Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1993, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Meiming
19
r
Starf sffólk segir frá
I formála bókarinnar segir höfund-
ur: „Bókin er skrifuð að tilhlutan
Eimskipafélags íslands í því augn-
amiði að varðveita reynslu fólks,
sem sumt hefur unnið hálfa öld
samfleytt hjá félaginu, bregða upp
myndum af starfi þess en þó eink-
um myndum af fólkinu sjáifu,
minna á að þegar grannt er skoðað
er fyrirtæki hvorki skip, húseignir
né bókhaldsvélar heldur fólkið sem
vinnur þar.“
Á bókarkápu segir: „Þessi bók er
um fólk, líf þess og störf, skoðanir
og tilfinningar.“
í bókinni segja frá lífshlaupi sínu
þau Kristján Aðalsteinsson skip-
stjóri, Gísli Hafliðason yfirvél-
stjóri, Helgi Gíslason hryti, Viggó
E. Maack skipaverkfræðingur, Jón
Kristjánsson verkstjóri, Trausti
Kristinsson bfistjóri, Sigríður Guð-
mundsdóttir bókari, Guðni E.
Guðnason aðalbókari, Sigurlaugur
Þorkelsson deildarstjóri, Valtýr
Hákonarson framkvæmdastjóri og
auk þeirra „tveir útlendingar sem
hafa verið í viðskiptum við Eim-
skip“ sem segja frá kynnum sínum
af Islendingum og ævi sinni.
Bókin er öll hin vandaðasta og
hana prýða margar myndir. AUir
Bókmenntir
Guðmundur G.
Þórarinsson
þessi einstaklingar segja frá í
fyrstu persónu og þannig tekst Jón-
ínu að gera alla frásögnina per-
sónulegri en ef um samræðu eða
viðtalsform væri að ræða.
Hún segir sjálf: „Hér er um ólíka
einstaklinga að ræða en mér finnst
þeir eiga það sameiginlegt að vera
háttvísir, vandir að virðingu sinni,
flestir hlédrægir og framúrskar-
andi vel gerðar manneskjur."
Og Jónínu tekst að láta frásögn-
ina lýsa einstaklingunum. Frá-
sögnin er látlaus og lýsir lifi fólks
sem ekki á síður erindi á blöð skrif-
aðrar bókar en þeir sem lifað hafa
mestallt líf sitt á forsíðum blaðanna
eða framan við ljóskastarana.
Hér er íjallað um fólk sem man
þá stórkostlegu breytingu þegar
hætt var að nota pennastöng og
sjálfblekungamir komu, sagt frá
mönnum sem óttuðust að hand-
snúnu reiknivélamar, þessi tækni-
bylting, mundi gera næstu kynslóð
að hálfvitum sem kynnu ekki að
leggja saman tvo og tvo og mönnum
sem töluðu um tallerken og kak-
kelovne.
Skipstjórinn sagði við skipaverk-
fræðinginn: „Þú veist ekki hvað 400
hestar em margir." Sagt frá dag-
legu lífi venjulegs, áhugaverðs
fólks. Það er myndarlegt hjá Eim-
skipafélagi íslands að láta rita sögu
starfsfólks síns á þennan hátt. Þaö
er rétt sem stendur á bókarkápu:
„Þetta er bók um fólk... “
Milli sterkra stafna
Fólkið hjá Eimskip
Jónina Michaelsdóttir
Almenna bókafélagið hf.
288 bls.
Allar jólagjafir á einum stað
á markaðsverði
Opið mánudaga - fimmtudaga
föstudaga
laugardaga
sunnudaga
21. des.
22. des.
23. des.
kl. 13.00-18.00
kl. 13.00-18.30
kl. 11.00-18.00
kl. 13.00-17.00
kl. 11.00-22.00
kl. 11.00-22.00
kl. 10.00-22.00
Einn þeirra sem segir frá í bókinni er Kristján Aðalsteinsson skipstjóri.
Ath.!
Alla laugardaga
og sunnudaga
★ Jólasveinn
★ Tónlistarflutningur
★ Tilboð á ýmsum vörum
Meðal Grímseyinga
Bókin er frásagnir af ævi Aðalheiðar Karlsdóttur. Fyrstu kaflarnir segja
frá þáttum úr lífi hennar sem ungrar stúlku, en síðan fjallar hún um þau
10 ár sem hún dvaldi í Grímsey og segir frá lífinu þar.
Fyrstu kaflamir em ekki í beinu samhengi við sjálfa frásögnina um lífið
í Grímsey, en Aðalheiður tekur fram í formálanum: „Og vera má, að fólki
finnist að í þeim sé ónauðsynleg frásögn, en það finnst mér ekki.“
Þessi bók er 'að mörgu leyti vel skrifuð, einkum er tekur að líða á frá-
sögnina. Aðalheiður flytur til manns síns, Þorleifs, út í Grímsey og þau
fá prestssetrið Miðgarða til afnota, því prestlaust var. Þetta var kostajörð
miðað við búskap í Grímsey, eggja- og fuglatekja, húsið tvilyft timburhús
Bókmenntir
Guðmundur G. Þórarinsson
með kjallara og tólf ær fylgdu jörðinni. „Hvergi í Grímsey var jafnveg-
lega byggt sem á Miðgörðum."
Höfundur segir frá daglegum störfum í eynni, bjargsigi og sjósókn. Hún
lýsir og mörgum þeim er hún átti samneyti við.
Oftast var mikill matur í eynni. Grímseyingar versluðu við útlendinga
er lágu á skipum við eyjuna, mest við Færeyinga og Norðmenn. En hart
líf hefur verið þama og öðruvísi en nú er umhorfs í eynni.
Höfundur lýsir vel hve erfitt var um vik ef veikindi bar að garði og er
saga hennar af veikindum dóttur sinnar í senn átakanleg og erfið. Margt
hefur á daga þessarar konu drifið og í henni verið sterkar taugar að tak-
ast á við það allt.
Hún segir frá þjóðhetju þeirra Grímseyinga, Daniel Willard Fiske, en á
þessum tíma voru þrír drengir í Grímsey er báru þetta nafn og segir það
nokkuð um hug Grímseyinga til þessa ameríska prófessors enda þjóðhá-
tíðardagur Grínseyinga 11. nóvember, fæðingardagur hans.
Höfundur segir frá loftbardaga yfir Grímsey seinni part sumars 1943.
Henni tekst vel að lýsa því hvemig skiptust á skin og skúrir í lífi hennar.
Mér liggur við að segja að á köflum sé þessi bók hugljúf og spennandi.
Það eykur mönnum þrek að kynnast því hvaða raunir fólk við nyrsta
haf stendur af sér.
Erfiöleikar í rekstri frystihússins urðu til þess að margir Grímseyingar
fluttu í land og Aðalheiður og Þorleifur fluttu til Ólafsfjarðar með böm sín.
Nú er langt um hðið og aðstæður í Grímsey aðrar en þá vom; flugvöll-
ur kominn, höfnin endurbætt, fastar ferðir til eyjarinnar og reisuleg íbúð-
arhús mynda smáþorp.
Það hefði gert bókina líflegri og komið lesendum betur í tengsl við fólk-
ið og atburðina að skreyta hana með myndum.
Aðalheiður Karlsdóttir
frá Garði
Bókaútgáfan Skjaldborg hf.
248 bls.
jounm mia
\Jt
ímritfyrir alla
Á NÆSTA SÖLUSTAÐ
EÐA (ÁSKRIFT j SllHA