Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 29 Ægir saman rappi og reggae , - Bubbi Morthens tilbúinn með efni á nýja plötu Þegar Bubbi Morthens lýsir þvi yfir aö hann ætli að vera með plötu fyrir jól 1994 kemur það fæstum á óvart. Á síðustu tveim árum hafa komið út fjórar plötur með Bubba og má með sanni kalla hann einn afkastamesta listamann landsins. Á löngum ferli hefur hann komið víða við hvað varðar tónlistarstefnur. Plötur hans hafa spannað allt frá því að vera harðasta rokk í að vera ljúfasta kántrý en meginhluti þeirrar nýjustu var samin í helgarferð til Amsterdam. „Platan á að vera ívaf rapps og reggae-tónlistar," segir mað- urinn, kokhraustur, eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Það sem heillar mig í dag er ekki þetta taktfasta tölvu- reggae. Það verður að vera svona gangandi swing, kannski tveir tónar undir og vaðandi melódía, vélbyssukjaftur og svo er fræsað við svona eldgömlum Hollywoodstönd- urdum.“ Þetta er sem sagt.formúlan að næstu plötu. Rammpólitískt eða beint frá hjartanu? En verður hún pólitísk? „Aðal- ástæðan fyrir því að ég fer út í rappið núna er að það er alveg ótrúlega kraft- mikið auk þess sem enginn er að gera þetta hér á landi.“ Textana segir Bubbi vera úr öllum áttum. „Þetta er ekki endilega pólitískt heldur finnst mér ég hafa mikið að segja. Tökum sem dæmi tvo texta. Annar er um atvinnuleysi, hinn um illa notkun á ensku í þjóðfélaginu. Ég er að bauna á íslenskar hljómsveitir sem syngja á ensku en þó sérstaklega er ég að bauna á Versló sem setur upp verkið Jésús Kristur Mannssonur á ensku þegar til eru tvær íslenskar þýðingar. Allir vita hvemig atvinnuástandið er í þjóðfélaginu í dag.“ Rappið alíslenskt Ertu ekkert hræddur við að breyta svona oft um tónlistarstefhur? „Mér finnst það ekki skipta svo miklu máli meðan minn hljómur og minn stíll skín í gegn.“ _ Hvað með rappið, er islenskan ekki afleit í þetta? „Nei. Þetta form hefúr lengi verið til hér á íslandi. Líttu bara á Bólu- Hjálmar, hann hlýtur að hafa verið einna fyrstur til að rappa. Þetta er eins íslenskt og það gerist,“ segir maðurinn og kippir fram bók með Hjálmari og byijar að rappa og mikið rétt, það stenst, Bólu-Hjálmar var án Suede Ofsótt af lögreglunni Suede á í baráttu á mörgum vígstöðvum eins og kemur fram hér á síðunum. Nú síöast bættist breska lögreglan í hóp þeirra sem hafa horn í síðu hljómsveitarinnar. Fyrir skömmu voru liðsmenn Suede á leið heim til Lundúna eftirtónleikahald í Worthing þegar lögreglubíll stöðvaði för þeirra. Engin skýring var gefin á þessu framferði lögreglunnar en hún gerói nákvæma leit í bílnum án þess að finna nokkuó óvenjulegt. Suede var síðan leyft að halda för sinni áfram. Talsmenn hljómsveitarinnar segja aó lögreglan hafi ekki gefið neinar skýringar á þessu en hins vegartelja ýmsir aðilar sem til þessara mála þekkja að ummæli sem höfð voru eftir Brett Anderson í tímaritinu Vox séu tilefni aðgerða lögreglunnar. í viðtali við Vox gefur Anderson í skyn að hann noti eiturlyf og þar sem fáttfari fram hjá eiturlyfjadeild lögreglunnar sé þarna komin skýringin á áhuga hennar á Suede. -SþS- _________________ Bubbi Morthens segir að rappið hafi lengi verið til á og Bólu-Hjálmar hafi verið einna fyrstur til að rappa. DV-mynd Brynjar Gauti vafa fyrsti íslénski rapparinn. „Eins og þessi tónlistarstefna er vinsæl í dag finnst mér bara skrýtið að enginn sé að gera þetta hér heima.“ Upptökur erlendis og barnabók Eins og áður hefur komið fram blandar Bubbi saman rappi og reggae á þessari plötu og til þess að ná hljómnum hefur verið ákveðið að taka hana upp úti. „Annaðhvort í London eða á Jamaica. Það þýðir ekkert að vinna með tónlistarmönn- um sem eru að þykjast, þetta verður að vera í blóðinu.“ Platan verður tekin upp í júní því það hefur sýnt sig hjá Bubba að jólaplötur, sem eru teknar upp á sumrin, gefa lífmu lit þegar dimma tekur. En það er fleira í deiglunni fyrir þessi jól. Bubbi hefur ákveðið í samvinnu við Setberg að gefa út barnabók sem ber nafnið „Rúmið hans Áma“. Bókin fjallar um strák sem sefur sjaldan í sínu eigin rúmi þar til hann kemst að því að rúmið getur tekið á sig alls kyns myndir. Þetta verður samvinnuverkefni hans og bróður hans. Það er sem sagt nóg að gerast hjá honum Bubba Morthens þessa dagana og fólk á öllum aldri getur farið að hlakka til jólanna. Fyrir þá sem vilja fá forskot á sæluna er Bubbi þessa dagana að kynna þetta nýj a efni einhvers staðar á landinu, þannig að það er best að hafa augu og eyru opin. GBG Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það geisladiskurínn Bom To Choose sem er i verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað kostar tvöfaldi geisladiskurinn Hit Mix ‘94 í Japis? 2. Út er kominn nýr safndiskur með REM, Soundgarden, Tom Waits, Cowboy Junkies, Helmet og fleiri. Hvað heitir hann? 3. Hvað era margar mix-útgáfur af laginu Big Time Sensuality með Björk á samnefndum diski? Rétt svör sendist DV fyrir 10. mars merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 10. mars og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 17. mars. Hér era svörin úr getrauninni sem birtist 10. febrúar: 1. Milljónamæringamir. 2. T.d. Cream, Yardbirds, Traveling Wilbury’s. 3. Top of the World. DV og Japis Tónlistargetraun Hvað eru margar mix-útgáfur af laginu Big lime Sensualhy með Björk á samnefndum diski?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.