Alþýðublaðið - 05.04.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 05.04.1967, Blaðsíða 15
íþróttir Framhald 11. slffu. stökum flokkum urðu sem hér segir: Stúlkur, 15 ára og yngri: Sek. 1. Auður Harðard., Á 85.6 2. Jóna Bjarnadóttir, Á 87.1 3. Áslaug Sigurðard., Á 87.5 Drengir 16 ára og yngri: Sek. 1. Tómas Jónsson, Á 54.7 2. Þórhallur Bjarnas., Húsav. 60.3 3. Haraldur Haraldss., ÍR 62.4 Konur 16 ára og eldri: Sek. 1. Martha B Guðmundsd., KR 65.6 2. Árdís Þórðard., Siglufirði 65.9 3. Hrafnhildur Helgad., Á 66.2 Kariar 17 ára og eldri: Sek. 1. Hafsteinn Sigurðsson, ísaf. 77.4 2. Guðm. Jóhannesson, ísaf. 79.6 3. Kristinn Benediktss., ísaf. 81.6 4. Bjarni Einarsson, Á 82.5 5. Arnór Guðbjartsson, Á 82.8 ★ Svig Svigkeppnin hófst fyrir hádegi á sunnudag í'drengja- og kvenna- flokkum. Keppni í karlaflokki hófst kl. 15 og stóð baráttan á milli sömu manna og í stórsvig- inu. Björn Olsen var ræstur fyrst- ur þeirra félaga og fékk timann 50,9 sek. Hafsteinn Si'gurðsson var næstur og fékk sama tíma. Krist- inn Benediktsson fór brautina á 50.00 sek og Jóhann Vilbergsson á 50.3 sek. Það var því lítill tíma- munur, sem skildi kappana af, er síðari umferðin hófst. Björn fékk þá tímann 51.2 sek., en Hafsleinn bætti tíma sinn úr fyrri umferð- inni í 50.8 sek, Ekkert virtist þó geta hindrað sigur Kristins, sem nú fékk tímann 49.4 sek. og þeg- ar Jólianni mistókst síðari um- ferðin, en hann datt og fékk tím- ann 57.6, blasti sigur Kristins við. En þegar skýrslum hliðvarða hafði verið safnað kom í Ijós, að þeir Kristinn og Jóhann höfðu sleppt hliði, Kristinn í fyrri um- ferð en Jóliann í síðari og voru því báðir dæmdir úr leik. Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir: Stúlkur 15 ára og yngri: Sek. 1. Áslaug Sigurðardóttir, Á 90.2 2. Jóna Bjarnadóttir, Á 113.8 3. Auður Harðardóttir, Á 146.7 Drengir 16 ára og yngri: Sek. 1. - Tómas Jónsson, ÁÁ 71.1 2. " Haraldur Haraldsson, ÍR 74.1 3. Þórhallur Bjarnas., Hús&v. 77.0 Konur 16 ára og eldri: Sek. 1. Árdís Þórðardóttir, Sigluf. 75.6 2. Hrafnhildur Helgadóttir, Á 86.3 2. Martha B. Guðm.d., KR s. t. Karlar 17 ára og eldri: ' Sek. 1. Hafsteinn Sigurðss., ísaf. 101,7 2. Björn Olsen, KR 102.1 3. Sigurður R. Guðjónss., Á 107.9 4. Bjarni Einarsson, Á 198.8 4. Arnór Guðbjartsson, Á s. t. Stefánsmótið var að venju liald- ið á vegum skíðadeildar KR í Skálafeili. Mótsstjóri var Bogi Nilsson en brautir iagði hinn góð- kunni skíðakappi Ásgeir Eyjólfs- son. " Utan af landi Sauðárkróki, B—Hdan. Mikið atvinnuleysi hefur verið hjá verkafólki í vetur. Um mán- aðarmótin febrúar og marz voru milli 50 og 60 manns skráðir at- vinnulausir. < ÁÍBBW Eins og oft vill verða þegar litið er um að vera í atvinnulífinu, snúa menn sér að félags- og menn- ingarmálum, enda er mikið líf í þeim málum. Verið er í óða önn að undirbúa Sæluvikuna sem að þessu sinni á að hefjast 9. apríl. Þrír kórar eru starfandi, Leik- félagið er að æfa leikritið Hve igott og fagurt eftir Somerset Maugham, Kvenfélagið æfir De- leríu.m Bubonis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni, en það leikrit fer eins og eldur í sinu um landið um þessar mundir. Þátttakendur 'í leiklistarnám- skeiði, sem haldið var í vetur á vegum Verkakvennafélagsins æfa þrjá einþáttunga sem þó verða sennilega ekki sýndir fyrr en eft- ir Sæluvikuna. Versta veður var á Sauðárkróki um páskana með roki, snjókomu og frosti. Bæjarbúar létu þó ekki veðrið aftra sér frá því að sækja messu hj«á sóknarprestinum sem messaði kl. 8 á páskamorgun við góða aðsókn. Landlielgishrot Framhald af bls. 2. Stokkseyri. Bátarnir voru Magn ús IV. RE 18, Guðmundur á Sveinseyri, BA 35, báðir teknir út af Hafnarnesi, Þorlákur II. ÁR 3 og Kap RE 211, út af Stokks- eyri. Hafa þá alls 43 bátar verið staðnir að ólöglegum veiðum frá áramótum, en þess ber þó að gæta að í þessari tölu eru um sum skip tvítalin og jafnvel marg talin, því oft eru þeta sömu bát- arnir, sem veiða aftur og aftur í landhelgi. Herferð Framhald af bls. 2. rauðra varðliða í gær og fyrra- dag, mætti í kvöld í veizlu í ung verska sendiráöinu í tilefni þjóð hátíðardags Ungverja. Hann á að hafa sagt, að menningarbyltingin væri ekki aðeins stórfengleg hug I myndafræðileg bylting heldur einnig stórfengleg pólitísk bylting og iðnbylting. Vegna menningar- byltingarinnar hafi koruppskeran aldrei verið meiri síðan kommún- istar komust til valda. Þrjár kjarn orkutilraunir hafi verið geröar og verzlun við vinsamleg fyrirtæki hafi aukizt vegna menningarbylt ingarinnar. Utanríkisráðherrann hefur ver ið sakaður um að kúga menn- ingarbyltinguna meðal starfs- manna utanríkisþjónustunnar. Chen Yi játaði í dag að hann hefði sætt gagnrýni síðan menn ingarbyltingin hófst, en sagði að gagnrýni væri nauðsynleg því að hiin kæmi í veg fyrir mistök. Samkvæmt fréttum opinberra blaða frá Urumchi, höfuðborg Sinkinaghéraðs, sem liggur að Sovétríkjunum, ræður herstjórinn þar, Wang En-mao enn lögum og lofum í liéraðinu. Hann hefur sætt gagnrýni rauðra varðliða. Moskvuútvarpið hélt því fram í dag, að Tao Chu, fv. áróðurs- stjóri flokksins, og Lo Jui-sching, fv. forseti herráðsins, liefðu senni Iega framið sjálfsmorö. Vopni stolið Eramhald af 1 síðu. hefði komið fyrir, aö slík vopn hefðu verið tekin af mönnum. Einkum eru það sjómenn, sem hafa keypt skammbyssur erlendis frá og komið siðan með þær hing að. Einnig hafa hermenn frá stríðsárunum komið þeim í verð hérlendis. Það er af ofangreindum inn- brotsþjófi að ræða, að hann var af norskum fiskibáti, sem staddur var hér í Reykjavíkurhöfn. Hafði maðurinn brotizt inn um kjallara glugga á Stórholti 17, en áður hafði hann brotizt inn að Kjart ansgötu 1, en ekkert fundið þar. Náðist liann skömmu eftir seinna innbrotið og situr nú í varðhaldi. Er þetta ungur maður, liðlega tví- tugur. JAPANIR munu eiga eitthvert hraðskreiðasta vöruflutninga- skip sem til er. Það er 13 300 tonn að stærð og gengur nærri 26 sjómílur. Norðurlandaráö Framhald af bls. 3. um tökum. Samþykkt var með 50 atkvæð um gegn 2 að skipa nefnd til að rannsaka möguleikanna á víð- tækri rannsókn á áfengis- og eit- urlyfjamisnotkun unglinga á Norð urlöndum og þeim glæpum, sem þessi ofnéyzla hefði í för með sér. Danskur ræðumaður kvaðst ekki mundu styðja tillöguna þar sem gera yrði greinarmun á notkun og misnotkun eiturlyfja og þar sem skoða yrði eiturlyfjavandamálið í víðara samhengi. Ályktanir um nokkur smærri mál voru einnig samþykktar á fundinum í dag. Síðdegis sátu fepit sætisráðherrar og forsetar ráðs- ins veizlu Urho Kekkonens for- seta. Svictsíjós Eramham u- opnu. Þeir Grettir, Jón og Árni geta allir'brugðið fyrir sig blásturshljóð færum og hef ég í hug. að nýta þessa hæfileika þeirra þremenn inj:a. Allt þetta gerir það að verk uni, að lagavalið verður fjölbreytt ara og enn áheyrilegra en áður. Undanfarið höfum við verið önn um kafnir við að æfa nýtt.pró gram með tilliti til þessara breyt inga og áranginn má sjá og heyra í Súlnasal Hótel Sögu eftir 1. maí Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 tækin eru seld í yfir 60 löndum. Sérhæfðir menn frá verk- smiðjunum i Noregi annast alla þjónustu af kunnáttu. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 1 69 95 PADSÉINETTE. Hafnarfjörður vunm*t* VINNINGUR: 15 daga skemmtisigli ’g fyrir tvo með einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi er nú siglir um heimshöfin m/s Fritz Heckert (18. apríl — 2. maí.) Nú eru að verða allrra síðustu forvö 3 'að tryggja sér miða í glæsilega aðgöngumiðahappdrætti. Dregið verður hjá bæjarfógetanum í T-afnarfirði á föstudag. Sleppið ekki þessu einstæða tækifæ ri, — Kaupið miða strax Spilað á tveimur hæðum. — Öllum heimill aðgangur. Aðgöngumiðapantanir í síma 50499. epiíLANEFNDIN. ALÞYÐUBLADIÐ |,5 5. apríl 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.