Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1994, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 Sýningar Árbæjarsafn Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18 í sumar. Ásmundarsafn Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Ás- mund Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber yfirskriftina „Hér getur allt gerst”. Sýningin er opin daglega í sumar kl. 10-16. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Café Mílanó FaxafeniH Björg Isaksdóttir sýnir olíumálverk. Sýn- ingin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, kl. 9-1 föstudaga og laugardaga og sunnudaga kl. 9-23.30. Gallerí Borg Margrét Sossa Björnsdóttir opnar sýningu á morgun kl. 14-16. Hún sýnir um 25 málverk og er sýningin opin alla virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Sýning- unni lýkur 5. júlí. Gallerí 1 1 viö Skólavöröustig 4a Kanadíski myndhöggvarinn John Greer hefur opnað sýningu sem nefnist „Bláum rósahnöppum dreift á íslandi". Sýningin stendur til 26. júní. Gallerí Greip Hverfisgötu 82, Vitastígsmegin Eva G. Siguröardóttir opnar sýningu laug- ardaginn 18. júní kl. 16-18. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og stendur til 6. júlí. Gallerí List, skiphoitisob Galleríið er opiö alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Gallerí Roð-í-gúl Hallvelgarstig 7 Anna Leós opnar sýningu á morgun kl. 171 vinnustofu Steingrims St. Th. Sigurðs- sonar. Vinnustofan verður opin kl. 13-18 alla daga og lýkur sýningunni 4. júlí. Einn- ig verður Jónina Ingólfsdóttir, Ijósmóðir frá Akranesi, með ýmsa handgerða muni á sama stað. Sýningin stendur yfir á sama tima og sýning Önnu og lýkur einnig 4. júll. Gallerí Úmbra Amtmannsstig 1 Þar stendur yfir sýning bandariska mynd- listarmannsins Rudys Autio. Sýningin er framlag Gallerís Ombru til Listahátíðar í Reykjavík 1994. A sýningunni eru pensil- teikningar á pappír, unnar á þessu ári. Sýningunni lýkur 22. júni og er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Hafnarborg Strandgötu 34 Sveinn Björnsson sýnir verk sín. Sýningin stendur til 27. júní. Einnig sýnir Leirlistafé- lagið í kaffistofu Hafnarborgar. Þema sýn- ingarinnar hjá þeim er bolli. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. Hjá þeim, leirlistargallerí Skólavöröustíg 6b Jóhanna Sveinsdóttir sýnir til 2. júll. Kaffi 1 7 v/Laugaveg Harpa Karlsdóttir sýnir 10 olíumálverk. Kjarvalsstaðir viö Miklatún Þar stendur yfir sýning á íslenskri samtima- list sem ber yfirskriftina „Skúlptúr/Skúlp- túr/Skúlptúr". Þessi sýning Listasafns Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum á Listahá- tíð 1994 hefur það markmið að bregða Ijósi á íslenska samtímahöggmyndalist eöa öllu heldur skúlptúrgerð. Sýningin er opin alla daga kl. 10^-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Njaröargötu, sími 13797 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyjugötu. Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Hamraborg 4, Kópavogi Þar stendur yfir sýningin „Frá Kjarval til Erró - islensk list í dönskum söfnum". Myndirnar á sýningunni eru eftir Jón Stef- ánsson, Jóhannes S. Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Svavar Guðnason og Erró. I safninu verður einnig áfram sýning á verkum Gerðar Helgadóttur. Listasafn íslands í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldis- ins var opnuð nýlega sýningin I deiglunni 1930-1944, Frá alþingishátíð til lýöveldis- stofnunar - Islenskt menningarlíf á árunum 1930-1944. Listasafnið er opiö alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Islandsmerki og súlur Sigurjóns Ölafsson- ar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræða hátiðarsýningu í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Safnið er opiö laugard.-sunnud. kl. 14-18 og mánud,- fimmtud. kl. 20-22. Listasafn Háskóla Íslands iOdda, siml 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Sýningin hefur hlotið geysigóðar viðtökur. Alþingi á lýðveldistíma I tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis- ins er haldin sýning í Alþingishúsinu er ber yfirskriftina Alþingi á lýðveld- istíma. Sýningin er opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30 til 16.30 og stendur til 30. júlí. Markmiðið með sýningunni er að gefa fólki kost á að koma í þinghúsiö og kynnast störfum þingsins. Jafnframt því að skoða þinghúsið sjálft er gestum boðið upp á ýmsa fræðslu um þingið. í þingflokksher- bergjum á fyrstu hæðinni er á vegg- spjöldum fjallað um aðdraganda lýð- veldisstofnunarinnar og starfsemi Alþingis á lýðveldistímanum í máli og myndum. Einnig er sýnt brot úr lýðveldishátíöarkvikmynd. Á annarri hæðinni hafa verið sett- ar upp myndir af öllum þingmönnum á lýðveldistimanum. í sal efri deildar verða til sýnis gjafir og ávörp er bár- ust 1930. Á lestrarsalnum er kynning á verkefnum þingsins og störfum þingmanna. Að undirbúningi hafa unnið Vigdís Jónsdóttir, Solveig K. Jónsdóttir, Jón E. Böövarsson, Gunnar Ingibergsson og Hafdís Þórólfsdóttir, starfsmenn Alþingis ásamt öðrum starfsmönn- um á skrifstofu Alþingis. Hönnuður sýningarinnar var Sigríður Þóra Árdal sem tölvuvann öll veggspjöld sem límd voru á harðplast. Þessi sýn- ing gerir mögulegt að lána sýninguna út síðar. Sýningin Leiðin til lýðveldis stendur yfir til nóvemberloka. Tímabvtndin lokun Þjóðminj asafnsins Erla sýnir í Slunkaríki í dag er opnuð sýning Erlu Stefáns- dóttur í Slunkaríki á Isafirði. Á sýn- ingunni eru 24 vatnslitamyndir sem lýsa verkum sem Erla fann þegar hún fór um ísafjörð meö Kolbrúnu Leifsdóttur landslagsarkitekt til að vinna að huliðsvættakorti fyrir þetta svæði. Eria býr yfir mjög sérstæðum hæfileikum og næmi, hún sér og skynjar margt sem öðrum er hulið. Sýningin í Slunkaríki er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16 til 18 og stendur yfir til 17. júh. Anna Leós í Roð-í-gúl Anna Leós opnar sýningu á verk- um sínum í vinnustofu Steingríms St. Th. Sigurðssonar Gallerí Roð-í-gúl á laugardag. Áður hefur Anna haldið þrjár einkasýningar, m.a. í Viðeyjar- nausti í Viðey og Hafnarborg. Vinnu- stofan verður opin frá kl. 13 til 18 alla daga en lýkur 4. júlí. Um helgina eru síðustu sýningar- dagar í Þjóðminjasafni íslands því sýningarsalir safnsins viö Suðurgötu verða lokaðir frá nk. þriðjudegi vegna viðgerðar sem nú er að hefj- ast. Ekki er enn fullljóst hvenær unnt verður að opna saifnið aftur en skrifstofur þess verða opnar áfram. Sýningin Leiöin til lýðveldis í gamla Morgunblaðshúsinu, sem Þjóðminjasafnið stendur að í sam- vinnu við Þjóðskjalasafn íslands, verður hins vegar opin til nóvember- loka. Þar er einkum fjallaö um tíma- bilið 1830 til 1944 og er frelsisbaráttu íslendinga gerð mjög ítarleg og glögg skil. Agatha Kristjánsdóttir. Agatha sýnir í Þrastarlundi Agatha Kristjánsdóttir sýnir olíu- málverk í Þrastalundi. Þetta er 11,- einkasýning hennar og sú fjórða í Þrastalundi en Agatha hefur stundað myndlist í áratug. Listasumar á Akureyri '94 Nú á Jónsmessunni hefst Lista- sumar 1994 á Akureyri með sam- felldri dagskrá lista- og menningar- viðburða til ágústloka. Tvennir tón- leikar verða í Listasafninu á Akur- eyri um helgina. Hinir fyrri byrja kl. 20.30 á laugardag og eru með Caput- hópnum sem hefur einbeitt sér að flutningi 20. aldar tónlistar. Frum- flutt verða tvö ný íslensk verk; það fyrra eftir Svein Lúðvík Björnsson en það síðara eftir Helga Pétursson frá Húsavík. Síöari tónleikarnir verða kl. 20.30 á sunnudag en það er sönghópurinn Emil og Anna Sigga sem flytur fjölbreytta söngdagskrá. Tvær myndlistarsýningar verða opnaðar á laugardag; Dröfn Frið- finnsdóttir grafiklistamaður sýnir í Deiglunni og Óh G. Jóhannsson á Café Karóhnu. Eitt verka Sossu. Sýning Sossu Margrét Sossa Björnsdóttir opnar sýningu á 25 nýjum málverkum í Gallerí Borg á laugardag. Sossa hefur frá 1989 aðallega unnið með olíu og striga en þar áður var hún nær ein- göngu í grafík. Sýningin er opin aha virka daga frá kl. 12 tH 18 og um helgar kl. 14 til 18 og stendur yfir til 5. júlí. Sýningar LÍSthÚSÍð Laugardal í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldis- ins og 150 ára útgáfuafmælis íslandskorts Björns Gunnlaugssonar verður haldin sýn- ing á gömlum kortum í eigu Landmælinga Islands 10.-26. júní nk. Sýningin er opin alla virka daga og um helgar kl. 13-19. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg Þar stendur yfir sýning á verkum banda- ríska Ijósmyndarans Joel-Peter Witkins er hefur um árabil beint linsu sinni að mann- legum viðundrum af öllum tegundum. Sýningunni lýkur 15. júlí. Nesstofusafn Neströö, Seltjarnarnesi Sérsafn á sviði lækningaminja. Safnið er opið í sumar á sunnudögum, þriðjudög- um, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Þar stendur yfir sýning á verkum Dieters Roths í tilefni Listahátíðar Reykjavíkur. Sýningin er fjórskipt: strangflatarverk og myndljóð, hreyfi- óg sjónhverfilist, lit- skyggnuverk af húsum í Reykjavík og end- urvinnsla hluta sem leiðir til innri hreyfing- ar efnisins. Sýningin stendur til 10. júlí og er opin daglega frá kl. 14-18. Norræna húsið Þar stendur yfir sýning á verkum Jóns Engilberts. Á sýningunni verða olíumál- verk, vatnslitamyndir, teikningar og verk sem unnin eru með blandaðri tækni og verður hún opin daglega kl. 14-19. Sýn- ingunni lýkur 3. júlí. Ljóðasýning í Perlunni Á morgun kl. 16 verður opnuð í Perlunni Ijóðasýning sem ber yfirskriftina „Þjóð Ijóð". Hér er um að ræða sýningu á 50 ættjarðarljóðum eftir 49 skáld. Þessi sýn- ing er sett saman í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Höfundur hennar er Þorvald- ur Þorsteinsson. Sýningin er opin daglega eins og Perlan kl. 10-22. Ljósmyndasýning í Viðey Um Jónsmessuhelgina, dagana 25. og 26. júní verður Ijósmyndasýning í skólanum í Viðey. Leiðintil lýðveldis Viðamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóðskjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum, búningum, vaxmyndum og mörgu öðru sem tengist sögu sjálfstæðis- baráttunnar frá dögum Fjölnismanna 1830 til lýðveldishátiðar 1944 hefur verið opnuð í Aðalstræti 6 - gamla Morgunblaðshús- inu. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Safnbúð og kaffistofa á staðnum. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfiröi, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaöastræti 74, sími 13644 Nú stendur yfir sumarsýning á myndum sem Ásgrímur málaði á Þingvöllum. Á sýningunni eru 25 myndir, bæði vatnslita- myndir og olíumálverk. Safnið er opið alla daga nema mánudaga yfir sumarmánuð- ina kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarflröi, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga kl. 13-17. SPRON Álfabakka 14 Þar stendur yfir sýning á myndvefnaði eft- ir Þorbjörgu Þórðardóttur. Sýningin stend- ur til 26. ágúst og er opin kl. 9-16 alla virka daga. StÖðlakot v/Bókhlöðustig Leifur Kaldal, gull- og silfursmiði, heitir sýningin sem nú stendur yfir. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og stendur til 3. júli. Þjóðminjasafn íslands Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Þrastarlundur Agatha Kristjánsdóttir sýnir olíumálverk. Sýningin stendur til 3. júlí. Gallerí Slunkuríki Aöalstræti 22, ísafiröi I dag verður opnuð sýning á myndum eftir Erlu Stefánsdóttur. Á sýningunni eru 24 vatnslitamyndir sem lýsa verum sem Erla fann þegar hún fór um ísafjörð með Kolbrúnu Leifsdóttur landslagsarkitekt til að vinna að huliðsvættakorti fyrir þetta svæði. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18 og lýkur henni 17. júli. Listasafnið, Akureyrl Þar stendur yfir sýning á verkum Jóhann- esar S. Kjarvals og Asmundar Sveinssonar undir yfirskriftinni Náttúra - Náttúra. Sýn- ingin er i öllum þremur sölum safnsins og stendur til 28. júní. Listasafnið er opið alla daga kl. 14-18 nema mánudaga, þá er lokað. Kaffi Karólína, Akureyri Ólöf Sigurðardóttir sýnir vatnslitamyndir. Sýningin stendur yfir út mánuöinn. Minjasafnið á Akureyri Aóalstræti 58, simi 24162 Opið daglega kl. 11-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.