Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1993, Blaðsíða 5
20 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1993 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1993 21 Úrvalsdeild Úrvalsdeild Tindastóll tefllr fram ungu liði í vetur: Skagamenn 1 fyrsta skipti með í úrvalsdeildinni: KR með sterkari hóp en í fyrra: Vonir bundnar við störf Laszlo Veturinn í fyrra var KR-ingum milol vonbrigöi. Félagiö lenti í 8. sæti úrvalsdeildarinnar, komst þar afleiðandi ekki í úrslit og rétt slapp reyndar viö aö leika um fallsæti með því að vinna sinn síðasta leik. KR-ingar hafa þvi tekið stefnuna upp á við og hafh fengið til Mðs við sig ungverska þjálfarann dr. Laszlo Nemeth sem gerði einmitt KR-inga að íslandsmeisturum árið 1990. KR-ingar binda að sjálfsögðu mikl- ar vonh’ við Nemeth en hann tekur við af Friðriki Rúnarssyni. Þá hafa KR-ingar fengiö serbneskan leik- mann og að sögn forráðamanna liðsins vona þeir að sagan frá því í fyrra endurtaki sig ekki en þá voru þeir hálfan veturinn að skipta út og inn erlendum leikmönnum. „Þetta verður örugglega mjög erf- itt en takmarkið er að komast í urslitin. Við erum í svakalega erf- iðum riðli þar sem bæði Njarðvík og Grindavík eru mun sterkari nú en í fyrra, Haukar hafa góðu Mða á að skipa og eins TMidastóM, sem er þó óskrifaö blað en er með ungt og efnilegt Mð,“ sagði Guðni Guðna- son, fyrirliði KR-inga, í samtaM við DV. „Okkar lið er mjög ungt og gæti gert góða hluti í vetur. Það gæti líka kMkkað. Fyrirfram eru Njarð- vík og Grindavík líklegust tM að Guðni Guðnason mun án efa reyn- ast KR-liðinu drjúgur i vetur. fara í úrsMtin í okkar riðli en viö KR-ingar og eins Haukar munum örugglega ekki sætta okkur við það. Við erum með toppþjálfara sem skilaði íslandsmeistaratitli síðast þegar hann var hjá okkur en auðvitað er það komið undir mannskapnum en ekki þjálfaran- um hvernig gengi okkar verður 1 retur. Mér sýnist sem Keflvíkingar hafl ekki eíns sterku liði á að skipa nú og undanfarin ár. Þeir hafa veríð aö tapa leikjum í Reykjanesmótinu og virðast vera að gefa eftir. Það er kalt á toppnum og ég held því fram að það verði krýndir nýir ís- landsmeistarar næsta vor. Það eru miklar framfarir í körfu- boltanum með hverju árinu sem líður. Umgjörðin er alltaf að verða betri og betri ásamt leikmönnun- um. Ég trúi ekki öðru en að þetta keppnistímabil verði það besta hingaö tM og það er trú mín aö mótið í vetur eigi eftir að vera jafnt og spennandi," sagði Guðni að lok- um Þessir eru farnir: Friðrik Ragnarsson í Njarðvík. Matthías Einarsson hættur. Þessir eru komnir: Mirko Nikolic frá Serbíu. Davíð Grissom frá Breiðabliki. Valur með ungt og míkið breytt lið: Hungruðu liðin komast í úrslit „Við höfum misst nánast allt byriunarMöið frá því í fyrra og ég er með nýtt lið í höndunum, skipað ungum og efnilegum leíkmönnum. Allt yfir 50% árangur yrði að telj- ast gott en við ætlum ekki aö setja sæti í úrslitakeppninni sem tak- mark sem verður aö ná. Ég vil ekki setja of mikla pressu á strákana, við getum sett stefmma á úrslitin á næsta ári,“ sagði Franc Booker. þjálfari Vals, við DV. „Ég vil tileinka Jóni Páli marssyni þetta ár hjá Val. Hann var mikíll afreksmaður, hafði vilj- ann til að sigra og náði árangri sem fáir bjuggust við. Hann var mikill vinur minn og ég ætla að láta strák- ana kynnast viðhortúm hans. Ef þeir læra að hugsa eins og hann er aldrei að vita nema kraftverk gerist. Ég á von á góðu ári fyrir körfu- boltann, það eru átta góð lið í deild- inni og þau fjögur hungruðustu munu komast í úrsMtakeppnina. Ég á von á að Keílvíkingar sigri í okkar riðM en Skallagrímur á að geta náð ööru sætinu ef allt gengur upp hjá liöinu. Ég veit ekki mikið um Snæfell og ÍA en Bárður Ey- þórsson er góður leikmaður og mikilvægur fyrir Snæfell. í hlnum riðhnum verður hart barist, hver leikur verður úrslitaleikur og margir leikir munu vínnast með Franc Booker stjórnar ferðinni hjá Val í vetur, innan og utan vallar. 1-3 stigum. Ég á von á að Haukar og Grindvikingar komist í úrslit. Haukar veröa að gleyma árinu í fyrra og eínbeita sér að árinu í ár. Þá verða Grindvíkingar að fá meira út úr erlenda leikmanninum. Þá eiga Njarðvíkingar eftir að sýna aö þeir nái saman sem líð. Ég á ekki von á þvi að Tindastólsmenn gefl neitt eftir fremur en fyrri dagirrn og KR getur gert góða hluti en þá vantar leiðtoga inni á vellinum. Það eiga öll liðin eftir að tapa leikj- um, sérstaklega þegar á útivöll er komið. Ég á von á því að það verði Mö með Bandaríkjamenn innbyrðis sem komist í úrslitakeppnina," sagði Booker. Þessir eru farnir: Einar Ólafsson, hættur Magnús Matthíasson til USA John Taft Jóhahnes Sveinsson, hættur Símon Ólafsson, hættur SvaM Björgvinsson í ÍS Sveinn Zoéga, hættur Þessir eru komnir: Björn Steffensen úr ÍA Brynjar K. Sigurðsson úr UBK Gunnar Örlygsson úr UMFN Sturla Örlygsson úr UMFN Markmiðið að halda sætinu Tindastóll frá Sauðárkróki er að hefja sjötta tímabil sitt í úrvalsdeild- irmi en félagið lék fyrst í deildinni haustið 1988. Til þessa hefur Sauð- krækingum ekki tekist að komast í úrslitakeppnina, þótt stundum hafi Mtlu munaö, en síðasta vor enduðu þeir í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Þar með þurftu þeir að leika við ÍR um áframhaldandi sæti í úrvalsdeild og höfðu betur í þeirri viðureign. Tindastóll hefur misst lykilmann sinn frá undanfórnum árum, Val Ingimundarson, og þá eru unghnga- landsliðsmennirnir Pétur Vopni Sig- urðsson og Ingi Þór Rúnarsson meiddir og verða varla með fyrr en eftir áramót. Bandaríkjamaðurinn, sem lék með Mðinu í fyrra, er farinn en Króati kominn í staðinn og landi hans, Peter Jelic, þjálfar Tindastól í vetur. „Það má segja að við séum þrír reyndir, ég, Sverrir og Króatinn, og svo mikið af ungum strákum. Við leggjum aht traust á þjálfarann, að hann geti moðað úr þessu og hjálpað okkur til að halda sætinu í deildinni, en það er aðalmarkmið okkar,“ sagði Páll Kolbeinsson sem leikur nú sitt annaö tímabil með Tindastóli. „Möguleikar okkar á sæti í úrshta- keppninni eru afar MtMr og viö hugs- um fyrst og fremst um að byggja upp Það mæöir mikið á Páli Kolbeins- syni í ungu liði Tindastóls í vetur. nýtt og ungt Mð. Við vonumst til að vinna marga leiki á okkar heima- velli, „Síkinu“, sem hefur ávallt reynst sterkur." sagði Páll. Hann er óhress með keppnisfyrir- komulagið í deildinni og niðurröðun- in í vetur sýni að tímabært sé að breyta þvi. „Við gátum ekki verið óheppnari því að Njarðvík, Haukar, KR og Grindavík eru með okkur í riðM og ég tel þetta fjögur bestu liðin ásamt Keflavík. Það væri nær að spila fjórfalda umferð, eða 12 Mða deild og 8 Mð í úrslit, eins og í hand- boltanum. Menn hljóta að endur- skoða þessa hluti að tímabilinu loknu. Ég reikna með því að Keflavík og Skallagrímur fari áfram úr hinum riðhnum en okkar riðill er sterkur og opinn þótt Njarðvíkingarnir virki bestlr á pappírunum og Haukamir séu greinilega öflugir," sagði PáU Kolbeinsson. Þessir eru komnir: Lárus Pálsson frá Val. Robert Buntic frá Króatíu. Sverrir Sverrisson, byrjaður aftur. Þessir eru farnir: Karl Jónsson í Hött. Kristinn Baldvinsson í Hött. Ray Foster til Bandaríkjanna. Valur Ingimundarson til Njarðvíkur. Verða þeir svona kátir í vor?jón Kr. Gíslason, þjálfari islandsmeistaranna, með bikarinn ásamt Guðjóni Skúlasyni, fyrirliða liðsins. Margir eru á þeirri skoðun að ÍBK verji titilinn í vetur og hampi honum aftur næsta vor. Það verður þó ekki auðvelt verk hjá Keflvíkingum. DV-mynd Brynjar Gauti Þorbjörn Jensson spáir því að vetur- inn verði frekar auðveldur hjá meist- urunum, Keflvíkingum. Þorbjöm Jensson: Verður létt hjá Keflavík „Ég spái því að Keflvíkingar verði aftur meistarar. Mér finnst Keílvíking- ar standa mjög framarlega í þessari íþróttagrein og þeir eru með yfirburð- ahð í mínum huga,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Valsmanna í hand- knattleik. „Annars tippa ég á Haukana og að þessi Mð berjist í lokabaráttunni um IslandsmeistaratitiMnn og ÍBK hafi betur. Þetta verður skemmtilegt og spennandi mót enda býður keppnisfyr- irkomulagiö upp á skemmtun og spennu," sagði Þorbjörn Jensson. Guðmundur Guðmundsson segist eiga von á skemmtilegu og spennandi íslandsmóti. Gunnar Gunnarsson segir að hart verði barist í úrslitunum og Keflavík verði íslandsmeistari. Guðm. Guðmundsson: Gunnar Gunnarsson: Þettaverður Suðurnesjaslagur „Ég á von á því að Valur og Keflavík komist upp úr öðrum riðhnum og Haukar og Njarðvík úr hinum. Til úr- shta leika síðan Njarðvík og Keílavík. Það verður Suðurnesjaslagur um ís- landsmeistaratitilinn í ár eins og svo oft áður,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari 1. deildar Mðs Aft- ureldingar í handbolta. „Það verður að segjast eins og er að ég hef oft haft gaman af að fylgjast með körfuboltanum hér og þá sérstak- lega úrslitakeppninni. Ótrúlega miklar framfarir hafa orðið í körfuboltanum hér á landi á undanfömum árum. Þetta verður örugglega skemmtilegt og spennandi íslandsmót. IBKvinnur UMFN í úrslitaleik „Þetta verður mikil barátta og gríð- arlega erfitt að spá fyrir um endanlega röð liðanna. Ég er þó á því að Mðin fjög- ur, sem komast alla leið í úrshtakeppn- ina, verði Mð Keflvíkinga, Valsmanna, Njarðvíkinga og Hauka,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga í hand- knattleik. „Það verður hart barist í úrshtunum og ef spá mín rætist verða það Kefla- vík og Njarðvík sem leika til úrshta um titihnn næsta vor. Keflvíkingar vinna síðan spennandi og skemtilegt mót,“ sagði Gunnar Gunnarsson. Geir Hallsteinsson segir það alveg Ijóst að baráttan standi á milli Hauka og ÍBK og Haukar hafi betur. Geir Hallsteinsson: Þetta verður ár Haukanna „Ég held að Haukar og Njarðvík komist í úrshtakeppnina úr öðrum riðhnum og Keflavík og Valur úr hin- um,“ sagði Geir Hallsteinsson, fyrrum handboltasnilhngur og FH-ingur, þeg- ar hann var beðinn um að spá fyrir um keppnistímabiMð í körfunni. „Ég hef aðeins verið að fylgjast með andrúmsloftinu hjá Haukunum og er alveg klár á því að baráttan í vetur verður á milh Hauka og Keflvíkinga. Ég er bjartur, FH-ingurinn, og spái því að Haukar hafi þetta af og verði ís- landsmeistarar. Þetta verður Haukaár í körfunni," sagði Geir Hallsteinsson. Númer eitft að haldi sér uppi „Okkur hefur kannski ekki geng- ið neitt voðalega vel í æfingaleikj- unum en mér sýnist þetta vera að smella saman hjá okkur. Við unn- um Borgarnes með 23 stiga mun í Vesturlandsmótinu á dögunum. Annars höfum við verið að tapa eftir framlengdan leik í Stykkis- hólmi og með fimm stiga mun gegn Borgnesingum á þeirra heima- velh,“ sagði ívar Ásgrímsson, þjálf- ari og leikmaður Skagamanna. Ivar hefur verið meiddur undanfarið, reif liðbönd í ökla en er allur að komast á skrið. Fyrsti leikur hans með ÍA var þegar Skagamenn unnu stóra sigurinn gegn Skallagrími á dögunum. Lið ÍA tekur nú í fyrsta skipti þátt í slagnum um íslandsmeistara- titiMnn í úrvalsdeildinni og Mðið hefur alla burði til að koma á óvart í vetur. „Markmiðið hjá okkur í vetur er auðvitað að halda okkur uppi í deildinni. Það er mál númer eitt. AUt annað er plús fyrir okkur. Við erum í mjög jöfnum riðh. Kefl- víkingar eru þó líklega sterkastir en þó ekki 100% öruggir. Ég held að það verði mjög lítill munur á því Mði sem lendir í neösta sæti í riðlinum og Mðunum sem komast í úrshtakeppnina. Þetta verður allt í jámum. Það má segja að riðla- skiptingin sem slík sé ójöfn, hinn ívar Ásgrímsson þjálfar nýliða Skagamanna í vetur. riðihinn betri, en þrátt fyrir það verður keppnin í báðum riðlunum mjög skemmtileg og spennandi. Það er ljóst að leikirnir í okkar riðh, þegar liðin fara að leika á mihi riðlanna, veröa, mjög mikil- vægir. Það er mjög mikill áhugi ríkjandi fyrir mótinu á Akranesi og ég gæti best trúað því að við yrðum með fullt hús á öllum heimaleikjum. Öll Mðin á Vesturlandi eru í riðlinum og þetta verða stöðugar innbyrðis viðureignir í vetur sem ættu að geta komið sér vel fyrir deildirnar og gefið vel í aðra hönd. Ég get ekki betur séð en að framundan sé hörkuskemmtilegur og spennandi vetur í körfunni. Og Mðin í heild virðast koma betur undirbúin en kannski oft áður. Njarðvíkingar voru í lélegu formi í fyrra en virð- ast í dag vera með eitt besta Mðið á landinu. Grindvíkingar hafa líka komið mjög sterkir til leiks," sagði ívar Ásgrímsson. Þessir eru komnir ívar Ásgrímsson úr Snæfelh. Haraldur Leifsson úr Tindastóli. Einar Einarsson úr Keflavík. Zoran Gavrilovic frá Serbíu. Þessir eru farnir Björn Steffensen í Val.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.