Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ1994 3 » I I > > i > Fréttir Samkomulag um myndun bæjarstjómar 1 Hafnarfiröi 1 gærkvöld: D-listi fær bæjar- stjóraígildi - hlutfallsskipting 1 nefndir og Magnús Jón bæjarstjóri Samkomulag náðist um myndun bæjarstjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags seint í gærkvöld. Oddviti Alþýöubandalagsins, Magn- ús Jón Ámason, verður bæjarstjóri en Sjálfstæðisflokkurinn fær for- mann bæjarráðs og forseta bæjar- stjórnar. Gert er ráð fyrir að Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðis- manna, verði formaður bæjarráðs og líklegt þykir að Ellert Borgar Þor- valdsson verði forseti bæjarstjómar. Um það var rætt að formaður bæj- arráðs veröi sýnilegri en áður hefur verið og því verði hlutverk Magnús- ar Gunnarssonar svipað og það sem Gunnar Birgisson gegnir í Kópavogi. Þetta er talin nokkurs konar mála- miðlun vegna þess að Alþýðubanda- lagið fékk bæjarstjórann. Einnig var rætt um að hafa hlutfallsskiptingu í nefndir. Málefnaskráin var ekki fullgerð en gert er ráð fyrir að unnið verði áfram í henni í dag og jafnvel á morgun. Það er þó alveg ljóst, samkvæmt heimildum DV, að róttæk endur- skoðim á rekstri bæjarins verður forgangsmál, svo og á stjómkerfinu almennt. Ekki er talið líklegt að hægt verði að lækka skuldir svo nokkm nemi fyrst í stað en stefnt verður að því að auka þær ekki. Reynt verður að spara í rekstrarkostnaði. Hágangi I neitað um viðgerö í Norður-Noregi: Meöan birgöir endast seljum viö þetta fallega sófasett Daisy 3-1-1 og 3-2-1 í blá og brúnmunstruöu á aöeins kr. 98.000.' Skipinu vísað frá bryggiu Hafnaryfirvöld í bænum Harstad í Norður-Noregi vísuðu í gær Hágangi I, sem gerður er út frá Vopnafirði, frá bryggju en skipið kom þangað hálfvélarvana frá Smugunni til við- gerðar. „Við höfðum fengið góð viöbrögð frá skipasmíðastöð í bænum sem við höfðum samband við með milligöngu íslendings. Það var ekkert nema sjálfsagt að skipið fengi viðgerð. En þegar skipið kom að bryggju í gær- morgun komu nokkrir menn sem hótaöu skipveijum öllu illu ef þeir hypjuðu sig ekki á brott,“ sagði Reynir Árnason útgerðarstjóri í gær. Að sögn Reynis giskaði áhöfn Há- gangs að um hefði verið að ræða fé- laga í Norsk fiskarlag. „Skipasmíðastöðin, sem hafði ætl- að að gera við skipið, þorði ekki ann- að en að hætta við og svo vísuðu hafnaryfirvöld skipinu frá en skipið er ekki farið. Þetta er auðvitað orðið mjög alvarlegt mál þegar um hálfvél- arvana skip er að ræða.“ Reynir sagði að enn hefði ekki ver- ið reynt að fá viðgerð sunnar í Nor- egi enda erfitt fyrir skipið að sigla suður eftir vegna bilunarinnar. „Menn ætla að bíða og sjá hvort hót- ununum verður framfylgt." Hágangur I hefur verið að veiðum í Smugunni í um tvær vikur og hefur aðeins fengið um eitt tonn af salt- fiski. Hjá útgerðinni fengust þær upplýsingar að skipið hefði ekki ver- ið að veiðum á Svalbarðasvæðinu. V A W6íf)Sfum§aÍ>íaÍíilsSmani Húsgagnahöllin l/unfr' & | BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-681199 Góö greiöslukjör $ Stuttar fréttir Vopnasátt Fyrrverandi bankaráðsformað- ur Búnaðarbankans og fram- kvæmdastjóri íslensk-rússneska versiunarfélagsins gerðu í gær dómssátt í meiðyrðamáli sem tengist svokölluðu vopnakaupa- máli bankans. RÚV greindi frá. Útlitsgallaðurkarfi Fundinn er markaður fyrir þúsundir tonna af útlítsgölluðum karfa sem íslenskir togarai- fleygja fyrir borð í stórum stíl. RÚV greindi frá. Aðsóknífisk Aðsókn nýnema í sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri hefur þrefaldast. Samkvæmt RÚV hafa borist yfir 250 umsóknir fyrir næsta skólaár. Gagmrýn&renn Fjármálaráðherra ítrekar gagnrýni sína á vinnubrög Ríkis- endurskoðunar í máli SR-mjöls. Mikil sildveiði Óopinber stefna stjómvalda er óheft síldveiði næstu vikur, segir Stöð 2. Hagnaður íslandsbanka Hagnaöur íslandsbanka var 89,5 miUjónir fyrstu flóra mánuði ársins og hafði því batnað um 284 milljónir á fyrsta ársflórðungi. Mbl. greinir frá. Slysindýr Umferðarslysin kosta samfé- lagið 5 milflarða á ári samkvæmt frétt Tímans. misiok porsxems Það eru mistök hjá Þorsteini Pálssyni að biðja um samninga um síldina, segir framkvæmda- sflóri Hraðfrystihúss Þórshafhar. Hann segir aö það eigi bara aö veiöa. Túninn greindi frá. AÐEINSKR. 99900 STGR. • Super VHS-inngangur. • Frábær NICAM-STEREO hljémur • Nýr 2x20w NICAM-hljóðmagnari. 1 Fullkomið íslenskt textavarp ogfjarstýring. SJÓNV21RPSMIÐSTÖÐIN HF. SIÐUMULA Z — SIJVII 68 90 90 Öll nýjasta sjónvarpstæknin samankomin í einu tæki á ótrúlegu verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.