Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1993, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1993
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Simi11384
Flóttamaðurinn ★★★
Vel heppnuð og spennandi mynd um
uppáhaldslækni íslensku þjóðarinnar í
leit að einhenta manninum ógurlega.
-GB
Veiðiþjófarnir *★
Falleg mynd um þrekraunir tveggja
ungmenna og búskmanns, vinar þeirra
og leiðsögumanns, á flótta undan
veiðiþjófum og morðingjum í auðnum
Afríku. -GB
BÍÓHÖLLIN
Sími 78900
Fyrirtækið -k-k/i
Brokkgeng en spennandi kvikmynd
um ungan lögfræðing sem læturglepj-
ast af gylliboði. Uppfull af áhuga-
verðuum persónum sem úrvalsleikarar
ná góðum tökum á. Einnig sýnd í
Háskólabíói. -HK
Jurassic Park kkk'/i
Jurassic Park er sérstaklega vel gerð
kvikmyrid og um leið spennandi. Stev-
en Spielberg hefur ásamt tæknimönn-
um sínum skapað einstaka kvikmynd
fyrir augað og önnur skynfæri. Einnig
sýnd i Háskólabiói. -HK
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
Tengdasonurinn kk'A
MTV-grínistinn Pauly Shore er merki-
lega fyndinn en mikið af húmornum
eráhanskostnað. -GE
Tina ★★
Ævisaga einnar langlifustu popp-
stjörnu sögunnar þjáist af losararalegu
handriti og óöruggri leikstjórn en
stjörnurnar og tónlistaratriðin standa
fyrirsinu. -GE
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 22140
Stolnu börnin kk'A
Róleg vegamynd sem forðast að taka
fast á sögunni eða persónunum.
Hæglát frásögn gefur leikurunum mik-
iðsvigrúmsemþeirnýtasérvel. -GE
Urga k'A
Falleg en innantóm heilræðavísa um
ágæti sveitalífsins á steppum Mongól-
íu. Persónurnar eru málpípur leikstjór-
anssemeriáróðursskapi. -GE
Skóiaklíkan ★★★
Ungur menntaskólapiltur breytist úr
hetju í óvætt þegar samferðamenn
hans verða eigin fordómum að bráð.
-GB
Rauði lampinn kkk'A
Dramatísk en um leið falleg kvikmynd
um fjórar eiginkonur aðalsmanns í
Kina fyrr á öldinni og baráttu þeirra til
að halda athygli hans. Besta kvikmynd
Zhang Yimou til þessa. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Jason fer til vítis ★
Vonandi siðasta myndin um þann and-
félagslega ára, ansi blóðlaus og ófrum-
leg.-GE
Hinir óæskilegu ★★★
Vægðarlaus lýsing á ofbeldi, glæpum
og mannfyrirlitningu í amerísku svert-
ingjahverfi. -GB
REGNBOGINN
Sími 19000
Pianó kkk'A
Píanó er einstaklega vel heppnuð kvik-
mynd, falleg, heillandi og frumleg.
Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótík
með öllum sínum öfgum er myndin
aldrei yfirþyrmandi dramatísk. -HK
Áreitni k'A
Sagan um Lolítu frá helviti heldur ekki
vatni og er óþörf viðbót i „brjálæðing-
í-sauðargæru" kvikmyndaflokkinn
vinsæla. -GE
Þríhyrningurinn kkk'A
Lofsverð mynd sem jafnhendir kímni,
rómantík og drama og fipast aldrei.
Innsætt handrit er bakkað upp af yfir-
vegaðri leikstjórn og hreint frábærum
leik. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Sími 16500
Svefnlaus í Seattle kk'A
Tom Hanks og Meg Ryan leika ein-
staklega geðslegar persónur i róm-
antískri gamanmynd sem hefur
skemmtilegan söguþráð, en spilar um
ofátilfinningarfólks. -HK
í skotlinu kk'A
Clint nýtur sín vel i gáfulegum trylli
sem heldur sig við formúlusöguþráð
en lyftir honum upp með því að leggja
áherslu á innviði leyniþjónustunnar
og, viti menn, aldur stjörnunnar. -GE
Á ystu nöf ★★★
Hrikalega fallegar loftmyndatökur og
nokkur snilldarleg áhættuatriði bæta
glæsilega fyrirformúluspennusögu.
-GE
íþróttir helgarinnar:
Fimm hörkuleikir
í körfuboltanum
Guðmundur Bragason, þjálfari og leikmaður Grindvíkinga, sem hér er að-
þrengdur af Haukunum Pétri Ingvarssyni og Tryggva Jónssyni, fer með lið sitt
til Sauðárkróks og mætir Tindastóli á sunnudagskvöldið. DV-mynd Brynjar Gauti
Fyrsta hluta af sex í úrvals-
deildinni í körfuknattleik lýkur á
sunnudagskvöldið en þá er leikin
ein umferð. Að þeim leikjum
loknum hafa allir spilað við alla
í báðum riðlum og þá taka við
leikir milli riðla. Fyrirkomulagið
er á þann veg að lið sem eru sam-
an í riðli mætast fjórum sinnum
í deildinni og auk þess spilar
hvert hð tvo leiki við hvert hð
úr hinum riðhnum.
Keppnin í deildinni hefur farið
vel af stað og útht er fyrir tvísýna
baráttu því öh hðin hafa þegar
tapað leik.
Fjórðu umferð dehdarinnar
lýkur reyndar í kvöld en þá tekur
Njarðvík á móti Tindastóh í
Njarðvík klukkan 20. Njarðvík
hefur unnið KR og Grindavík en
tapað fyrir Haukum, en Tinda-
stóh hefur tapað leikjum sínum
gegn Haukum og KR.
A sunnudagskvöld eru síðan
fjórir leikir sem alhr hefjast
klukkan 20.
Nágrannar á Vesturlandi slást
þegar Akranes fær Skahagrím úr
Borgamesi í heimsókn. Nýhðam-
ir frá Akranesi hafa unnið Val en
tapað fyrir Keflavík og Snæfehi.
Skallagrímur vann Keflavík en
tapaði fyrir Snæfelh, og lék síðan
við Val í gærkvöldi.
Valsmenn, sem töpuðu fyrir
Snæfelh og Akranesi í fyrstu
leikjum sínum, fá íslandsmeist-
arana frá Keflavík í heimsókn.
Keflavík tapaði fyrst fyrir SkaUa-
grími en hefur síðan unnið Akra-
nes og SnæfeU.
TindastóU leikur sinn annan
leik á þremur dögum, gegn
Grindavík í „Síkinu“ á Sauðár-
króki. Grindavík hefur unnið
Hauka og KR en tapaði fyrir
Njarðvík.
Loks eigast KR og Haukar við
á Seltjarnarnesi. KR vann Tinda-
stól en tapaði fyrir Njarðvík og
Grindavík. Haukamir töpuðu
fyrir Grindavík en unnu síðan
Tindastól og Njarðvík.
í 1. deild karla leika Breiðablik
og ÍR í Digranesi í kvöld klukkan
20 og Blikarnir verða aftur á ferð
á sunnudag þegar þeir sækja
Létti heim í Hagaskóla.
Utivist:
Fjalla-
ferðum
vetur-
nætur
í dag verður lagt af stað í hina ár-
vissu FjaUaferð um vetumætur, en
fyrsti vetrardagur er á laugardag.
Að þessu sinni verður farið m.a. í
Landmannalaugar og gengið inn
JökulgU en hvergi er Utadýrð fjall
anna í kring meiri. Gist verður í
skála gangnamanna, Landmanna-
helh. Lagt verður af stað kl. 20 í
kvöld.
Á sunnudag kl. 10.30 verður farið
í næstsíðasta áfanga Þingvalla-
göngunnar. Gengið verður frá Hof-
mannaflöt að Sleðaási og þaðan um
Réttargöt að Hrauntúni og um
Hrauntúnsgötu. Því næst Uggur leið-
in að Skógarkoti og mn Gönguveg
að ÞingvöUum.
Fatlaðir:
Meistaramót
Reykjavíkur
Reykjavíkurmeistaramót
fatlaðra f boccia og lyfting-
um verður haldið á laugar-
dag og sunnudag í húsi ÍFR
í Hátúni 14. Keppni í bocc-
ia, þar sem teikið er í þremur
20 manna deildum, hefst
klukkan 10 báða dagana en
keppni í lyftingum, þar sem
keppt verður í bakpressu og
réttstöðulyftu, hefst klukk-
an 13.
Hi-Tec mót í
Veggsporti
Hi-Tec skvassmótið fer fram
í Veggsporti á laugardag og
sunnudag og hefst klukkan
12 á morgun. Keppt er í
meistaraflokki og A-flokki
karla, meistaraflokki og A-
flokki kvenna og í byrjenda-
flokkum.
Badminton:
Vetrardags-
möt unglinga
Vetrardagsmót unglinga í
badminton hjá TBR ferfram
í TBR-húsunum um helg-
ina, laugardag og sunnu-
Júdó:
Haustmót
Haustmót júdómanna undir
21 árs verður haldiðá morg-
un, laugardag, og er í um-
sjón Ármanns.
Sund:
Ægismótið
Sundmót Ægis fer fram í
Sundhöll Reykjavíkur um
helgina.
Handbolti:
Einn ieikur
í 2. deiidinni
IB K og Fjölnir leika í 2. deild
karla í handknattleik í Kefla-
vík í kvöld klukkan 20 en
annars er frí hjá meistara-
flokkum í íþróttinni um
helgina.
Haldið verður i Landmannalaugar um helgina.
Ferðafélagið
Ferðafélagið stendur fyrir
ferð á Keili þar sem vetri
verður heilsað á sunnudag.
Lagt verður af stað kl. 13.
Ekið verður inn á Höskuld-
arvelli og gengið þaðan á
stendur Ferðafé-
lagið fyrir ferð f Lambafells-
gjá. Gengið verður inn að
Lambafelli og um hraun-
sprungu sem liggur I gegn-
um fjallið. Lagt verður af
staðkl. 13.