Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994
Utiönd
Detroit löggan Alex J. Murphy - Robocop - er mættur aftur í nýrri,
hraðri og harðri mynd sem þykir mesta bomban í seríunni. Robocop
gengur til liðs við uppreisnarhóp sem járngyðjan Bertha stjórnar.
Þau eiga í baráttu við Splatterpönkara í sannkallaðri sprengju-
veislu. Leikstjóri er einn nafntogaðasti hryllingsmyndaleikstjóri
Bandaríkjanna, Fred Dekker (Night of the Creeps)._____________
100 þúsund látist
Mannréttindasamtök segja aö
um 100 þúsund manns hafl látist
í óeirðunum í Rúanda.
RodneyKing
Rodney King, sem var barinn
af lögreglunni í Los Angeles, fær
270 milljónir króna í skaðabsetur.
Loftárásir
Bosníu-Serb-
ar hafa fallist á
vopnahlé eftir
aö B01 Clinton
Bandaríkjafor-
seti lýsti því yf-
ir að hann
myndi styðja
auknar
loftárásir á Serba.
Lrfstiðarfangelsi
Frakkinn Paul Touvier var
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
stríösglæpi.
S-Kórea
WOliam Perry fundar með
bandarískum herstjórum og leið-
togum S-Kóreu um samvinnu ef
tíl árásar frá norðri kæmi.
Reuter
Færeyingar í sjáifstæðishug:
Leiðtogar Suður-Afríku ná samkomulagi:
Fleíri vilja slíta
tengslin við Dani
SífeUt fleiri Færeyingar vUja nú
annaðhvort shta öll tengsl við Dan-
mörku eða fá aukna stjóm eigin
mála. Samkvæmt könnun sem gerö
var í síðasta mánuði em 44 prósent
þeirra þessarar skoðunar. Þeim
fækkar aftur á móti að sama skapi
sem vOja áframhaldandi samband
við Danmörku og em þeir nú 42 pró-
sent. Fjórtán prósent Færeyinga hafa
ekki gert upp hug sinn.
Þetta eru mikil umskipti frá því
fyrir fjórum mánuðum þegar 59 pró-
sent Færeyinga vOdu ýmist nánara
samband viö Dani eða viðhalda nú-
verandi kerfi en aöeins 27 prósent
vildu aukna sjálfstjóm eða algjör
sambandsslit.
Jógvan Mörköre þjóðfélagsfræð-
ingur er ekki í neinum vafa um að
ástæðan fyrir þvi að fleiri vflja nú
aukna sjálfstjórn er skOyrðin sem
danska stjórnin hefur sett hinni fær-
eysku í sambandi við endurfjár-
mögnun erlendra skulda Færeyja.
Færeyska Lögþingið þurfti m.a. ný-
lega í því sambandi að samþykkja lög
um stjórnun fiskveiða sem mikO
andstaða var við meðal sjómanna.
Þá er Poul Nymp Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, harður á
því að kauptrygging sjómanna verði
lækkuð.
Ritzau
Leiðtogar helstu stjómmálaflokka
í S-Afríku náðu samkomulagi í gær
sem leiðir af sér að Inkathahreyfing
Zúlú-manna mun taka þátt í fyrstu
kosningum allra kynþátta sem fara
fram í landinu 26.-28. þessa mánaðar.
Samkomulagið, sem var gert mOU
Nelsons Mandela, leiðtoga Afríska
þjóðarráðsins, F.W de Klerk, forseta
S-Afríku, og leiðtoga Zúlúmanna,
Mangosutho Buthelezi, náðist á síð-
ustu stundu en leiðtogamir höfðu
fundað í tvo daga og lengi vel virtist
lausn ekki vera í sjónmáh.
Það var mjög mikilvægt að sam-
komulag þetta náðist þar sem óttast
var að kosningarnar hefðu annars
ekki getað farið friðsamlega fram en
Zúlú-menn, sem ætluðu sér ekki að
taka þátt í kosningunum, höfðu hót-
að borgarastyrjöld.
Samkomulagið, sem náðist í gær,
felur í sér að faUist er á kröfur But-
helezis um sérstaka stööu fyrir kon-
ung Zúlú-manna, GoodwiU Zweht-
hini, ásamt því að fá aukna sjálf-
stjórn í héraði Zúlú-manna, Kwa-
Zúlú, en þar býr 1/4 af íbúum S-
Afríku.
„Það gleður mig aö tilkynna aö
Inkathahreyfingin mun taka þátt í
kosningunum," sagði Buthelezi við
fréttamenn eftir fundinn.
MikO fagnaðarlæti brutust út á
meðal Zúlú-manna þegar tilkynnt
var að samkomulag hefði náðst og
Zwelethini, konungur Zúlú-manna,
bað menn sína að láta af ofbeldi og
taka þátt í kosningunum. „Meö þessu
samkomulagi á ofbeldið, sem hefur
ríkt í þessu héraði, að líða undir
lok,“ sagði konungurinn.
Mandela sagði að samkomulagið
væri skref í átt að friði og F.W de
Klerk sagðist vona að nú næðist end-
anlegur friður í landinu. Hann til-
kynnti einnig að þingið myndi koma
saman á mánudag tU að gefa heimUd
fyrir breytingum þeim sem þarf að
gera á stjómarskránni vegna sam-
komulagsins.
Reuter
Nelson Mandela og Mangosulhu Buthelzei, leiðtogi Zúlú-manna, takast í
hendur eftir að samkomulag náöist i gær. Á milli þeirra stendur F.W de
Klerk, forseti S-Afríku. Simamynd Reuter
Zúlúmenn taka þátt í
kosningum landsins
Benidorm í allt sumar
Næstu ferðir: 3* snai, XO
Bfódum vel staðsetta c
Fáðu upplýsingar um
verðið hjá ofckur
maí, 24« maí, - x. júni, XX. júiti
* cóða mstistaði ferðaskrifstofa