Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1994, Blaðsíða 4
20 Sýningar Galleri Greip A morgun verður opnuð sýning á smá- hillum og borðum eftir Gunnar Magn- ússon. Sýningin stendur til 4. maí. Galleri Sævars Karls Bankastræti 9 Þar stendur nú yfir sýning á teikningum Gunnlaugs Blöndal (1893-1962). Sýningin stendur til 21. april og er opin á verslunartíma, á virkum dögum kl. 10-18. Gallerí 11 Skólavörðustig 4a, sími 11138 Margrét Sveinsdóttir sýnir oliumálverk. Sýningin stendur til 25. apríl og er opin alla daga kl. 14-18. Gerðuberg Þar stendur yfir myndlistarsýning Óskar Vilhjálmsdóttur. Á sýningunni eru Ijós- myndaverk og einnig innísetning með þremur sjónvarpsskjám, hljóðverki og myndbandi. Sýningin stendir til 24. aprll og er opin mánudaga til fimmtu- daga kl. 10-22 og föstudaga til sunnu- daga kl. 13-16. Götugrillið Borgarkringlunni Sigurður Vilhjálmsson sýnir verk sín til 20. apríl. Hafnarborg Strandgötu 34 Þar stendur yfir yfirlitssýning Henriks Vagns Jensen. A sýningunni eru hand- unnin grafíkverk, landslagsmyndir og portrett. Sýningin er opin daglega kl. 12-18 nema þriðjudaga. „Hjá þeim" Skólavörðustig 6b Soffía Sæmundsdóttir sýnir verk sín. Hún sýnir þrykk, unnin á vordögum 1993. Sýningin stendur til 28. april og er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-14. Þetta er önn- ur einkasýning Soffíu en hún útskrifað- istfrá grafíkdeild MHl 1991. Café Mílanó Faxafeni 11 Guðrún H. Jónsdóttir (Gígja) sýnir málverk. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga, kl. 9-1 föstu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 9-23.30. Kjarvalsstaðir Þar standa yfir sýningar á verkum eftir Jóhannes Kjarval I austursal, Huldu Hákon I vestursal og Ólaf Gíslason í miðsal. Hulda sýnir myndir af eldi og blómum, bæði I þrívidd og í málverki. Sýning Ólafs ber heitið „Vernissage" eða á nútímamáli „sýningaropnun". Allar sýningarnar standa til 8. maí og eru opnar daglega frá kl. VO-18. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, simi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyju- götu. Listasafn íslands Þar stendur yfir sýning á túskteikning- um í eigu safnsins eftir Barböru Árna- son við Passíusálma Hallgrims Péturs- sonar. Sýningin stendur til 8. mai. Þá stendur einnig yfir sýning á verkum Jóns Gunnars Ámasonar. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Þar stendur yfir sýning sem ber heitið Hugmynd - höggmynd úr vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar. Úrval verka frá óllkum tímabilum í list Sigurjóns hefur verið sett upp. Sérstök leiðsögn um safnið er á sunnudögum kl. 15 fyrir börn og foreldra. Sýningin mun standa fram á vor og er sérstaklega hönnuð með skólafólk i huga. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17 og kaffistofan lika. Listasafn Háskóla Islands ■ Odda, simi 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum i eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listhúsið Laugardal Sjefn Har sýnir oliumálverk og tússlita- myndir i sýningarsal sínum. Verkin eru flest frá árinu 1993. Sýningin er opin á verslunartíma Listhússins. Á morgun kl. 15 opnar Art-Hún hópur- inn sýningu á verkum sínum. Sýningin er haldin I tilefni af 5 ára afmæli Art- Hún en það var stofnað 15. april 1989. Á sýningunni gefur að líta: leirverk með járni og gleri, skúlptúra, kol og krítar- teikningar, málverk og pastelmyndir. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 til 1. mal. FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 Sýningar Mokka kaffi Skólavörðustíg Þar stendur yfir sýning á verkum Stein- gríms Eyfjörð Kristmundssonar. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Pílagrímsferð Stefaníu Georgsdóttur I gegnum bibl- íuna". Sýningin er sölusýning og renn- ur allur ágóði til ABC-hjálparstarfs. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Uppl. í sima 611016. Norræna húsið Sunnudaginn 17. april lýkur sýningum sem verið hafa I Norræna húsinu. I sýningarsölum I kjallara hefur staðið yfir sýning á teikningum eftir norska listamanninn Olav Chr. Jenssen og í anddyri hússins er sýning á vatnslita- myndum eftir dönsku listakonuna Bo- dil Kaalund. Sýningarsalir eru opnir kl. 14-19, en sýningin í anddyri er opin á laugardag kl. 9-19 og sunnudag kl. 12- 19. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Um þessar mundir eru 3 sýningar í gangi. I neðri sölum safnsins er sýning á veggspjöldum Guerilla Girl sem er hópur myndlistarkvenna búsettur I New York. I neðsta sal safnsins er sýning á nýjum verkum eftir Svölu Sigurleifs- dóttur og samvinnuverk Ingu Svölu Þórsdóttur og Wu Shan Zhuan. I efri sölum er sýning á verkum úr eigu Ný- listasafnsins. Hér er um ný aðföng að ræða og eru flest verkin unnin á þessu ári. Sýningarnar eru opnar alla daga kl. 14-18 og lýkur þeim 24. apríl. Portið Strandgötu 50, Hafnarf. Þar stendur yfir samsýning fimm kvenna frá Gallerí Kletti og stendur hún til 24. apríl. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 nema á þriðjudögum. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarf., simi 54321. Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, simi 13644 Sýning á vatnslitamyndum Ásgrims Jónssonar. I vetur verður safnið opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga kl. 13- 17. Sólon íslandus Óskar Guðmundsson opnar á morgun sýningu á sérhönnuðum gleraugu. Sýningin stendur til 23. april og er opin alla daga kl. 14-21 og um helgar kl. 14-18. SPRON Alfabakka 14 Listaverk eftir Þórdísi Árnadótturtil sýn- is i útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka. Sýningin stendur til 22. apríl og er opin virka daga kl. 9-16. Stöðlakot Bókhlöðustig 6 Nú stendur yfir Ijósmyndasýning Ingu Sólveigar. Verkin á sýningin, sem ber titilinn „In memoriam", eru öll unnin á síðasta ári. Sýningin, sem stendur til 17. apríl, verður opin daglega kl. 14-18. Þjóðminjasafn íslands Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Ljósmyndasýning i Kringlunni „Island ofar öllu" er heiti á Ijósmynda- sýningu Mats Wibe Lund í Kringlunni. Sýningin stendur yfir 15.-30. apríl i Kringlunni á II. hæð. Myndirnar eru til sölu. Slunkaríki ísafirði Þar stendur yfir einkasýning Ólafs Más Guðmundssonar og stendur hún til 17. apríl. Ólafur sýnir þar myndverk, unnin með akrýllitum á striga og pappír. Listasafnið á Akureyri Þar standa yfir tvær sýningar. I miðsal eru sýndar vatnslita- og olíumyndir Guðmundar frá Miðdal. I austursal eru sýndar Ijósmyndir Vigfúsar Sigurgeirs- sonar sem hann hefur tekið á Norður- landi við ýmis tækifæri. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Sólon íslandus: Sérhönnuð gleraugu Óskar Guðmundsson gleraugna- hönnuður opnar sýningu á sérhönn- uðum gleraugum á laugardag á Sól- oni íslandusi. Sýningarsalurinn er opinn virka daga frá kl. 14-21 og um helgar frá kl. 14-18. Sýningunni lýk- ur 23. apríl. í Gallerí Sævars Karls stendur yfir sýning á teikningum Gunnlaugs Blöndal. Haustið 1925 tók Blöndal í fyrsta sinn þátt í samsýningu í París, á Salon d’automne, og sýndi þar myndina Danshstadómara. Var hún ein meðal 40 listaverka sem vahn voru úr til sýningar í Tókíó. Sá sem réð vali myndanna hét Gunnalaugi því að hann gæti framvegis sent málverk sín á árssýninguna í Tókíó, án þess að leggja þau undir dóm sýn- ingarnefndar. Prent- messa '94 Viðamesta prentsýning sem haldin hefur verið hér á landi verður á Hót- el Loftleiðum 15. og 16. apríl næst- komandi. Sýningin er haldin á veg- um Prenttæknistofnunar en þar sýna 20 þjónustufyrirtæki prentiðn- aðarins og nokkur prentfyrirtæki. í tengslum við sýninguna verða haldnir fjölmargir fyrirlestrar um nýjungar og framtíðarhorfur í prent- iðnaði. Art-Hún fimm ára: Myndlistar- legt umhverfi Art-Hún hópurinn opnar sýningu á verkum sínum í Listhúsinu í Laug- ardal á laugardag. „Það hefur myndast mjög skemmtileg stemning þegar vinnu- stofa nokkurra hstakvenna er sam- eiginleg. Ég hef reynsluna af því að vera ein með vinnustofu og líki því ekki saman. Kostirnir eru þeir að maður getur talað um verkin sín og jafnvel fengið álit ef maöur vih. Hér er ahtaf eitthvað að gerast í næstu vinnustofu - þó við séum ekki í sama fagi þá er ahtaf verið að fjalla um form og íleti,“ segir Erla B. Axels- dóttir málari en hún er ein þeirra kvenna sem skipa Art-Hún. Þetta form, vinnustofa fimm lista- kvenna, ásamt galleríi var óþekkt hér á landi þegar þær Ehnborg Guð- mundsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Helga Ár- manns og Erla B. Axelsdóttir komu Art-Hún á laggirnar árið 1989. í bæklingi sem gefinn hefur verið út í tilefni sýningarinnar segir: „Sú hugmyndafræði sem hggur til grundvahar Art-Hún er einföld: að hver og einn geti unnið að hst sinni í næði en þó notið félagsskapar og hvatningar hinna.“ „Þetta er myndhstarlegt umhverfi sem maður nálgast ekki ef maður er einn á vinnustofu. Þegar gestir heim- sækja Art-Hún bjóðum við þeim öll- um inn á vinnustofurnar. Við fáum oft hópa til okkar og þá geta þeir séð þrjár tegundir af myndhst á sama stað,“ segir Erla. -em Gallerí Sævars Karls: Teikningar Gunnlaugs Art-Hún hópurinn sýnir i Listhúsinu í Laugardal. Ljósmyndasýning: ísland ofar öllu ísland ofar öhu er heiti á ljósmynda- sýningu Mats Wibe Lund í Kringl- unni um þessar mundir. Heiti sýn- ingarinnar skírskotar til loftmynda sem hafa verið eitt helsta viðfangs- efni hans á undanfómum áratugum. Mats er einmitt þekktastur fyrir átt- hagamyndir sínar, jafnt af þéttbýh sem dreifbýh. Að þessu sinni sýnir Mats aðallega skreytingarmyndir, landslags- og stemningarmyndir. Sýningin í Kringlunni er sérstök að því leyti að þar ber fyrir augu lík- lega þær stærstu htljósmyndir sem unnar hafa verið hér á landi. Mynd- imar eru 20 að tölu og ahar rétt um 2 fermetrar að stærð. Ein mynda Mats er úr Skorradal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.