Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1994, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1994, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 7 Fréttir Húsfreyjan á Grund í Kirkjubólshrepppi á Ströndum, Elínborg Oddsdóttir, að hreinsa draslið af girðingum sem kom í síðasta norðaustangarðinum. DV-mynd Guðfinnur Ömurleg um- hverfismengun Guðfmnur Fmnbogason, DV. Hólmavik: „Mér finnst til of mikils ætlast af okkur sem viljum halda landinu hreinu, og eigum þessar jarðir, að við eyðum sífellt meira af tíma okkar í að tína upp og eyða sorpi sem sjó- mennimir fleygja í hafið og berst síð- an á fjörurnar til okkar með hal'átt- inni,“ segir Elínborg Oddsdóttir, hús- freyja á Grund í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Bændur þar og í þorpum hafa feng- ið það orð á sig af ferðafólki að ganga sérstaklega snyrtilega um land sitt og þá ekki síst hirða vel um allt timb- ur sem á fjörur rekur. Jafnan hefur mikill reki verið á Galmarströnd sem eins og nafnið bendir til liggur fyrir opnu hafi. Með timbrinu hefur á síð- ustu áratugum mikið borist að af tómum ílátum, plasti, kúlum og netadræsum. Elinborg segir að heldur hafi dregið úr þessum ófógnuði eftir að hinn kunni sjónvarpsmaður Ómar Ragn- arsson vakti athygli þjóðarinnar á ósómanum meö myndum og við- tölum við bændur á rekajöröum. í nokkur ár hafði lítiö sem ekkert rek- ið af netadræsum en nú er aftur orð- in mikil breyting á til hins verra. Mikiö kemur nú af trollstykkjum og netum á fjörur og þá sjaldan að gert hafi hvassa hafátt í vetur hafi girð- ingar næstum orðiö ósýnilegar fyrir plasti á örfáum dögum svo allt bendi til að ástandið fari versnandi. „Það er kominn tími til að þjóðin vakni til vitundar um þann skaða og umhverfismengun sem þessi gervi- efni valda sem hent er í hafi hugsun- arlaust. Það verður að koma til hug- arfarsbreyting. Þetta er að verða óþolandi ástand," segir Elínborg. Philco L64 RXT 5 ky. - 600 onúningar ö mío. Áður: 49.900 wr. Nú: Heimilisti SÆTÚNI 8 • SlMI Philco WMN 862 B Kg. - OOO snúrongar á mln. Aður: 54.600 »iSr. Nú: í Heimilistæk 1. til 16.maí ] 7-20% afsláttur af öllum þvottavélum og þurrkurum! Mikið úrval! ^ PHILCO Ódýrar vélar sem standa fyrir sínu WHIRLPOOL Traustar vélar á góðu verði BAUKNECHT I/önduð þýsk framleiðsla i hæsta gæðaflokki r pak* Íyigir jsigssg pvotta Vertu með ■ draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.