Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Fréttir Heita málið í ríkisstjómarsamstarfínu: Hugmyndin um heilsu- kortin ekki endurvakin Guðmundur Árni Stefánsson heil- brigðisráðherra sagði í samtah við DV í gær aö eflaust yrðu gefm út heilsukort eins og lög gera ráð fyrir en aöferðafræðin, gjaldtakan og val- frelsi í þeim efnum sem hugsað var í heilsukortamálinu svonefnda yrðu ekki tekin upp aftur. Þaö er einnig ljóst af samtölum við þingmenn Al- þýðuflokksins að heilbrigðisráð- herra hefur óskiptan stuðning þing- flokksins í þessu máh. Hann fékk þennan stuðning á þingflokksfundi krata síðasthðinn mánudag. Þá hefur heilbrigðisráðherra einnig fengið stuðning alþýðuflokksfólks aUsstað- ar að af landinu. Einnig má gera ráð fyrir að hann hljóti fullan stuðning verkalýðshreyfingarinnar. Hringlandaháttur Allur málatilbúnaðurinn og hring- landahátturinn í kringum heUsu- kortamálið er með ólíkindum. AUt hófst þetta í ágúst í sumar þegar Guömundi Árna Stefánssyni heil- brigðisráðherra var gert annaðhvort að skera niður hjá sér um 400 mfllj- ónir króna eða afla tekna sem þess- ari upphæð næmi. Guðmundur Árni lagði þá til að sett yrði á tekjutengt sjúkratrygg- ingaiðgjald þar sem fólk undir skatt- leysismörkum greiddi ekkert gjald. Þetta mátti Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra ekki heyra nefnt því þetta flokkaðist undir skattahækk- un. Sá skattakóngstitfll sem Friðrik hefur fengið á sig Uggur þungt á hon- um. Gjöld sem lögð eru á verða því að heita annaö en skattahækkun. Guðmundur Ámi gaf þá eftir til að ná samkomulagi innan ríkisstjórnar- innar. Tókst samkomulag um að taka upp heflsukort og var fyrirhugað gjald fyrir þau því kaUað „markaðar - segir Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra sértekjur". Hugmyndin var að senda öllum 16 ára og eldri heilsukortið ásamt gíróseðU upp á 2 þúsund krón- ur. Þeim sem ekki greiddu og endur- sendu kortið yrði þá gert að greiða fullt gjald fyrir alla læknisþjónustu, hvaða nafni sem hún nefndist. Hver koma til læknis átti að kosta 2 þús- und krónur og innlögn á sjúkrahús 10 þúsund krónur. Hörð andstaða Viðbrögð við hugmyndinni um heflsukortin urðu mjög hörð. Heimil- islæknar ályktuðu gegn þeim. Sagði í ályktuninni að hér væri um upphaf að sjúkUngaskatti að ræða sem ætti sér ekki fordæmi á íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráöherra snerist þegar í stað öndverð gegn heflsukortunum. Hún lýsti yfir fyrirvara á stuðningi sínum við fjárlagafrumvarpið, meðal ann- ars vegna heilsukortanna. Samband ungra jafnaðarmanna snerist Uka Fréttaljós: Sigurdór Sigurdórsson gegn heilsukortahugmyndinni. Sig- urður Pétursson, formaður SUJ, benti á að kostnaðurinn við þessi heilsukort væri það mikill að betra væri að hækka beina skatta til að afla þessara tekna. Alþýðusamband íslands snerist gegn heflsukortunum. Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ, sagði óásættan- legt með öllu að selja aðgang að heil- brigðiskerflnu með þessum hætti. Raunar hefur ASÍ hótað uppsögn samninga, meðai annars vegna heilsukortanna. SM Jjyjj/jjjíu/jiijjju. 8 • Guðmundi Árna gert að skera niður '\ heiibrigðisráöuneytinu eða afia tekna annars. • Guðmundur Árni leggur til tekjutengt sjúkratryggingaiðgjaid. Friðrik Sophusson má ekki heyra þetta nefnt. ' Jé • Samkomulag tekst um aö JH taka upp svokölluð heilsukort. • Hörð andstaða gegn hugmyndinni um heilsukort Heistu andstæðingar eru Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, heimilislæknar, ASI, Samband ungra jafnaöarmanna o.fl. andsfundur Sjálfstæölsflokksins lyktar að nefskattur samrýmist ekki tillögum landsfundarins um fjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Friörik Sophusson telur þetta ekki vera andstöðu gegn heilsukortunum. • Guömundur Árni grípur samþykkt landsfundarins á lofti og leggur fram upphaflega tillögu sína. Friðrik bregst illur viö svo um munar. Var þeim gert að setjast niður og semja um máliö. Kúvending Þrátt fyrir þessa miklu andstöðu var hugmyndin um heilsukortin tek- in inn í fjárlagafrumvarpið. Þá gerð- ist það að Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund sinn. Þar var samþykkt ályktun þess efnis aö tekin skyldu upp tekjutengd gjöld til að fjármagna heilbrigðisþjónustuna. Einnig segir að nefskattur samrýmist ekki tillög- um landsfundarins um fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Af einhverium ástæðum túlkaði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra þetta ekki sem andstöðu við heilsu- kortin þegar DV ræddi við hann á landsfundinum. Hann sagðist ekki telja að landsfundurinn hefði verið að mótmæla heilsukortunum heldur verið að líta til framtíðarinnar. „Við höfum tekið mjög skýrt fram að heflsukortin eru ekki skattur. Menn ráöa því hvort þeir kaupa kortin eða borga sjálfir fyrir ákveðinn hluta heil- brigðisþjónustunnar," sagði Friðrik. Guðmundur Árni Stefánsson leit öðruvísi á málið. Hann greip sam- þykkt landsfundarins á lofti og lagði á þriðjudaginn fram tfllögu í ríkis- stjórn um að upphaflega tillagan hans um tekjutengt sjúkratrygginga- gjald yrði tekin upp. Friðrik Sophusson snerist þegar gegn tillögunni á ríkisstjómarfund- inum og reiddist svo að menn sögð- ust aldrei hafa séð hann jafn reiðan fyrr. Hart var deilt en niðurstaðan varð sú að þeim Guðmundi Árna og Friðriki var falið að setjast niður og semja um málið. Þannig stendur það nú nema hvað orð Guðmundar Árna í gær hljóta að standa: „Gjaldtakan og valfrelsi í þeim efnum sem hugsað var í heilsukortamálinu svonefnda verða ekki tekin upp aftur." Heilsa ráðherranna Heflsa tveggja ráðherra í ríkis- stjóminni er ekki góð um þessar mundir. Það gera heflsukortin. Þau era að fara með heilsu ráðherr- anna. Ekki vegna þess að búiö sé að ákveða heflsukortin heldur vegna þess að þaö er ekki búið að ákveða heflsukortin. Ráöherrarnir tveir era heilsutæpir vegna þess. Hér er um þá Friðrik Sophusson og Guðmund Áma Stefánsson að ræða. Dagfari hefur skýrt frá að- draganda málsins og viðræðum þeirra í mifli og enn eiga þeir eftir að ræða saman, eftir því sem ríkis- sljómin ákvað á fundi sínum í fyrradag. Óvíst er um þær viðræð- ur eða hvemig þær fara enda máhð afar snúið og ekki auðvelt viður- eignar. Vandamálið er eftirfarandi: Ríkisstjómin stóð frammi fyrir þeim vanda að leysa ríkissjóðshall- ann. Athyglin beindist að hefl- brigðiskerfinu enda kostar það rík- issjóö fjörutíu milljarða. Guö- mundur Ami lagði tfl að almenn- ingur greiddi sérstakt iðgjald til heilbrigðismála sem væri tekju- tengt. Nei, sagði Friðrik fjármálaráð- herra. Þetta er skattur og ég get ekki fellt mig við aö hækka skatt- ana. Við sjálfstæðismenn erum á móti skattahækkunum. Við vfljum frekar að menn borgi sérstakt gjald, heilsukortagjald, sem verði fóst upphæð og hver um sig ráði því hvort hann kaupi heflsukortið sem þýðir að gjaldið er ekki skattur heldur valkvæmt gjald. Gott og vel, sagði Guðmundur Ami, hætti við tekjutengt iðgjald og lagði fram tillögu um fast heflsu- kortagjald. Guðmundur Ámi varð fyrir aðkasti frá stjómarandstöðu, almenningi og jafnvel sínum eigin flokksmönnum fyrir þetta bann- setta heflsukortagjald en ráðherr- ann varðist vel og sagði að hann væri ekki að vega aö velferðarkerf- inu heldur veija það. Var ekki ann- að að heyra en hann væri staðráð- inn í að leggja gjaldið á og láta læt- in yfir sig ganga. Traustur maöur, Guömundur, sögðu sjálfstæðismennimir í ríkis- stjórninni. Svo kom landsfundurinn sem vissi ekki að heilsukortagjaldið var ekki hugmynd Guðmundar Árna heldur þeirra eigin manna í ríkis- stjóminni. Landsfundurinn var á móti heilsukortinu og ályktaöi á móti því. Landsfundurinn vildi tekjutengd iðgjöld. Friðrik Sophusson var fljótur tfl og útskýrði fyrir þjóðinni að lands- fundurinn hefði ekkert sagt um heflsukortin. Landsfundur er ekki á móti heilsukortum og hefur aldr- ei verið, sagði Friðrik. En þessi skýring Friðriks kom of seint. Guðmundur Ámi fylgdist með landsfundinum og ályktunum hans og sá að stóri flokkurinn var á móti heilsukortunum og þar sem Guðmundur Árni er röskur maður og góður strákur vildi hann auðvit- að ekki vera á móti stóra flokknum í ríkisstjóminni og söðlaði um. Guömundur sagðist hætta við heilsukortin og taka upp tekju- tengd gjöld. Á ríkisstjórnarfundi í fyrradag brást Friðrik reiöur við þessum tíð- indum. Var ég ekki búinn að segja þér, Guðmundur, að við viljum heiluskortin? Var Guðmundur Ámi að hafa sjálfstæðisráöherrana að fíflum? Svo rauk Friðrik á dyr. Þetta er vandamálið sem hefur spillt heflsu ráðherranna. Guð- mundur Ámi vildi heflsukort vegna þess að hann hélt að sjálf- stæðismenn vildu heflsukort. Síð- an sagðist Guðmundur Árni vera hættur við heflsukortin af því að hann hélt að sjálfstæðismenn væru á móti heilsukortum. Og nú stefnir allt í það að Guðmundur Ámi verða að samþykkja heflsukortin af því að sjálfstæðismenn vflja heflsukort. Það er hins vegar af Friðriki að segja að hann vildi í upphafi heflsu- kort og vissi ekki að sjálfstæðis- menn væra á móti heflsukorti og hefur tekið að sér að útskýra að sjálfstæðismenn eru ekki á móti heflsukorti þótt þeir séu á móti því. Friðrik var næstum því búinn að missa sína pólitísku heflsu við að vera á móti heilsukortunum sem hann var með af því að hann var á móti tekjutengdum iðgjöldum, sem flokksmenn eru með. Þannig ætlar þessi historía um heflsukortin að valda verulegu pólitísku heflsutjóni annars fíl- hraustra ráðherra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.