Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Side 4
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
Hörð samkeppni á dans-
leikjamarkaðinum í sumar
- SSSól hefur vinninginn, segir Grétar Orvarsson úr Stjórninni
rétar Örvarsson, hljómsveitar-
stjóri Stjómarinnar, segir að hörð
samkeppni sterkustu hljómsveita
landsins hafi sett mark sitt á sumarið.
Hann telur að dansleikjagestum hafi
ekkert fækkað þrátt fyrir bágt efna-
hagsástand. Gestimir séu hins vegar
orðnir vandlátari en fyrr. Þannig fái
vinsælustu hljómsveitimar næstum
alla aðsóknina. Hinar sitji uppi með
hálftóm hús.
„Við í Stjóminni merkjum að þetta
sumar er ekki alveg eins gott hjá
okkur og þau síðustu," segir Grétar.
„Þannig held ég að því sé farið hjá
flestum. SSSól má þó sennilega best
við una. Hún hefur fengið stærstu
sveitaböllin, í Ýdölum og Miðgarði.
Já, ég fullyrði að Sólin sé vinsælasta
hljómsveit sumarsins og þar á eftir
koma Stjórnin og Pláhnetan með
svipaða aðsókn að dansleikjunum.
Þessi útkoma er reyndar sú sama
og ég spáði í upphafi sumarsihs,11
heldur Grétar áfram. „Sólin styrkti
stöðu sína með því að koma með
ferskustu plötu sumarsins. Breskur
útsetjari var fenginn til að útsetja
tónlistina ogfyrir bragðiö skín í gegn
að hljómsveitin er að gera aðra hluti
en hinir. Við í Stjóminni völdum að
gera ailt sjálf að þessu sinni, halda
niðri kostnaði og geta fyrir vikið selt
plötuna á fimm hundruð krónum
lægra verði heldur en ef ekkert heföi
verið til sparað."
Uppstokkun
Stjórnin hættir um áramót um lengri eda skemmri tíma.
Grétar Örvarsson telur að allir sem
þátt tóku í slagnum í sumar þurfi aö
setjast niður í haust og endurskoða
reksturinn. Kostnaður viö að halda
úti hljómsveit sé orðinn allt of mikill
og yfirbyggingin vaxi stöðugt. Vin-
sælustu hljómsveitimar hafa reynt
að styrkja reksturinn með því að leita
til fyrirtækja um kostun. Þannig aug-
lýsa SSSól og GCD Pepsí í sumar,
Pláhnetan er á mála hjá SS, Kók og
Bylgjunni og Stjómin er í samvinnu
við Sjóvá/Almennar og er raunar að
fara aö gera lag fyrir það fyrirtæki.
Á sama tíma og kostnaður hefur
vaxið hefur miðaverð á dansleiki
staðið í stað.
„Verðið hefur haldist það sama í
tvö ár,“ segir Grétar. „Það þyrfti
raunar að lækka ef eitthvað er. Hljóm-
sveitimar eru velflestar eingöngu að
leika eigið efni og því er óverjandi að
virðisaukaskattur skuli lagður á
skemmtanirnar sem eru raunar ekk-
ert annað en hljómleikar. Við erum
eina þjóðin í heiminum sem býður
upp á það form sem hér er. Æskilegast
væri að hljómsveitir byrjuðu að spila
klukkan níu og væm búnar klukkan
eitt. Síðan gæti tekið við diskótek
fyrir hþá sem vilja halda áfram.“
Grétar segir að þrátt fyrir harða
samkeppni í sumar hafi lítið ver ið um
undirboð. Hins vegar hafi nokkrar
hljómsveitir fallið í þá gryfju að taka
miklu lægri tilboðum en þær hefðu
átt að gera og nú nagi menn sig í
handarbökin yfir þeim mistökum.
„Annars er talsverðra breytinga að
vænta á næstunni,“ segir Grétar.
„GCD hættir í haust, hef ég frétt, Atli
fer úr SSSól eftir nokkrar vikur og
Stjórnin starfar ekki lengur en til
áramóta. Þá hættum við - kannski
um tíma, kannski alveg. Framtíð
hljómsveitarinnar er með öllu óljós.“
Grétar segir að enn sé óljóst hvað
hann fari að gera þegar Stjómarsam-
starfinu lýkur. Enn eru rúmlega
fjórir og hálfúr mánuður til áramóta
og nægur tími til að íhuga framtíðina.
Hann segist svo sem alveg til í að vera
með í dansleikjaslagnum næsta sum-
ar ef þvi verður að skipta.
„Það jafnast ekkert á við það að
spila á góðu sveitaballi," segir Grétar.
„Því er þó ekki að neita að eftir þvi
sem maður keyrir hringinn í kring-
um landið oftar verður hringurinn
hversdagslegri með hverri ferðinni.
En Stjómin er einfaldlega búin að
starfa lengi og það er kominn tími til
að breyta til.“ -ÁT-
pl@tugagnrýni
► ▼ *
Ekki veit ég hvemig sambandi
þessara Landvætta-hljómsveita er
háttað en eitthvert val hlýtur að
hafa farið fram því þrátt fyrir
marga flytjendur er tónlistin keim-
lík. Hér er ekkert rapp, hard core
eða heavy metal heldur bara létt,
útjaskað, melódískt rokk og popp.
Og þó svo að lagasmíðamar séu
margar hverjar hvorki fugl né
fiskur og sumar óttalegar klisjur er
aðdáunarvert hversu vel þetta er
yfirleitt flutt. Það er greinilega til
mýgrútur af efnilegum hljóðfæra-
leikurum hér á landi og ef við
horfum á þá hlið málsins em plötur
eins og Landvættarokk mikill
gleðigjafi. Vafalaust leynast ein-
hvers staðar þarna inn á milli
stjömur morgundagsins.
Sigurður Þór Salvarsson.
The Posies
- Frosting On The Beater
★ ★*
Platan er í heild mjög heilsteypt verk
en um leið svolítið einstrengingslegt.
-PJ
Blur - Modern Life Is Rubbish:
★ ★ ★ ★
Platan er meistaraverk... betri kaup
finnast vart á nýútgefnu efni þessa
dagana. -PJ
Tina Turner
- What's Love Gotto Do with It
★ ★ i.
Tina sýnir mikil tilþrif í söng og
greinilegt er að hún á nóg eftir af
kraftinum sem hefur ávallt einkennt
hana. -HK
Björk - Debut:
★ ★ ★ ★
Án efa það persónulegasta sem frá
höfundinum hefur komið. Debut er
einstök, rétt eins og Björk sjálf. -SMS
Ýmsir - íslensk tónlist 1993:
★ ★*
Platan gefur þokkalega raunsanna
mynd af því sem er að gerast í íslenskri
tónlist á þvi herrans ári 1993. -SÞS
U2-Z00R0PA
★ ★★★
1 safni frábærra platna U2 veröur
ZOOROPA vafalaust talin með hinum
athyglisverðari. -SMS
Neil Young - Unplugged:
★ ★ ★
Platan er skyldueign allra gamalla
sem nýrra Neil Young aðdáenda. -SþS
Landvættarokk - Lög um landið:
★
Plús fyrir
viðleitni
Allur sá aragrúi af hljómsveitum
á íslandi sem eiga plötutækt efni
tilbúið er hreint með ólíkindum.
Alls kyns plötur, sem samanstanda
af efni þessara athyglisveltu bíl-
skúrssveita, streyma inn á mark-
aðinn.
Ein þessara platna er Landvætta-
rokk þar sem 11 ó- og líttþekktar
hljómsveitir hleypa héimdraganum.
Tólfta hjólið undir vagninum er svo
Sniglabandið með lag hljóðritað á
Gauki á stöng sem stingur mjög í
stúf við annað efni plötunnar. Hvað
þetta lag er að gera þama veit ég
ekki en kannski er þetta hugsað
sem stuðningur við lítilmagnana og
hreinræktuð góðgerðarstarfsemi.
Harry Connick jr. — 25:
★ ★ *
Uppáhalds-
lög
Harry Connick jr. vakti mikla
athygli aðeins tvítugur að aldri
þegar hann gaf út einleiksplötu sína
sem hann nefndi einfaldlega 20. Þar
sýndi hann bæði hæfileika og
kannski fyrst og fremst sjálfstraust
með því að gefa úr plötu þar sem
hann var einn á ferð, lék og söng
klassísk djass- og dægurlög og gerði
þaö betur en flestir aðrir. Síðan eru
liöin fimm ár og mikið vatn runnið
til sjávar. Harry Connick jr. er um
þessar mundir sjálfsagt einn allra
vinsælasti djasspíanisti nútímans
og hefur þá sérstööu meðal jafn-
ingja að hafa góða söngrödd, auk
þess sem hann hefur smátt og smátt
verið að hasla sér völl sem kvik-
myndaleikari. Á tónlistarsviðinu
hefur Hariy Connick ávallt stefnt
fram á við og er skemmst að minn-
ast metnaðarfullrar plötu frá hon-
um þar sem hann flutti eingöngu
eigin verk í útsetningum fýrir stór-
sveit.
í dag er Harry Connick jr. 25 ára
og minnist þess áfanga með því að
gefa út plötuna 25 sem er nánast
endurtekning á því sem hann gerði
á 20. Hann er nánast einn síns liðs,
syngur og leikur þekkta standarda.
í heild er 25 mjög ánægjuleg hlust-
un en frumleikinn er horfinn. í
ágætum texta, sem fylgir plötunni,
lýsir Connick þvi af hverju hann
f
H A K K Y < ] O N N I C K , J K .
>
valdi þetta og þetta lag og gefur það
plötunni mjög persónulegan blæ.
Hæfileikar Connicks í píanóleik
eru ótvíræðir en gallinn við hann
er að hann hefur ekki persónulegan
stíl. Þegar grannt er hlustað má
segja að hann hafi leitað meira en
góðu hófi gegnir í smiðju til Errols
heitins Gardners í leik sínum og
hrifning hans á Frank Sinatra leyn-
ir sér ekki.
25 er fyrst og fremst skemmtileg
plata, lögin kunnugleg og i meðferð
Connicks eru þau fersk, engin lög
samt ferskari en vestraslagarinn
I'm an Old Cowhand, sem öðlast
nýtt líf i meðförum Connicks, og
góð útsetning hans á Ellington
klassíkinni Caravan.
Hilmar Karlsson.
Dire Straits - On The Night:
★ ★ ★
Fagmennska
án leikgleði
Liðsmenn Dire Straits reiknuðu
með að verða tvö ár á hljómleika-
ferð eftir að On Every Street kom
út í september 1991. Þeir ætluðu að
flö PIOIMEEiT
The Art of Entertainment
halda yfir þrjú hundruð tónleika og
spila fyrir rúmlega sjö milljónir
áheyrenda. Þeir reiknuðu skakkt.
Áhugi á On Every Street var lítill
miðað við fyrri plötur hljómsveit-
ai’innar, ferðin varð stutt og fyrr í
sumar kom út tíu laga plata, On
The Night, með upptökum frá
henni. Reyndar er hægt að fá fleiri
lög með því að kaupa smágeislann
Encores. Samtals gerir það þrettán
lög því að eitt lagið, Your Latest
Trick, er á báðum plötunum. Léleg
brella það.
Dire Straits er að sjálfsögðu
öryggið uppmálað á On The Night.
Níu manns eru á sviðinu og allir
vinna þeir vel fyrir kaupinu sínu.
Hins vegar er lítið um ævintýra-
mennsku og sjaldan brugðið á leik.
Ég er ekki frá þvi að meiri spila-
gleði hafi verið að finna á Alchemy
plötunni sem kom út árið 1984 án
þess að það hafi bitnað nokkuð á
fagmennskunni.
Á On The Night eru fiögur lög af
On Every Street: Calling Elvis,
Heavy Fuel, You And Your Friend
og titillagið. Hin eru gamlir kunn-
ingjar. Walk Of Life, Your Latest
Trick, Brothers In Arms og Money
For Nothing af næstsíðustu plöt-
unni og loks Romeo And Juliet og
Private Investigations. Svo sem
ágætis safn en mikið hefði maður
viljað gefa fyrir að heyra gömlu
goðin koma með eins og eitt lag
sem þeir hafa ekki gefið út á plöt-
um, til dæmis Private Dancer sem
ekki komst á plötu hér um árið og
Tina Tumer fékk lánað.
Ásgeir Tómasson