Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1993, Síða 4
20 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, sími 673577 i sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafík og ýmsir leirmunir. Opið er frá kl. 12-18. Ásmundarsafn Sigtúni, sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Náttúran i list Ásmundar Sveinssonar. Safn- ið er opið kl. 10-16 alla daga. dögum. Gallerí 1 1 Skólavördustíg Finnska myndlistarkonan Kaisu Koivisto sýnir verk sín . í verkum sínum teflir Kaisu saman ólíkum miðlum svo sem Ijósmyndum, myndböndum, hefðbundnu temperamál- verki og teikningum. Gallerí Borg Listamaðurinn Asgeir Smári hefur undan- farin ár verið búsettur í Danmörku og unnið þar að list sinni. Hann er nú kominn til lands- ins með um það bil 25 ný málverk í fartesk- inu og opnar sýningu í Galleri Borg á morg- un kl. 16-18. Sýningin verður opin virka daga kl. 12-18 en kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 28. september. Gallerí Fold Austurstræti 3 Margrét Soffía Björnsdóttir, Sossa, sýnir nýjar olíumyndir dagana 18. september til 2. október. Opið er í Gallerí Fold mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Allar mynditnar eru til sölu. Galleriið Hjá þeim Skólabörðustíg 6b. Ingibjörg Hauksdóttir sýnir myndverkið sitt, „Púðar og klukkustrengir". Opnunartími er kl. 12-18 mánudaga til föstudaga og kl. 10-14 laugardaga. Gallerí Hulduhólar Arngunnur Ýr sýnir ný verk unnin á árinu 1993. Kallast verkin Himnar og eru olíumál- verk unnin á ýmist striga, léreft eða tré. Alls eru 26 verk á sýningunni. Sýningin er opin kl. 16-19. Gallerí List Skipholti Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið daglega kl. 10.30-18. Gallerí Urnbra Amtmannsstíg 1 Sýning pólsku grafíklistamannanna Laszek Golinski og Maciej Ðeja hefur verið fram- lengd til 22. september. Báðir eru þeir þekkt- ir og viðurkenndir listamenn í sínu heima- landi og víðar. Gallerí Úmbra er opið þriðju- daga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9, s. 13470 Stefán Geir Karlsson sýnir tréskúlptúra, allt æskuminningar, sérstaklega frá uppvaxtará- rum hans í Keflavík. Sýningin stendur til 22. september og er opin á virkum dögum kl. 10-18. Gangurinn Rekagranda 8 Nú stendur yfir sýning á verkum Janet Passehl. Efniviðinn og fyrirmyndir í verk sín sækir hún í nánasta umhverfi sitt, heimili, nærliggjandi umhverfi og á gönguferðum í bæinn en þetta blandast síðan eða tengist bernskutilfinningum og æskuminningum. Götu-grillið Borgarkringlunni kynnir verk eftir Húbert Nóa. Hafnarborg Strandgötu 34 Á morgun verður opnuð glerlistasýning i Hafnarborg. Að sýningunni standa Inga Elín Kristinsdóttir, Lharne Tobias Shaw og Svafa Björg Einarsdóttir. Sýningin spannar vítt svið á meðhöndlun á gleri. Verða þar sýnd m.a. glermyndir í glugga, glerskúlptúrar, skálar, vasar og fleira. Þetta er fyrsta sýning þeirra Lharne og Svöfu hér á landi en Inga Elln hefur haldið fjölmargar sýningar hér- lendis. Sýningin verður opin daga kl. 12-18, lokað á þriðjudögum. Sýningunni lýkur 4. október. fslenska húsið Fákafeni 9 Nú stendur yfir samsýning fjölda listamanna á keramiki, gleri og myndlist. Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14. Kjarvalsstaðir A morgun kl. 16 verða opnaðar þrjár sýning- ar á Kjarvalsstöðum. Opnuð verður sýning á 45 málverkum eftir Gunnlaug Blöndal í tilefni af því að þann 27. ágúst sl. voru eitt hundruð ár liðin frá fæðingu hans. Þá verð- ur opnuð sýningin Fimm norrænir meistar- ar. Á sýningunni eru kynnt verk eftir fimm norræna arkitekta. Um er að ræða farands- sýningu sem unnin er af Arkitektasafni Finn- lands í Helsinki. Þá verður einnig opnuð sýning á Ijóðum eftir Hannes Pétursson. Sýningarnar verða opnar daglega kl. 10-18 og standa til 17. október. Nýlistasafnið Vatnsstíg Á morgun kl. 16 verða opnaðar tvær skúlpt- úrsýningar. Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir á fyrstu hæðinni og ber sýningin yfirskriftina Strandhögg en þarna eru hlutir úr undirdjúp- um sem gengnir eru á land. Á efri hæðum safnsins sýnir bandarísk listakona frá New York, Tína Aufiero, hún sýnir innsetningar (installations) sem hún nefnir The Chicken Theory. Sýningin stendur til 4. október og verður opin daglega kl. 14-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Opnuð hefur verið á Mokka sýning á verkum eftir Þorvald Þorsteinsson, „Svipmyndir úr safni ímyndaðrar heildar". Hér er um að ræða sýnishorn úr nýjum flokki Ijósmynda- verka sem Þorvaldur hefur unnið að síðan á miðju siðasta ári og var fyrst sýndur I Riga í Lettlandi I mai sl. Sýningin stendur til 10. október. Sýningar Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og tæki sem tengjast sögu læknisfræðinnar á Islandi. Stofan er opin á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Aðgangseyrir er kr. 200. Norræna húsiö Margrét Jónsdóttir listmálari sýnir í Norræna húsinu. Margrét sýnir oliu og aquarelle verk frá árunum 1990-1993. Sýningin stendur til 19. september og er opin á milli kl. 14 og 19 alla daga. Katel Laugavegi 20b, sí mi 18610 (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda listamenn: málverk, grafik og leirmunir. Listasaf n ASÍ Grensásvegi 16a Á morgun kl. 14 opnar Páll Reynisson, Ijósmyndari og kvikmyndatökumaður, Ijósmyndasýningu. Á sýningunni eru 65 svart-hvitar Ijósmyndir og litljósmyndir sem Páll hefurtekið og unnið á undanförn- um 4 árum, bæði innanlands og utan. Sýningin er opin frá kl. 14-22, lokað á miðvikudögum. Síðasti sýningardagur er 3. október. Hér er um sölusýningu að ræða og er vakin athygli á því að aðeins eitt eintak er af hverri mynd. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-18. Listasafn íslands Á morgun verður opnuð yfirlitssýning á graf- íkmyndum Braga Ásgeirssonar á efri hæð Listasafnsins. Er þetta fyrsta sýningin í nýj- um flokki sérsýninga sem Listasafnið hyggst standa fyrir á næstu árum. Á sýningunni verða u.þ.b. 80 þrykk frá 1952 til 1993. Listasafn íslands er opið daglega nema mánudaga kl. 12-18. Sýningunni lýkur 31. október. Listhús í Laugardal Engjateigi 17, s. 680430 Sjofn Har. Vinnust. er oftast opin virka daga kl. 15-18 og kl. 14-16 laugardaga eða eftir samkomulagi. Jónas Bragi Jónsson opnar sýningu á skúlptúrverkum úr kristalgleri laugardaginn 18. september. Sýningin nefn- ist „Öldur" og þar má meðal annars sjá sam- nefnt verk sem hlaut fyrstu verðlaun á gler- listarsýningu í Englandi árið 1992. Sýningin stendur til 3. október og er opin daglega kl. 10-18, nema sunnudaga kl. 14-18. Listinn gallerí - innrömmun Síðumúla 32, sími 679025 Uppsetningar eftir þekkta íslenska málara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla Íslands íOdda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Portið Strandgötu 50, Hafnarfirði. Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á vatnslitamyndum Jónínu Bjargar Gísladótt- ur. Sýningin ber nafnið „Utan seilingar". Sýningin er opin daglega kl. 14-18 nema þriðjudaga. Henni lýkur 10. október. Saf n Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sími 13644 Opnuð hefur verið sýning á vatnslitamynd- um Ásgríms Jónssonar i safni hans við Bergstaðastræti. i vetur verður safnið opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga frá júni út september kl. 13-17. Stofnun Árna Magnússonar Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning opin alla virka daga i sumar kl. 14-16. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Jón Reykdal sýnir í Stöðlakoti. Á sýning- unni eru aðailega ýmsar smámyndir unnar í gvass og pastel. Sýningin verður opin dag- lega kl. 14-18 til 19. september. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu11, Hafnarfirði, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverf isgötu 59, sími 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulinslágmynd- ir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Þjóðminjasafn íslands Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162. Opið daglega kl. 11-17. Listasaf nið á Aku reyri Opið alla daga kl. 14-18. Lokað mánudaga. Opnunarsýningin stendur til mánaðamóta. Listasafn íslands: Yfirlitssýning á grafíkverkmn Braga Ásgeirssonar Kj arvalsstaðir: Verk Gunn- f laugs Blöndal Á morgun kl. 16 verður opnuð sýn- ing á Kjarvalsstöðum á 45 málverk- um eftir Gunnlaug Blöndal. Tilefnið er að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Gunnlaugur hreif gagnrýnendur og hstunnendur og tókst að skapa sér rými í frönsku listalífi. Hann var viðurkenndur sem virtur þátttakandi í Parísarskólan- um og átti verk á frægri sýningu á franskri samtímalist sem send var til Tokyo 1926. Á fjórða áratugnum sýndi Gunnlaugur víða um Evrópu. „Við erum að opna yfirlitssýningu á verkum eftir Braga Ásgeirsson á morgun. Þetta eru um áttatíu verk og þau elstu eru frá 1952. Sýningin er í tveimur sölum. Þetta er fyrsta sýningin í nýjum flokki sérsýninga sem Listasafnið hyggst standa fyrir á næstu árum þar sem tekið verður saman úrval verka eftir íslenska myndlistarmenn af eldri kynslóð,“ segir Bera Nordal hjá Listasafni ís- lands í samtali við DV. Meðan á sýningunni stendur verð- ur grafíklistin mjög í brennidepli í safninu. Grafíkverkstæði verður sett upp í kjallara þess en þar verða skólanemum kynntar ýmsar hliðar grafíklistarinnar. „Bragi hefur verið brautryðjandi í grafíklist og kennt grafík í Mynd- hsta- og handíðaskólanum. Margir af þekktustu grafíklistamönnum á íslandi eru einmitt nemendur hans,“ segirBera. -em Nýlistasafnið: Tvær skúlptúr- sýningar Nýlistasafnið stendur fyrir tveim- ur skúltúrsýningum á morgun. Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir á fyrstu hæðinni og ber sýningin yfir- skriftina Strandhögg en á henni eru hlutir úr undirdjúpunum sem gengn- ir eru á land. Á efri hæðum safnsins sýnir bandaríska listakonan Tina Aufiero en hún sýnir innsetningar sem hún nefnir The Chicken Theory. Sossa í Gallerí Fold Margrét Soffía Bjömsdóttir, Sossa, sýnir nýjar ohumyndir í Gallerí Fold, Austurstræti 3. Sossa hefur haldið einkasýningar bæði hérlendis og er- lendis, nú nýlega í Danmörku og Noregi, og tekið þátt í samsýningum. Vatnslita- myndir íPortinu Á morgun verður opnuð sýning Jónínu Bjargar Gísladóttur í Port- inu, Strandgötu 50. Á sýningunni eru vatnslitamyndir og ber hún nafnið Utan seilingar. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 14 til 18 nema þriðjudaga. Gunnlaugur málaði aðallega konumyndir DV-mynd Brynjar Gauti Hafnarborg: Gler- þrenna Á morgun verður opnar gler- Ustarsýning í Hafnarborg, menn- ingar- og hstastofnun Hafnar- fjarðar. Að sýningunni standa Inga Ehn Kristinsdóttir, Lhame Tobias Shaw og Svafa Björg Ein- arsdóttir. Sýningin spannar vítt svið í meðhöndlun á gleri. Þar verða meðal annars sýndar gler- myndir í glugga, glerskúlptúrar, skálar, vasar og fleira. Þetta er fyrsta sýning þeirra Svöfu og Lhame á íslandi en Inga Ehn hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis. Listhúsið í Laugardal: Skúlptúr- verkúr kristal- gleri Jónas Bragi Jónasson opnar sýn- ingu á skúlptúrverkum úr kristal- gleri í Listhúsinu í Laugardal á morgun. Sýningin nefnist Öldur og þar má meðal annars sjá samnefnt verk sem hlaut fyrstu verðlaun á glerlistarsýningu í Englandi árið 1992. Öldur er fyrsta einkasýning Jónasar Braga en áöur hefur hann tekið þátt í samsýningum, bæði hér og erlendis. Bragi Ásgeirsson er brautryðjandi í grafiklist á íslandi. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.