Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
13
DV gerir verðkönnun í mötuneytum framhaldsskólanna:
Neytendur
Hundrað króna verðmunur
á heitri samloku
- kostar 210 kr. í MH en 110 kr. í MS
Það fer drjúgur peningur í matar-
kaup hjá framhaldsskólanemum,
einkum ef þeir versla daglega í mötu-
neytum skólanna í stað þess að
smyija heima. DV fór á stúfana og
gerði verðsamanhurð í mötuneytum
fjögurra framhaldsskóla í Reykjavík;
MS, MR, MH og Versló, og komst að
því að þar getur munað heilum
hundrað krónum á heitri samloku
með skinku, osti og ananas og helm-
ingsverðmunur er á '/. 1 mjólk.
Mismunandi samlokur
Hvað samlokurnar áhrærir þá eru
þær ýmist aðkeyptar eða smurðar á
staönum og fer verðið auðvitað eftir
því. MS er svolítið sér á báti því þar
kaupa nemendur brauðið, áleggið og
smjörið sitt í hverju lagi, laga sína
eigin samloku og hita hana sjálf. Það
skýrir e.t.v. lága verðið.
Næstmesti verðmunur reyndist
vera á rúnstykki með osti. Það var
líka ódýrast í MS (70 kr.), þar sem
nemendur smyrja það sjálfir, en dýr-
ast í MH (130 kr.).
Kleinuhringir í sókn
AUs staðar voru kleinuhringir og
snúðar á boöstólum og sums staðar
annað bakkelsi en Versló var þó einn
um að selja Domino’s pizzur.
í heildina var verðmunurinn í
mötuneytunum á bilinu 20-91%,
minnstur á snúðum og jógúrt en
mestur á heitum samlokum. Af níu
vörutegundum voru MR og Versló
með hæsta verðiö í fjórum tilfellum,
MH í þremur en MS í tveimur. í sex
tilvikum var MH með lægsta verðið,
MS í þremur, MR í einu tilvikinu en
Versló aldrei.
-ingo
Mikill munur getur verið á þvi hvað nemendur framhaldsskólanna þuría
að greiða fyrir mat í skólanum. Verðmunur einstakra vörutegunda er á
bilinu 20-91%.
Óhentugar
mjólkurumbúðir
„Það kemur vel til greina af okkar
hálfu að auka fjölbreytni mjólkur-
umbúðanna en við höfum ekkert
svigrúm til að bjóða þá fjölbreytni
sem við vildum nema það komi niður
á vöruverði," sagði Baldur Jónsson,
framkvæmdastjóri sölusviðs Mjólk-
ursamsplunnar, í samtali við DV.
Mikið hefur verið hringt á neyt-
endasíðuna og kvartað yfir mjólkur-
lítraumbúðunum hér á höfuðborgar-
svæðinu. Fólk á erfitt meö að opna
þær og segir að sóðaskapur fylgi. „í
mötuneytum er starfsfólkið með
puttana ofan í fernunni til að opna
hana á milli þess sem þaö tekur við
peningum. Svo hellist mjólkin út um
allt ef feman er full því umbúðirnar
gefa eftir,“ sagði t.d. langþreytt kona
sem hringdi.
Baldur sagði að þeir sæju sér ekki
fært að selja mjólkina í dýrari um-
búðum án þess að geta hækkaö verð-
iö en því hefur verið hafnað þar sem
verðlag mjólkur er ekki fijálst. Hann
benti þó á að í könnun sem gerð var
á þeirra vegum voru 80% neytenda
á höfuðborgarsvæðinu ánægð með
umbúöirnar og gamalt fólk ætti t.d.
auðveldara með að opna þessar nýju
hymur en gömlu femumar.
-ingo
kaupauki
-sparaðu með
kjaraseðlum
Kjaraseðillinn gildir
í versluninni sem
Itilgreind er hér til
hliðar. Seðillinn
Igildir sem 25%
afsláttur af Alnó
| eldhúsinnréttingum
| Þessi seðill gildir til
15. nóvember 1993
afsláttur af
öllum Alnó
eldhús-
Kjaraseðillinn gildir
í versluninni sem
tilgreind er hér til
hliðar. Seðillinn
innréttingum ef I gildirfynreitteintak
. _ - . 1 af vörunni.
pantað er fyrir i
15, nóv. n.k. ■ Þessiseð,"g,ldir
ELDHUS Sími 814448 Grensásvegi 8 I
30. nóvember 1993
STÚDÍÓ myndin"}
Grettisgötu 46 - S. 27744 og 624344
Barnamyndir Brúðarmyndir
Fermingarmyndir Fjölskyldumyndir
Tilboð: Kr. 11.500 |
(3500 kr. afsláttur af venjulegu verði, kr.
15.000, gegn framvísun þessa miða)
Myndataka: 12 myndir (9x13); 3 myndir (13x18); 2 myndir (20x25)
Myndatöku þarf að panta og staðfesta fyrir 30. nóvember 1993
J