Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1994, Síða 36
f
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Ritstjórn - Augíýsingar - Áskrift - Preifing: Sítni 632700
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994.
Eldhúsdagur á Alþingi:
Uppskerum eins
ogsáðvartil
sagðiforsætisráðherra
„Allt okkar erfiöi, samstillt átak og
stefnufesta, er aö skila sér. Viö erum
að uppskera eins og sáö var til. 111-
gresiö hefur jafnharöan veriö hirt og
hent úr íslenska þjóðargarðinum og
því veröur uppskeran væntanlega
góð. Þaö er því bjart yfir íslensku
efnahagslífi næstu misserin," sagöi
Davíö Oddsson forsætisráðherra í
eldhúsdagsumræðum á Alþingi í
gærkvöldi. Fram kom í máli hans að
skilyrði væru fyrir vaxtalækkun.
Davíð sagði i ræðu sinni að Evr-
ópustefna Islendinga snerist um ís-
lenska hagsmuni og íslenskan vilja
en ekki um það aö vera með í lestar-
ferðum. Með þessu átti ráðherrann
■ við umræður manna um samflot í
Evrópusambandið með öðrum
EFTA-ríkjum. Þá benti Davíð á að
engin hagsmunasamtök hefðu mælt
með inngöngu í ESB.
Halldór Ásgrímsson, formaöur
Framsóknarflokksins, útilokaði í
sinni ræðu ekki aðild að ESB en sagði
að íslendingar gætu ekki gengist
undir sjávarútvegsstefnu ESB. Hann
sagði Evrópusambandið í þróun og
að mikilvægt væri fyrir íslendinga
að semja sig til áhrifa innan þess.
x. Stjórnarsinnar gerðu mikið úr
'^*þeim teiknum um efnahagsbata sem
nú væru á lofti. Stjórnarandstaðan
sagði þetta kvaldar kveðjur til þeirra
þúsunda sem nú eru atvinnulausar.
Svavar Gestsson gagnrýndi formann
Framsóknarflokksins harðlega fyrir
eftirgjöf í ESB-málinu og í sama
streng tóku fulltrúar Kvennalistans.
Athygli vakti að enginn af ráðherr-
um Alþýðuflokks tók til máls í um-
ræðunum í gærkvöldi.
Vígslubiskupskj ör:
Enginn náði
meirihluta
-kjósaþarfaftur
Séra Sigurður Sigurðarson á Sél-
fossi fékk flest atkvæði í vígslubisk-
upskjöri í Skálholtsbiskupsdæmi.
Atkvæði voru talin í gær og hlaut
Sigurður 49 atkvæði. Næstur kom sr.
Guðmundur Þorsteinsson, dómpró-
fastur í Reykjavík, með 38 atkvæði
og þá sr. Karl Sigurbjömsson, sókn-
arprestur í Hallgrímskirkju, með 29
atkvæði.
Á kjörskrá voru 134 og bárust 129
atkvæði sem þýðir 96% kjörsókn. Þar
sem enginn fékk meirihluta greiddra
atkvæða þarf að kjósa aftur um þrjá
efstu menn. Úrsht í því kjöri ættu
að liggja fyrir um næstu mánaðamót.
Krefjumst log
banns fari þau
ekki i dag
„Ég og lögmaður minn kreflumst
þess aö hrossin sem sýktust verði
flutt í burtu í dag. Gerist það ekki
munum við fara fram á að lögbann
; verði sett á heimild bæjarstjórnar ;
um að þau mættu vera þarna. Þetta
er algjörlega óviöunandi, að flytja
sýkt hross úr einu bæjarfélagi í
annað,“ sagðí Þórarinn Jónsson,
eigandi hestaleigunnar i Laxnesi í
Mosfellsdal - næsta bæ við Selholt
þar sem 15 sýkt hross voru flutt frá
Víðidal síðastliðinn fóstudag.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hélt
fund um málið í morgun. Þegar
niðurstaða hans lá fyrir sagði Ró-
bert Agnarsson bæjarsflóri við DV:
„Við sjáum ekki efni til að fallast
á kröfu Þórarins. Við skiljum þó
mæta vel ótta hans - hann er með
mikinn atvinnurekstur með hross.
Viö höfum fengiö staðfestingu frá;
yfirdýralækni um að það sé ekki
hætta á ferðum með önnur hross
þama. Niðurstaða úr sýnatöku,
sem fékkst á sunnudag, sýndi jafn-
framt aö þama hefði verið um
veiru að ræða sem var til staðar
áður og utanaðkomandi áhrif
hefðu valdið sýkingunni í þessum
tilteknu hrossum. Auk þess voru
önnur hross með þessum sýktu á
tímabiii og það kom ekkert smit
fram í þeim og sýktu hrossin hafa
nú náð sér að mestu," sagöi bæjar-
stjóri.
Þegar DV fór í prentun var Þórar-
inn að bíða eftir skriflegu svari frá
bæjarstjórninni urn kröfu hans viö
því að hrossin verði flutt í burtu,
Þórarinn ræddi við Brynjólf Sand-
holt jdirdýralækm í gær. Hann
kvaðst í samtali við DV í morgun
hafa fengið neikvæð viðbrögð yfir-
dýralæknis við því að hrossin verði
flutt í burtu.
Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli hreinsaði í gær þotueldsneyti eða steinolíu sem lak úr tönkum maltneskrar
þotu sem hafði viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn varðstjóra skapaðist ekki veruleg hætta af en steinolían
fer illa með malbikið ef hún er ekki hreinsuð strax. Tankar vélarinnar höfðu yfirfyllst en nokkuð algengt er að
eldsneyti drjúpi úr yfirfylltum eldsneytisgeymum flugvéla þegar olían þenst út við hitabreytingar.
Verkfall meinatækna:
Málið komið
Vonir standa til að samningavið-
ræður meinatækna og ríkisins kom-
ist aftur á hreyfingu eftir viðræður
Guðmundar Áma Stefánssonar heil-
brigðisráðherra og Friðriks Sophus-
sonar flármálaráðherra og meina-
tækna í gær. Búist er við að fljótlega
verði boðað til samningafundar.
„í gær var ekki búið að kalla form-
lega á samningafund en það er hreyf-
ing á málinu. Það er vilji til þess af
hálfu meinatækna að leysa málið og
ég veit að meðan fólk ræðist við er
málið á hreyfingu,“ segir Guðmund-
ur Árni Stefánsson heilbrigðisráð-
herra.
Suðursveit:
Lá við stór-
bruna
Við stórbmna lá þegar eldur kom
upp í vélageymslu á bænum Lækjar-
húsum í Suðursveit um klukkan 19
í gærkvöld. Vélageymslan er áfost
hesthúsi, flárhúsi og hlöðu. Talið er
líklegt að flóðljós í vélageymslunni
hafi bráðnað en fyrir neðan það var
olíudallur sem eldurinn kom upp í.
Heimamenn brugðust skjótt við og
tókst að ráða niðurlögum eldsins
með þremur handslökkvitækjum og
urðu mestar skemmdir af völdum
sóts og reyks.
Hestar sem voru í hesthúsinu voru
í gerði við húsið og sakaði ekki.
Reykur komst hvorki í hlöðu, þar
sem töluvert hey var, né flárhús, þar
sem á annað hundrað flár í sauð-
burði var.
Slökkvilið var kallað til baka áður
en það kom á staðinn, þökk sé snar-
ræði heimamanna.
Ágreiningur
um þyrlukaup
Ákvörðun um þyrlukaup er á dag-
skrá ríkisstjómarfundar á morgun.
Frestur til að ná niðurstöðu í viðræð-
um við Bandaríkjamenn um yfirtöku
þyrlusveitarinnar á Keflavíkurflug-
velh rennur út á miðnætti. Útlit er
fyrir aö þær viðræður taki mun
lengri tíma. Telur Jón Baldvin
Hannibalsson því koma til álita að
tala beint við bandaríska starfsbróð-
ur sinn um máhð en ákvörðun um
kaup á einstakri þyrlu geti lokað
máhnu gagnvart Bandríkjamönnum.
Davíð Oddsson býst hins vegar við
að þyrlukaupamáhð verði afgreitt á
ríkisstjómarfundinum og Þorsteinn
Pálsson segir ekkert geta tafið yfir
ákvörðun um þyrlukaup.
LOKI
Skyldi ríkisstjórnin fara á flug
vegna þyrlumálsins?
Veðriðámorgun:
Víðast
kaldi
Á morgun verður austlæg átt, '
viðast kaldi og dálítil rigning um
norðanvert landið en hæg breyti-
leg átt og smáskúrir syðra. Hiti
3-9 stig.
Veðrið 1 dag er á bls. 44
LANDSSAMBAND
ÍSL. RAKVKRKTAKA
lir