Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
15
í að versla við írani hafa grundvall-
arhugsjónir gleymst. Klerkamir
ítreka dóminn með glott á vör yfir
ræfildómi vestrænna stjómmála-
manna. Og dauðahótunin nær líka
til þýðenda bókarinnar og útgef-
enda um allan heim: menn em
myrtir, limlestir, skotnir, á Ítalíu,
í Tyrklandi og Japan og nú síðast
í Noregi, en einu viðbrögðin eru
hálfvelgja.
Það sást í deilunni um sjálfstæði
Eystrasaltslandanna hversu mikil-
vægt það getur verið að minni ríkin
taki frumvæði þegar stórveldin
halda að sér höndum. íslendingar
hafa aldrei viljað láta um sig spyrj-
ast að þeir bregðist nauðstöddum
mönnum, og við getum rétt Salman
Rushdie hjálparhönd með því að
taka mál hans upp á alþjóðavett-
vangi. Ógnin af blóðþorsta ajatoll-
anna nær um allan heim, til stórra
landa og smárra, og við sem köllum
okkur bókmenntaþjóð getum ekki
fyrir okkar parta setið með hendur
í skauti.
Einar Kárason
„Því að hvaða gagn er að réttarríkinu,
hvers virði eru stjórnarskrárákvæði
um tjáningar- og skoðanafrelsi, ef
svona lagað er látið óátalið?“
Styðjum Salman Rushdie
Öllum er í fersku minni þegar
það gerðist fyrir fimm árum að aja-
tolla Kómeiní, leiðtogi írana, lýsti
breska rithöfundinn Salman Rus-
hdie réttdræpan hvar sem til hans
næðist og hét fyrir hönd írönsku
ríkisstjórnarinnar hverjum þeim
sem myrti Rushdie stórkostíegri
fjárfúlgu.
Og hvaða ódæði hafði nú rithöf-
undur þessi af indverskum ættum
framið sem skýrði svo blóðugan
hefndarþorsta? Hafði hann eitrað
vatnsból almennings í Teheran?
Stjórnað útrýmingarbúðum? Ráð-
ist með eldi á barnaheimili og
vöggustofur? Nei, eins og allir vita
hafði Rushdie gerst sekur um að
skrifa skáldsögu þar sem að mati
túlkunarfræðinga íranska klerka-
veldisins var sneitt í óvirðingartón
að trúarbrögðum múslíma.
Ráðvillt viðbrögð
Þessi atburður, dauðadómurinn,
var svo einstæður og gróteskur að
margir urðu ringlaðir og þeim yf-
irsást algerlega kjarni málsins.
Þannig fóru menn að jagast um það
í heimspressunni, póhtíkusar og
bókmenntafólk, hvort í bókinni
„Söngvar Satans" væri í raun og
veru að finna guðlast. Á meðan
hinn augljósi glæpur fólst að sjálf-
sögðu í því að yfirvöld eins af ríkj-
um heimsins siguðu út öllum blóð-
hundum og leigumorðingjum ver-
aldarinnar gegn manni sem hafði
eingöngu nýtt sér þau mannrétt-
indi að geta skrifað af hjartans lyst.
Flestir höfðu ætlað að samfélag
þjóðanna, að minnsta kostí ríkis-
stjórnir þeirra landa sem aðhyllast
nútímahugsun um mannréttindi,
myndu bregðast hart gegn þessari
svívirðu. Því að hvaða gagn er að
réttarríkinu, hvers virði eru stjórn-
arskrárákvæði um tjáningar- og
skoðanafrelsi, ef svona lagað er lát-
ið óátahð?
KjaUarinn
Einar Kárason
rithöfundur
Auðvitað hefði strax átt að selja
íran í póhtíska og viðskiptalega
einangrun. En ekkert slíkt hefur
gerst. Meðan menn hafa séð sér hag
Sýnum frumkvæði
En það alvarlegasta sem sést hef-
ur í þessu máh er kannski linkind
og ræfildómur ríkisstjórna Vestur-
landa. Þær hafa algerlega brugðist
þeirri skyldu að sýna einurð og
gera írönsku klerkunum það ljóst
að þær telji ekkert meira virði en
líf og mannréttindi þegnanna.
Rithöfundurinn Salman Rushdie. - Einar skorar á íslendinga að rétta honum hjálparhönd.
Þekking og þúsund blóm
Það verður betur og betur ljóst
með hverju árinu sem hður að
gróska í stofnun og rekstri smáfyr-
irtækja er ein meginstoð blómlegs
atvinnulífs. Smáfyrirtækin eru að-
lögunarhæfari og fljótari til að nýta
ný tækifæri en þau stóru. Sum
þeirra ná því að vaxa hratt og verða
arðbær stórfyrirtæki. Önnur veita
einungis eigendunum vinnu. ÖU
hamla þau gegn atvinnuleysi með
því að halda fólki að vinnu sem ef
til vtíl hefði engin störf.
Sjálfstæð þátttaka
En ávinningurinn er meiri. Sjálf-
stæð þátttaka mikhs íjölda fólks í
hlutverki stjórnenda í atvinnu-
rekstri er einnig góður skóh. Það
sama á reyndar við að miklu um
aUt það skipulag á vinnu sem ýtir
undir sjálfstæði hvers og eins
starfsmanns. Sá sem er með ein-
hveijum hætti í stöðu stjórnanda
og þarf að taka sjálfstæðar ákvarð-
anir, sýna frumkvæði og fyrir-
hyggju þjálfast í þessum eiginleik-
um. Vinna hans er því öflugt nám.
Jafnvel þótt hann stjómi bara sjálf-
um sér.
Flestir launamenn missa að veru-
legu leyti af þessu tækifæri. Þeir
taka við misjafnlega nákvæmum
fyrirmælum stjórnenda sinna dag
út og dag inn. Frumkvæði þeirra
KjaUarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur
saman að vUjalausum verkfærum
sem hlýða í blindni. Þessu ástandi
fylgir oft þvergirðingsleg og þröng
túlkun á verksviði og fyrirmælum.
Fákunnandi stjómendur bæta
gráu ofan á svart með því að
ákveða aUt, smátt og stórt, fyrir
undirmenn sína. Draga þannig enn
frekar úr möguleikum þeirra til að
þroskast og læra.
Þeir sem þannig þróast í átt til
ósjálfstæðis fremur en sjálfstæðis
og þekkingarskorts fremur en
þekkingar era iðulega sá hópur
sem fyrst verður fyrir barðinu á
uppsögnum. Þeir hafa á sér stimptí
undirmálsfólks sem Uggur með
miklum þunga á yfirmönnum sín-
um sakir vangetu til þess að ráða
sjálft fram úr eigin viðfangsefnum.
byggir blómlegt og fjölskrúðugt at-
vinnuhf á þekkingu. Á samdráttar-
skeiði eins og nú ríkir þar sem
hefðbundin þjónusta og fram-
leiðsla hefur mettað að miklu leyti
þær þarfir sem til staðar era þá er
brýnt að finna nýjar leiðir til að
nýta vinnuati og sköpunarkraft
fólks. Finna hvers kyns ný og þörf
verkefni sem stuðlað geta aö auk-
inni hagsæld.
Eitt lykilatriðið í þessu viðfangs-
efni er hvers kyns aérhæfð þekking
og sérhæfðar upplýsingar. Önnur
slík era hugvit og framtak. Eigi að
takast á við þann samdrátf í hefð-
bundnum atvinnugreinum sem ís-
lendingar búa vð um þessar mund-
ir á árangursríkan hátt þá krefst
það stóraukinna átaka við að flytja
inn, skapa og nýta nýjar lausnir
og þekkingu. Lykhorðin í þessu
sambandi era hugvit, faglegar upp-
lýsingar, upplýsinganet, upplýs-
ingamiðlun, sjálfsnám og trygg
grannþekking, t.d. enskukunnátta.
Greiður aðgangur að fjölbreyttri
og sérhæfðri þekkingu og upplýs-
ingum er sá jarðvegur sem nauð-
synlegur er til að „þúsund blóm“
nýrra atvinnukosta nái að dafna.
Hér þarf á hinn bóginn ný tök á
viðfangsefninu. Hefðbundnar að-
ferðir eru of dýrar og afkastahtiar.
Jón Erlendsson
„Flestir launamenn missa aö verulegu
leyti af þessu tækifæri. Þeir taka við
misjafrúega nákvæmum fyrirmælum
stjórnenda sinna dag út og dag inn.“
og framtak lamast í stað þess aö Sérhæfð þekking
þroskast. Margir verða því smám Auk framtaks og sjálfstæðis þá
listaverkakaup bankanna
Menningar-
leg skylda
„Frá örófi
tímans hefur
það veriö
skylda menn-
ingar- og fjár-
hagsstofnana
Vestur-Evr-
ópu að styðja
aö listum.
Þetta hefur ..
verið gert hér lsttræðln9lJr'
á landi frá
upphafi. Til dæmis hefur Lands-
bankinn ætíð keypt hstaverk. Þá
hafa þessir aðhar vahð listamenn
eins og Jóhannes Kjarval, Jón
Stefánsson og Nínu Tryggvadótt-
ur til að vhina stór verk. Það
hefur aldrei verið fundið að því
nema síður væri. Bankar og spar-
sjóðir og að sjálfsögðu Seðlabank-
inn hafa fjárfest í miklum hsta-
verkum. Það væri fuhkomin
hneisa ef þessar opinberu stofn-
anir í eigu þjóðarinnar létu sig
menningu hennar engu skipta.
Listasafhið hefur verið fjárvana
og ekki getað bjargað öllu þvi sem
bjarga þurfti. Hins vegar hafa
bankarnir ákaflega oft veitt
stuðning með höfðinglegum
hætti, Hafa þeir látið gera við
skemmd verk og bjargað þeim
þannig frá glötun. Þá ber aö hafa
í huga aö þessi verk eru ekki í
eigu bankanna heldur eru þau
eign þjóöarinnar allrar, enda op-
in hveijuro sem vih. Það er
skylda hverrar shkrar stofnunar
að veita íslensku menningarlifi
brautargengi. Það ætti aö ákveða
að þær veittu ákveðnum hundr-
aöshluta tekna sinna th aö styðja
að íslenskri menningu, meðal
aimars með kaupum hstaverka.
Þau eru þjóðareign sem aö öðrum
kosti hefði glaúist í mörgúm til-
vikum.“
„Mér iinnst
aö stofnanir,
sem reknar
eru fyrir al-
mannafé, eigi
ekki aö eyða
fé í neitt sem
engin laga-
heímhd er
fyrír. Svo ein-
falt er það.
Það er ekki
lagalegt hlutverk Seðlabanka ís-
lands að safna listaverkum. Hér
er auðvitað um almannafé að
ræða, ekki aðeins skreytingu á
bankanum sjáh'um heldur söfhun
listaverka sem enginn fær að sjá.
Til dæmis eru 23 verkanna í
gestaíbúö Seðlabankans sem eng-
inn kemur f. Þá hefur Seðlabank-
inn ekkert veggpláss fyrír 190
verk. Meöan hstasölh þjóðarinn-
ar era í fiársvelti hlýtur að vera
afar óeðlilegt að Seðlabankinn
eyði tugum mhljóna í listaverk
án þess aö hafa th þess heimhd.
Stór hópur af listamönnunum
að þessum myndum er löngu
korainn undir græna torfu og
þarfnast ekki rnikhs: stuönings
hér eftir, Hvernig myndi það
enda ef Póstur og sírai færi aö
safna hstaverkum? Hefur sú
stofnun heimhd th að safna iista-
verktira? Þetta er auðrátað flar-
stæða. Listaverkakaup eiga að
fara í gegnum Listasafn islands
og aðrar slikar stofhanir. Það eru
allt aðrir aðilar í þjóðfélaginu
sem eiga að annast iistaverka-
kaup í því skyni að sýna þjóðinni
verkin. Það eru engar sýningar á
vegum Seðlabankans enda væri
-hlh/GHS