Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1994, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 Regnboginn sýnir: Gestimir Regnboginn hefur tekið til sýninga myndina Le Visiteurs eða Gestirnir eins og hún hefur verið nefnd á ís- lensku. Sögusviðið er Frakkland árið 1123. Loðvík konungur 6. aðlar ridd- arann hugprúða, Godefroy, og býður honum að falast eftir kvonfangi, Frénégonde hertogadóttur hinni fríðu. Á biðilsbuxunum liggur leið Godefroys og þjóns hans um dimman skóg þar sem norn ein stjórnar svartagaldursmessu. Godefroy legg- ur til atlögu, handtekur nornina og stefnir henni á báhð. í hefndarskyni kastar nomin þeim álögum yfir ridd- arann að hann skuh í ógáti drepa föður Frénégonde hinnar fríðu sem því muni afneita vonbiðh sínum. Þetta gengur eftir en harmur Gode- froys rekur hann á fund seiðkarlsins Eusabeusar sem kann ráð til að snúa framrás tímans. Seiður er framreidd- ur er færa mun Godefroy aftur í tím- ann þar sem honum gefst færi á að breyta stefnu örvarinnar er varð til- vonandi tengdaföður hans að bana. En duttlungar timans láta ekki að sér hæða. Þegar Godefroy og þræll hans vakna á ný hefur heimurinn heldur betur breyst því upp er runnið árið 1993! Hvemig í ósköpunum bregðast miðaldariddarinn og þræll hans við þessari klípu? Hvernig i ósköpunum bregðast miðaldariddarinn og þræll hans við 20. öld- inni? Myndin segir frá sveitafjölskyldu sem allt í einu verður forrík. Sambíóin sýna: Bændur í Beverly Hills Sambíóin hafa tekið til sýningar grínmyndina The Beverly Hillbilhes eða Bændur í Beverly Hills eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Myndin fjallar um ameríska sveita- fjölskyldu sem kemst í feitt þegar olía gýs upp í bakgarðinum hjá henni. Nýrík ákveður hún að flytjast búferlum til hinnar sólríku Kah- fomíu, nánar tiltekið til Beverly Hills. Ekki þarf að orðlengja um það hversu vel þessu fólki tekst að faha inn í hóp Hohywood- snobbara og stjörnuhðs. Fjölskyldunni er vel tek- ið af alls kyns fólki sem ætlar sér að græða á henni en henni tekst aUtaf á sinn spaugjlega, sveitamannslega hátt að bjarga sér fyrir hom. M'eð aðalhlutverk fara Lily Tomlin, Jim Varney, Cloris Leachman, Dabney Coleman, Erika Eleniak, Lea Thomp- son og Diedrich Bader. Leikstjóri er Penelope Spheeris sem hefur áður leikstýrt m.a. grínmyndinni Wayne’s World. Háskólabíó frumsýnir: Wayne's World 2 Háskólabíó frumsýnir í dag mynd- ina Wayne’s World 2 með þeim félög- um Mike Myers og Dana Carvey í hlutverkum þeirra Waynes og Garths. í öðrum hiutverkum eru söngkonan Tia Carrere sem ástkona Waynes, Cassandra, Christopher Walken sem þrjóturinn sem reynir að stela henni frá honum og Kim Basinger sem Honey Homee sem tál- dregur Garth sem loks er orðinn kynþroska. Bostonguðimir hrukk- óttu en vöðvamiklu í Aerosmith stíga tíl jarðar og koma fram í myndinni. Hvað er títt af Wayne Cambell og Garth Algar? Þeir eru búnir að láta kUppa sig, skrá sig í menntaskóla og vinna aukavinnu með!!! Að sjálf- sögðu em þeir ennþá í stanslausum gleðskap og halda áfram að senda út sjónvarpsþáttinn sinn. En hvað með framtíðina? Wayne viU ná ein- hverjum árangri í lífinu en ekkert virðist ætla að gerast þar tU eldingu lýstur niður á skallann á honum og kveikir eld - upp rís hugmynd að maraþonrokktónleikum aldarinnar: Waynestock. Félagarnir Wayne og Garth reka sig á ýmsar hindranir við að koma tónleik- unum í kring. -------------------------------------: Lögmál leiksins er mynd um alvöru körfubolta og lifiö í kringum hann. Laugarásbíó sýnir: Lögmái leiksins Laugarásbíó hefur tekið tíl sýninga spennumyndina Above the Rim eða Lögmál leiksins. Kyle Watson er mjög hæfUeikaríkur leikmaður í körfubolta og æfir grimmt með skólaUðinu. Hann elur með sér draum, eins og svo mörg önnur ung- menni, að einn góðan veðurdag kom- ist hann að hjá einhverju Uði í úr- valsdeUd bandaríska körfuboltans. Vandamál hans er bara að vekja á sér athygli. Shep, öryggisvörður skólans, kemur þó auga á hæfileika Kyle og ákveður að hjálpa honum að ná takmarki sínu. En Kyle fellur í þá gUdru að reyna að fara styttri leiðina að markmiðum sínum og flækist í slagtog með glæpamannin- um Birdie sem hefur skipulagt held- ur vafasama körfuboltakeppni á strætum hverfisins. Meö aðalhlut- verk fara Duane Martin, Tupac Shakur og Marlon Wayans. Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími 11384 Hús andanna Bille August hefur tekist að gera áhrifamikla og vandaða kvikmynd sem hrærir við tilfinning- um og lætur engan ósnortinn. -HK BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Þrumu Jack ★ Paul „Krókódíla-Dundee" Hogan er langt frá sínu besta hér sem ástralskur útlagi og banka- ræningiívilltavestrinu. -GB Fúll á móti ★★'/2 Jack Lemmon og Walter Matthau í góðu stuði í hlutverki gamalla fýlupoka sem þola ekki hvor annan en geta heldur ekki hvor án ann- arsverið. -GB Pelíkanaskjalið ★★★ Vel heppnaður spennutryllir um viðtækt sam- særi í Washington. Stjörnuleikarar standa vel fyrirsínu. -HK Beethoven 2 ★ '/2 Það sem stendur upp úr annars slakri gaman- mynd eru hinir skemmtilegu St. Bernhards- hundar sem standa mennskum leikurum mun framaritúlkun. Einnigsýnd i Háskólabiói. -HK SAGA-BÍÓ Sími 78900 Hvaö pirrar Gilbert Grape? ★★ Mynd í hugljúfari kantinum um ungan mann sem fórnar sér fyrir fjölskylduna en losnar úr prisundinni fyrir tilstilli ástarinnar. -G B HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Nýliðarnir ★l/2 Sálarkreppa háskólakörfuboltaþjálfara sem verður að taka þátt í vafasömum viðskiptum meó leikmenn ristir ekki djúpt. Kaflar með al- vöru NBA-stjörnumerubetrienoffáir. -GE Beint á ská 33'/» ★,/2 Lautenant Drebin og co. eru ekki lengurfyndn- ir nema að örlitlu leyti. Þessi seria er löngu búin að vera og það er vandræðalegt að sjá klórað árangurslaust i bakkann. Einnig sýnd í Bíóhöllinni. -GE Backbeat ★★★ Skemmtileg og raunsæ lýsing á lífi The Beatles á fyrstu árunum i Hamborg, fjallar þó aðallega um vinina Stu Suthcliffe og John Lennon. Frábær leikurallar leikara. -HK Nakinn ★★'/2 David Thewlis heldur einsamall uppi nýjustu mynd Mikes Leigh með frábærri bölsýnisspeki og eitruðu háði sem hann hellir yfir alla með- leikara sina á einstaklega liflegan hátt. Stjarna erfædd. -GE Blár ★,/2 Fremur tilgerðarleg mynd um unga ekkju sem tekst á við lífið og sorgina eftir lát mannsins síns. -GB Listi Schindlers ☆☆☆ Spielberg tvinnar saman helförina og starfsemi þýsks stríðsmangara í Póllandi með misjöfnum árangri en veitir óneitanlega eina bestu innsýn í þennan kafla mannkynssögunnar sem má ekki gleymast. -GE LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Síðasti útlaginn ★'/, Tæknilega vel gerður en stefnulaus vestri með losaralegt handrit. Það vantar ekki blóðið og karlmennskustælana heldur samúð með per- sónunum og eftirvæntingu um endalokin. -GE Eftirförin ★ V2 Langur eltingaleikur með gamansömu ívafi sem liður fyrir ófrumleika og vöntun á sterkum atrið- um. Heldur sig við formúlu sem tryggir lág- marksafþreyingu -GE Ögrun ★★ Létt erótík og ádeila á siðavendni kirkjunnar manna í Astralíu sem vilja koma vitinu fyrir „subbulegan" listmálara. -GB REGNBOGINN Simi 19000 Sugar Hill ★'/, Umbúðir og innihald eiga trauðla saman i frá- sögn þessari af dópsala sem snýr af villu sins vegarvegnafallegrarstúlku. -GB Nytsamir sakleysingjar ★★'/, Enn ein hrollvekjan úr smiðju Stephens Kings. Nú eiga ibúar í Castle Rock í baráttu við þann i neðra sem er i liki forngripasala. Vel leikin og vel uppbygð spennumynd sem gaman er að. -HK Trylltar nætur ★★★ Leiftrandi ástar/losta-þrihyrningur sem þætti athyglisverður hvenær sem er en hefur öðlast talsvert aukinn áhrifamátt vegna fráfalls höf- undarins/stjörnunnar úr eyðni. Besta mynd til þessa um mannlega kostnaðinn af þessum sjúkdómi. -GE Kryddlegin hjörtu ★★★ Heillandi frásagnarmáti i bragðmikilli og dramatískri mynd þar sem ýkjukennd sagna- hefð nýtur sín vel. Athyglisverð og vel leikin kvikmynd i háum gæðaflokki. -HK Píanó ★ ★ ★'/; Píanó er einstaklega vel heppnuð kvíkmynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótik með öllum sínum ófgum ermyndinaldreiyfirþyrmandidramatísk. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími16500 Tess í pössun ★,/2 Heldur daufleg gamanmynd um fyrrum forset- afrú sem gerir lífverði sína og aðra snælduvit- lausameðuppátækjumsínum. -GB Philadelphia ★★★ Áhrifamikil kvikmynd um eyðnisjúkan lögfræð- ing sem fer í mál við vinnuveitendur sína sem ráku hann. Tom Hanks fékk óskarinn fyrir leik sinnogvarþaðverðskuldað. -HK Dreggjar dagsins ★★★★ Anthony Hopkins er maður dagsins í þessari úrvalsmynd um þjóninn Stevens sem missir af lífsins strætó en vill bæta fyrir mistök sín. -GB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.