Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
I>V
Vijpiingshafar Coke-lfnunnar:
A
tónleikum
með Prince
í Osló
Um síðustu helgi lögðu þrír
vinningshafar Coke-línunnar af stað
til Oslóar í boði Vífilfells á ekki
minni tónleika en með poppgoðinu
Prince.
Tónleikarnir voru haldnir í
íþróttahöllinni Spektrum sem er í
miðri Osló. Miðar á tónleikana höfðu
selst upp mörgum mánuðum áður og
fyrir utan mátti sjá fjöldann allan af
fólki sem bauð margfalt verð fyrir
selda miða.
10 þúsund
áhorfendur
Vinningshafar Coke-línunnar, þær Lýdía Sigurðardóttir, Elín Stefánsdóttir og
Kristbjörg Jónsdóttir.
Tónleikarnir hófust klukkan 20
um kvöldið en mikill fjöldi hafði
staðið í biðröð frá þvi snemma um
morguninn til að tryggja sér sem
mesta nálægð við Prince.
Stóra stundin rann loks upp og 10
þúsund manns biðu spenntir eftir að
goðið birtist. Lagið My Name Is
Prince hófst og dansarinn, ung og
falleg stúlka, birtist á sviðinu, klædd
eins og Prince og með grimu fyrir
andlitinu. Áhorfendur vissu ekki
betur en að þar væri sjálfur söngv-
arinn á ferðinni þar til stúlkan byij-
aði að fækka fötum og stóð að lokum
á sviðinu í sjálflýsandi bleiku bikiníi.
Prince er einmitt þekktur fyrir að-
dáun sína á kvenlíkamanum og er
oftast með fallegar stúlkur á sviðinu
Það leið ekki á löngu uns Prince
sjálfur kom fram á sviðið, hvít-
klæddur frá hvirfli til ilja. Fagnaðar-
látunum ætlaði aldrei að linna er
hann hóf að syngja lagið Crazy
Motherfucker. Kappinn var í hvít-
um, háhæluðum skóm en sögur
herma að hann nái rétt aðeins um
1,58 sentímetrum á hæð.
Purple Rain
Fyrsta klukkutímann voru spiluð
öll bestu lögin af plötunni Purple
Rain, sem kom út árið 1984 og varð
geysivinsæl strax í upphafi. Það voru
án efa þau lög sem nutu mestrar hylli
áhorfenda og sköpuðu góða stemn-
ingu í Spectrum-höllinni. Það var
hrein unun að fylgjast með Prince
flytja lögin Sign Of the Times, Beauti-
ful Ones, Letos Go Crazy og síðan
sjálft titillag plötunnar, Purple Rain.
Seinna um kvöldið flutti hann svo
t.d. lögin Seven, Kiss og 1999 sem hafa
einnig orðið vinsæl.
Gífurleg stemning var í höllinni og
allmargir áhorfendur, aðallega stúlk-
ur, voru bomir út af dyravörðum eft-
ir að hafa fallið í yfirlið vegna troðn-
ings og hita.
Ljósasjóið var sérstakt út af fyrir
sig og það var eins og áhorfendur
hyrfu inn i einhvers konar töfraheim
í þá tvo tíma sem tónleikamir stóðu
yfir. Prince er sannkallaður snilling-
ur í að hrífa áhorfendur með sér og
halda uppi góðri stemningu.
,,Ég vil ekki heita
neitt“
Þegar leið á tónleikana spurði
Prince áhorfendur hvað hann héti og
svarið „Prince“ glumdi í höllinni frá
10 þúsund áhorfendum. „Nei,“ sagði
Prince. „Ég vil ekki heita neitt. Ég
vil bara ykkur,“ sagði hann og brosti
sinu sérstaka brosi sem hefur heillað
margan kvenmanninn.
í lok tónleikanna var kveikt á
risastóru tákni (kvenmanstákni),
sem hafði verið komiö fyrir hjá svið-
inu, og Prince sagði: „Þetta er nafn
mitt.“ Að því loknu hvarf hann af
sviðinu og tónleikunum var lokið.
Tónlistargetraun DV og Spors
Tónlistargetraun DV og Spors er
léttur leikur sem allir geta tekið
þátt í og unnið geisladisk að
launum. Leikurinn fer þannig fram
að í hverri viku verða birtar
nokkrar auðveldar spumingar um
tónlist. Fimm vinningshafar hljóta
svo geisladisk í verðlaun frá
hljómplötufyrirtækinu Sporihf. Að
þessu sinni er það geisladiskurinn
Bandalög-Algjört skronster sem er
í verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. HversyngurmeðJetBlackJoe
í laginu Freedom?
2. Nefnið tvær þekktar hljóm-
sveitir sem Sigurður Gröndal
var í áður en hann gerðist
gítarleikari Pláhnetunnar.
3. Hvað heita lögin sem Tod-
mobile hefur átt á íslenska
listanum í ár?
Rétt svör sendist DV fyrir 19.
ágúst merkt:
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausn-
um 19. ágúst og rétt svör verða birt
í tónlistarblaði DV 26. ágúst.
Hér eru svo rétt svör við get-
rauninni sem birtist 29. júlí:
1. Funheitur og Sólón.
2.11 flytjendur.
3. Stjómin, Rigg, Tvö líf, Eitt lag
enn.
Prince er engum líkur og það er sérstök lífsreynsla að fylgjast með honum á
tónleikum.
- >1 a
tónli0t
Prince ásamt dansaranum Mayte Garcia sem dansaði viltt og eggjandi á sviðinu
allan tímann sem tónleikarnir stóðu yfir.
Hann var klappaður upp en allt kom
fyrir ekki. Það var greinilegt að
áhorfendur töldu sig ekki hafa fengið
nóg af honum.
Snillingur á sínu
sviði
Prince gisti í Osló um nóttina og
fyrir utan hótelið beið stór hópur
aðdáenda í von um að fá að sjá
söngvarann aftur, þótt ekki væri
nema að sjá honum bregða fyrir
örlitla stund.
Það leikur enginn vafi á því að
Prince er snillingur á sinu sviði og
tónleikar með honum eru sérstök
lífsreynsla sem gleymist seint.
Þess má geta að Vifdfell aetlar að
skipuleggja fleiri tónleikaferðir fyrir
þátttakandur Coke-línunnar á næst-
unni.
-KMH -