlu grisjunarfræðin, eina ferð- ina enn. í leiöara DV þ. 21.7.93 rekur Ell- ert B. Schram ritstjóri hugiiiyndir Kristins og segir síðan: „Kristinn Pétursson hefur marg- oft gagnrýnt fjölmiðla og stjóm- málamenn fyrir að kyngja rann- sóknum Hafrannsóknastofnunar möglunarlaust og án gagnrýni. Af því tilefni em skoðanir hans settar fram hér tU aö þær komist að minnsta kosti á framfæri og það er rétt hjá Kristni að þeim kenning- um, sem hann hefur á fiskveiði- stjórnun og friðun, hefur Utt sem ekki verið andmælt. Það er ekki tU of mikUs mælst þótt farið sé fram á að þeim sé svarað. Þær eru ekki vitlausari en hvað annað." Hér fer ritstjórinn fram á að menn svari Kristni, og tel ég sjálf- sagt að verða við þeim tUmælum, enda þótt ég hljóti að benda á að Kristni hefur margoft verið svarað í fjölmiölum á undanfömum árum. Málflutningur Kristins Málflutningur Kristins byggist á þeirri fullyrðingu að samhengið í vexti og viðgangi þorskstofnsins sé þveröfugt við þaö sem fiskifræð- ingar segja. Ekki sé hægt að byggja upp íslenska þorskstofninn með því að draga úr veiðum um stund- arsakir, heldur sé eina leiðin sú að KjaUariim Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur LÍÚ auka veiðar. Kristinn áUtur að fiskifræðin sé rugl og óþarfi sé að takmarka veiðar, ef ekki beinUnis skaðlegt, og fiskveiðistjórnun sé því ekkert annað en brot á mann- réttindum og ofbeldi sem þurfi að hnekkja, jafnvel með áfrýjun til útlanda eða með borgarastyijöld á íslandi. Ég bendi á að málflutningur Kristins veltur algerlega á því sem hann segir um fiskifræðina. Ef per- sónuleg fiskifræði Kristins fær ekki staðist og vísindaleg fiskifræði er rétt í aðalatriðum þá er fiskveiði- stjórnun nauðsynleg og gífuryrði Kristins um mannréttindabrot, of- beldi og borgarastyijöld út í bláinn. Án fisþveiðistjórnunar yrði þá gengið of nærri fiskistofnunum og stefnt í hættu þeim mannréttindum komandi kynslóða að erfa sömu tækifæri til auðUndanýtingar og við fengum í arf. Við skulum því skoða fiskifræði Kristins svoUtið nánar. Fiskifræði Kristins Kjaminn í fiskifræði Kristins kemur fram í eftirfarandi tilvitnun í skrif hans (Mbl. 17.7.1993); .....það sem ræður mestu um afrakstur hafsins er fæðuframboð og lífsskilyrði en þetta tvennt er hvergi með í reiknilíkani Hafró sem breytileg stærð! Veiði manns- ins eykur fæðuframboð fyrir þá fiska sem eftir eru og því getur framleiðsla hafsins á fiski einungis vaxið - sé fiskurinn veiddur." Það er hlálegt að einmitt þau gögn, sem Kristinn fullyrðir að séu ekki notuð, sýna að ályktun hans um gagnsemi aukinna veiða fær ekki staðist. Almenn umhverfis- skilyrði og tilviljanir virðast ráða mestu um árgangastærð (nýUðun) svo framarlega að hrygningar- stofninn sé ekki orðinn hættulega Utill. í mæUngum togararallsins fá menn nú aUgóða vísbendingu um stærð þorskárganga 3^1 árum áður en þeirra fer að gæta í verulegum mæU í afla. Þessar upplýsingar eru að sjálfsögðu notaðar við fram- reikninga á stærð þorskstofnsins. Fæðuframboð ræður mestu um vöxt fiskanna, og skiptir loðnan þar mestu. Vitneskja um magn loðnu í sjónum er nú notuð til að spá fyrir um vöxt þorsks á næstu misserum. Nú eru aðstæður þannig, og ekki um þaö deilt, að þorskstofninn er með allra minnsta móti og aðeins brot af fyrri stærð. Jafnframt eru stofnar tveggja helstu fæðudýra þorsksins - loðnu og rækju - með allra stærsta móti um þessar mundir. Sjaldan eða aldrei hafa jafnfáir fiskar verið um jafnmikla fæðu. Svo lengi sem ástand sjávar er gott og fæðuframboð mikið má vænta hárra vaxta af geymdum þorski í sjónum. Það er því vandséð til hvers ætti nú að grisja þorsk- stofninn. Að þessu athuguðu hrynur spila- borg kenninga Kristins Pétursson- ar. Kristján Þórarinsson „Ef persónuleg fiskifræði Kristins fær ekki staðist og vísindaleg fiskifræði er rétt í aðalatriðum þá er fiskveiðistjörn- un nauðsynleg og gífuryrði Kristins um mannréttindabrot, ofbeldi og borgara- styrjöld út í bláinn.“ Meðog ámóti Sameining á Suóurnesjum Fjármagn nýtistbetur „Suðumes eru það svæði á landinu sem liggur hvað best viö sam- einingu, iand- fræðilega séð. Auk þess má ségja að það . _ , ír, Jonina Guðmunds- mikla sam- , starf sem er dottir’ formaður með þeim 7 bæiarráðs í Keflavík sveitarfélögum sem Suöurnes byggja sé ákveðinn og góður und- anfari sameiningar. Menn hafa séð að með sam- starfi nýtist fjármagn sveitarfé- lögunum betur og því þá ekki að stiga skrefið til fulls og sameinast í stóra einingu sem er i stakk búin til að veita íbúum sínum enn betri þjónustu. Stærri sveitarfélög eru for- senda þess að flutningur ríkis- stofnana verði til þeirra. Nú hef- ur komið fram tillaga um flutning nokkurra stofnana út á land og allra til hinna stærri sveitarfé- laga; t.d. er tillaga um að Land- helgisgæslan flytjist til Keflavík- ur. Um Samband sveitarfélaga á Suðumesjum, SSS, er það að segja að stjórnkerfið þar er þunglamalegt og ekki skilvirkt. Á Suðurnesjum getur umfjöllun sameiginlegra mála oft og tíöum verið mjög löng og málin þvælast í kerfinu milli sveitarsijórna og stjórnar SSS. Um þau flallar stór hópur kjörinna fulltrúa í sveitar- stjórnum á mörgum fundum sem kosta auðvitað sitt. Einnig væri hægt aö spara stórlega i skipu- lagsmálum og rekstri stofhana. Þann 20. nóv. nk. verða það þó ekki eingöngu sveitarstjórnar- menn sem ákveða hvort um sam- einingu veröur að ræða; það verða íbúar svæðisins sem ganga til kosninga. Efasemdir „Það sem mælir mest gegn samein- ingu allra sveitarfélaga á Suöurnesj- um í eitl er óttinn við hvað verður um minni sveitarfélögin þegar stórir kjamar eru komnir sem hljóta að verða allsráðandi við samein- inguna. Ég er ekki búinn aö sjá það að jaðarsveitarfélögin í kringum Keflavík njóti sannmæl- is þegar fram líða stundir. Það koma inn í þetta ýmis atr- iöi sem maður hefur efasemdir um. Sparnaðurinn sem menn þykjast sjá í fækkun bæjarstjóra og sveitarstjóra verður eflaust minni en menn gera sér grein fyrir því að almenningssamgöng- ur og önnur þjónusta kosta óhemjumikið. Hiö opinbera hefur ekki staðið við orð sín í sambandi við verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfé- laga. Ríkiö stendur mun verr flár- hagslega en sveitarfélögin þannig að sveitarfélögin verða eflaust fyrir gífurlegum útgjöldum með auknum verkefhum frá ríkinu. Ástæðan fyrir nýrri verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga er kannski einmitt sú að ríkið sér fram á að geta ekki sinnt þessum málum og lætur þess vegna sveit- arfélögin hafa þau.“ -bjb/-GHS Ólafur Gunnlaugs- son, forseti bæjar- sfjórnar í Sandgeröi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.