Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1993, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1993, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993 Hljómplötur Hamrahlíðarkórinn syngur þjóðlög Meðal þeirra hljómdiska sem út hafa komið upp á síðkastið er diskur Hamrahlíðarkórsins með íslensk- um þjóðlögum. Stjómandi kórsins er eins og endranær Þorgerður Ingólfsdóttir. Þjóðlögin á disknum eru kom- in úr ýmsum heimildum en flest em skráð af Bjarna Þorsteinssyni. Útsetningar laganna fyrir kór hafa gert þeir Róbert A. Ottósson, Jón Ásgeirsson, Þorkell Sigur- bjömsson, Jón Þórarinsson, Hróðmar I. Sigurbjörns- son, Hafliði Hallgrímsson, Emil Thoroddsen, John Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson Heame, Gunnar Reynir Sveinsson, Wilhelm Lansky Otto, Hjálmar H. Ragnarsson, og Jórunn Viðar. Jón Þórarinsson ritar stuttan en greinargóðan pistil um íslensku þjóðlögin í bækling sem fylgir diskinum. Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng í einu laganna Enginn þarf að fara í grafgötur um hvílík menmngar- verðmæti íslensku þjóðlögin eru. Þau hafa öll ein- kenni alþýðlegrar listar sem fágast hefur í meðförum margra kynslóðaog náð að lokum hápunkti háþróðaðs einfaldleika þar sem við engu má hrófla eða hagræða án þess að verði til tjóns. íslensk tónskáld hafa lengi spreytt sig á því að útsetja þessi lög. Sú hefð hefur skapast meðal þeirra að ganga aö slíku verki með djúp- ri virðingu og ekki minni vandvirkni en væru menn að semja eigin tónlist frá gmnni. Af þeim sökum eigum við nú fjölmörg þjóðlög í útsetningum sem samsvara með prýði fegurð laganna og gefa þeim aukna dýpt. Á hljómdiski Hamrahlíðarkórsins er að finna mjög smekklegt úrval af slíkum verkum. Auðvitað munu vera skiptar skoðanir um ágæti einstakra útsetninga og ljóst er að sumum lætur þessi starfi betur en öðr- um. Hvergi verður þó sagt um lögin á diskinum að alúð skorti. Hamrahlíðarkórinn lætur ekki sitt eftir liggja hvað flutninginn varðar. Kórinn syngur eins og hann best getur og er þar flest til fyrirmyndar, hljómfegurð, skýr- leiki, textaframburður og sönggleði. Upptakan er prýðilega gerð og standa fyrir henniþeir Bjarni Rúnar Bjamason og Þórir Steingrímsson. Sumum kann að þykja þó endurómur fullmikill og verið getur að lit- brigði hefðu notið sín betur á aðeins þurrari hljóm- burði. Barokkblokkflautuleikur Hvers vegna er það sem jól og barokktónhst eiga svona vel saman? Getur veriö að sinnið setji samasem- merki milli jólaskreytinga og hugmyndarinnar um flúr, decoratio, sem er einn af hornsteinum barokktón- listar? Hvað sem því líður er barokktónlist snar þáttur af jólahaldi flestra sem ég þekki, annað tveggja slímu- setur á barokktónleikum eða mikið álag á hljómflutn- ingsgræjumar. Eitt höfuðvígi barokktónlistarinnar í landinu er að sjálfsögðu Skálholt, þar sem Helga Ingólfsdóttir og aðrir úrvalsmúsíkantar hafa haldið merki hennar á lofti árum saman. Þaðan hafa og komið áhugaverðar plötur og geislaplötur með barokktónlist. Um þessi jól er Bachsveitin í Skálholti helsti merkis- beri barokktónlistar á íslandi en fyrir henni fara bæði innlendir og erlendir tónlistarmenn, ekki síst Camilla Söderberg blokkflautuleikari. í nafni hennar hefur verið gefmn út geisladiskur með nokkrum fremur sjaldheyrðum verkum eftir Telemann og Vivaldi sem er með því allra áheyrilegasta sem hér hefur verið framleitt af barokktónlist. Skýrt og þýtt Og ekki að undra því auk Camillu leggja hönd á strengi þau Svava Bemharðsdóttir, Helga Ingólfsdótt- ir, Snorri Öm Snorrason og nokkrir aðrir þaulvanir hljóðfæraleikarar af yngri kynslóð. Verkin, sem hér um ræðir, em tvær svítur Telemanns fyrir A-moll blokkflautu og strengjasveit, svo og tvö verk eftir Vi- valdi annað fyrir sópranínó blokkflautu, hitt fyrir alt Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson blokkflautu, dittó fyrir strengjasveit. CamiRa Söder- berg er smekkvís blokkflautuleikari, mótar allar hend- ingar skýrt og þýtt, en stundum gæti hlustandinn þeg- ið eilítið meiri háska í leik hennar. Hún fær góðan stuðning af öðrum hljóðfæraleikurum, einkum og sérí- lagi þeim Helgu Ingólfsdóttur og Svövu Bernharðsdótt- ur. Upptakan er þægileg, eyrað fær tilfmningu fyrir „alvöru rými“ umhverfis hljóðfæraleikarana. Ég vil einnig vekja athygli á prýðilega læsilegri ritgerð um barokktónlist eftir Önnu M. Magnúsdóttur sem prýðir bækling með plötunni. Camilla Söderberg, blokkflauta & Bachsveitin I Skálholti Verk eftir Telemann og Vivaldi RÚV, JAPIS 93 JAP 002-2 Amerísk verk Út er kominn hljómdiskur með leik Blásarakvintetts Reykjavíkur. Hann skipa eins og kunnugt er Bem- harður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Joseph Ognibene, hom, og Hafsteinn Guðmundsson, fagott. Viðfangsefnin em öll eftir ameríska höfunda og er þama að finna verk eftir Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson Blásarakvintett Reykjavíkur. Fágaður og listrænn leik- ur. Samuel Barber, Irving Fine, Gunther Schuller, John Harbison, Amy Marcy Cheney Beach, og Heitor Villa Lobos. Tuttugasta öldin er öld blásarakvintettsins. Aldrei fyrr hafa tónskáld fundið eins vel hversu fjölbreytt og ríkt Ijáningartæki þessi hljóðfærahópur er. Hann er hins vegar vandasamur að skrifa fyrir. Hvert hljóð- færi hefur einn sérstakan lit og þarf að nálgast sam- hljóminn með nokkurri varúð. Verkin á þessum diski em öll vel valin og miðillinn virðist ekki veflast fyrir neinu tónskáldanna. Flest em þau að einhveiju leyti í nýklassískum anda þótt þau séu ólík og höfundamir nálgist viðfangsefnið hvert með sínum hætti. Meðal þeirra sem hvað mestan ferskleika hafa upp á bjóöa má nefna Quintet for Winds eftir Harbison. Hlýleiki Summer Music eftir Barber vermir einnig aö hjarta- rótum og svipað má segja um Pastorale eftir Beach. Verk VUla Lobos hefur einnig sterkan persónulegan svip sem hefur töluvprt aðdráttarafl. Blásarakvintett Reykjavíkur hefur fengið sinn skerf af hrósi í pistlum þessum í gegnum tíðina. Honum bregst ekki bogalistin hér frekar en endranær. Leikur hans er sérlega fágaður og listrænt fram settur. Chan- dos-fyrirtækið annast útgáfuna og upptökuna og er þar allt til fyrirmyndar. Ýmir leikur íslensk kammerverk íslensk tónverkamiðstöð í samvinnu við Ríkisútvarpið hefur gefið út geisladisk með verkum eftir ung íslensk tónskáld. Hljómsveitin Ýmir annast flutninginn en hana skipa Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Bryndis Halla Gylfadóttir, selló, Einar Jóhannesson, klarinett, Einar St. Jónsson, trompet, Marten var der Valk, slagverk, og Örn Magnússon, píanó. Verk- in á diskinum nefnast Sónata XXI, eftir Jónas Tómasson, Snjór, eftir Áskel Másson, Musubi, eftir Atla Ingólfsson, Renku, eftir Karóhnu Eiríks- dóttur, og Three Places in Japan, eftir Hilmar Þórðarson. Tilurð þessa disks varð með þeim hætti að japanskur tónlistarunn- andi, Michio Nakajima, sem hefur haft mikinn áhuga á íslenskri tónlist, ákvað að panta verk hjá fimm íslenskum tónskáldum. Skyldu þau vera fyrir hljóðfærahóp sem hann sjálfur valdi. Hljómsveitin Ýmir var stofnuð Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson til þess að flytja verkin á Myrkum músíkdögum árið 1993 og til þess að leika verkin inn á hljómdisk. Mun Nakajima hafa átt mikinn þátt í því að gera fyrirtækið fjárhagslega mögulegt. í verkunum taka tónskáldin til úrvinnslu ýmsa þætti úr japanskri menningu sem þau hafa hrifist af. Þannig sækir einn innblástur í jap- anskt ljóð, annar í fornar sagnir japanskar, þriðji til fagurra staða í Jap- an, sem hann hefur heimsótt, o.s.frv. Þrátt fyrir þetta hljóma verkin eins og íslensk tónlist, enda ekki til annars ætlast. Ýmsum ólíkum vinnubrögð- um er beitt í verkunum eftir smekk og andríki tónskáldanna og er það eitt sem gerir diskinn fróðlegan til hlustunar fyrir þá sem kynna vilja sér strauma og stefnur sem uppi eru í tónlist samtimans. Hljóðfæraleikur í verkunum er mjög vandaður og hefur þar hvórki verið sparað ómak né erfiði. Upptakan er einnig smekklega gerð og koma þar við sögu Bjarni Rúnar Bjamason, Einar Jóhannesson, og Þórir Stein- grímsson. Annar frágangur á diskinum er sömuleiðis mjög góður. Edda Erlendsdóttir gerir verkum Grieg góð skil. Edda leikur eftir Grieg í júní síðastliðnum voru 150 ár síðan Edvard Grieg fæddist. Af því til- efni hefur ýmislegt verið gert til að heiðra minningu þessa merka, norska tónskálds. Þess á meðal hefur nú komið út hljómdiskur þar sem Edda Erlendsdóttir píanóleikari leikur verk eftir Grieg. Það era svonefnd Lý- rísk smáverk sem þama gefur að heyra ásamt með Holberg svítunni op. 40. Eins og kunnugt er var Grieg náttúraunnandi og sótti sér óspart efnivið í norska þjóðlagatónlist. Lýrísku verkin era flest hvað tungutak varðar í stíl þýskra rómantískra höfunda. Andinn er hins vegar norskur og tekst Grieg oft á aðdáunarverðan hátt að sameina alþýðlegan einfaldleika og háþróaða list. Má heyra mörg dæmi þess í lýrísku verkunum. Holberg Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson svítan er annað verk sem býr yfir heillandi aðdráttarafli einfaldleikans sem ekki er auðvelt að festa hendur á eöa skilgreina. Forleikurinn er sérlega áhrifaríkur að þessu leyti en svipað gildir einnig um síðari kafla þar sem hin eðlilega lagræna gáfa Griegs nýtur sín mjög vel. Edda Erlendsdóttir gerir verkum þessum einkar góð skil. Það má vel greina að hún á auðvelt með að tileinka sér hinn sérstaka anda Griegs og túlkun hennar er mjög eðlileg og smekkvís. Upptaka og annar frágang- ur á disknum er ágætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.