Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994
Spumingin
Hvaða matur finnst þér
bestur?
Knútur Hauksson: Sviðin standa allt-
af fyrir sínu.
Anna Guðrún Halldórsdóttir:
Lambalærið hennar mömmu með
brúnni sósu og kartöflum.
Guðjón Einarsson: íslensk kjötsúpa.
Jóna Þ. Vernharðsdóttir: Saltflskur
og rófur.
Þorbjörg Magnúsdóttir: Svínaham-
borgarhryggur.
Lesendur
Formaður Skotveiðifélags íslands:
Hverjir eiga
ísland?
Bjarni Kristjánsson, formaður Skot-
veiðifélags Islands, skrifar:
Geitland er nafn á afrétti og af-
markast svæðið af Langjökli, Hvítá
og Geitá. Síðan 1988 er Geitland frið-
land en friðunin tekur ekki til
ijúpnaveiða. 22. mars 1994 var dæmt
í sakamáli hjá sýslumanni í Borgar-
nesi og voru feögar tveir af Akranesi
sekir fundnir.
í endurriti úr dómsbók Vestur-
lands stendur: „Verði falhst á það að
landsvæðið Geitland sé landareign
Hálsa- og Reykholtsdalshrepps í
skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 33
1966, um fuglaveiðar og fuglafriðun,
hafa ákærðu gerst sekir um tilraun
til brots á nefndri lagagrein sbr. 1.
mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19 1991.“ Dómarinn komst síðan
að þeirri niðurstöðu að þannig væri
háttað eignarhaldi á Geitlandi og því
væru feðgarnir sekir.
í endurritinu úr dómabók er ekki
orð um það með hvaða rökum verj-
andi hafl andmælt þessari niður-
stöðu um eignarréttinn. Áleitin er sú
spuming hvort hér hafl alveg eöli-
lega verið aö því staðið að dæma um
fullkomið eignarhald á afrétti uppi
undir jökli.
Vaxandi hluti þjóðarinnar á heima
í þéttbýli og vaxandi er flöldi þeirra
sem kjósa sér afrétti og hálendi fóð-
urlandsins til aíþreyingar. Alveg frá
netlögum (Netlög ná 115 metra út frá
stórstraumsflörumáli) og inn til jökla
virðast landeigendur nú sækja á.
Allt þar á milli gæti áður en langt
um líður orðið að afgirtum eignar-
löndum og það er lögbrot að fara yfir
girðingar án leyfis landeiganda.
Vonandi verða örlög samfélags
okkar ekki með því líkum hörmung-
um en víst eru margar ljótar bhkur
á lofti.
Kynferðislegt of beldi og áreitni
HFRJ skrifar:
Ég er algjörlega mótfalhnn hvers-
konar ofbeldi en mér finnst gæta
mikils tvískinnungs þegar þessi mál
eru rædd og að konum virðist ílest
leyfllegt. Ég varð greinilega var við
þetta í umræöum manna á meðal
þegar bandaríska konan, sem skar
liminn af eiginmanni sínum, var
mikið í fréttum.
í sjónvarpsfrétt þar sem frétta-
konan skýrði frá þessu máh gat hún
vart varist hlátri en hefði hún hlegið
ef karlmaður hefði skorið kynfærin
af kvenmanni? Aldeilis ekki. Maöur-
inn heföi verið úthúðaður sem níð-
ingur og það réttilega. En hvaö með
kynferðislega áreitni? Konur geta
sýnt hana engu síður en karlmenn.
Á stofnun vinnur ungur, myndarleg-
ur maður. Hann hefur orðið fyrir
áreitni af konu þar á staðnum þegar
aðrir sjá ekki til. Getur hann kvart-
að? Það er hæpið. Hún er yfirmaður
hans og honum yrði vart líft í vinn-
unni á eftir. Það sem alvarlegast er
að henni gæti þá fundist sjálfsvirð-
ingu sinni misboðið. Hún gæti því
allt eins snúið þessu við og kært
hann fyrir kynferðislega áreitni.
Slíkt hefur komið fyrir.
Nú vilja Stígamótakonur, að því er
mér skilst, að sönnunarbyrðin verði
yfirfærð á karlmanninn en það getur
reynst útilokað í slíkum málum.
Stígamótakonur geta unnið gott verk
en þaö má ekki verða árátta hjá þeim
að telja aha karlmenn fyrirfram
seka. í Pressunni kom t.d. fram í við-
tal viö karlkyns fatafellu að konur
gætu verið býsna kræfar og trúlega
heyrðist hljóð úr horni frá Kvennaat-
hvarfskonum ef karlmenn höguðu
sér þannig. Konur geta verið kynfíkl-
ar og það er ekki allt sem sýnist.
Hafið i heiðri að allir eru saklausir
þar til sekt er sönnuð.
Islenski boltinn er ódýr
Hallvarður Þórsson, annar ritstjóra
Islenska boltans, skrifar:
Vegna lesendabréfs Gulla og Magga
um aö veröið á tímaritinu íslenski
boltinn væri alltof hátt vil ég taka
fram örfá atriði:
1. Tölublað íslenska boltans er tvö-
falt eintak, þ.e. efnisinnihald þess er
mun meira en áætlað er að næstu
tölublöð innihaldi. T.d. eru efnissíö-
ur þess um 140 talsins en alls er blað-
ið 164 síður.
2. Blaðið er allt prentað í flórlit á
vandaðan pappír.
3. Ljósmyndir í blaðinu eru tæplega
300 talsins og flestar í lit. Hér er líka
rétt að komi fram að við myndrit-
stjórn blaðsins var reynt aö endur-
spegla íþróttina á eins víðtækan hátt
og unnt var og því voru fyrirmyndir
í alls kyns ásigkomulagi sem krafðist
frekari myndvinnslu.
4. Ársfiórðungsrit eru alla jcifna á
9 3-04
Tölublað íslenska boltans er tvöfalt
eintak.
hærra útsöluverði en mánaðarrit en
þetta form útgáfu hefur e.t.v. ekki
öðlast hefð hérlendis. Við sem stönd-
um að útgáfu íslenska boltans ákváð-
um að spara hvergi viö vinnslu og
frágang blaðsins og bundum það m.a.
inn í þykka kápu og allt kostar þetta
sitt.
5. Mikið magn upplýsinga og greina
er í 1. tölublaöinu. Leturstærð texta,
taflna og myndatexta er mjög hófleg
og stafar af því að ahar thtækar leið-
ir voru hagnýttar til að koma efninu
fyrir á sem fæstum síðum. Það hefði
verið lítið mál að þenja blaðið upp í
200-300 síður, binda það síðan í bók-
arkápu, og selja á mörg þúsund krón-
ur.
Fjöldi lesenda hefur haft samband
og þakkað fyrir sig og ekki nefnt
hátt verð í þessum samtölum. Að
lokum má geta þess að auglýsinga-
hlutfah í íslenska boltanum er 15%
sem er miklu lægra en í „glanstíma-
ritunum" sem þeir Gulli og Maggi
nefha.
DV
Leiðrétting við kjall-
aragrein 15.4.:
Hvaðgengurpresft-
umtil?
Herbert Guðmundsson hjá Versl-
unarráði íslands skrifar:
{ greíninni kemur fram að
prestar hafí fengið hækkun á síð-
asta ári fyrir venjulega þjónustu
við útför úr 8.976 krónum í 12.150
krónur - eða um „ríflega 26% á
einu bretti". Hvernig sem á því
stendur er þetta innsláttarvilla í
handriti því hækkunin er rfflega
35% (35,4). Handritalesarar hafa
greinhega ekki séð við þessu.
Enda þótt þeim sé þetta ljóst,
sem reikna tölurnar, óska ég eftir
því að DV birti leiöréttíngu á
þessu. Það er enda nánast sjálf-
stæð frétt að prestar hafi fengiö
þessa hækkun á síðasta ári vegna
umgetinna „aukaverka".
R-listinn með Hend>
urískauti
Sigrún hringdi:
Talsmenn R-hstans, þær Sigrún
Magnúsdóttur og Ingibjörg S.
Gisladóttir, hafa báðar fengiö
drjúgt pláss í ríkisfiölmiðlunum
til að vandlætast yflr hugmynd-
um sjálfstæðismanna i borgar-
málum. Einna mest hneykslast
þær yfir því að sjálfstæðismenn
ætla sér að hafa eitthvað um það
að segja hvemig rikisvaldiö leys-
ir af hendi þjónustu fyrir fbúa
höfuðborgarinnar. Auðvítað er
það hárrétt hjá sjálfstæðismönn-
um að efla samstarfið við ríkiö
um þjónustu og framkvæmdir
innan borgarmarkanna. En þær
stöllur vilja heldur sitja meö
hendur i skauti og sjá til hvaö
ríkinu þóknast að gera fyrir
Reykvíkinga. Sækjumst við eftir
shkri þjónustu eða eigum við
kannski að kalla það forystu-
leysi?
Schindierslistinn
Helgi skrifar:
Nú hefur gyðinga-áróðursmyhan
gotið eínu „meistaraverkinu" í
viöbót. Schindlerslistinn er ein
skáldsagan enn á borð viö „hel-
förina“ forðum þar sem gyðingar
reyna að tileinka sjálfum sér
einkarétt á þjáningum og hörm-
ungum heimsstyrjaldarinnar síð-
ari. Skáldskapurinn er settur á
breiðtjaldiö af einum snjahasta
sjónhverfingamanni kvikmynda-
iðnaðarins, gyöingnum Steven
Spielberg, sem er jú annálaður
snihingur í að gera raunveru-
leika úr óraunveruleikanum.
Gyðingarnir hrósa svo hvorir
öðrum, glotta við tönn og gefa
óskarsverðslaun fyrir vel unnið
verk.
Óíþrótftamannslega
framkoma
Handboltaunnandi hringdi:
Ég vh vekja athygli á mjög
óíþróttamannslegri framkomu
eins leikmanna handknattleiks-
hðs Vfkinga í 8-liða úrshtunum
gegn FH. Umræddur leikmaður
braut mjög gróflega af sér undir
lok þriðja leiksins og átti fram-
ferði hans ekkert skylt við liina
göfugu handknattleiksíþrótt.
Mesta mildi var aö leikmaður
FH-inga skyldiekki slasast alvar-
lega. Eg skora á forráðamenn HSÍ
að taka á þessu máli af festu og
vonandi heyrir svona framkoma
nú sögunni th.
Fagnar samvinnu
Jóhann Ólafsson skrifar:
Ég vil lýsa yfir ánægju minni
með fyrirhugaða samvinriu ís-
lendinga, Rússa og Norðmanna
við mælingu á stofnstærð úthafs-
karfa. Ég er sannfærður um að
hún á eför að veröa okkur til
góðs og ég er í raun mest hissa á
að hún skuh ekki fyrir löngu vera
oröín að veruleika.