Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 35 Þór mætir til íslandsmótsins með mjög góðan mannskap og án efa mun sterkara lið en í fyrra. Sterkir leikmenn hafa gengið til liðs við Akureyrarliðið fyrir komandi timabil og undir stjórn Sigurðar Lárussonar er liðið til alls liklegt. Margir spá liðinu einu af þremur efstu sætunum í deildinni. DV-mynd gk Þórsarar gætu komið á óvart Erfltt er að gera sér grein fyrir möguleikum Þórs frá Akureyri í sumar. Margir eru þeirrar skoðunar að liðið hafi burði til að ná langt og jafnvel að blanda sér í toppbaráttu 1. deildar ef allt gengur upp. Lykilatriði kann að vera hvernig Halldóri Áskelssyni reiðir af í bar- áttu við langvarandi meiðsb en hann var nánast ekkert með í fyrra. Þórs- arar urðu fyrir áfalli þegar Hlynur Birgisson meiddist og ljóst er að hann leikur ekki með liðinu í fyrstu umferðunum. Því er spáð hér að Þórsarar verði „spútniklið“ 1. deild- arinnar í sumar. ÍBV hefur tvö síðustu árin sloppið við fall í 2. deild á allra síðustu stundu. Lið Eyjamanna hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra, gæti orðið sterkara í vörninni en sóknin er meira spurningarmerki enda helstu marka- skorararnir farnir. DV-mynd Ægir Már Sóknarleikur- inn veika hliðin Eyjamenn hafa tvö undanfarin ár bjargað sér frá falli í 2. deild á ævin- týralegan hátt og þar hefur gamla Eyjaseiglan hjálpað mikið upp á. Ef hópur IBV er grannt skoðaður má fastlega gera ráð fyrir að liðiö verði í neðri helmingi deildarinnar. Snorri Rútsson þjálfari kaUar ekki allt ömmu sína og nái hann að stappa stálinu í sína menn verður Eyjaliðið ekki auðunnið. Frá síöasta ári hafa Eyjamenn misst sína aðalsóknar- menn, þá Bjama Sveinbjörnsson og Tryggva Guðmundsson, og því gæti sóknarleikurinn orðiö veika hlið ÍBV-liðsins í sumar. 1. deildkarla Nýir Ieikmenn: Bjarni Sveinbjörnsson frá ÍBV Dragan Vitorovic frá Zemun Guðmundur Benediktss. frá Ekeren Hreinn Hringsson frá Magna Ormarr Örlygsson frá KA Ólafur Pétursson frá ÍBK Farnir frá síðasta ári: Axel Gunnarsson til KA Ásmundur Amarsson til Völsungs Gísli T. Gunnarsson til Hvatar Lárus Sigurðsson til Vals Richard Laughton til Englands Sveinbjörn Hákonarson til Þróttar N. Sverrir Ragnarsson til KA Þjálfari: Sigurður Lárusson þjálfar lið Þórs- ara fjórða árið í röð en áður þjálfaði hann hð Skagamanna. Leikmenn Þórs 1994 Aldur Leikir Mörk Landsl. Árni Þór Ámason 24 51 9 0 Birgir Þór Karlsson 25 55 2 0 Bjarni Sveinbjörnsson 31 112 36 1 Brynjar Davíðsson 19 0 0 0 DraganVitorovic 30 0 0 0 Elmar Eiríksson 21 0 0 0 Guðmundur Benediktsson 20 0 0 0 Halldór Áskelsson 29 147 36 24 HeiðmarFelixson 17 9 0 0 HlynurBirgisson 26 132 21 9 HreinnHringsson 22 0 0 0 Júlíus Tryggvason 28 151 16 0 Lárus Orri Sigurðsson 21 48 2 0 OrmarrÖrlygsson 32 166 9 8 Ólafur Pétursson 22 23 0 0 PállV.Gíslason 24 56 2 0 Sveinn Pálsson 27 70 0 0 Þórir Áskelsson 23 42 0 0 Örn Viðar Arnarson 28 86 5 0 Þjálfari: Sigurður Lárusson. Árangur: íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. 2. deildar meistari: Aldrei. Evrópukeppni: Aldrei. Leikjahæstur í 1. deild: Nói Björns- son, 164 leikir. Markahæstur í 1. deild: Halldór Áskelsson, 34 mörk. ÍBV Nýir leikmenn: Dragan Manojlovic frá Þrótti R. Friðrik Sæbjörnsson frá Stjömunni Heimir Hallgrímsson frá Hetti Sumarliði Árnason frá Aftureldingu Zoran Ljubicic frá HK Þórir Ólafsson frá Vásterás Farnir frá síðasta ári Anton B. Markússon í Fram Bjarni Sveinbjömsson í Þór Ingi Sigurðsson í Grindavík Sindri Grétarsson í BÍ Tryggvi Guðmundsson í KR Þjálfari: Snorri Rútsson tók við af Jóhannesi Atlasyni. Þetta er fyrsta ár hans sem þjálfari í 1. deild en hann hefur þjálf- að yngri flokka félagsins og lið Reyn- is úr Sandgerði og Einherja. Árangur: íslandsmeistari: Einu sinni. Bikarmeistari: Þrisvar. 2. deildar meistari: Þrisvar. Evrópukeppni: 5 sinnum. Leikjahæstur í 1. deild: Þórður Hall- grímsson, 189 leikir. Markahæstur í 1. deild: Sigurlás Þor- leifsson, 60 mörk. Leikmenn ÍBV1994 Aldur Leikir Mörk Landsl. Bjarnólfur Lárusson 18 4 0 0 Dragan Manojlovic 30 0 0 0 Friðrik Friðriksson 30 127 0 23 Friðrik Sæbjörnsson 27 40 2 0 Gísli Sveinsson 21 0 0 0 Gunnar Sigurðsson té 0 0 0 Heimir Hallgrímsson 27 52 0 0 Hermann Hreiðarsson 20 2 0 0 Jón Bragi Arnarsson 31 84 2 0 Kristján Georgsson 18 ■0 0 0 Magnús Sigurðsson 20 16 0 0 Martin Eyjólfsson 23 36 6 0 Nökkvi Sveinsson 22 49 1 0 Rútur Snorrason 20 30 2 0 Sigurður Ingason 23 32 0 0 Steingrímur J óhannesson 21 25 6 0 Sumarliði Árnason 22 0 0 0 Yngvi Borgþórsson 19 11 0 0 Zoran Ljubicic 27 0 0 0 ÞórirÓlafsson 28 0 0 0 Þjálfari: Snorri Rútsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.