Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Síða 4
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 Tori Amos kveður sér hljóðs á ný - sendir frá sér nýja plötu, þremur árum eftir að Little Earthquakes kom út Tori Amos vakti verðskuldaöa at- hygli fyrir fyrstu plötuna sína, Little Earthquakes. Platan kom út árið 1991 og fékk góðar viðtökur. Seldist að vísu ekki í neinum tugmilljóna- upplögum en vakti hrifningu og kom söngkonunni á kortið ef svo má segja. Hún kom meira að segja hingað til lands til að fylgja plötunni eftir og spilaði á Hótel Borg. Það er núna, þremur árum síðar, sem hún fylgir Little Earthquakes eftir því að í síðasta mánuði kom út platan Under The Pink. Þótt platan sé ekki búin að vera lengi á markaðinum bendir eigi að síöur ýmislegt til þess að viðtökumar ætli að verða góðar. Önnur plata listamanns sem slær í gegn með sinni fyrstu getur oft orðið skeinuhætt. Því fékk Terence Trent D’Arby að kynnast. Sömuleiðis Tracy Chapman og fleira gott fólk. Kannski er þar komin skýringin á að Tori Amos lét líða tæp þrjú ár milli platna. For- smekkinn að Under The Pink gaf hún með laginu Comflake Girl sem kom út á smáskífu í janúar og gerði það gott á hreska vinsældalistanum. Lag- ið er nú einmitt á íslenska listanum og bendir það til þess að fólk sé síður en svo húið að gleyma söngkonunni. Ameríkumaöur í London Tori Amos er bandarísk, dóttir prédikara og uppalin í höfuðborginni Washington DC. Hún er rúmlega þrítug en er eigi að síður búin að fást við tónlist í á þriðja áratug! Hún var komung þegar í ljós komu miklir tónlistarhæfileikar og henni var boðið að nema tónlist við Peabody tónlistarskólann í Baltimore innan um sér miklu eldra fólk. Ein af æsku- minningum söngkonunnar er þegar hún komst fimm ára gömul í kynni við Sgt. Pepper’s plötu Bítlanna og samstúdentar hennar í Peabody kenndu henni að meta Hendrix, Doors og fleiri þekktar hetjur sjö- unda áratugarins. Þegar Tori Amos var ellefú ára var henni vísað úr Peabody skólanum fyrir að uppfylla ekki væntingar kennaranna. Kannski engin furða. Stúlkan neitaði að spila eftir nótum en vildi leika eftir eyranu. Hún tók ástfóstri við Lennon og McCartney og sagði síðar að vafalaust hefði hún þá þegar gert sér grein fyrir að þeir vom lagahöfundar og að hún átti meiri samleið með þeim en gömlu meisturunum sem kennararnir héldu að henni. Það var á unglingsárunum sem tónlistarferillinn hófst. Tori lék þá á börum sem ætlaðir vom kynhverfum og segir sjálf að engir aðrir hafi viljað ráða sig. A þessum árum stofnaði hún hljómsveitina Why Can’t Tori Read? sem sendi frá sér hljómplötu sem var svo slæm að Tori vfll helst ekki ræða um hana. Ferillinn fór ekki að blómstra fyrr en hún fluttist til Bret- lands og settist að í London í byijun þessa áratugar. Hún fékk plötusamning við alvöm hljómplötu- fyrirtæki en vill raunar meina að forráðamenn þess hafi haldið að þeir væra að gera samning við allt öðm vísi tónlistarmann en þeir sátu síðan uppi með. A nýju plötunni, Under The Pink, er eitt og annað sem miimir á það sem Tori Amos var að fást við á Little Earthquakes. Platan er þó það sem oft og iðulega er skilgreint rökrétt framhald fyrri verka. Þó er nýja- brumið farið af listakonunni og þar af leiðandi kemur Under The Pink kannski ekki á óvart. Hins vegar ætti fólk ekki síður að geta velt vöngum yfir nýju textunum hennar en þeim gömlu. Þar er ýmislegt sagt sem ekki skilst í fljótu bragði. Og skilst kannski aldrei rétt eins og hjá skáldinu sem sagði: „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.“ -ÁT ^Kitugagnrýni Ýmsir - In the Name of the Father: ★ ★ ★ Gott samræmi ólíkra þátta Það fyrsta sem hrifúr í hinni ágætu kvikmynd In the Name of the Father er áhrflaríkt titillagt sem flutt er af Bono, Gavin Friday og fleiri. Þar kveður við hárðan tón sem er samt svo írskur að uppruninn leynir sér aldrei. Hver annar en íri gæti í upptalningu, sem ávallt byrjar á In the Name of, kveðið: In the Name of the Whiskey, In the Name of the Song. Bono er sannur íri og hann hefur sjáflsagt aldrei verið jafii írskur og í þeim þremur lögum sem hann ásamt Gavin Friday og Maurice Seezer hefúr samið fyrir kvikmyndina, lög sem em hvert öðm betra og lyftir tónhstinni úr kvikmyndinni langt yfir meðallag. Sjáflur syngur Bono tvö laganna en endalagið í myndinni Passage of Time syngur Sinéad O’Connor og gerir það vel. Ég er samt ekki ftá því að Bono hefði gert laginu betri skfl, enda eins og klæðskerasaumað fyrir hann. Annars er eftirtektarvert hve mikið samræmi er í tónlistinni. Eldri lögin, með Jimi Hendrix, The Kings, Bob Marley og Thin Lizzy, falla vel að umgjörðinni og taka aldrei völdin af nýju iögunum. A Whiskey in the Jar með Thin Lizzy sker sig nokkuð frá öðrum, enda útsetning á þessu vinsæla írska lagi ólík þeirri útsetningu sem hlustendur kannast best við. Einn besti tónhstarmaður sem fæst við kvikmyndatónlist er án efa Trevor Jones. Hann er ávaht mjög áhugaverður í tónlistarsköpun sinni. Jones semur hina eiginlegu kvikmyndatónlist sem birtist í þremur lögum á plötunni. Eins og efni myndarinnar gefur tflefni tfl er lítil gleði í þeirri tónhst heldur drungi og kuldi, undantekning er Walkin the Circle, einstaklega faflegt stef. Útsetningar Jones á lögunum em frábærar. Hann nýtir sér hefðbundna spflamennsku The London Phflharmonic og blandar ýmsum hljóðum til að auka áhrifm. Hilmar Karlsson Willie Nelson - Moonlight Becomes You ★ ★ Sitt af hverju tagi Ekki veit ég hvort það em blankheit sem reka Wilhe Nelson út í jaftiöra plötuútgáfú og raun ber vitni. í fyrra kom út hin rómaða plata Across the Boarderline og á dögunum áttum og heildarmyndina skortir. Rólegheitin em yfirgnæfandi á plötunni en Wflh slær i klárinn inni á milli með dillandi banjó og fiðlur til reiðar. Sum lögin em allt að því hreinræktaður jass, eins konar sveitajass, og svo er stutt í blúsinn í nokkrum lögum. Allt er þetta flutt af mikilli smekkvísi, það vantar ekki, en eins og áður er getið virkar þetta ekki sem heild heldur samsafh af óskyldum lögum. Sem dæmi má taka að Wihie leggur til atlögu við tvö gömul og góð dægurlög á plötunni; annað er gamli standardinn Sentimental Joumey en hitt er You Always Hurt the One You Love. Það verður að segjast að þó WUlie hafi oft gert gömlum lögum góð skfl er því ekki að heilsa í þessu tilviki; sérstaklega er Sentimental Joumey flatt og kauðslegt i þessari útsetningu sem hér er boðið upp á. En þótt Willie séu nokkuð mislagðar hendur á þessari plötu skiptir það ekki öllu máli fýrir vini hans; Willie er alltaf Wfllie og þar með basta. Sigurður Þór Salvarsson barst mér í hendur þessi plata sem hér er til umfjöllunar, Moonhght Becomes You, en hún er reyndar skráð útgefm 1993. Þessi plala nær ekki sama fluginu og Across the Boarderline enda ekki á hvers manns færi að gefa út tvær toppplötur á sama árinu. Það sem háir þessari plötu er hversu sundurleit hún er, lögin virðast samtíningur úr hinum og þessum Beasty Boys -Some Old Bullshit ★ Afsakanleg útgáfa Some Old Buhshit með Beasty Boys bar nafn með rentu. Á plötunni er að finna eldgamlar upptökur frá árinu 1982 og nærliggjandi árum en þá var hljómsveitin frekar kennd við pönkstefúuna en rappið. Mflii þess að hætta gaf hljómsveitin út nokkrar smáskífúr sem nú era illfáanlegar að sögn Michaels Diamonds (söngvara). Þessi svokallaða tónlist, sem fyrirfinnst á plötunni, höfðar einungis tfl ákveðins hóps af fólki í uppreisnarhug. Þetta er sem sagt ekki vinsældapopp. Úgáfan er hins vegar afsakanleg þegar í ljós kemur að Beasty Boys settu upp sitt eigið plötufyrirtæki til þess að geta geflð út gamalt og ilifáanlegt efiii. Þeir eyddu sínum eigin peningum í útgáfuna og eiga sennflega eftir að græða á henni því hljómsveitin á jú sína einlægu aðdáendur. Platan er á annan bóginn hreint og beint eymaskemmandi en á hinn bóginn er hún ágætis nostalgíuútgáfa fyrir þá sem við þessa tónlist gældu á sínum tíma. Guðjón Bergmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.