Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1993, Blaðsíða 2
18 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1993 Veitingahús Með vhi A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., sími 651693. Opið 11.30-22.30 alla daga. American Style Skipholti 70, sími 686838. Opið 11-22 alla daga. Argentína Barónsstíg 11 a, sími 19555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Asia Laugavegi 10, simi 626210. Opið 11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd., 11.30- 23.30 fd. og Id. Askur Suðurlandsbraut 4, sími 38550. Opið 11-22 sd.-fimmtud., 11-23.30, fd. og Id. Árberg Ármúla 21, sími 686022. Opið 7-18 sd.-fd., 7-15 Id. Áslákur Ási, Mosfellsbæ. Opið fi. og su. 18-01 og fö, lau, 18-03. Banthai Laugavegur 130, sími 13622. Opið 11.30- 23.30 alla daga. HanastélNýbýlavegi 22, sími 46085. Opið 11.-23.30 vd, 11-01 fi-su. Búmannsklukkan Amtmannsstlg 1, slmi 613303. Opið 10-23.30 v.d, 10-1 Id. og sd. Caté Amsterdam Hafnarstræti 5, simi 13800. Opið 18-1 v.d., 18-3 fd. og Id. Café Kim Rauðarárstig 37, simi 626259. Opið 8-23.30. Café Milanó Faxafeni 11, simi 678860. Opið 9-19 v.d., 9-01 fd. og ld., 13-18 sd. Cancun Þingholtsstræti 2-4, sími 13737. Opið 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id. Duus-hús v/Fischersund, simi 14446. Opið 18-1 v.d., 18-3 fd. og Id. Café Paris v/Austurvöll, simi 11020. Opið 8-01 v.d., Id. 10- 1, sd. 11- 1. Eldsmiðjan Bragagötu 38 A, slmi 14248 og 623838. Opið 11.30-23.30 alla daga. Fjörukráin Strandgötu 55, sími 651213. Opið 18-1 sd. til fim., 18—3 fd. og Id. Einn- ig opið 12-15 fim., fd. og Id. Fjörugarður- inn opinn Id. og sd. Fjörðurinn Strandgötu 30, sími 50249. Opið 11-3 fd. og Id. Fógetinn Aðalstræti 10, sími 16323. Opið 18-24.30 v.d., 18-2.30 fd. og Id. Garðakráin Garðatorgi, simi 656740. Opið v.d. 18.00-01.00 og 18.00-3.00 um helgar. Gaukur á Stöng Tryggvagötu 22, sími 11556. Opið 11.30 14.30 og 18-1 v.d., 11.30- 14.30 og 18-3 fd. og Id. 18-3 sd. Gullni haninn Laugavegi 178, sími 679967. Opið 11.30-14.30 og 18-22 v.d., 18-23 fd. og Id. Gvendur dúllari Pósthússtræti 17, sími 13344. Opið 12-01 vd og 12-03 fd og Id. Hard Rock Café Kringlunni, sími 689888 Opið 11.45-23.30 md.-ld 12-23.30 sd. Hong KongArmúla 34, simi 31381. Opið 11.30- 22 alla daga. Hornið Hafnarstræti 15, sími 13340. Opið 11- 23.30 alla daga. Hótel Borg Pósthússtræti 11, simi 11440. Opið 8-23.30 alla daga. Hótel Holt Bergstaðastræti 37, sími 25700. Opið 12-14.30 og 19-22.30 v d 12- 14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel ísland v/Ármúla, sími 687111. Opið 20-3 fd., 19-3 Id. Hótel LindRauðarárstig 18, simi 623350. Opið 7:30-22:00. Hótel Loftleiðir Reykjavikurflugvelli, simi 22322. Opið i Lóninu 0-18, i Blómasai 18.30- 22. Hótel Óðinsvé v/Óðinstorg, sími 25224. Opið 12-15 og 18-23 v.d., 12-15 og 18- 23.30 fd. og Id. Hótel Saga Grillið, sími 25033, Súlnasal- ur, simi 20221. Skrúður, simi 29900. Opið í Grillinu 19-22.30 atla daga, I Súlnasal 19- 3 ld., í Skrúð 12-14 og 18-22 alla daga. Hrói höttur Hringbraut 119, sími 629291. Opið 11-23 alla daga. Ítalía Laugavegi 11, sími 24630. Opið 11.30- 23.30 alla daga. Jazz, Armúla 7. Op. sd-fim. kl. 18-01 og fd-ld. kl. 18-03. Jónatan Livingston mávur Tryggvagotu' 4-6, simi 15520. Opið 17.30-23 vd 17.30- 23.30 fd. og Id. Kabarett, matkrá Austurstræti 4, sími 10292. Opið 11-22 alla daga. Kinahofið Nýbýlavegi 20, simi 45022. Opið 17-21.45 v.d., 17-22.45 fd„ Id. og sd. Kína-húsið Lækjargötu 8, sími 11014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d 17.30- 23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd. Kringlukráin Kringlunni 4, simi 680878. Opið 12-1 v.d., 12-3 fd. og Id. Kænan Óseyrarbraut 2, sími 651550. Opið 7-18 v.d„ 9-17 Id. og sd. L.A.-Café Laugavegi 45, simi 626120. Opið 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id. Lauga-ás Laugarásvegi 1, simi 31620 Opið 11-22. Lauga-ás Suðurlandsbraut 2, simi 689509. Opið 11-22 alla daga. La Primavera Húsi verslunarinnar, sími 678555. Op. 12.00-14.30, 18-22 vd 18-23.00 fd. 18-23.30 Id, 18-22 sd. Lelkhúskjallarinn. Leikhúsveisla: leikhú- smiði og þríréttuð máltíð öll sýningarkv. á St. sviðinu. Borðp. I miðas. Op. öll fd,- og Idkv. Litla ítalia Laugavegi 73, sími 622631. Opið 11.30-23.30 alla daga. Lækjarbrekka Bankastræti 2, sími 14430. Opið mán.-miðvd. 11.00-23.30, fim.-sd. 11.00-0.30. Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími 621988. Opið 11.30-23.30 alla daga. Mamma Rósa Hamraborg 11, sími 42166. Opiö 11-14 og 17-22 md,- fimmtud., 11-23.30 fd„ 12-23.30 ld„ 12-22 sd. Veitingahús Marhaba Rauðarárstlg 37, simi 626766. Opið alla daga nema md. 11.30-14.30 og 17.30- 23.30. Mongolian Barbecue Grensásvegi 7, simi 688311. Opið 11.30-14 og 18-22 v.d„ 18-24 fd. og Id. Naustið Vesturgötu 6-8, sími 17759. Opið 12-14 og 18-01 v.d., 12-14 og 18-03 fd. og Id. Ópera Lækjargötu 2, sími 29499. Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id. Pasta Basta Klapparstig 38, simi 613131. Opið alla daga frá 11.30-23.30. 12-23. Perlan Öskjuhlið, simi 620200. Opið 18-23.30 v.d., 18-24.30 fd. og Id. Pisa Austurstræti 22, sími 12400. Opið 11.30- 23.30 v.d„ 11.30-1 fd„ 18-1 ld„ 18-23.30 sd. Pizza Don Pepe Öldugötu 29, sími 623833. Opið v.d. 17-23, Id. og sd. Pizza Hut Hótel Esju, simi 680809. Opið 11.30- 22 v.d , 11.30-23 fd. og Id. Pizzahúsið Grensásvegi 10, sími 39933. Opið 11.30-23.30 alla daga. 11.30-3 fd. og Id. f. mat til að taka með sér. Pizza 67Nethyl 67, sími 671515. Opið 11.30- 01 vd og 11.30- 03 fd. og Id. Pizzusmiðjan Smiðjuvegi 14 D, simi 72177. Opið 18-04 vd„ 12-05 fd. og Id. Potturinn og pannan Brautarholti 22, sími 11690. Opið 11.30-22 alla daga. Rauða Ijónið Eiðistorgi, simi 611414. Opið 18-1 vd„ 12-15 og 18-3 fd. og Id. PragLaugavegi 126, simi 16566. Opið 12-14 og 18-22, má-fim, 18-23 fd-sd. Seliö Laugavegi 72, sími 11499. Opið 11- 23 alla daga Seljakráin Hólmaseli 4, sími 670650. Opið 18-23.30 vd„ 18-1 fd. og Id. Setrið Sigtúni 38, simi 689000. Opið 12- 15 og 18-23. Sex baujan Eiðistorgi, sími 611414. Opið 18-23.30 fd. og ld„ sd. 18.-22. Siam Skólavörðustíg 22, sími 28208. Opið 18-22 vd„ 18-22.30 fd. og Id. Lokað á md. Singapore Reykjavikurvegi 68, simi 54999. Opið 18-22 þd.-fimmtud. 18-23 fd.-sd. Sjanghæ Laugavegi 28, simi 16513. Opið 11.30-23.30 vd.„ 12 22.30 sd. 11.30- 23.30 fd. og Id. Skíðaskálinn Hveradölum, simi 672020. Opið 18-11.30 alla d. vikunnar. Skólabrú Skólabrú 1, sími 624455. Opið frá kl. 18.00 alla daga. Opið I hádeginu. Sólon íslandus. simi 12666. Opið 11 -03 fd. og ld„ 11-01 sd. og 10-01 vd. Steikhúsið Potturinn og pannan Laugavegi 34, simi 13088. Opið 11.30-23 alla daga. Svarta pannan Hafnarstræti 17, sími 16480. Opið 11-23.30 alla daga. Taj Mahal, Tandori Hverfisgötu 56, simi 21630. Opið 18-22.30 þd.-fimmtud. og sd., 18-23.30 fd. og Id. Lokað á md. Tongs-take awayHafnarstræti 9, sími 620680. Opið 11:30-22 alla daga. Tveir vinir og annar í frii Laugavegi 45, simi 21255. Opið 12-15 og 18-1 v.d„ 12-15 og 18-3 fd. og Id. Veitingahúsið 22 Laugavegi 22. simi 13628. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og Id. Við Tjörnina Templarasundi 3, sími 18666. Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„ 18-23 Id. og sd. Viðeyjarstofa Viðey, sími 681045 og 621934. Opið fimmtud.-sunnud. Kaffi- stofa opin 14-17. Veitingasalur opinn 18-23.30. Þrir Frakkar hjá Úlfari Baldursgötu 14, simi 23939. Opið 11-14.30 og 18-23.30 ld. og sd. Ölver v/Álfheima, simi 686220. Opið 11.30- 14.30 og 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id. AKUREYRI: Bautinn Hafnarstræti 92, simi 21818. Opið 9-22. Bing DaoGeislagötu 7, simi 11617. BlómahúsiðHafnarstræti 26-30, sími 22551. Opið 9.00-23.30 mán,- fim.,9.00-1 fd. og Id. Café Karólina Kaupvangsstræti 23, simi 12755. Opið 11.30-1 mán.-fim., 11.30-3 fd„ 14-3 Id. og 14-1 sd. Dropinn Hafnarstræti 98, simi 22525. Fiðiarinn Skipagötu 14, simi 27100. Opið 11.30-14 og 18-21.30 v.d„ 18-22 fd. og Id. Greifinn Glerárgötu 20, simi 26690. Opið 11.30- 22.30 v.d„ 12-2 fd. og Id. Hótel KEA Hafnarstræti 87-89, simi 22200. Opið 7.30-10.30 og 12-14 og 18- 23.30 v.d„ nema Id. til 3. Hótel Stefanía. Hafnarstræti 83-85, simi 26366. Opíð 18-22 alla daga. Kolagrillið, Strandgata 37, simi 12619, opið 11-22 alla daga. Sjallinn Geislagötu 14, sími 22970. Opið 19- 3 fd. og ld„ kjallari 18-1 v.d„ 12-15 og 18-3 fd. og Id. Smiðjan Kaupvangsstræti 3, sími 21818. Opið 12-13 og 18.30-21.30 alla daga. Uppinn Ráðhústorgi 9, sími 12811. Opið 18.00-1 v.d„ 18.00-03 fd. og Id. VESTMANNAEYJAR: Bjössabar Bárustíg 11, símí 12950. Opið 11.30- 14 og 18-21 md.-fd„ 11.30-21 Id. og sd. Muninn Vestmannabraut 28, simi 11422. Opið 11-14 og 18-21 v.d„ 18-22.30 fd. og Id. Höfðinn/Við félagarnir Heiðarvegi 1, simi 12577. Opið 10-14 og 18-23.30 md.-míðvd„ 10-14 og 18-1 fimmtud., 10-3 fd. og ld„ 10-1 sd. Skútinn Kirkjuvegi 21, sími 11420. Opið 10-22. Mongolian Barbeque er ágætt einu sinni eöa jafnvel tvisvar, af því aö þaö er ööruvísi en önnur veitingahús. Til lengdar er þaö hins vegar leiöigjarnt, því að þar er alltaf sami matur ár eftir ár, pönnusteiking af óbreytan- legu hlaöborði fyrir 1580 krónur á mann. Verðið hefur hækkað, meðan annað veitingaverö í bænum hefur staöið í stað eöa lækkað. Þetta verð er í lagi, ef gesturinn getur fengið sig til að líta á heimsókn- ina sem nýstárlega veizlu. Það er of hátt, ef hann er bara að reyna að borða eins og hann getur í sig látið, því að nokkrir aðrir veitingastaðir bjóða hlaðborð á lægra verði. Á matseðlinum er lögð áherzla á ofátið. Ekkert mongólskt er við staðinn eða matreiðsluna. Á matseðlinum er bullað frjálslega um, að Djengis Kan hafi fengið svona mat fyrir átta öldum, en ég hef aldrei lesið um slíkt í sagnfræði matargerðarlistar. Mér sýnist nafn staðarins og sagnfræði matseðilsins helzt vera upp- finning einhvers grínista á auglýsingastofu. Umhverfið er ekki sérstaklega vistlegt. Það kemur úr þremur áttum. Fátæklegar og gulmálaðar innréttingar eru að mestu frá tíma fyrra veitingahúss á þessum stað. Þegar nafn staðarins varö mongólskt, var bætt við fjölda- framleiddu Kínadóti úr plasti, svo sem vösum, luktum og blævængjum. Ennfremur málverkum af feitum og frönskum frúm, sem virðast aðframkomnar af ofáti. Mongolian Barbeque er opið á kvöldin, þegar Grensás- vegurinn er orðinn fremur eyðilegur, enda hafa mér virzt gestir eljki margir. Stólar og borð og næfurþunnar papp- írsþurrkur eru í þjóðlegum mötuneytisstíl. Rauðir dúkar og matarpijónar koma hins vegar úr kínversku áttinni. Máltíðin hófst með súpu, sem gestir skófluðu upp úr potti. Þetta hafa verið tærar kjötsúpur, fremur bragð- daufar í kínverskum stíl, og raunar alltaf sama súpan, þegar ég hef verið þar, alveg frambæriieg súpa. Síðan völdu gestir sér hrátt grænmeti og hrátt kjöt, svo og sósublöndur af hlaðborði. Kokkurinn tók síðan allan matinn og snöggsteikti hann í einu lagi á pönnu. Ekki notaði hann fínlegar aðfarir að japönskum hætti, heldur fékk allt hráefnið sama steikingartímann, allt í einum graut, frá sveppum yfir í lauk. Þetta sýnist mér vera til- fmningalítil og mötuneytisleg eldamennska á færibandi. Frosið kjöt var sagað í þynnur, svo að það hentaði vel í þessa snöggu matreiðslu. Yfirleit hafa verið á boðstólum fjórar tegundir, naut, lamb, svín og kjúklingur. Sósu- blöndurnar hafa einkum verið fiórar, súrsæt, karrí, soja og sítrónu, en einnig til dæmis sesam, hvítlaukur, syk- ur, engifer, rísvín, barbeque, sterk chili og vínedik. Grænmetið var bezti þáttur hlaðborösins, ferskt og fal- legt. Þar hafa verið sveppir og bambusræmur, laukur og baunaspírur, tómatar og gúrkur og paprika, svo og ýmislegt kál og salat. Þetta má sefia saman í hrásalat eða láta snöggsteikja fyrir sig. Sérstakar sósur eru fyrir hráa grænmetið og aðrar fyrir það steikta. Tilveruréttur Mongolian Barbeque í veitingahúsaflór- unni byggist á því, að útilokað er að nota annað en gott hráefni. Gestir sjá það allt í hlaðborðinu áður en það er steikt, fallegar kjötþynnur og frísklegt grænmeti. Það veitir óneitanlega töluverða öryggistilfinningu. Jónas Kristjánsson. Kristbjörn Már Harðarson, nýráðinn matreiðslumeistari á A. Hansen, kennir lesendum DV að matreiða tindabikkju. DV-mynd GVA Réttur vikunnar: Sítrónusteikt tindabikkjubörð Réttur vikunnar kemur að þessu sinni úr uppskriftasafni Kristbjarnar Más Harðarsonar, nýráðins mat-- reiðslumeistara á A. Hansen í Hafn- arfirði. Kristbjöm lærði á Hótel Borg og útskrifaðist árið 1989. Hann starf- aði áður í 3 ár á Jónatan Livinstone mávi, í Bandaríkjunum og á fleiri stöðum. 800 g tindabikkjubörð 1 msk. matarolía safi úr 2 sítrónum /i tsk. salt 1 tsk. sítrónupipar /i tsk. sítrónupipar /i tsk. aromat 'A tsk. season all Börðin era þerruð og krydduð báð- um megin með salti, sítrónupipar, aromat og season all. Olían er sett á vel heita þykkbotna pönnu og steikt í eina mínútu á hvorri hlið. Því næst er sítrónusafanum hellt yfir fiskinn og lok sett á pönnuna. Þá er slökkt á hitanum og rétturinn er látinn standa í tvær mínútur. Þá er tinda- bikkjan tilbúin að fara á diskinn ásamt smjörsteiktu grænmetinu og kartöflunum. Gott er að bera rækju- sósu eða jafnvel kryddsmjör með. Ekkert mongólskt er við staðinn eða matreiðsluna. A matseðlinum er bullað frjálslega um, að Djengis Kan hafi fengið svona mat fyrir átta öldum, en ég hef aldrei lesið um slíkt i sagnfræði matargerðarlistar. Alltaf samimatur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.