Alþýðublaðið - 05.04.1967, Síða 2

Alþýðublaðið - 05.04.1967, Síða 2
Herferðin gegn Kína- forseta nær hámarki Samkvæmt blöðum í Peking virðast þúsundir manna um allt landið' taka þátt í svipuðum f jölda aðgerðum til stuðnings IVIao Tse- tung og gegn Liu Shao-chi. „Al- þýðudagblaðið" sagði í forsíðu- fyrirsögn, að öreigabyltingin for- dæmdi liáttsetta flokksstarfsmenn sem valið hefðu braut kapítal- ismans, en opinber blöð hafa hingað til forðazt að’ nefna Liu á nafn. Blaðið segir, að herinn taki virkan þátt í skipulagningu fjöldaaðgeröanna víðs vegar í landinu. Ástæðan til mótmælaaðgerð- anna gegn forsetanum eru tvær greinar í „Rauða fánanum“. tíma riti kommúnistaflokksins. í Ann- arri greininni er forsetinn sak- aður um tilrauu til að kúga mao- ista við Pekingháskóla í fyrra- sumar. í hinni greinni er Liu sak aður um að liafa sagt að 10 ára gömul kvikmynd bæri vott um þjóðhollustu, en Mao á að hafa sagt að myndin bæri vott um föð urlandssvik. CHEN KOK HRAUSTUR. Chen Yi utanríkisráðherra, semi gagnrýndur var í veggblöðunj Framhald á 15. síðu. Nýtt ungl- ingablað Nýtt unglingablað liefur liafið göngu sína hér. Nefnist það REGN og um útgáfu þess sjá nemendur í 6. bekk GK í Langholtsskólan- um, en það er 12 ára bekkur. Á- byrgðarmaður ritsiiis er Loftuií Guðmundsson, rithöfundur. Rit- stjóri er Gísii Sv. Loftsson og blaöamenn Sigurður J. Grétars- son og Ágúst Þ. Árnason. í ritinu er ýmislegt við hæfi unglinga, framhaldssaga, sagt frá Donovana stjörnuregn, þáttur um unglinga- hljómsveitir, fræðigrein um dýr o. fl. Hér á myndinni sjáum við ritstjóra Regns. PEKING, 4. apríl (NTB-Reuter). Herferðin gegn Liu Shao-chi, forseta Kína, hélt áfram í Peking í dag, þriðja daginn í röð. Þús- undir manna taka þátt í herferð- inni, en opinberlega hefur verið sagt að þessi herferð' marki þátta skil I menningarbyltingunni. Mannfjöldinn hrópaði slagorö og krafðist þess að Liu og stuðnings mönnum hans yrði vikið frá völd um. ♦-------------------:------------ Þessa óvenjulegu skipsmynd tók Marteinn Friðjónsson, skip venii á togaranum Röðli, af skipinu fyrir skömmu, en Röö- ull var þá á heimleið úr sölu- ferð. Grindavík, HM—Hdan. Á skrídag bættist hér ann nýtt glæsilegt skip, i heim og reyndist það í alla staði í flot- vel. Hrafn'i Skipstjóri á Hrafni Sveinbjarn- Sveinbjarnarson. Er skipið 2C8 lestir að' stærð og búið ölium ný- lízku fiskleitartækjum, t.d. tveim asdic ratsjám og dregur önnur þeirra 24 mílur en hin 48. í skip- inu er 670 hesta Lister aöalvél og var ganghraði í reynsluferð 10,4 mílur. Skipið er smíðaö' í Þýzkalandi ©g hreppti aftakaveður á leiðinni Landhelgisbrot báta orðin 43 Þyrla Landhelgisgæzlunnar tók um hádcgið í gær fjóra báta aö meintum ólöglegum veiðum, tvo út af Ilafnarnesi og tvo undan Framhald á 15. síðu. ajrsyni er Pótur Stefánsson úr Keflavík, 1. stýrimaður Sveimi Sveinsson úr Grindavík, 1. vél- stjóri Valdimar Valdimarsson úr Garði og 2. vélstjóri Pétur Vil- bergsson iir Grindavík. Vestmannaeyjum, ES—Hdan. Heildara-fli Vestmannaeyjabáta frá áramótum var nú um mánaðar mótin 10.470 lestir, en var á sama tíma í fyrra 10.711 lestir. Sæ- björg er aflahæst með 418 lestir, Andvari 381, Leó 351, Sæunn 316, Hrauney 267 og Suðurey með 254 lestir. Gísli Árni kom með 280 lestir af loðnu hingað í gærmorgun. Þrátt fyrir minni afla miðað við sama tíma í fyrra, er rétt að hafa það í !huga, að færri bátar róa héðan í vetur og eins liefur tíðarfar verið mjög erfitt það sem af er vertíðinni og gæftir stirðar. Afli netabáta hefur verið tregur, en hins vegar hefur verið góður afli hjá trollbátunum. Hafa þeir komizt í þetta 30—40 lestir yfir daginn, þegar þeir hafa getað ver- ið a'ð. Flateyri, HH—Hdan. í fyrri viku varð einn Flateyrar- báta fyrir því óhappi, að tapa 7 bölum af línu undir ísinn, sem nú er á miðum báta þaðan. Afli bátanna hefur verið imjög lélegur að undanförnu þar sem bátarnir komast ekki á sín venju legu mið vegna íss. I fyrradag var aflinn um lVSs tonn á bát, nema hvað einn sem reri lcngra fékk 4 tonn og tapaði auk þess lí»u undir ísinn, eins og fyrr er sagt. Þrjár nýjar bækur írá Heimskringlu Heimskringla hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur, Ijóðabók eftir Þorstein frá Hamri, lokabindi Jó- hanns Kristófers eftir Romain Hol- land og Söguna af Serjoza eftir Vera Panova. Geir Kristjánsson þýðir Söguna af Serjoza, þætti úr lífi lítils drengs, en Sigfús Daða- son Jóhann Kristófer. Er þetta fimmta bindi íslenzku útgáfunnar og birtast þar níundi og tíundi hluti sögunnar, Logandi runnur \ Leikréttarhöld haldin yfir Oswald Almenningur í Bandaríkjunum er enn ekki á eitt sáttur um nið’urstöður Warren-nefndar- innar, sem taldi að Lee H. Os- vvald hefði myrt Kennedy for- seta og verið þar einn að verki. Þetta kom glögglega fram í , leikréttarhöldum, sem stúd- r entar við Yale-háskóla, kunn- : asta lagaskóla Bandaríkjanna. ; settu nýlega á svið, en kvið- . dómurinn, sem í voru sex kon- ur og sex karlar, igat ekki náð samkomulagi um sekt eða sak- leysi sakborningsins. Sá, sem tók að sér hlutverk Oswalds í réttarhöldunum, neit aði að hann hefði orðið for- setanum að bana. Mörg vitni voru leidd og var vitnisburður þeirra unninn úr Warren-skýrsl unni, en til þess að spara tíma var framburði margra vitna úr skýrslunni oft steypt saman í einn. Að vitnaleiðslunum loknum gaf dómarinn kviðdóminum leiðbeiningar og taldi að þrjár grundvallarniðurstöður gætu komið til greina: að Oswald væri saklaus; að Oswald væri sekur um að hafa myrt forset- ann að yfirlögðu ráði; og í 3. lagi, að ihann hefði skotið á forsetann í þeim tilgan'gi að bana honum, en þó hafi liann ekki látið lífið fyrir kúiu úr riffli Oswalds. Kviðdómurinn dró sig því næst í hlé og bar saman toæk- ur sínar. Eftir þrjá stundar- fjórðunga kallaði dómarinn hann inn í réttarsalinn, og þá lýsti oddviti kivðdómsins þvi yfir, að kviðdómurinn hefði klofnað í tvo jafna hluta, og hefði það einkum valdið ágrein ingnum, hvort Oswald hefði verið einn að verki eða ekki. í viðtali að loknum réttar- liöldunum, sagði oddviti kvið- dómsins ennfremur að öllum dómendunum hefði komið sam- an um, að Oswald væri !á ein- hvern hátt við málið riðinn. Hins vegar hefði ákærandinn ekki borið fram nægilega sterk rök til að ryðja úr vegi efa- semdum um að Oswald hefði raunverulega hleypt af því skoti sem varð forsetanum að bana. og Hinn nýi dagur. Meira en tutL ugu ár eru liðin síðan útgáfa sög- unnar hófst á íslenzku, en Þórar- inn Björnsson skólameistari hóf þýðingu hennar sem Sigfús Daða- son tók við og 'hefur nú leitt til lykta. Jóhann Kristófer er 432 bls. að stærð, en Sagan af Serjoza 174 bls. — Jórvík nefnist hin nýja bók Þorsteins frá Hamri og er það fimmta ljóðabók hans. Jór- vík skiptist í fjóra kafla, Á þjóð- veginum, Ekki þekki ég manninn, Til fundar við skýlausan trúnað, Himinn og gröf. Bókin er 66 bls. að stærð. Varöberg á Akureyri Varðbergsfélagar á Akureyri og aðrir áhugamenn um vestræna samvinnu. Fundur verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 6. apríl, í Iitla-salnum í Sjálfsfæðishúsinu og hefst fundurinn kl. 8.30. Ræðumaður á fundinum verður Árni Gunnarsson, fréttamaður, og ræðir hann um Vietnam. Sýnd- ar verða litskuggamyndir og stutt kvikmynd. — Stjórnin. 2 5. apríl 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ i'

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.