Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1993, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1993, Síða 3
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 vikunnar Bítlarnir: Saman á ný Loksins eftir 23 ára bió hafa þeir sem eftir lifa af hinum einu sönnu Bitlum tekió upp samstarf á nýjan leik. Ekki er enn um tónlistarlega samvinnu að ræöa heldur snýst málió u.ti geró heimildarkvikmyndar og sjónvarpsþátta sem rekja feril þess- arar vinsælustu popphljómsveitar allra tima. Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr leggja allirtil efni í myndina og Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, mun sjá um hans hlió mála. I myndinni veróur víóa leitað fanga og saga fjórmenninganna frá Liverpool rakin alla leiö til skólaáranna. Þá veróur í myndinni fjöldi viótala vió fólk sem tengist hljómsveitinni, jafnvel stúlkur sem unnu í fatahenginu í Cavern-klúbbnum í Liverpool þar sem Bítlarnir komu fyrst fram. Samtals verður myndin tíu klukku- stundalöngogveróursýndísjónvarpiítíuþáttum. Frumsýningin er ráðgerð næsta haust. -SÞS Ný plata, Being Human, er væntanleg með Herbert Guðmundssyni: tónli0t: Vitum að við getum náð útfyrir landsteinana Dregið verður úr réttum lausnum 30. september og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV. 7. október. Hér eru svo birt rétt svör við getrauninni sem birtist 2. september: 1.4 2. River of Dreams 3. Coneheads Nýverið kom út plata með söngkonunni Mariu Carey. „Ég er búinn að vera með þessa plötu í smíðum í fjögur ár. Auðvitað ekki samfleytt. Þeir sem gefa út sjálfir verða að vinna þegar þeir eiga peninga. Það er dýrt að taka upp og hundraðþúsundkallinn er fljótur að fara þegar maöur er í hljóðveri. En þetta hafðist með þolinmæðinni." Þetta segir Herbert Guðmundsson söngvari, lagasmiður og sölumaður sem lítið hefur heyrst frá á tón- listarsviðinu undanfarin ár. Um miðjan síðasta áratug lét hann hins vegar mikið til sín taka, fyrst með hljómsveitinni Kan og síðar þegar hann gaf út plötu sína Dawn of the Human Revolution. Nýja platan heit- ir Being Human og kemur út eftir rúman mánuð. „Ég markaði mér þá stefnu strax í upphafi að vera eingöngu með lifandi undirleik á þessari plötu,“ segir Herbert. „Áður notaðist ég að mestu leyti við hljóðgervla og hefði svo sem getað farið sömu leiðina aftur. En mér fannst alveg ómögulegt að hjakka að því leyti í sama farinu. Ég hef þess vegna fengið til liðs við mig hóp af ágætu fólki sem hefur séð um hljóðfæraleikinn. Ég leitaði einnig til nokkurra laga- höfunda sem tóku mér mjög vel,“ heldur Herbert áfram. „Þetta voru þeir Jóhann G. Jóhannsson, Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helga- son. Svo á ég einnig nokkur lög á plötunni. Þeir Jóhann G. og Magnús létu mig meira að segja hafa nokkur lög eftir sig sem þeir höfðu geymt handa einhverjum sem vildi hafa textana á ensku.“ Plógfar Bjarkar . „Auðvitað blundar alltaf í manni sá draumur að ná út fyrir þann fimm til sjö þúsund eintaka plötumarkað sem sá íslenski er,“ svarar Herbert Guðmundsson spurningunni um hvers vegna hann hafi eingöngu enska texta við lögin á nýju plötunni. „Nú vitum við Islendingar að við getum náð út fyrir landsteinana. Björk er aldeilis að gera það gott og hefur gert gott plógfar í erlenda markaðinn og nú er tækifærið fyrir okkur hin að koma í farið. Samn- ingurinn um Evrópskt efnahags- svæði er á næstu grösum og hann þýðir að allt opnast mun meira en hingað til og ég er sannfærður um að við eigum eftir að láta enn meira til Herbert Guðmundsson í hljóðveri í Lundúnum ásamt upptökustjóranum Ken Thomas og bakraddasöngkonunum Jackie Challenor og Lorenzu Johnson. okkar taka erlendis á næstunni en hingað tilsegir hann. Platan Being Human er aðallega unnin hér á landi. Hún er þó hljóð- blönduð í Bretlandi. Herbert fékk upptökustjórann Ken Thomas til að vinna það verk. Thomas hefur á undanfömum árum komiö við sögu hjá Sykurmolunum og hljómsveit- inni Nýdönsk. Þá hefúr hann unnið fyrir margt heimsfrægra manna ytra. Herbert söng einnig nokkur lög upp á nýtt í Bretlandi og fékk söngkonumar Jackie Challenor og Lorenzu Johnson til að annast bakraddir í nokkrum lögum. Sú síðamefnda kom hingað til lands á áttunda áratugnum og söng þá með hljómsveit Jakobs Magnússonar, Hvítárbakkatríóinu. Sjöunda plata Herbert segir að Being Human sé sjöunda platan sem hann vinnur að. Eiginlegar sólóplötur hans eru orðnar þijár. Sú fýrsta, Á ströndinni, kom út árið 1978. Herbert hyggst endurútgefa allt sitt efni á geisla- plötum á næsta ári. „Ég er svo heppinn að eiga útgáfu- réttinn að öllu sem ég hef látið frá mér fara,“ segir hann. „Þess vegna get ég ráðið því sjálfur hvenær ég endurútgef og þess háttar. Reynslan af því að standa í þessu sjálfur gerði það að verkum að ég bauð ekki einu sinni útgefendum að taka nýju plöt- una að sér.“ Dawn of the Human Revolution seldist á sínum tíma í rúmlega fimm þúsund eintökum. Herbert segist bjartsýnn á að nýja platan seljist ekki síður. „Ég reyndi að hafa hana aðgengi- lega fyrir sem flesta. Hún spannar eiginlega allan minn feril hvað stefnur varðar. Þama er rokk, popp, soul og fónk og ég var heppinn með lög. Góð melódía stendur alltaf fyrir sínu.“ Hann hefur enn ekki ákveðið endanlega hvemig plötunni verður fylgt eftir. „Ef einhverjii' hljóðfæra- leikarar verða á lausu er aldrei að vita nema við stofnum hljómsveit. En að minnsta kosti kem égfram með undirleikinn af bandi ef ekki verður af hljómsveitarstofnuninni." Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku verða birtar þrjár spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisla- diskurinn Ten með Pearl Jam sem er í verðlaun. Rétt svör sendist DV fyrir 30. september, merkt: Hér koma svo spumingamar: 1. Þann 11. október kemur út ný plata með Pearl Jam. Hvaða ár kom platan Ten út? 2. Hvað heitir nýja platan frá Mariu Carey? 3. Nýverið kom út nýtt lag með Paul Young af væntanlegri plötu. Hvað heitir lagið? DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Tónlistargetraun DV og Spors

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.