Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 21 Leikjadagur á Akureyri Minjasafniö á Akureyri stendur fyrir leikjadegi á sunnudag. Dag- skráin hefst kl. 13 og stendur til 17. Margt verður í boði svo sem leikjadagskrá þar sem áherslan verður lögð á eldri sem yngri leiki sem allir geta tekið þátt í. Einnig stíga „Eyjafjarðar skotturnar" gömlu dansanna við harmon- ikkuleik og sýnt verður bruðu- leikhús fyrir yngstu bömin. Baptistar byggja Fyrsta skóflustunga að kirkju- byggingu Baptista að Fitjum 4 í Njarðvík verður tekin á sunnu- dag kl. 11. Ba’ptistar hafa starfað í Njarðvík í um 12 ár og telur söfnuðurinn um 150 manns. Þeir hafa verið til húsa í einni af gömlu verbúðarbyggingunum við Fiijabraut. Kirkjubygging baptista er fyrsta Baptistakirkja á Islandi. Silfur- stigamót Bridgesamband íslands býður upp á þá nýbreytni í starfinu í sumar að hafa silfurstigamót með peningaverðlaunum nokkra laugardaga. Helmingur af 1500 kr. keppnisgjaldi fer í verðlaun svo þau ráðast af þvi hve margir veröa meö. Mótin byrja kl. 12 og spiluð verða 44 spil í tveim um- ferðum. Fyrsta mótið veröur á laugardaginn og er skráning á skrifstofú Bridgesambands ís- lands. Bubba '94 við Flúðir Nemendur sem stunda nám við Menntaskólann að Laugarvatni hafa haldið útihátíð, sem hlaut nafnið Bubba, á hverju sumri síð- an 1990. Að þessu sinni er Bubba haldin við Flúðir og er búist við að Laxárbakkamir verði troðfull- ir af menntskælingum og stans- lausri gleði fram eftir nóttum. Grillað verður á stóruútigrilli og hljómsveitin SSund (áður Sjáumst í sundi) leikur fyrir dansi. AFS-fjöl- skylduhátíð íViðey Skiptinemasamtökin AFS halda fjölskylduhátíð í Viðey á sunnudag kl. 14. Þar verður heitt i kolunum allan daginn, leikir og létt gaman fyrir unga sem aldna. Bjölmennt verður í staðarskoðun undir leiðsögn staðarhaldara kl. 15.15 og einnig verður möguleiki á reiðtúr um eyjuna. Ferja fer frá Sundahöfn kl. 14 en eftir það gengur ferjan á klukkutíma fresti. AFS-samtökin bjóða alla hjartanlega velkomna á íjöl- skylduhátíð út i Viöey þennan dag. Háskóli íslands og íslenska lýdveldið í tilefni 50 ára afmælis lýöveld- isins efnir Háskóli islands til dag- skrár í Perlunni. Á sunnudag kl. 14 fjallar Sígmundur Guðbjarna- son prófessor um visindi og fram- tíð Islands. Þvinæst leika þær Bryndís Haila.og Steinun Bima Ragnarsdóttir verk fyrir selló og píanó. Stefán Ólafsson prófessor flytur erindi um forsendur fram- fara í íslensku þjóðfélagi og aö lokum fjallar Sigurður Steinþórs- son prófessor um sérstöðu fs- lenskrar náttúru. Sniglar ætla að fjölmenna á bifhjólum sinum á laugardag Hjóladagur Snigla - heiðurssnigill útnefndur á Ingólfstorgi „Um 75 til 100 bifhjól verða í hóp- keyrslunni sem er aðallega farin til að vekja athygli á okkar málum, einkum tryggingamálum. Þetta era áhugamanna- og baráttusamtök en þaö veröur örugglega nóg um glens og gaman. Viö ætlum að útnefna heiðurssnigil númer 900 og fleira," sagði Björn Ragnarsson, fréttafull- trúi Bifhjólasamtaka lýðveldisins, í samtah við DV en Sniglarnir halda sinn árlega hjóladag á laugardaginn. Bifhjólafólk hittist með fáka sína kl. 14 viö Kaffivagninn á Granda. Síðan verður ekið í hópkeyrslu um höfuðborgarsvæðið; Tryggvagötu, Sæbraut, Reykjanesbraut, Lækjar- götu, Strandgötu, Reykjavíkurveg, Kringlumýrarbraut, Bústaðaveg, Skógarhlíð, Snorrabraut, Eiríksgötu, Skólavöröustíg, Laugaveg og endaö á Ingólfstorgi kl. 16. Formaður stjórnar Snigla, Ofur- Baldur, flytur ræðu dagsins og út- nefnir heiöurssnigil númer 900. Sniglar hafa þá hefð að taka sléttu tölumar frá til heiöurs einhverjum sem greitt hafa götu þeirra. Þeirra á meðal eru Ómar Ragnarsson, Ami Johnsen og fleiri góðkunnir. Einnig flytja ræöur fulltrúi Umferöarráðs og Ómar Smári frá Lögreglunni. Trúbadorinn Bjami Tryggva ætlar síöan að leika fyrir áhorfendur. ■w- r gi /i* •• ' Lif og fjor a Suðurgötu Búist er við hörkukeppni. Motokross Það verður líf og fjör á Suðurgötu 7 á Árbæjarsafni á sunnudag. Þór- unn Pálsdóttir leikkona og nokkrir áhugamenn um liðna tíö munu setja á svið heimilislíf skömmu eftir alda- mótin síðustu. Hestakerra veröur á staðnum fyrir bömin og í Dillons- húsi er ávallt heitt á könnunni. Heimilislif frá því skömmu eftir alda- mót verður sett á svið. Fyrsta motokross-keppni sumars- ins verður haldin á vegum Vélhjóla- íþróttaklúbbsins VIK á sunnudag kl. 14. Keppt veröur í opnum flokki motokross-hjóla og í flokki léttra bif- hjóla. Keppt verður í A- og B-flokki. Margir nýir keppendur munu taka þátt í keppninni sem fram fer á svæöi VIK við Sandskeið, ekið af Bláfjalla- afleggjara. Útskriftar- dansleikur H.fe Á laugardag verður haldinn dansleikur í tilefni af útskrift við Háskóla íslands en er haldinn á Hótel Sögu. Dansleikurinn er sér- staklega ætlaður þeim sem eru aö útskrifast þennan sama dag ur Háskóla íslands en að sjálf- sögðu er makar og vinir útskrift- amema einnig velkomnir. Tjaldmark- aðurogtívolí á Selfossi Á laugardag verður mikið um að vera á Selfossi. í míðbænum verður markaður í nýjurisatjaldi bæjarins og tívolí UK verður á gamla Kaupfélagsplaninu alla helgina. Ungmennafélag Selfoss mun standa fyrir margs konar afþreyingu og skemmtun. Boðið verður upp á útsýnisflug, götu- körfubolta, kvöldvöku auk þess sem lista- og dýrasafn Árnesinga verður opið. Bryggjuhátíö verður haldin á Reyöarfirði um helgina sjötta ár- ið í röð. Hátíðin, sem hefur öðlast stóran sess í hugum Austfirðinga, hefst með formlegum hætti í kvöld með harmónikuballi. Á laugardag verður hátíðin sett með hávaða og iátum. Ýmislegt verður til skemmtunar og má þar nefna tívolí, eldgleypi, trúöa i fallhlíf, karamelluregn, Ðos Pilas og Vini Dóra ásamt Chicago Beau. Bryggjuhátíð lýkur með hinu rómaða Skemmuballi á laugardagskvöld. Hátíðisdagur homma og lesbía Samtökin 78, félag homma og lesbía á íslandi, standa ásamt Félaginu, réttindafélagi samkyn- hneigðra og tvikynhneigðra, að dagskrá á laugardag til aö minn- ast þess aö 25 ár em liöin frá því “ að atburðir áttu sér staö í New York-borg sem mörkuðu upphaf virkrar baráttu samkynhneigðra fyrir mannréttindum. Helgistund á vegum Áhugahóps homma og lesbia tun trúarlíf verður í Háskólakapellu kl. 11. Fariö verður í göngu um miðbæ Reykjavíkur kl. 14 til að vekja athygli á tilveru og réttindabar- áttu samkynhneigðra, Að göngu lokinni verður dagskrá við fé- lagsheimili Samtakana 78 og Fé- lagsíns. Hátíðinni lýkur með dansleik á vegum Samtakanna 78 í Risinu við Hverfisgötu. Félags- heimili Samtakanna 78 og Félags- ins verða opin þennan dag og eru allir velkomnir. Hafnarfjörður: Tjaldmarkaður við Kænuna - ásamt skemmtiatriðum Viö Kænuna við smábátahöfnina í Hafnarfiröi er starfræktur tjald- markaður alla sunnudaga kl. 11 til 16. Þar eru aðallega seld matvæli ýmiss konar. Um helgina verður gott úrval af fiski, hákarl, svartsfuglsegg, harðfiskur, kökur, sælgæti o.fl. á hagstæðu verði. Fiskabúr með ýmsum sjávardýr- um verður til sýnis. Á milli kl. 13.30 og 16 verða hestar teymdir undir bömum og harmónikuleikari spilar fyrir gesti. Það er þjóðlegt andrumsloft a Kænunm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.