Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994
15
Neikvæð umræða um
skuldir Haf narfjarðar
Fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar
hefur verið mjög til umræðu að
undanfömu og telja kratar gagn-
rýni okkar sjálfstæðismanna á íjár-
málastjómun bæjarins einkennast
af neikvæðni. Vissulega erum við
sjálfstæðismenn að benda á hluti
sem sumum Hafnfirðingum þykir
lítt gaman að heyra. Ég trúi því þó
að mikill meirihluti bæjarbúa vilji
vita hvemig stöðu bæjarfélagsins
er háttað. Þeir vita sem er að ekki
þýðir að stinga höföinu í sandinn
og láta sem allt sé í góðu lagi.
Slæm fjárhagsstaða
Nú er svo komið að Hafnarfjarð-
arbær er kominn á gjörgæslustig
íniðað við skilgreiningu félags-
málaráðuneytisins.
Skuldir bæjarins eru nú meira
en tveir og hálfur milljarður króna
og er Hafnarfjörður að verða eitt
skuldugasta sveitarfélag landsins.
Átta ára stjómarseta Alþýðu-
flokksins hefur verið Hafnfirðing-
um dýr. Bæjarbúar hafa orðið að
greiða meira en 1200 milljónir
króna í vexti og annan fjármagns-
kostnað síðustu sex ár og hefur
þessi kostnaður aukist með hverju
ári. Ætla má að margir Hafnfirð-
ingar neiti að trúa í hvílíkan
skuldaklafa bæjarfélagið er komið.
Fyrrverandi bæjarstjóri, Guð-
mundur Árni Stefánsson hélt því
ítrekað fram í blaðaviðtölum að
Kjallarinn
Magnús Gunnarsson
er efsti maður á lista Sjálfstæð-
isflokksins fyrir komandi bæjar-
stjórnarkosningar /
fjárhagsstaða Hafnarfjarðar væri
afar sterk og skuldir bæjarins fæm
lækkandi með hverju ári. Það gerði
hann meðal annars í DV hinn 16.
nóv. 1991. Þá sagði hann blákalt að
um áramót, þ.e. 45 dögum síöar,
yrðu heildarskuldir bæjarins að-
eins 1270 milljónir króna. Hið rétta
var að samkvæmt ársreikningi
vom skuldir bæjarsjóðs 1500 millj-
ónir um þessi áramót! Síðan þá
hafa skuldimar aukist um einn
milljarð króna.
„Skuldir bæjarins eru nú meira en
tveir og hálfur milljarður króná og er
Hafnarfjörður að verða eitt skuldug-
asta sveitararfélag landsins.“
Bætum rekstur bæjarins
Það er ekki vilji hafnfirskra sjálf-
stæðismanna að stöðva allar verk-
legar framkvæmdir komist flokk-
urinn til valda í vor. Hins vegar
teljum við nauðsynlegt að endur-
skipuleggja rekstur bæjarfélagsins
í átt til aukins aðhalds og hagræð-
ingar.
Sé litið á skatttekjur bæjarsjóðs
síðustu fjögur ár kemur í ljós að
þær fara allar í að greiða daglegan
rekstrarkostnað hans. Það þýðir
með öðrum orðum að allar verkleg-
ar framkvæmdir á vegum Hafnar-
fjarðarbæjar á síðasta kjörtímabili
hafa verið framkvæmdar með
lánsfé. Með markvissum sparnaði,
endurfjármögnun, skuldbreyting-
um lána og aðhaldi í rekstri bæjar-
ins treysta sjálfstæðismenn sér til
að hefja ýmsar verklegar fram-
kvæmdir á næsta kjörtímabili. Þær
verða hins vegar ekki fjármagnað-
ar með því einu að taka lán eins
og nú er gert. Slík fjármálastefna
getur aðeins endað á einn veg —
með hruni.
Magnús Gunnarsson
Skuldir á hvern íbúa Hafnarfjarðar 1980-1993
150.000 krónur - á verðlagi des. 1992 -
„Slík fjármálastefna getur aðeins endað á einn veg - með hruni.“
$
O)
<V
3> S» o>
0)0)0)
ry r*i
Pólitísktráðnir
bankastjórar
Pólitísk
reynsla
mikilsvirði
Páll Pétursson
þingismaður
„Eg geri
verulegan
mun á : því
hvort við er-
umaðtalaum
Seðlabank-
ann annars
vegar eða við-
skiptahank-
anna hins
vegar í þessu
efni. Ég tel að
seðlabanki sé i eðli sínu pólitísk
stofnun. Seðlabanki á að vinna
með ríkisstjórn en ekki að vera
eins konar viðbótarríkisstjórn í
landinu. Ég tel að efhahagsmál-
um verði ekki farsællega stjómað
með öðrum hætti eri þeim að
seðlabanki leitist við að fram-
kvæma stefnu ríkisstjórnarinnar
á hverjum tíma. Rikisstjórn á að
hafa síðasta orðið í öllum efna-
hagsmálum að mínu mati. Seðla-
banki á að leggja til sérfræði-
þekkingu og gagnrýna ríkisstjórn
og ef til vill að koma vitinu fyrir
hana ef þörf er á því. Kn það er
ríkisstjórnin sera er hið æðsta
sfjórnvald og hefur lokaorðið,
Varðandi viðskiptabankana tel ég
að um nokkuð annað sé að ræöa.
Það er ekkert eínboðið að stjórn-
málamenn stjórni þeirn. Ég tel
það hins vegar fjaiTi lagi að þaö
geri menn vanhæfa til aö vera
bankastjórar viðskiptabankanna
þótt þeir hafi haft afskipti af
stjórmnálum. Ut af fyrir sig tel
ég það vera meðmæli með banka-
stjóra hafi hann víðtæka þekk-
ingu á þjóðfélaginu eins og allir
þeir öðlast sem eru i stjórnmála-
starfi." '■ e-i':'-:-.
Er ökuskírteini sjálf-
sagður hlutur?
Þegar einstaklingur í Bandaríkj-
unum óskar eftir því að fá ökuskír-
teini er hornun yfirleitt afhentur
lítill bækhngur til undirbúnings
ökuprófi. í bækhngnum er lögð
áhersla á að heimild til að stjóma
bifreið eða öðru vélknúnu ökutæki
séu forréttindi sem hann þurfi að
sýna fram á að hann sé þess verður
að öðlast. Sé einstaklingurinn ekki
orðinn 18 ára þarf hann að auki að
gangast undir bóklegt og verklegt
nám í framhaldsskóla eða ökuskóla
enda má taka ökupróf 16 ára að
aldri í flestum fylkjum og fyrr í
sumum dreifbýhsfylkjum, t.d. Suð-
ur-Dakota og Montana.
Mörg skólahverfi sjá sér hag í því
að krefjast viöbótamáms umfram
það sem viðkomandi fylki krefst.
Það er gert til aö tryggja enn frek-
ari kunnáttu ungmennanna í við-
komandi skólahverfi. í Madison í
Wisconsin, þar sem ég bjó um
nokkurra ára skeið, er t.d. kraflst
42 kennslustunda bóklegs náms í
stað 30 sem fylkið krefst.
Heimtufrekja
Lögformlega er málum háttað
með svipuöum hætti hér á landi,
þ.e. sanna þarf með prófi að við-
komandi hafi þá þekkingu á um-
ferðarreglum og akstri sem geri
honum eða henni kleift að geta
KjaUaiinn
Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson
deildarstjóri ökunámsdeildar
Umferðarráðs
ekið af öryggi. En aldeihs ekki í
viðhorfum almennings. Flestir
virðast Hta á ökuréttindi sem sjálf-
sagðan hlut og ökupróf sem forms-
atriði. Það hefur þótt mikils virði
að geta sagt frá því að nám í akstri
hafi tekið fáránlega fáa tíma, jafn-
vel innan við fimm tíma.
Það er þó flestum ljóst að ökunám
tekur mun lengri tíma. Talað er um
að enginn verði góður ökumaður
fyrr en eftir fimm til sjö ára akstur
eða alit að 100 þúsund kílómetra
ekna. Enda er tíðni slysa þar sem
ungir ökumenn eiga í hlut mun
meiri en þar sem þjálfaðri öku-
menn koma við sögu.
Kröfur til ökumanna
Eðlilegt er að hið opinbera geri
miklar kröfu'r til þeirra sem hljóta
ökuskírteini og þeir sviptir öku-
réttindum sem sýna af sér gáleysi
eða vítaverðan akstur af einhverju
tæi. Vonandi verður þess skammt
að bíða að settar verði myndavélar
til að mynda þá er aka yfir vega-
mót á móti rauðu ljósi.
Því hefur sem betur fer yfirleitt
verið vel tekið að kröfur á ökupróf-
um, bæði á bifhjól og flestar gerðir
bifreiða, hafa verið auknar og er
þess að vænta að almenningur
muni styðja enn frekari kröfur á
ökuprófum, jafnframt því sem að-
standendum ungs fólks verður nú
gefinn kostur á að taka þátt í akst-
ursþjálfun þess til viðbótar námi
hjá ökukennara. Markmið breyt-
inganna eru þau að áfram geti allir
sem vilja lokið ökuprófi en þjálfun
þeirra verði meiri þegar þeir fá
ökuskírteinið.
Kröfur á ökuprófi eru þó aldrei
nema brot af því sem skiptir mestu:
hugsunarhætti almennings í um-
ferðinni gagnvart eigin öryggi og
öryggi samferöafólksins. Það er
Ijóst að það væri hollt að temja sér
hinn bandaríska hugsunarhátt
gagnvart akstri og ökuskírteinum:
að fá að aka bifreið eða öðru öku-
tæki séu forréttindi en ekki sjálf-
sagður hlutur.
Frelsinu, sem ökuskírteinið veit-
ir, fylgir mikii ábyrgð.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
„Flestir virðast líta á ökuréttindi sem
sjálfsagðan hlut og ökupróf sem forms-
atriði.“
sjónarmið
eiga að ráða
„Ég er því
andvigur að
menn séu
ráðnir eftir
pölitískum
línum sem
bankastjórar.
Ég tel að í
þeim efnum,
sem og ollum
öðrum, eigi son a Þ 9 6maður
fagleg sjón-
armið að ráða. Við erum að tala
hér um ábyrgðarmiklar stöður,
hvort sem um er að ræða Seðla-
bankann eða viöskiptabankana
og því tel ég að fagleg sjónarmið
verði að vera ofan á. Ég er ekki
þar með að segja að stjómmála-
maður geti ekki uppfyllt þau skil-
yrði. Öðru nær. Auðvitað eru til
stjórnmáiamenn sem geta sinnt
þessum stöðum en það eru und-
antekningar. Fyrst og fremst eiga
fagleg sjónarmið að ráða þegar
ráðið er í stöðu bankastíóra.
Sumir segja að það sé komin hefð
á pólitískar ráðningar banka-
stjóra. Ég er ekki sammála þeim
sem þvi halda fram. En ef svo er
þá tel ég að löngu sé kominn tími
til áð brjóta þá hefö upp vegna
þess að þau sjónarmiö sem ég hef
lýst hér að framan eiga og verða
aðveraofan á, Ég vil raunar taka
þaö fram að ég tel þetta sjónar-
mið eiga viö fleiri stöður en
bankastjórastöður. Fagleg sjón-
armiö eiga alltaf að ráða þegar
menneru ráðnir til starfa. Annað
tel ég að geti boðið síðley si heim.“