Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1994, Síða 6
22 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 Sambíóin sýna AceVentura: Pet Detective Sambíóin hafa tekið til sýninga stórgrínmyndina Ace Ventura: Pet Detective. Myndin fjallar um gælu- dýraspæjarann Ace Ventura sem segja má að sé blanda af Jerry Lewis og Dagfinni dýralækni. Ace er ráðinn til þess aö flnna höfrunginn Snow- flake sem rænt hefur verið frá ruðn- ingsliðinu Miami Dolphins, en þar hafði hann mikilvægu hlutverki að gegna sem lukkudýr. Ace er ekki lengi að dýfa sér út í þetta verk og sýnir á sér sínar bestu og verstu hlið- ar. En við hverju er svo sem að bú- ast af manni sem lítur út fyrir að klæða sig í myrkri, borðar fuglamat og er með hárgreiðslu sem líkist helst páfagauksstéli? Þegar Ace hefur tekist að þefa uppi slóð höfrungsins flækist málið enn frekar því allt í einu er aðalleik- manni liðsins einnig rænt. Nú má Ace taka á honum stóra sínum við að leita tveggja spendýra þar sem tíminn er senn á þrotum fyrir úr- slitaleikinn. Með aöalhlutverkið, Ace, fer Jim Carrey sem hér birtist í fyrstu kvikmynd sinni. Hann hefur áður leikið í bandarísku sjónvarps- þáttunum In Living Color. Carrey sló rækilega í gegn í þessu hlutverki sínu Jim Carrey sló i gegn i Bandaríkjunum fyrir hlutverk sitt í Ace Ventura. og myndin var samfleytt í mánuð í myndir Bandaríkjanna. Leikstjóri einnig er hér í fyrstu stóru mynd fyrsta sæti yfir aðsóknarmestu kvik- myndarinnar er Tom Shadyac sem sinni. Regnboginn: Ralifomia Regnboginn hefur tekið til sýn- inga spennumyndina Kalifornia sem kvikmyndafyrirtæki Sigur- jóns Sighvatssonar, Propaganda Films, framleiðir. Leikstjóri mynd- arinnar er Dominic Sena sem getið hefur sér gott orð við gerð tónlist- armyndbanda. Aðalhlutverkin í myndinni leika Brad Pitt, Juliette Lewis, David Duchovny og Mic- helle Forbes. Brian, upprennandi rithöfundur, og ljósmyndarinn Carrie eru flott par sem ákveða að setja saman bók um alræmdustu fjöldamorðingja Bandaríkjanna. Þau ákveða aö heimsækja slóðir morðingjanna og freista þess að setja sig í spor þeirra og koma þeirri reynslu á pappír. Bæði eru þau hins vegar blönk og auglýsa því eftir fólki sem vill slást í for með þeim gegn því að greiða helming bensínkostnaðar á bílinn. Auglýsingunni svara þau Early og Adele sem eru af allt ööru sauða- húsi en Brian og Carrie. Ólíkari samferðamenn er vart hægt að ímynda sér en pörin tvö. Ferðin um slóðir fjöldamorðingjanna hefst og brátt gerast veður válynd. Spennan nær hámarki í Nevada-eyðimörk- inni og blóöugt og hörkulegt upp- gjör er óhjákvæmilegt. ■ Carrie og Brian ákveða aö setja saman bók um alræmdustu fjöldamorð ingja Bandaríkjanna. Atriði úr kvikmyndinni Backbeat. Háskólabíó sýnir kvikmynd um bestu ár Bítlanna Háskólabíó hefur tekið til sýninga tónlistarmyndina Backbeat sem fjallar um ár Bítlanna áður en þeir urðu hvað vinsælastir. Myndin fjall- ar einkum um fimmta Bítilinn sem lést arið 1962. Stu Sutcliffe var fyrsti bassaleikari Bítlanna og einnig ágætis málari. Hann hætti að spila með Bítlunum til þess að geta helgað sig málaralist- inni. Einnig vildi hann veija tíma meö Astrid Kirchherr sem var ljós- myndari og skapaði útlit Bítlanna. Sutcliffe var besti vinur Johns Lenn- ons en hann var einnig ástfanginn af Astrid og olli það miklum tauga- titringi á meðal félaganna. Tónlist myndarinnar flytur hljóm- sveitin Backbeat Band en hana skipa Mike Mills, REM, Dave Grohl, Nir- vana, Thurston Moore, Sonic Yourt, Don Flemming, Gumball, Dave Pirn- er, Soul Asylum, og Gregg Dulli, Afhgan Whigs. Sambíóin: Konungur hæðarinnar Sambíóin sýna um þessar mundir kvikmyndina Konungur hæðarinnar eða King of the Hill. Myndin gerist í kringum 1930 og fjallar um tólf ára dreng, Aron að nafni. Foreldrar hans eru aðframkomnir sökum fátæktar. Móöir hans er heilsutæp og faðirinn meö endemum óheppinn. Þau hafa neyðst til þess að koma yngri synin- um, Sullivan, fyrir hjá ættingjum og sjá sér ekki annað fært en að fara betlandi hús úr húsi. Aron þarf að standa á eigin fótum og treysta á sitt eigið hugvit. Hann er staðráðinn í að flnna einhver ráð til að fjölskyld- an megi sameinast. Leikstjóri er Steven Soderbergh en með helstu hlutverk fara Jesse Brad- ford, Jeroen Krabbe og Elizabeth McGovem. Aron horfir upp á félaga sinn hand- tekinn á götunni. Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími 11384 Óttalaus ★★★ Vel gerð og athyglisverð kvikmynd um tvo einstaklinga sem lifa af flugslys og hversu ólík viðhorf þeirra verða eftir þessa reynslu. Peter Weir nær sem fyrr að segja skemmti- legasögusemhlaðinerdulúð. -HK Hús andanna ★★★'/i Bille August hefur tekist að gera áhrifamikla og vandaða kvikmynd sem hrærir við tilfinn- ingumoglæturenganósnortinn. -HK BÍÓHÖLLIN Simi 78900 Pelikanaskjalið ★★★ Vel heppnaður spennutryllir um víðtækt sam- særi i Washington. Stjörnuleikarar standa vel fyrirsínu. -HK Beethoven 2 ★ 'A Það sem stendur upp úr annars slakri gaman- mynd eru hinir skemmtilegu St. Bernhards- hundar sem standa mennskum leikurum mun framar í túlkun. Einnig sýnd i Háskólabiói. -HK Aladdin ★★★ Aladdin er einstaklega vel heppnuð teikni- mynd. Islensku leikararnir, sem tala inn á myndina með Ladda i broddi fylkingar, ná góðumtökumápersónunum. -HK SAGA-BÍÓ Sími 78900 Fingralangut faðir ★ Heldur langdregin mynd um þjóðvegaelt- ingaleikogeflingufjölskyldubandanna. -GB HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Nakinn ★★ 'A David Thewlis heldur einsamall uppi nýjustu mynd Mike Leigh með frábærri bölsýnisspeki og eitruðu háði sem hann hellir yfir alla með- leikara sina á einstaklega liflegan hátt. Stjarna erfædd. -GE Leitin að Bobby Fischer ★★'/: Umhugsunarverð og margþætt saga um snilligáfu, keppnisþrótt og sigurþörfina, of róleg til að komast að niðurstöðu en skákin og stórmeistarinn einaræni vel notuð sem umgjörð. -GE Eins konar ást *'/2 Kántrí-ástarsaga um ungt fólk á framabraut í Nashville. Sagan er of fyrirsjánleg og Pho- enix heitinn stelur óviljandi athyglinni. -GE Robocop 3 0 Ólikindaleg vitleysa um hálfmennið Alex Murphy og baráttu hans við illþýðið, i þetta sinn japanskt. -GB Blár ★l/2 Fremur tilgerðarleg mynd um unga ekkju sem tekst á við lifið og sorgina eftir lát mannsins síns. -GB Listi Schindlers ☆☆☆ Spielberg tvinnar saman helförina og starf- semi þýsks stríðsmangara i Póllandi með misjöfnum árangri en veitir óneitanlega eina bestu innsýn í þennan kafla mannkynssög- unnarsemmáekkigleymast. -GE I nafni föðurins ★★★'/2 Ahrifamikil og sterk kvikmynd frá írska leik- stjóranum Jim Sheridan. Daniel Day Lewis og Pete Postethwaite eru mjög góðir í hlut- verkum feðga sem verða fórnarlömb haturs. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Ögrun ★★ Létt erótík og ádeila á siðavendni kirkjunnar manna í Ástraliu sem vilja koma vitinu fvrir ..subbulegan" listmálara. -GB Tombstone ★'/í Slappur og sundurlaus vestri sem er óþörf viðþót i stóran hóp mynda um Wyatt Earp, Doc Holliday og lætin i O.K. Corall. Góður leikhópur virðist ráövilltur. -GE REGNBOGINN Sími19000 Trylltar nætur ★★★ Lejftrandi ástar/losta-þríhyrningur, sem þætti athyglisverður hvenær sem er en hefur öðl- ast talsvert aukinn áhrifamátt vegna fráfalls höfundarins/stjörnunnar úr eyðni. Besta mynd til þessa um mannlega kostnaðinn af þessumsjúkdómi. -GE Lævís leikur ☆ Litt spennandi spennumynd um meint læknamistök og svik og pretti. -GB Kryddlegin hjörtu ★★★ Heillandi frásagnarmáti í bragðmikilli og dramatiskri mynd þar sem ýkjukennd sagna- hefð nýtur sín vel. Athyglisverð og vel leikin kvikmynd í háum gæðaflokki. -HK Píanó ★★★/2 Pianó er einstaklega vel heppnuð kvikmynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótík með öllum sinum öfgum er myndin aldrei yfirþyrmandi dramatisk. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi16500 Philadelphia ★** Áhrifamikil kvikmynd um eyðnisjúkan lög- fræðing sem fer í mál við vinnuveitendur sína sem ráku hann. Tom Hanks fékk óskarinn fyrir leik sinn og var það verðskuldað. -H K Dreggjar dagsins ★★★★ Anthony Hopkins er maður dagsins i þessari úrvalsmynd um þjóninn Stevens sem missir af lífsins strætó en vill bæta fyrir mistök sln. -GB Morðgáta á Manhattan ★★★ Léttur og leikandi Woody Allen og félagar i þráhyggjuleit að meintum morðingja. -GB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.