Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 4
30
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994
V *
f©nlist
Flóttamenn
og heimspekingar
Rappsveit með nýtt viðhorf kemst inn á markaðinn
„Við berum ekki byssur og við
köÚum ekki svartar systur okkar
tæfur. Það er nýtt viðhorf í rappinu,"
segir Pras í Fugees. Fugees er
rapphljómsveit með þrem aðilum,
Haítí-frændunum Wycleff Jean
(„Cleff‘), Prakazrel Michael (,,Pras“)
og söngkonunni og rapparanum
Lauren Hill. Nafnið Fugees er dregið
af orðinu „refugees" og skýrir mjög
vel afstöðu hljómsveitarinnar til
þjóðfélagsins. „Við leitum öll hælis í
okkar eigin heimi. Við viijum öll flýja
eitthvað... Við erum í raun inn-
flytjendur vegna þess að við reynum
að komast á ákveðinn stað en endum
aldrei þar,“ segir Cleff á mjög svo
heimspekilegan hátt.
Áhrifamikil byrjun
Fyrsta plata Fugees, sem ber
nafnið „Blunted On Reality", er
áhrifamikil byrjun sem kemur þeim
án efa þangað sem þau vilja fara þrátt
fyrir upprunann. Platan blæs lífl í
reynslusögu Pras og Cleff þar sem
bandaríska þjóðfélagið hefur vart
litið á þá öðruvisi en „flóttamenn"
eða „bátafólk“ fram að þessu. Fugees
Úr leikriti - Gauragangur:
★ ★ ★ ★
Gauragangur er besta söngleiksverk
sem komið hefur út hér á landi síðan
Með allt á hreinu kom út. -SÞS
Elton John - Duets:
★ ★ ★
! heild er Duets vel heppnuð plata sem
vinnur á við hverja hlustun. Lög Eltons
eru bæði ný og gömul og sameinast í vel
heppnuðum Ðutningi. -HK
Úr kvikmynd - Philadelphia:
★ ★ ★
Philadelphia er sérstaklega góð og
heilsteypt plata af kvikmyndatónlist að
vera og nú er bara að bíða og sjá hvort
myndin er eins góð og platan. -ÁT
Jackson Browne - l'm Alive:
★ ★ ★
Það er mikið gleðiefni fyrir gamla
Jackson Browne-aðdáendur að heyra að
hann virðist vera að ná sér á strik á ný.
-SÞS
Smokin Suckaz Wit Logic
- Playin' Foolz:
★ ★ ★
Góðir rapptextar, fullir af ádeilu með
fónk- og rokkáhrifum sem hafa góö áhrif
á heildarmynd plötunnar. -GBG
Atomic Swing
- A Car Crash Into The Blue:
★ ★ ★
Plata Atomic Swing er eitt besta
byijendaverk ársins 1993, einkennandi
við plötuna eru óhefðbundnar
hljómasamsetningar og áheyrilegar
laglinur.
-GBG
INXS
- Full Moon, Dirty Hearts:
★ ★ ★
Þessi plata er það besta sem komið
hefur frá þessari áströlsku hþómsveit í
langan tíma. -GBG
Crowded House
- Together Alone:
★ ★ ★
Þeir sem hafa ánægju af vandaðri
melódiskri popptónlist ættu ekki að iáta
þessa plötu fram hjá sér fara.
-SþS
notar nú þessi 12 lög til að sýna
hennar hlið af sögunni. Platan inni-
heldur auk þess sögur af flóttafólki
með alls kyns uppruna. „Við erum
öll flóttamenn. Þú flýrð frá
peningum, konunni þinni, kallhmm,
krökkunum _ við duttum bara inn á
að vera svartir karlmenn _ við flýjum
kúgun _ ekki frá þjóðfélaginu heldur
frá okkar eigin fóúri...“
Uppeldi, dóp og
tónlistaráhrif
Fugees hefur uppgötvað líf án
eiturlyfja og mátt þess að komast í
náttúrulega vímu með því einu að
spila tónlist og gefur með þessu sterk
skilaboð til ungu kynslóðarinnar.
Áhrifin í tónlistinni eru margvísleg.
Sameining á reggae, rokki, fónki og
flóknum austurstrandaráhrifum
koma Fugees á þá dýpt sem mun lyfta
austurstrandarrappi upp á næsta
stig. Þegar hljómsveitin er beðin um
helstu áhrifavalda koma nöfnin Bob
Marley, Phil Collins, Gxms N’Roses,
Doors, Jimi Hendrix, Thelonius
Monk, Pink Floyd og Elton John
strax upp á yfirborðið. Þetta er skrýt-
ið, við viðurkennum það, en þetta er
okkar tónlist. Uppeldi hljómsveitar-
meðlima hefur verið svipað. Öll
fengu þau strangt kirkjuuppeldi sem
meðal annars bannaði þeim að hlusta
á þessa tegund tónlistar. Hljóm-
sveitin hefur hins vegar náð þetta
langt og heldur áfram með boðskap
sem fleira fólk ætti að hlusta á.
GBG
Fugees hefur uppgötvað Irf án eiturlyfja og mátt þess að komast í náttúrulega vímu með því einu að spila tónlist og gefur með
þessu sterk skilaboð til ungu kynslóðarinnar.
^þ&tugagnrýni
the cranberrles
tXu, ir J. iií>J. vUj*
The Cranberries _ Everybody Is
Doing It, So Why Can't We?
★ ★
Litlaus heild
Nýlega ruddist hljómsveitin
Cranberries inn á vinsældalista í
Evrópu með lagið sitt Linger.
Smáskífan hefur réttilega fengið
framúrskarandi dóma. Nú er hins
vegar komin út stór plata sem
inniheldur þetta sama lag auk ellefú
annarra.
Hljómsveitin hefur náð að kalla
fram mjög sérstaka stemningu þar
sem hægt er að hlusta á plötuna án
þess að taka eftir lagaskiptum nema
með því að fylgjast náið með
geislaspilaranum. Þetta er í sjálfú sér
einstakt aírek og ekki á margra færi
að leika það eftir. Hljómsveitin
brýtur þó tvisvar upp einstaka
stemningu. Það eru lögin „Dream" og
„Linger" sem eiga heiðurinn af þessu
uppbroti og eru jafnframt bestu lögin
á plötunni.
Ef hljómsveitin hefði gert
afganginn á plötunni í samræmi við
þessi tvö væri hægt að segja plötuna
góða heild en svo er ekki. Platan er
heild _ ekki misskilja það _ bara ekki
nógu góð. Miðað við aút og allt hefði
hljómsveitinni nægt að gefa út
smáskífuna.
Guðjón Bergmann
ln Pieces _ Garth Brooks
★ ★ ★
Margbrotinn
listamaður
Amerískar kántríhetjur hafa átt
misgóðu gengi að fagna á
alþjóðamarkaði þrátt fyrir mikla
lýðhylh heima fýrir. Þannig hefur
þessu verið varið með Garth Brooks;
hann hefur mokað út milljónum af
plötum vestanhafs og það í svo
gegndarlausu magni að stærstu
poppstjömur og rokkarar hafa vart
verið hálfdrættingar á við hann. Hins
vegar hefúr hann hingað til vakið
afskaplega litla athygh utan
Bandaríkjanna.
Á þessu er þó að verða breyting
því að um þessar mundir gengur
mikið Garth Brooks æði yfir Breta og
þá er við því búið að fleiri þjóðir fylgi
í kjölfarið. Hér á íslandi er nokkuð
greinilegt að það er breski
markaðurinn sem leggur línumar.
Lítið hefur heyrst í Garth Brooks í
útvarpi hér þrátt fýrir fádæmi
vinsældir hans vestanhafs en um leið
og hann nær eyrum breska
markaðarins byrja lög hans að skjóta
upp kollinum hérlendis líka.
Tónlist Garth Brooks er langt frá
því að vera það sem hægt er að kalla
hreinræktað kántrí. Hún er nefnilega
ótrúlega blönduð þó svo að
sveitailmurinn sé yfir þessu öllu hjá
kappanum. Sumpart minnir Brooks á
margt af því sem kántrírokksveitir á
borð við Eagles o.fl. vom að gera fýrr
á árum, sumt minnir á Lionel Ritchie
og svo bregður hann undir sig
blúsfætinum þegar svo ber undir.
Alit myndar þetta bráðskemmtilega
blöndu; lögin afskaplega aðgengileg
og grípandi og engin fúrða eiginlega
að Brooks skuli hafa orðið þessi
megahetja sem hann er. Svo er ekki
verra að hann er hörkugóður
söngvari með breitt svið og ræður vel
við öll þessi form sem hann hrærir
saman. Hann er aftur á móti ekkert
heljarmenni í lagasmíðunum en það
kemur ekki að sök; hann virðist hafa
nóg af hæfileikafólki á því sviði í
kringum sig.
In Pieces er réttnefhi á þessari
plötu Garth Brooks, hún
samanstendur af mörgum smáum
bútum og brotum af ýmsum
tónlistarstefnum sem mynda sterka
heild; einfaldlega góða plötu.
Sigurður Þór Salvarsson
Blind Melon _ Blind Melon
★ ★ ★ i,
Ögrandi og
ferskt rokk
Fyrsta og eina plata Blind Melon
kom út árið 1992 og þykir mér því
löngu orðið tímabært að skrifa um
hana. Hljómsveitin hefúr getið sér
gott orð siðustu tvö ár og á tímabili
var platan Blind Melon sú söluhæsta
í Bandaríkjunum. Hljómsveitin vakti
fýrst athygh þegar Shannon Hoon,
söngvari hljómsveitarinnar, birtist i
myndbandi hljómsveitarinnar Guns
N’ Roses i laginu Don’t Cry. Platan
ber lítinn ef nokkum byrjendabrag
með sér. Hljómsveitin spúar ögrandi
rokkmelódiur og rödd Shannon Hoon
vekur verðskuldaða eftirtekt, skerandi
en samt melódísk og með afbrigðum
kröftug. Hljómsveitin leyfir sér að
fleyta rokkinu inn á nýjar brautir,
jafúvel hálan ís ef svo mætti að orði
komast og vari skal hafður á við
fýrstu hlustun því að hljómsveitin
vex á manni. Platan krefst athygh og
það gerir hljómsveitin einnig. Það er
lítið meira um plötuna að segja nema
ef hún er ekki th í plötuskápnum
þínumö.
Guðjón Bergmann