Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994
Viðskipti
*Aunna 'Þr Mi R Fö Má Þr
Mæst á miðri leið í debetkortamálinu:
Kaupmenn spara
300 milljónir
- verulegt tekjutap fyrir bankana
Kaupmannasamtökin og aðstand-
endur debetkorta komust að sam-
komulagi í gær um debetkortin. Ljóst
er að debetkortamenn hafa gefið
töluvert eftir þar sem hæsta þjón-
ustugjald verður 0,8% af hverri de-
betkortafærslu en upphaflega voru
kröfur uppi um 1,5% hámark þjón-
ustugjalda. Þá hefur leiga fyrir svo-
-kallaðan posa, greiðslutækið sem
kortunum er rennt í gegnum, verið
lækkaö úr 2.250 krónum í 1.750. Einn-
ig mun þjónustugjald af kreditkort-
um lækka hjá þeim söluaðilum sem
taka lika við debetkortum. Kaup-
menn hafa sömuleiðis slakað á sín-
um kröfum því upphaflega vildu þeir
ekki greiða nein þjónustugjöld. Aðil-
ar hafa því mæst á miðri leið.
Þrátt fyrir eftirgjöf kaupmanna
munu þeir, að sögn Magnúsar Finns-
sonar, framkvæmdastjóra Kaup-
mannasamtakanna, spara 300 millj-
ónir króna miðað viö gjaldtöku bank-
anna af debetkortum í dag. Þá er
samkomulagið töluvert langt frá
fyrstu áætlunum bankanna um þjón-
ustugjöld af debetkortum. Eins og sjá
má á meðfylgjandi grafi settu bank-
arnir upphaflega fram kröfu um
0,5-1,5% þjónustugjöld en samkomu-
lagið hljóðar upp á 0,2 til 0,8% þjón-
ustugjöld. Lágmarksgjald verður 6
krónur og hámarkið 110 krónur af
hverri færslu sem þjónustuaðilinn
þarf að greiöa til bankanna. Af debet-
kortahöfum verður tekið 9 til 9,50
króna fast gjald af hverri færslu og
árgjald 250 til 270 krónur, misjafnt
eftir bönkum.
Að sögn fulltrúa kaupmanna og
banka á blaðamannafundi í gær mun
samkomulagið ekki verða til þess að
vöruverð hækki í landinu. Forráöa-
menn Kaupmannasamtakanna
sögðu að með því að lækka gjöld af
posum og þjónustugjöldum kredit-
korta hafi bankarnir komið til móts
við óskir kaupmanna.
Frá blaðamannafundi þar sem samkomulag kaupmanna og banka í debet-
kortamálinu var kynnt. Frá vinstri: Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtaka íslands, Bjarni Finnsson, formaður samtakanna, Hall-
dór Guðbjarnason, bankastjóri í Landsbankanum, og Helgi H. Steingríms-
son, deildarstjóri í Landsbankanum. DV-mynd GVA
Dýr friöur
„Það er ljóst að við höfum gefið
töluvert éftir og höfum þurfi að
kaupa friðinn dýru verði. En ég held
að allir aðilar geti verið sáttir. Eftir
fimm ár gerum við ráð fyrir að debet-
kortafærslur á hverju ári verði 30
milljónir," sagði Halldór Guðbjarna-
son, bankastjóri í Landsbankanum,
á blaðamannafundinum í gær. í ár
er reiknaö með að debetkortafærsl-
urnar verði 15 milljónir talsins. Búið
er að gefa út um 25 þúsund debetkort.
Bjarni Finnsson, formaður Kaup-
mannasamtakanna, sagði að ekki
væri um fullnaðarsigur að ræöa en
kaupmenn gætu vel við unað. „Viö
hefðum getaö náð fram meiru en viö
vildum ekki stöðva samningavið-
ræður. Við fögnum þessari tækni við
greiðslumiðlun en þetta var spum-
ing um hver borgaði brúsann," sagði
Bjarni og átti von á aö samstarfsaöil-
ar samtakanna myndu hver af öðr-
um ganga til samninga við aðstand-
endur debetkortanna. Strax í gær var
fyrsta skrefið stigið þegar Bónus-
verslanirnar sömdu um að taka de-
betkortin. Nú þegar hafa náðst samn-
ingar við 500 af þeim þjónustuaðilum
semerumeðposatæki. -bjb
Eftirgjöf bankanna
— v/þjónustugjalda af debetkortum —
H Hæstagiald
Hlutabréfamarkaður 1 síðustu viku:
20 milljóna viðskipfi
Olían hækkar
Ýsa á fiskmörkuöum hefur ver-
ið að lækka í verði. í gær var
meöalverðið 107 krónur á kílóið.
Þingvísitala hlutabréfa fór stöð-
ugt hækkandí þar til í gær að hún
fór aftur niður í 805 stig. Munar
mest um lækkun hlutabréfa í ís-
landsbanka.
Tunnan af hráolíu á erlendum
mörkuðum hækkar stöðugt og
var komin í 15,40 dollara í gær-
morgun.
Sölugengi pundsins var 106,81
króna í gærmorgun en síðasta
miðvikudag var það 107,24 krón-
ur.
Frá því á fostudag hefur hluta-
bréfavísitalan FT-SE 100 í kaup-
höllinni í London lækkað, var í
3134 stigum eftir viðskipti gær-
dagsins. Lækkunin kemur til
vegna lækkunar dollars gagnvart
þýska markinu.
-bjb
Viðskipti með hlutabréf námu
rúmum 20 milljónum króna i síöustu
viku. Þar af voru viðskipti með
hlutabréf Þormóðs ramma fyrir 5
milljónir, 4 milljónir í bréfum Olíufé-
lagsins, 2,9 milljónir í bréfum Flug-
leiða og rúmar 2 milljónir í hlutabréf-
um íslandsbanka. Alls urðu viðskipti
með hlutabréf í 12 hlutafélögum í
vikunni. Það sem af er árinu nema
hlutabréfaviðskiptin um 216 milljón-
um króna.
Hlutabréfaverð hefur ýmist hækk-
að eða staðið í stað milli vikna. Vísi-
tölur hlutabréfa hækkuöu í síðustu
viku og enn meir sl. mánudag. Þing-
vísitala hlutabréfa fór í 816 stig á
mánudag og hlutabréfavísitala VIB í
603 stig. Tölurnar hækkuðu á einni
viku um 2%.
Búið er að leiörétta þróun þingvísi-
tölu húsbréfa á meðfylgjandi grafi
en síðast sýndi töluverðan kipp niður
á við í lok mars sl. Tölur inni á graf-
inu eru eftir viðskipti mánudagsins.
-bjb
Æ >.' v
■> V t-'- .
Verðbréf og vísitölur
660/SV
640 \\
620 11
603,08
600 Ijy ■XjsíVrt
580 V/
D J F M A
900
• 88of* "
84011 816,4
,^820.ii^iw«ra
800 V. NAi>
7S0
B-J..L„!±,.A
MifMllBM 'JBSSS %. Mifiii'i'M)
izz 121 m 121,48.
120; /
■ ■ ' ,'V | 3
119 (J 118 3-5 ár
D J F M A
86 milljóna
krónahagnaður
SPRONífyrra
Stærsti sparisjóður landsins,
Sparisjóöur Reykjavíkur og ná-
grennis, SPRON, skilaöi 86 millj-
óna króna hagnaði af rekstri síð-
asta árs. Hagnaður fyrir skatta
nam 137 milljónum samanborið
viö 43 milljónir árið 1992. Á síð-
asta ári lagöi SPRON108 milJjón-
ir á afskriftareikning. Það er
nokkru minna en 1992 en á reikn-
ingnum núna eru 212 milljónir.
Heildarinnlán sjóðsins námu
rúmum 7 milljörðum, jukust um
12%, og útlánin voru 5,6 milljarð-
ar og jukust um 9%.
Eigið fé SPRON í árslok var 730
milljónir og eiginíjárhlutfallið
13%, var fyrir ári 12,1%. Stofn-
fjáreigendur eru 200 talsins og á
aðalfundi var samþykkt að greiða
þeim 15% arð.
20prósenta
hækkunáblá-
refaskinnum
Skinnauppboð hófst í Kaup-
mannahöfn í gærmorgun og
stendur fram á föstudag. Þar elga
íslenskir loödýrabændur skinn
líkt og norrænir kollegar þeirra.
Byrjað var á að bjóða upp 111
þúsund refaskinn. Meðalverð
fyrír blárefaskinn var rúmar 8
þúsund krónur sem er rúmlega
20% hærra verð en á síðasta upp-
boði i febrúar sl. Þetta er í sam-
ræmi við væntingar því að refa-
skinn hækkuðu verulega á upp-
boði í Finnlandi í síöustu viku.
Skinnaframboð á markaðnum er
lítið um þessar mundir en eftir-
spurnin talsverð.
Aðrar refaskinnstegundir
hækkuðu á uppboðinu í gær mið-
að við síðasta uppboö nema hvað
silfurrefaskinn lækkuðu um 4%
frá þvi í febrúar. Uppboð á
minkaskinnum fer fram í Kaup-
mannahöfn fram á fóstudag og
eru deildar meiningar um hvort
verðáþeim hækkar eða lækkar.
Nýttvikublað
um viðskipti
Nýtt vikublað um viðskipti,
Viðskiptablaðið, kemur út i dag.
Ritstjóri er Óli Björn Kárason,
hagfræðingur og fyrrum blaða-
maður á Morgunblaðinu. Við-
skiptablaðið mun leggja áherslu
á fréttir og ítarlegar fréttaskýr-
ingar um islenskt og alþjóðlegt
viðskiptalíf, svo oghagnýtar upp-
lýsingar um ýmsar hagstæröir og
innlenda og erlenda markaði.
í fyrsta tölublaðinu, sem kemur
út í dag, eru m.a. birtar niöur-
stöður könnunar sem gerð var á
meðal 100 stjórnenda og sérfræð-
inga um fyrirtæki og hvernig þau
standa sig á átta mismunandi
sviðum. Þegar útkoman er lögð
samanlítur heildarlistinn þannig
út að Eimskiplendir í fyrsta sæti,
Marel i öðru og Prentsmiðjan
Oddi i þvi þriðja. Aðeins eitt sjáv-
arútvegsfyrirtæki lendir á topp-
10 lista Viðskiptablaðsins.
VSÍIeggstgegn
styttri vinnuviku
„Þegar betur er að gáð getur
veriö óráðlegt aö stytta vinnuvik-
una, jafnvel þó að það sé gert með
skerðingu launa. Launalækkun
fylgir minni kaupmáttur, minni
neysla og fjárfestingar sem allt
orsakar enn frekari samdrátt í
þjóðfélagínu,“ segir Guöni Niels
Aöalsteinsson, hagfræðingur
VSÍ, m.a. í. fréttablaði VSÍ, Af
vettvangi í stuttu máli telur
Guöni að lausn á atvinnuleysinu
finnist ekki með styttri vinnu-
viku og nær væri að gefa vinnu-
timannftjálsan. -bjb