Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1994 13 dv ____________________________Neytendnr Sænskur prófessor og læknir heimsækir Island: íslendingar langt á eftir hinum Norðurlöndunum - hvað varðar umferðaröryggi bama í bifreiðum Claes Tingvall, sænskur prófessor og læknir sem sérhæft hefur sig í um- ferðaröryggi barna, telur íslendinga eiga langt i land með að vernda börn sín eins vel og hægt er í umferðinni. Hér sýnir hann sænska framleiðslu af „barnavænum" bilstólum sem framleiddir eru í Svíþjóð. DV-mynd GVA „Á sama tíma og 30-40% fullorð- inna sem slasast í umferðinni hljóta höfuðmeiðsli hljóta rúmlega 80% ungra bama höfuðmeiðsli eða skadd- ast í andliti. Það skiptir því megin- máli að vemda höfuð þeirra og háls við árekstur," sagði Claes TingvalJ. sænskur prófessor og læknir sem sérhæft hefur sig í rannsóknum o umferðaröryggi bama. Claes er í stuttri heimsókn hér á landi í boði VÍS til að kynna „nýja tegund" bamabílstóla fyrir íslend- ingum sem reyndar em nær ein- göngu notaðir í Sviþjóð í dag, eða i 80% tilfella. Stólamir era hannaðir þannig að þeir snúa baki í aksturs- stefnu og geta ýmist verið í fram- eða aftursæti bifreiðarinnar. Algengast er þó að hafa þá í framsætinu þar sem ökumaður er oft einn með baminu í bílnum og þarf að geta sinnt því. „Háls smábama þolir í mesta lagi 60 kílóa þunga en við árekstur fer hann yfirleitt langt yfir 100 kíló. Bamabílstólamir sem era mikið not- aðir á íslandi í dag era hannaðir sam- kvæmt gamalli reglugerð þar sem Sértilboð og afsláttur: Tilboðin gilda frá fimmtudegi til miðvikudags. Verðið miðast við staðgreiðslu. Þar fæst Harpic salemishreinsir, 500 ml, á 71 kr., Heinz sveppasúpa, 400 ml, á 50 kr„ Aro Ultra, 2,8 kg, á 757 kr., garðkönnur, 101, á 839 kr., Falani ferskjur, 850 ml, á 86 kr. og fót- boltamark á 2.423 kr. Tilboðin gilda frá fimmtudegi til sunnudags á meðan birgðir endast. Þar fæst londonlamb, frampartur, á 698 kr. kg, Fanta, VA 1, á 86 kr., Sprite, 1'/. 1, á 86 kr., karamellukaka á 246 kr. og kolagrill á 1.289 kr. stk. Tilboðin gilda einungis í dag - ný koma á morgun. Þar fast bökunarkartöflur á 49 kr. kg, epla- og appelsínusafi, 4 1, á 249 kr., Myllu-heilhveitiformbrauö á 79 kr„ Nóa malta- og hrísbitar á 229 kr., Þykkvabæjarskrúfur m/papriku, 140 g, á 129 kr„ Frón súkkulaðibitakex, 2 teg„ á 59 kr„ MS ávaxtastangir, 10 stk., á 149 kr., Goða þurrkrydd. lambakótil. og grillsn. á 699 kr. kg, Goða brauðskinka, 200 g, á 179 kr„ Húsavíkuijógúrt, 3 teg„ á 79 kr. og tangarínur á 119 kr. kg. aðaláherslan var lögð á vemdun brjóstkassans. Nú hefur verið sýnt fram á að áverkar á hálsi og andliti era langalgengastir meðal bama og fæstir jæssara stóla vemda það svæði. Islendingar era í raun 10-20 árum á eftir Norðurlöndunum hvað þetta varðar," sagði Claes. Loftpúðar hættulegir Mesta hættan sem steðjar að al- mennri notkun bakvísandi bamabíl- stóla era loftpúðar farþegamegin í nýjum bifreiðum. Höggið sem þeir gefa getur haft afdrifaríkar afleiðing- ar fyrir barnið svo gera þarf ráðstaf- anir til að gera þá óvirka. í flestum löndum era böm 5% þeirra farþega sem látast eða slasast í umferðarslysum og alls um 5 þús- und þeirra farþega sem árlega láta lífið í umferðarslysum í heiminum. Sitji bamið í bílstól sem snýr aftur dréifist höggið við áreksturinn um stærri hluta af líkama þess (þegar ekið er framan á bifreiðina), höfuðið hreyfist einungis lítillega meira en búkurinn og hálsinn spennist því lít- ið. Hættan af því að fá þungt höfuð- högg er því í lágmarki. Á sama tíma og virkni allflests öryggisbúnaðar í bifreiðum er minni en 50% er virkni bakvísandi barnabílstóla a.m.k. 90%, sem að sögn Claes ætti að nægja til að hnekkja allri gagnrýni. Hann seg- ir þessa stóla hafa foröað u.þ.b. 300 sænskum bömum frá dauða en sl. 25 ár hafa einungis tíu böm sem set- ið hafa með bakið í akstursstefnu látið lífið í Svíþjóð. Þriggja punkta belti best Claes sagöi ennfremur að þriggja punkta bílbelti væra mun öraggari en fjögurra punkta þar sem börn hefðu tilhneigingu til að renna niður úr þeim síðamefndu. „Það er engin tilviljun að fullorðnum farþegum er alltaf ætlað þriggja punkta bílbelti, öryggið felst í því að mittisólin slakn- ar ekki þó efri ólin slakni." Þegar bam hefur náð þriggja ára aldri er öraggara að spenna það beint í bíl- belti bifreiðarinnar en að spenna það í stól og stólinn síðan í bílinn þar sem það tekur alltaf einhvem tíma fyrir beltið í bílnum að kippa í og svo aftur beltið í stólnum," sagði Claes. Hann mælti með sætispúðum fyrir böm eldri en þriggja ára en ráðlagði fólki að kaupa púöa sem era festir við bílinn. „í framtíðinni verða slíkir púðar innbyggðir í bifreiðarnar." Engin reglugerð Að mati Claes ætti aö vera löngu búið að banna bílstóla sem vísa fram en engin sérstök reglugerð um bíl- stóla er í gildi hér á landi. Margrét Sæmundsdóttir, fræðslu- fulltrúi h)á Umferðarráði, segir Um- ferðarráð ítrekað hafa hvatt foreldra til að kaupa bakvísandi stóla mörg undanfarin ár. „Ég held það hafi eitt- hvað með þjóðfélagið aö gera en hér er það mjög óvinsælt að láta bama- bílstól í framsætiö.“ Hún tók þó skýrt fram að 90% bama hér á landi innan við 9 mánaöa aldur væra í bílstólum sem vísuðu aftur, vandmálið snerist um stærri bömin. Síðastliðin 5-6 ár hafa bakvísandi stólar frá hinum ýmsu framleiðendum fengist hér á landi en hafa aldrei náð vinsældum. Sértilboð og afsláttur: Garðakaup Tilboðin gilda frá fimmtudegi til laugardags. Þar fást íslenskir tómatar á 179 kr. kg, nautagúllas á 899 kr, kg, marineraöar svína- bógssneiðar á 419 kr. kg, plómur, 1 kg, á 199 kr„ Frissi fríski, 2 1 appelsínusafi, á 115 kr„ Golden Valley örbylgjupopp á 89 kr. og melónutríó: vatnsmelónur á 79 kr. kg, gular melónur á 95 kr. kg og Galía melónur á 199 kr. kg. Munið Burtons- og Viscount- fiallahjólaleikinn. Kjöt og fiskur Tilboðin gilda frá fimmtudegi tíl sunnudags. Þar fást lamba- grillsneiðar á 549 kr. kg, svinarif á 390 kr. kg, lambahakk á 339 kr. kg, lasagne á 499 kr. kg, nauta- snitsel á 889 kr. kg, bakki með 10 grillpinnum, nautakjöti og græn- meti, á 1.295 kr. og bakki með blönduöu grillkiöti fyrir 4-5 manns á 995 kr. og lyrír 6-7 manns á 1.495 kr. Fríar bökunar- kartöflur fylgja hveijum gríll- bakka. 10-11 Tilboðin gilda frá miðviku- degi til þriöjudags. Þar fást ísL tómatar á 184 kr. kg, isl. gúrkur á 128 kr. kg, súkkulaðibitakex á 58 kr„ Frissi fríski, 2 I appel- sínudrykkur, á 98 kr„ 4 eldhús- rúllur á 148 kr„ Abt-mjólk á 48 kr. stk„ Pampers bleiur á 798 kr„ Emmess sumarkassi, 10 klakar og 4 toppar, á 389 kr. og smjör, 500 g, á 139 kr. Fjarðar- kaup Tilboðin gilda frá miðviku- degi til föstudags. Þar fæst létt- nfiólk á 58 kr„ Frissi fríski, 2 1 appelsinudrykkur, á 98 kr„ Pam- pers bleiur á 798 kr„ Heima er best á 58 kr„ Valencia súkkul. á 198 kr„ vatnsmelónur á 65 kr. kg, tómatar á 175 kr. kg, londonlamb á 798 kr. kg, marineraðar lamba- kótelettur á 690 kr. kg, kindahakk á 398 kr. kg, pítubrauð á 99 kr„ 6 stk., hvítvíns- og rauðvínsglös, 3 stk., á 350 kr„ samlokukex, 300 g, á 89 kr. og samlokubrauð á 98 kr. Bónus Tilboðin gilda frá fimmtudegi til fimmtudags. Þar iast frosnir maísstönglar, 4 stk„ á 179 kr„ frosin rúnstykkí, 10 stk„ á 159 kr„ Príps pilsner, 'A 1, á 49 kr„ Fry La Snack, 175 g, á 99 kr„ kakóbréf, 10x25 g, á 139 kr„ Ágæt- is-kartöflur, 2 kg, á 79 kr„ bama- strigaskór á 437 kr„ súkkulaði- krerakex, 3x250 g, á 179 kr„ lambakjötsdagar, siðasta helgi (hryggir, súpukjöt og læri upp- seld), og sólstólarnir á 389 kr„ síðasta sending. Bónus minnir á 10% afsl. af öllu grillkjöti. Umferðarkönnun á — í júní 1993 (1620 bifreiða úrtak) 89>6% 87,0% 86,0% =o E Böm laus í framsæti (3 böm) 0,4% mam ■ á i. : '' - i WMl j ' ' ’ ‘ ■ ‘ . „ Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyri Líka d kvöldin !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.