Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Mælirinn er fullur
Harmleikurinn í fyrram Júgóslavíu heldur áfram.
Bosníu-Serbar virða enga friðarsamninga og halda uppi
linnulausum árásum á múslíma og virðast ekki skeyta
neinú um viðhorf annarra þjóða og viðleitni þeirra til
að stilla til friðar.
Þegar Bosníu-Serbar settust að bænum Gorazde, þrátt
fyrir aðvaranir og raunar samkomulag um að láta staðar
numið, var Vesturlöndum nóg boðið. Atlantshafsbanda-
lagið hóf loftárásir á hergögn og bækistöðvar Serba. Þær
árásir hafa ekki borið neinn árangur og hersveitir Bos-
níu-Serba halda áfram umsátri sínu um Gorazde og halda
bænum í herkví. Og það sem verra er, Vesturlönd standa
ráðalaus frammi fyrir þessu skeytingarleysi Serbanna.
Jafnvel Rússar, sem hingað til hafa verið hliðhollir Serb-
um og átt traust þeirra, eru einnig að gefast upp gagn-
vart stríðsóðum og samviskulausum hersveitum Serba.
Efnhagsbandalagið, Atlantshafsbandalagið, Rússar og
Sameinuðu þjóðimar hafa gert margítrekaðar tilraunir
til að stilla til friðar í Bosníu. Vopnahléssamningar, sem
allir era þverbrotnir og virtir að vettugi, skipta tugum.
Aðvaranir, hótanir, efnahagsþvinganir og fortölur hafa
ekki haft nein áhrif. Loftárásir Nató, að undirlagi og með
samþykki Sameinuðu þjóðanna, áttu að sýna Serbum að
umheiminum væri alvara í því að stöðva þessa ógnar-
öld. Serbar máttu vita og mega vita að aðrar þjóðir vilja
að bardögum linni og landvinningar Serba verða að taka
enda. Loftárásimar áttu að sýna þeim í tvo heimana.
Hingað og ekki lengra voru skilaboðin.
En Serbar láta ekki segjast og með áframhaldandi
árásum og skotbardögum við borgarhlið Gorazde hlýtur
þolinmæðin að vera þrotin. Umheimurinn getur ekki
látið það viðgangast lengur að þær ofsóknir sem Bosníu-
Serbar standa fyrir gagnvart fyrrum samlöndum sínum,
múslímum, haldi áfram óáreittar. Þetta eru brjálaðir
menn, sem virða ekki leikreglur, virða ekki viðhorf ann-
arra, virða ekki mannslíf og tilverurétt nágranna sinna.
Yfirgangur Serbanna jafnast næstum því á við ofsóknir
Þjóðverja gagnvart gyðingum í heimsstyijöldinni síðari.
Það getur enginn sómakær maður, engin ábyrg ríkis-
stjóm, horft upp á þetta brjálæði lengur. Sameinuðu þjóð-
imar hafa löngum verið taldar máttlaus alþjóðastofnun
sem engu fær áorkað þegar kemur til harðra átaka. Nú
virðist sú kenning vera rétt. Ef Sameinuðu þjóðirnar,
Rússar og Vesturlönd láta Serba komast upp með að
storka valdi og vilja Sameinuðu þjóðanna er máttur Sam-
einuðu þjóðanna sem slíkur búinn að vera. Áhrif þeirra
verða engin. Sem og allur sá vígbúnaður og hervaldsmátt-
ur sem Rússar og Vesturlönd telja sig hafa.
Gorazde er prófsteinninn, síðasta vígið.
Annaðhvort verður að lýsa stríði á hendur Bosníu-
Serbum eða öfgaöfl og ofstækismenn í átökunum í Bos-
níu standa uppi sem sigurvegarar. Það má ekki gerast.
Hörmungarnar á þessu landsvæði era ólýsanlegar.
Ekki aðeins sitja óbreyttir borgarar undir stöðugum
skotárásum heldur era þeir innilokaðir og einangraðir,
án matar og hjúkrunar. Þeir era ofsóttir vegna þjóðernis
og trúarbragða. Þeir era fómarlömb mannfyrirlitningar
og þjóðemishroka sem nú og jafnan í mannkynssögunni
er undirrót blóðbaða.
Siðmenntaðar þjóðir eiga að sameinast í krafti hernað-
armáttar og mannúðar í fordæmingu og valdbeitingu
gegn öfgaöflum sem kunna ekki að taka sönsum. Mælir-
inn er.fullur.
Ellert B. Schram
.þjóð upp á 240.000 einstaklinga getur ekki haldið sig til jafns við stærri þjóðir á alþjóðavettvangi“.
Nýtt Norðurlanda
samstarf
Nýlega voru birtar víötækar til-
lögur frá Verzlunarráði íslands um
sparnað í rekstri ríkisins. Sumar
þeirra gengu nokkuð langt eins og
sú að láta sjúklinga borga fyrir
matinn á sjúkrahúsum fyrstu fjór-
ar vikurnar. Aðrar eru raunhæfari
og er þá t.d. átt við tillögu Verzlun-
arráðs um að leggja utanríkisþjón-
ustuna að hluta niður. Það er auð-
vitað rétt að þjóð upp á 240.000 ein-
staklinga getur ekki haldið sig til
jafns við stærri þjóðir á alþjóða-
vettvangi. Þetta kom berlega í ljós
í sambandi við EES. Samkvæmt
frétt í erlendu blaði var samningur-
inn sjálfur 1000 blaðsíður, en við-
aukar og reglugerðir aðrar 20.000
blaðsíður. Það þarf mikið lið til að
lesa slíka stórsamninga yfir, að
ekki sé talað um að þýða þetta allt
og kynna sér með sæmilegum
hætti. Það er að mörgu leyti ofverk
fyrir ísland. Nú er EES í lausu lofti
og enginn veit hvað gerist næst.
Ný utanríkisþjónusta
Ef draga á verulega saman í utan-
ríkisþjónustu okkar eins og Verzl-
unarráð vill þá verður eitthvað að
koma í staöinn. Við gætum beðið
stærri þjóð með sendiráð um allan
heim að annast að hluta um mál
okkar, eins og Danir gerðu fram
að seinasta heimsstríði, en þá tók-
um við utanríkismálin í okkar
hendur með sífellt vaxandi kostn-
KjaUarinn
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttariögmaður
aði. Við höfum á síðustu áratugum
auðvitað oft verið utangátta erlend-
is, svona örsmá þjóð, eins og menn
gera sér betur og betur grein fyrir.
Ekki taka Danir við okkur aftur
með utanríkismálin svo móðgaðir
sem þeir eru enn vegna sambands-
slitanna. En vilja t.d. Svíar eða
Norðmenn taka að sér að halda á
utanríkismálum okkar um allan
heim, ef við reynum að fela þau að
hluta annarri þjóð? Þá er hægt að
spara eins og Verzlunarráðiö vill.
Niðurstaða
Við erum nokkuð ráðvilltir í dag
þar sem Norðurlöndin ganga lík-
lega öll í ESB. Við verðum samt að
halda höfði. Bezta lausnin gæti ver-
ið tvíhliða samningur við ESB þar
sem sérstaða íslands væri virt en
t.d. Svíar tækju að sér að hjálpa
með að gæta hagsmuna okkar þar
og annars staðar. Við verðum að
spara og sníða okkur stakk eftir
vexti eins og Verzlunarráðið hefur
réttilega bent á. Varla getur þjóðin
öll lifað á því að bíða og sjá um
framkvæmd tilskipana og reglu-
gerða sem berast frá ESB?
Lúðvík Gizurarson
„Ekki taka Danir við okkur aftur með
utanríkismálin svo móðgaðir sem þeir
eru enn vegna sambandsslitanna. “
Skoðaiúr aimarra
Varðstöð í f ramtíðinni
„Óhjákvæmilegt er, að NATO hafl hér á landi
einhverja varðstöð í framtíðinni.
Áherslu ber að leggja á það, að íslendingar taki æ
meiri þátt sjálfir í þeirri varðstöð, sem hér verður
rekin.
Þá rynni kannski upp sú stund, aö við værum ekki
taldir jókerinn í NATO-spilunum eins og hingað til.“
Leifur Sveinsson í Morgunblaðinu 19. apríl.
Áróður
„Það er alveg ljóst af þeim könnunum, sem hafa
verið gerðar, að drjúgur meirihluti Reykvíkinga vill
breytingar á stjórnarháttum í borginni, og virðist
hafa skipt sköpum, að andstæðingar meirihlutans
komu fram sameinaðir...
Baráttan í Reykjavík verður hörð næsta mánuð
inn. Vafalaust verður þeim áróðri beitt gegn R-
listanum, að glundroði muni ríkja og hreinsanir
verði í starfsmannaliði borgarinnar, ef hann fær
meirihluta. Hvort tveggja er tilhæfulaust, og þessi
atriði bæði eru einkenni áróðurs þeirra, sem hafa
stjórnað lengur en þeim er hollt.“
Ur leiðara Tímans 19. apríl.
Uggur vegna Steingríms
„Efnahagsstjórnun landsins í tíð Steingríms Her-
mannssonar sem forsætisráöherra hefur verið mjög
í anda handaflsaðgerða, sjóðamyndana og aukinna
ríkisútgjalda til atvinnulífsins...
Yfirlýsingar formanns Framsóknarflokksins á
undanfórnum árum og misserum um aukna póhtíska
stýringu Seðlabankans og aukin tengsl Seðlabank-
ans við póhtísk öfl hljóta einnig að vekja ugg hjá
þeim, sem aöhyhast þveröfug sjónarmið, nú þegar
Steingrímur Hermannsson er orðinn seðlabanka-
stjóri." Úr leiðara Alþýðublaðsins 19. apríl.