Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Móeiður Júníusdóttir og Eyþór Amalds eru langt írá því að vera óþekkt tónlistarfólk eins og alþjóð veit. Nú fyrir jólin gaf Móeiður út plötuna „Móa syngur lögin við vinnuna" og Eyþór hefur um árabil verið einn liðsmanna hljómsveit- arinnar Todmobife sem er nú ný- hætt störfum: „Maður er óneitanlega frelsinu feginn og uppfullur af orku til að takast á við nýja hluti í framtíðinni," segir Eyþór aðspurður. Bong er ekki beinlínis nýtt fyrir- bæri, heldur varð hugmyndin til fyrir rúmlega ári. „íslendingar eiga það til að ofhlaða sig vinnu og þau verkefni sem ekki hafa tímatakmark eiga það til að verða útundan. Það er ekki fyrr en fyrst núna að við Móeiður getum farið út í þetta af einhverjum krafti og það er einmitt það sem við ætlum að gera.“ Bong hefur nú þegar gefið út tvö lög á safnplötum fyrst á „Núlli og nix“ diskinum og nú síðast á plötunni Ýkt stöfif. „Okkur fannst við hæfi að byrja á núíli og vinna okkur síðan upp. Það er eins með allt, fólk þarf tíma til þess að venjast nýrri tónlist og við stefnum ekki á heimsyfirráð með þessu verkefni, okkar markmið er einungis að gera góða tónlist.“ Landkönnun Og hvernig tónlist spilar svo dúettinn Bong? „Við erum leitandi“ samsinna þau. „Þetta er eins konar land- könnun fyrir okkur. Við erum með áttavitann og stefnum ákveðna átt í þeirri trú að við finnum eitthvað gott. Aðalmarkmiðið er i raun og veru að gera sem best.“ Verður dúettinn ballhljómsveit? Spurn- ingin vekur kátínu aðspurðra. „Nei,“ segja þau í kór. „Það er eiginlega þannig á íslandi að þú ert annaðhvort í ballspilamennskunni tónli0l Bong. Eyþór Arnalds og Móeiður Júníusdóttir. DV-mynd GVA Eyþór Arnalds og Móéiður Júníusdóttir skipa Bong: Landkönnun á nýju ári eða ekki og við höfum ákveðið að vera ekki með. Okkur finnst ball- spilamennska líka móta íslenskar hljómsveitir mjög mikið, kannski á þann hátt sem við viljum forðast. Nú eru lögin meira og minna unnin á tölvum og hljóðgervlum, á að leggja almennum hljóðfærum í bili? „Nei, nei, langt frá því. Núna um daginn vorum við til dæmis að taka vikunnar upp strengjakvartett í Réttarholts- skóla sem við ætlum að nota í nýtt lag sem kemur út á safnplötu innan skamms. Fjölbreytileiki hljóðfæra er okkur mikið mál og það er líka bara svo skemmtilegt að blanda saman hinum og þessum hlutum, nokkurs konar tilraunaeldhús." Samstarfið og sambúðin „Þetta fer vel saman,“ samsinna þau. „Að sjálfsögðu eru alltaf ein- hveijir árekstrar en þetta er eins og með margar aðrar hljómsveitir. Bjuggu Bítlamir ekki saman?“ Eftir þvi sem undirritaður best sá var mikill sannleikur í þessum orðum parsins og samstarfsaðilanna og þau virtust tilbúin að takast á við næstum hvað sem er. Hver er svo stefnan, hvað ber framtíðin í skauti sér? „Það er að sjálfsögðu markmið hverrar hljómsveitar að búa tilstóra plötu og það er það sem við vinnum að. Lögin á safnplötunum eru mikið til að kanna jarðveginn og þróa stíl,“ Nú er efnið á ensku, er sérstaklega stefnt á erlendan markað? „Enskan er alþjóðamál og eign allra sem hlusta á dægurtónlist jafnt íslendinga sem Nýsjálendinga.“ Bong er sem sagt kominn á fullt skrið eftir að önnur verkefni hafa verið sett til hliðar og á næstunni má búast við lagi á safnplötu og síðan stórri plötu ef efnið fellur í góðan jarðveg. Bong má því kallast rísandi afl í islensku tónlistarlífi og á ég þeim Móeiði og Eyþóri bestu þakkir fyrir spjallið og kaffið. GB Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikur inn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spurn- ingar um tónlist. Fimm vinnings- hafar hljóta svo geisladisk í verð- laun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisladiskurinn Ýkt stöfif, saffiplata, sem er í verðlaun. Hér koma svo spurningarnar: 1. Beint í 14. sæti íslenska listans kemur lagið Rússinn með Todmobile. Hvað hafa mörg lög af plötunni Spillt farið inn á listann? 2. í 39. sæti íslenska listans kemur lagiö Small Song með Pís of keik. Hvað heitir platan með þeim sem kom út fyrir síðustu jól? 3. Meat Loaf er í 13. sæti listans. Hvað heitir söluhæsta platan hans? Meat Loaf er i 13. sæti Islenska listans. DV, Tónllstargetraun Hér eru svörin úr getrauninni sem Þverholti 11 birtist 30. desember: 105 Reykjavík 1. Tvær. Rétt svör sendist DV fyrir 27. janúar, merkt: Dregið verður úr réttum lausnum 27. janúar og rétt svör verða birt í blaðinu 3. febrúar. 2. Automatic for the People. 3. Both Sides.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.